Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 1
HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 F Háskóli á Akureyri: „Eg fagna tillögunum“ - segir Sigmundur Guðbjarnason rektor HÍ - en telur kostnaðinn verða meiri í gær var landað úr Combi Alfa skipshlutum í togarann Svalbak, sem er í viðgerð hjá Slippstöðinni. Mynd: KH í starfskynningu. Vandi Hitaveitu Akureyrar: „Ríkið getur ekki afsalað sér ábyrgð“ - Hugmyndir um sölu á hlut bæjarins í Landsvirkjun „óraunhæfar“ segir Sigurður Jóhannesson, „Ég fagna þessum tillögum eins og þær eru þarna fram komnar. Ég er samþykkur þeirri stefnu að byggja upp stutt og hagnýtt nám í nánum tengslum við atvinnulífið,“ sagði Sigmundur Guðbjarna- son háskólarektor aðspurður um álit hans á framkomnum Grímsey: íbúum fjölgar Aflabrögð hjá Grímseyjar- bátum hafa verið mjög góð það sem af er árinu. I janúar komu á land 200 tonn hjá fiskverkunarstöð KEA en janúaraflinn 1986 var 100 tonn. Á síðasta ári voru um 1200 tonn verkuð hjá stöð- inni, eða rúmlega 10 tonn á hvern íbúa en þeir eru nú 116. Að sögn Þorláks Sigurðsson- ar oddvita hefur fólki fjölgað stöðugt undanfarin ár og á síð- asta ári fjölgaði íbuunum um 3 þrátt fyrir það að nokkuð flytt- ist burt af fólki. Á síðasta ári var eitt nýtt íbúðarhús byggt og tveir aðilar eru með áform um að byggja á þessu ári enda er húsnæðisskortur að verða nokkur. í Grímsey eru þvf þrír umsækjendur um lán frá Hús- næðisstofnun. ET „Það hefur allt of mikið verið klifað á því þegar svona lagað er á döfinni, eins og flugstöðin í Keflavík sýnir, að þetta verði leyst með sérfjárveitingu og komi öðrum flugmálum ekkert við, svo stenst þetta ekki þegar á reynir. Til dæmis hefur flug- stöðin í Keflavík kostað það að fyrir árið 1987 er sáralitlu varið til framkvæmda við flugvelli á landinu. Eða ég segi það, þetta er lægri upphæð en árið áður og var hún þá lág,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson hjá Flugfélagi Norðurlands. Sigurður hefur látið töluvert að sér kveða varðandi staðsetningu varaflugvallar fyrir millilandaflug og hefur m.a. ritað bréf um kosti hugmyndum um háskóla á Akureyri. Sigmundur sagði að þetta væri í takt við þá þróun sem ætti sér stað víða erlendis, að fagskólar efldust samhliða hefðbundnum háskólum. Hann vildi leggja áherslu á að góður undirbúningur og skipulag skiptu miklu máli við svona verk- efni en í skýrslunni kæmi ekki fram nema að litlu leyti hvernig þeim undirbúningi og tengslum við atvinnufyrirtæki ætti að vera háttað. Sigmundur sagðist telja ólík- legt annað en að kostnaður við skólann yrði verulega miklu meiri en gert væri ráð fyrir í áætl- unum háskólanefndar Akureyr- ar. „í stórum dráttum styð ég þessa stefnu og ég efa það ekki að Háskólinn og ráðuneyti veita þá aðstoð sem hægt er,“ sagði Sigmundur. í umræðum um rekstrarform háskóla á Akureyri hefur komið fram sú skoðun að ein megin- ástæðan fyrir háu hlutfalli fyrir- lestra í kennslu í HÍ væri lág laun kennara. Þetta taldi Sig- mundur ekki rétt heldur væri fyrst og fremst um að ræða eins og víða erlendis, mjög aukið magn af vitneskju sem koma þyrfti til skila. „Launakjör kennara eru vissu- lega ömurleg. Þess vegna er sú hætta fyrir hendi að þegar kenn- arar komast í meira samband við atvinnulífið, þar sem menn hafa kannski þrefalt hærri laun, þá fari þeir að hugsa sig um,“ sagði Sig- mundur að lokum. ET Akureyrarflugvallar sem lagt var fram sem fylgiskjal með þings- ályktunartillögu. Hann segir að menn verði að líta raunsæjum augum á málið og kostnaðurinn við varaflugvöll verði óhjá- kvæmilega bundinn þeirri fjárveit- ingu sem varið er til flugmála. „Þingmenn viðurkenna það núna að rýr fjárveiting til flug- mála sé vegna þess að flugstöðin í Keflavík hafi tekið alla pening- ana. Þetta var því ekkert sérverk- efni, enda eru flugmál bara flugmál og þingmenn álíta að peningum sem varið er til flug- stöðva sé líka varið til flugmála. Margir sem vilja Sauðárkrók sem varavöll hafa reynt að slá á þessa strengi, sagt að þetta yrði bara sérverkefni og kæmi öðrum flug- málum ekkert við. En þannig „Það var einróma ákvörðun bæjarstjórnarinnar á sínum tíma að kaupa sig þannig inn í Landsvirkjun og ég sé ekki að forsendur hafi breyst á þann hátt að við förum að selja okk- ar hlut þrátt fyrir vanda Hita- veitu Akureyrar. Það er allt verður þetta auðvitað aldrei,“ sagði Sigurður. Hann benti á að Akureyrar- flugvöllur væri töluvert notaður sem varavöllur í dag, en það þyrfti að breikka hann og lengja örlítið í suður til að hann geti þjónað DC-8. Þá sagði hann að þeir sem hafa hampað Sauðár- króksvelli vanmeti gjarnan kostnaðinn sem því fylgdi að gera hann að varaflugvelli. Fyrir utan malbikið og lenginguna kæmi rekstrarkostnaður þar inn í, slökkvilið og starfsmennirnir sem þurfa að vinna við slíkan völl. Varðandi Egilsstaði sagði Sigurður að hann væri hluti af nýrri flugmálaáætlun. „Egils- staðaflugvöllur er reyndar fjár- magnaður með láni en hann er inni i heildarmyndinni og reynd- annað mál og ég tel að ríkiö eigi að koma inn í það, um það er engin spurning,“ sagði Sigurður Jóhannesson en hann á sæti í veitustjórn. Um helgina hafa komið fram ýmsar hugmyndir til lausnar ar ákaflega nauðsynleg framkvæmd. Ég hef lagt til að það verði reynt að undirbyggja þann völl og hafa allt sem gert er á þann veg að hann þoli stórar og þungar vélar. Þótt lengdin og breiddin verði ekki í upphafi í samræmi við kröfur um varaflug- völl er hægt að prjóna við hann síðar. Það er dýrt spaug að hylja með malbiki einhvern völl sem getur síðan ekki borið nema tak- markaða þyngd,“ sagði Sigurður. Hann sagði það óraunhæft að einblína aðeins á bestu staðsetn- inguna án tillits til kostnaðar og annarar notkunar því reynslan sýndi að þetta yrði fellt undir fjárveitingu til flugmála. Akur- eyrarvöllur væri að öllu saman- lögðu vænlegasti kosturinn í dag. SS vanda Hitaveitu Akureyrar í kjölfar funda með fjármálaráð- herra. Þorsteinn Pálsson sagði þá að niðurstöður nefnda sem kann- að hafa fjárhagsvanda þeirra hitaveitna sem verst væru staddar ættu að liggja fyrir eftir viku. Samkvæmt þeim upplýsingum er fram kornu um helgina er hlutur Akureyrarbæjar í Landsvirkjun metinn á 800 milljónir og rætt var um sölu á þessari eignaraðild. Sigurður gat ekki um það sagt hvort þessi tala væri rétt þegar um eignarhlut væri að ræða og hann sagði jafnframt að þessar hugmyndir væru yfirborðskennd- ari en svo að hér væri um fastan umræðugrundvöll að ræða. „Ég hef fylgst með þessum umræðum við ríkisvaldið samkvæmt þeim skýrslum sem okkar fulltrúar hafa lagt frarn í bæjarráði og þar hefur sala á eignum okkar í Landsvirkjun ekki komið upp. Á þessu stigi eru þetta óraunhæfar hugmyndir," sagði Sigurður. „Á sínurn tíma hvatti ríkið mjög til þess að þeir aðilar sem teldu sig hafa aðstöðu til heita- vatnsöflunar færu út í slíkt. Ríkið hafði mjög með það að gera hvar tekin voru erlend lán til þessa verks og það getur ekki afsalað sér því að vera á vissan hátt ábyrgðaraðili að þessum hitaveit- um,“ sagði Sigurður að lokum. SS Fjárveiting til flugmála: „Flugstöðin tekur alla peningana“ - segir Sigurður Aðalsteinsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.