Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 3
24. febrúar 1987 - DAGUR - 3 Sambandið hvetur til haustrúnings - „ullin föl fyrir hærra verð“ segir Sigurður á Grænavatni Vegna breytinga á framleiðslu ullarvara undanfarin ár, hefur innflutningur á mjúkri ull, aðallega frá Nýja-Sjálandi, aukist stöðugt á síðustu árum. A síðasta ári var innflutt ull um það bil helmingur af hráefni ullarframleiðslu Sambandsins, að sögn Kristins Arnþórssonar ullarfræðings. Önnur breyting á framleiðsl- unni er að notkun á ljósum litum hefur aukist og íslenska ullin hef- ur reynst of blökk og of gul og því miður, að sögn Kristins, oft of óhrein. Petta hefur enn aukið á innflutning. Til þess að reyna að fá hvítari og hreinni ull er nú að sögn Krist- ins mikill áhugi á því innan sam- bandsins að auka haustrúning og losna þannig við þessar „húsvist- arskemmdir“. Einnig hefur verið rekinn áróður meðal bænda um það að fara betur með ullina en á síðasta ári fóru um 20% ullar í 3. flokk. Petta hlutfall hefur verið svipað í mörg ár. „Það hlýtur að vera hagur bóndans að auka gæði ullarinar og hækka þannig verðið. Tilraun- ir hafa raunar bent til þess að kjötmagn aukist við það að rýja tvisvar á ári. „Ég efast ekkert um það að með þessu fæst betri ull, enda erum við hér búnir að rýja hluta af fénu á haustin í mörg ár. Við höfum hins vegar ekki getað losnað við ullina fyrr en verðið er ákveðið og það gerist ekki fyrr en 1. mars. Þetta er eingöngu mál kaupenda. Ef þeir bjóða betur í ullina á haustin þá er hún fö!,“ sagði Sigurður Þórisson bóndi á Grænavatni í Mývatnssveit aðspurður um það hvernig sér lit- ist á þessar hugmyndir. ET Starfsmenn vélsmiðjunnar Atla hf. á Akrureyri sjást hér koma stýrishúsinu af Dalborginni fyrir á vörubfl. Húsið verður sett á skipið í Slippstöðinni hf. á Akureyri. Mynd: ehb Akureyri: Unnið að stefnumótun í dagvistarmálum „Þaö þarf alltaf að endurskoða það hvaða stefnu ber að taka í dagvistarmálum og við erum að því nú bæði vegna þess að nú á að setja framkvæmda- áætlun til lengri tíma fyrir Hlýindin í vetur hafa sett strik í reikninginn hjá bændum á Höfðaströnd sem stunda neta- veiðar í Höfðavatni. Varð einn þeirra Valgeir á Vatni að draga netin upp fyrir nokkru þegar ísinn var orðinn laus frá landi og ógjörningur að komast á „þarfasta þjóninum“ við veið- arnar, vélsleðanum, á miUi. Veiðar í vatninu gegnum ís eru stundaðar frá 3 bæjum sem land eiga að því, auk Vatns, frá Mannskaðahól og Bæ. Reynir í Bæ sagðist hafa verið með fá net til þessa vegna ástand íssins, en fjölga þeim um leið og hann styrktist enn frekar. Hann sagði veiðina annars hafa verið góða og sömu sögu hafði Valgeir að segja um þann tíma sem netin voru bæinn og svo þarf alltaf að hugsa sinn gang í þessum málum, hvort við séum að gera það sem er í takt við tímann,“ sagði Jón Björnsson félags- málastjóri er hann var inntur niðri hjá honum. Halldór á Mannskaðahóli sagði veiði hjá sér hafa verið trega. Bændur á Selá og Hvalnesi á Skaga lögðu net í Selvatn og Ölvesvatn í síð- ustu viku og veiði þar því ekki marktæk enn. Ekki hefur frést af veiði í öðrum vötnum í héraðinu. Að sögn Gísla Kristjánssonar hjá Hraðfrystihúsinu á Hofsósi mun frystihúsið ekki taka á móti silungi í vetur. Þeir bændur sem ekki eru með eigin markað fyrir silung munu samt áfram hafa möguleika á að flytja hann ferskan til Frakklands í gegnum umboðsaðila fyrir sunnan. Að frádregnum flutningi á fiskinum suður og öðrum kostnaði fá bændur rúmlega hundrað krónur fyrir kílóið. -þá eftir fundahaldi varðandi stefnumótun í dagvistarmál- um. Á þessum fundum er m.a. fjallað um dagvistarþörf, hvernig uppbyggingu skuli háttað, hvar beri að staðsetja næstu dagvistir, samspil dagheimila, leikskóla, gæsluvalla og dagmæðra. Þá er rætt um hvort réttlætanlegt sé að slá af einhverjum kröfum þegar ekkert gengur að stytta biðlistana og margt fleira. Áð sögn Jóns munu niðurstöður fundanna birt- ast eftir einhverjar vikur sem plagg sem er þá stefnumótun þessa félagsmálaráðs í dagvistar- málum „og vonandi yrði það stefnumótun bæjarins líka, jafn- vel óháð öllum flokkum, því auð- vitað þarf Akureyrarbær sem slíkur og sama hver er við stjórn, að hafa einhverja skilgreiningu á því hvers vegna hann geri hitt en ekki þetta í þessum málum,“ sagði Jón. Aðspurður staðfesti hann að kjallari Glerárkirkju væri ákjós- anlegur staður fyrir næstu dagvist bæjarins eins og fram kom í blað- inu á mánudag en eftir er að ná samkomulagi við byggingarnefnd kirkjunnar. Þá verður leikskóli Hvítasunnumanna í Glerárhverfi tekinn í notkun fljótlega en eftir það verður að ákveða staðsetn- ingu næstu dagvistar með tilliti til hvar næst verður byggt í bænum. SS Skagafjörður: Hlýindi trufla veiðar í vötnunum TIL SÖLU! Trésmíðaverkstæði 375 fm ásamt vélum og tækjum á góðum stað í bænum. Til greina kemur að selja hús sér. Lofthæð húss er 3.80 m. 2 stórar dyr. Tilvalið fyrir ýmsan atvinnurekstur. Upplýsingar gefur Eignakjör sími 26441. Sími sölumanns heima 22697. Frá menntamála- ráðuneytinu: Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu fræðslustjóra i Norður- landsumdæmi eystra framlengist til 1. apríl n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. Vika hársins Hársnyrtistofurnar í Kaupangi auglýsa: Rakarastofa Sigvalda veitir 20% afslátt af allri hársnyrti- þjónustu þessa viku. Sími 21898. Hártískan býður 50% afslátt af djúpnæringa- kúrum þessa viku. Opið á laugardögum Sími 26666. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Sfmi 21635 - Skipagötu 14 HELGARFERÐ F.V.S.A. og S.K.E. ráðgera helgarferð til Reykjavík- ur 13.-15. mars n.k. Verð per. mann í tveggja manna herbergi kr. 4.500.- Þátttaka tilkynnist eigi síðar en föstudag 27. februar í síma 21635 og síma 21400 (121 Sveina). Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri og nágrenni. Starfsmannafélag Kaupfélags Eyfirðinga. Á AKUREYRI Krabbameinsleit Konur 20 ára og eldri Starfslið Krabbameinsleitarinnar kvartar mikið yfir hve fáar konur koma til skoðunar. Pantið þið nú tíma sem fyrst í síma 25511 kl. 8:00- 17:00 alla virka daga. Hjúkrunarforstjóri. í huseignina Ásgarðsveg 2 á Húsavík, neðri hæð + hálft ris og hálfan kjallara. Húsið er á besta stað í bænum og fæst á góðum kjörum. Upplýsingar gefur Kristján Kristjánsson I síma 24222 á daginn og í síma 26367 á kvöldin og um helgar. Tilboð óskast

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.