Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 24. febrúar 1987 —viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.____________________________ Hemaðarframkvæmdir verði í engu auknar Grundvallarstefna Framsóknarflokksins í utanríkismálum er að treysta stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði landsins með virkri þátttöku í samtökum á alþjóðlegum vettvangi og norrænu samstarfi, stuðla að vinsamlegum samskiptum þjóða og auðvelda þannig samninga um afvopnun og varðveislu friðar. Flokkurinn leggur áherslu á sjálfstæða utanríkisstefnu, þar sem ofangreind markmið eru höfð í huga. Vegna legu landsins, menningar og sögu, er íslendingum nauðsyn- legt að gæta þess að hafa sem best tengsl við þjóðir í austri og vestri og viðskiptahagsmuni þjóðarinnar ber að tryggja með víðtækum samningum. Framsóknarflokkurinn er fylgjandi aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu en leggur áherslu á þá meginstefnu að hér verði ekki erlendur her á friðartímum. í stjórnmálaálykt- un síðasta flokksþings Framsóknarflokksins sagði: „Hvað varðar framkvæmd varnar- samningsins við Bandaríkin telur flokkurinn á það skorta að haldið hafi verið á málum af nægilegri festu og í samræmi við öryggis- hagsmuni íslendinga. “ Vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um byggingu varaflugvallar, þar sem komið hef- ur til tals að varnarliðið hefði afnot af honum og fé til byggingar fengist úr mannvirkjasjóði NATO, er rétt að rifja upp það sem flokks- þingið ályktaði um frekari hernaðarfram- kvæmdir: „Flokkurinn leggur áherslu á að starfsemi eða hernaðarframkvæmdir á vegum varnarliðsins eða Atlantshafsbandalagsins verði að engu leyti auknar frá því sem leyft hefur verið, hvort sem um er að ræða ratsjár- stöðvar, birgðageymslur eða flugvelli. “ Af þessu má sjá að Framsóknarflokkurinn mun ekki ljá máls á þeim hugmyndum að varaflugvöllur fyrir millilandaflug verði byggður fyrir fé frá hernaðarbandalagi, sem setur þær kröfur að þar verði ótakmarkaður aðgangur og starfsemi beint tengd hernaðar- umsvifum. íslendingar þurfa að fylgjast náið með þró- un öryggis- og varnarmála á öllu Norður-Atl- antshafi þannig að út frá hagsmunum íslend- inga sjálfra sé ætíð hægt að leggja mat á stöðu mála og framtíðarhorfur og móta öryggisstefnu landsins í samræmi við það. HS Fjallaferöir á jeppum eða snjósleöum heilla marga og á ári hverju er farinn fjöldi slíkra ferða upp á hálendi landsins. Um síðustu helgi var ein slík ferð á dagskrá hjá jeppaeig- endum á Akureyri og Reykja- vík. Ætluðu hóparnir að hittast í Nýjadal, en hópurinn frá Akureyri komst aldrei alla leið heldur varð að snúa við og halda heim, en Reykvíkingarn- ir komust í Nýjadal. Ásgeir Bragason, Akureyringur, var einn af þeim sem lögðu upp frá Akureyri og hann er hér kom- inn í viðtal dagsins til að segja frá ferðinni og þessu áhuga- máli sínu, ferðalögum á jepp- um vítt og breitt um landið. „Við ætluðum að hitta hópinn úr Reykjavík í Nýjadal og síðan ætluðu þau með okkur norður yfir aftur, en við komumst aldrei alla leið. Nei, það fór ekkert úrskeiðis, það var bara vont veð- ur og afleit færð svo við snerum við. Við vorum komin í átt að Kiðagili, það var lengra en við héldum. t>að var dimmt og ofankoma, en aldrei hvasst.“ - Voruð þið þá villt? „Nei, nei, en kílómetramælir- inn verður svo vitlaus þegar bíl- arnir eru á eins stórum dekkjum „Sækist aöallega eftir feröunum - segir Ásgeir Bragason jeppaáhugamaður og við erum með undir okkar bílum. Þú keyrir kannski 100 km vegalengd, en mælirinn sýnir 60 km. Þá er erfitt að átta sig á því hvað maður er kominn langt." - Hvaða leið er farin upp í Nýjadal? „Við förum upp úr Bárðardal og síðan Sprengisandsleið. Það er miklu betri vegur frá Reykja- vík og upp á hálendið, það er Kvíslaveituvegur, sem er beinn upphækkaður frá Sigölduvirkjun- inni og að Hofsjökli." - Hvað voru það margir sem fóru í þessa ferð? „Við vorum 20 sem fórum héð- an og einhvers staðar á milli 150 og 200 sem fóru að sunnan, það voru um 100 bílar.“ - Ertu búinn að fara margar svona ferðir? „Já, já, mjög margar. Ég fer mjög oft um helgar. Skemmtilegt við þetta? Ætli það sé ekki að festa bílinn og lenda í einhverju klandri. Þetta væri ekkert eftir- minnilegt annars. Svona án gam- ans þá eru það ferðalögin sem eru skemmtilegust. Þannig kynn- ist maður landinu og sér alltaf eitthvað nýtt.“ - Ertu búinn að stunda þetta jeppaáhugamál þitt lengi? „Já, alveg síðan ég fékk bílpróf og ég hef haft áhuga á bílum síð- an ég man eftir mér. Maður ólmaðist með bílana í sandkass- anum. Já, ég á jeppa. Ég er nýbúinn að selja einn og er að setja annan saman. Það er Willys árgerð 1966, Willys er eini jepp- inn sem eitthvert vit er í. Ég var að gera hann upp og er að koma honum saman núna.“ - Tekur þetta ekki mikinn tíma? „Jú, það gerir það og er leiðin- legt meðan á því stendur en óskaplega gaman þegar því er lokið. Það er leiðinlegt þegar maður vinnur við bifvélavirkjun að standa líka í viðgerðum í frítímunum. Það eru aðallega ferðirnar seni maður sækist eftir.“ - Er þetta ekki dýrt sport? „Jú, það er frekar dýrt. Annars er bensínið ódýrt núna og það bjargar miklu. Eftir svona ferðir þarft oft að endurnýja heilmikið í bílnum og það er auðvitað mjög dýrt. Það þarf að fara yfir hvern einasta hlut í bílnum.“ - Geta fjölskyldur verið sam- an í sporti sem þessu? „Já, já, það er alveg mögu- leiki. Ég, kona mín og dóttir för- um yfirleitt alltaf saman á fjöll á sumrin og eitt sinn bauð ég þeim líka með að vetrarlagi upp í Lamba í Glerárdal og þar dvöld- um við einn sunnudag og þær höfðu bara gaman af.“ - Eru jeppaáhugamenn á Akureyri með samtök eða félag? „Nei, en það er um 15 manna hópur hérna sem heldur mikið saman þó ekki sé það skipulagt félag.“ - Eru þessar ferðir farnar jafnt yfir allt árið? „Nei, það er aðallega farið yfir sumarið og seinnipart vetrar þeg- ar snjórinn er orðinn harður." - Nú er margt sem þarf að var- ast í sambandi við fjallaferðir eins og margoft hefur komið fram á undanförnum árum. Er eitthvað sem þú getur ráðlagt fólki sem er að fara í slíkar ferðir? „Já, ég vil ráðleggja öllum sem hyggja á ferðir upp á fjöll að koma inn í Galtalæk í hús Flug- björgunarsveitarinnar og sækja þar námskeið. Það er algjört frumskilyrði að kunna á áttavita og það kom í ljós í ferðinni um helgina að það voru um 5 af 20 sem kunnu á áttavitann. Maður á líka alltaf að gera ráð fyrir að þurfa að labba til baka og fara með tilheyrandi útbúnað til þess. Annars eiga menn aldrei að yfir- gefa bílinn nema þeir séu stutt frá byggð og veðrið sé gott. Ef ég væri staddur uppi á Glerárdal og bíllinn mundi bila þá mundi ég ganga heim eða fara á gönguskíð- um sem ég hef alltaf með. Það er ekki nóg að hafa stóran bil og kunna að keyra. Sumir hafa ekk- ert í svona ferðir að gera og við eigum auðvitað að hafa vit á að taka þá ekki með. Það eru alltaf margir sem vilja koma með. Hvað bílana varðar er frum- skilyrði að þeir séu fjórhjóla- drifnir og helst þarf að vera drif- læsing á einni hásingu. Eins og ég sagði verður að hafa áttavita, kort, hlý föt, nóg af bensíni, verkfærum, varahlutum og nóg af mat. En ég vil endilega hvetja menn til að ganga í Flugbjörgun- arsveitina, þar eru haldin alls konar námskeið. Það er hægt að koma á hverju mánudagskvöldi kl. 8 og fá alla þá fræðslu sem þarf.“ - Þú getur kannski sagt eina svaðilfarasögu að lokum? „Ég hef aldrei lent í neinum alvarlegum svaðilförum, hef a.m.k. alltaf komið heim heill á húfi og þakka áttavitanum það. Ég hef aldrei orðið áttavilltur en hef lent í því að þurfa að keyra eftir áttavita. Þá rennur allt saman, bæði land og himinn, það er enginn vegur og þá verður að treysta á áttavitann. En það verð- ur líka að hafa kílómetratöluna og þá er hægt að reikna út á korti hvar maður er staddur. Það er um að gera að sýna þolinmæði, niissa ekki kjarkinn og treysta áttavitanum, þá fer allt vel.“ -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.