Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 24. febrúar 1987 „SambærOegt við það besta á Norðuriöndunum“ - segir Erik Vaaben tækniráðgjafi um bílaverkstæði Höldurs sf. „Þetta verkstæði er í hæsta gæðaflokki og fyllilega sam- bærilegt við það besta á Norðurlöndunum. Hér eru góðir og áhugasamir fagmenn sem eru fljótir að notfæra sér hátækni og tölvur í bílavið- gerðum,“ sagði Erik Yaaben, tækniráðgjafi og sölufulltrúi Car - O - Liner, en hann hefur undanfarið verið að kenna starfsmönnum bílaverkstæðis Höldurs sf. á ný tæki sem eru á verkstæðinu. „Við leggjum mesta áherslu á að þjónustan við viðskiptavini okkar sé eins góð og mögulegt er og því höfum við tekið upp allar þessar nýjungar hér á verk- stæðinu," sagði Vilhelm Ágústs- son, framkvæmdastjóri, þegar hann sýndi blaðamönnum bíla- verkstæðið, og bætti við: „Við AUen Diagnostic system III - fullkomin mótorstillingatölva. þvoum öll gólf og lyftur upp úr sérstöku efni í hverri viku og þess vegna er allt hreint hjá okkur. Þetta er dýrt en svona viljum við hafa það.“ Auk þess að annast allar venjulegar viðgerðir er fullkomin aðstaða til sérhæfðra viðgerða eins réttinga og hjólastillinga. Nýr tölvustýrður réttingabekkur af fullkomnustu gerð réttir bílana af þannig að ekki skeikar milli- metra. Með þessu móti er fljót- legra að rétta bílana auk þess sem nákvæmnin er mun meiri en áður var talið mögulegt. Á verkstæðinu er verið að taka í notkun fullkomnasta hjóla- stillingatæki á landinu. Tækið, sem er af gerðinni HPA 4950, er tölvustýrt og prentar út stillingu og halla allra fjögurra hjóla bílsins. Þá gefur tölvan til kynna ástand á hjólalegum, stýris- endum o.fl sem hafa áhrif á stýr- ingu bílsins. Næsta ótrúlegt er aðfylgjast með þeirri hátækni sem þarna er á ferðinni. Fljótlegt er að nota tækið og fæst fuílkom- in útskrift yfir þessa hluti á innan við klukkutíma. Hjólastillingin í tölvunni kostar frá kr. 2200. Að Draupnisgötu 1 er einnig boðið upp á varahlutaverslun, bílasprautun, mótorstillingar með Allen-stillingartölvu og smurningu á smurstöð. Starfs- mannafjöldi er 21. EHB Bíll í hjólastillingu í fullkomnustu hjólastillingatölvu landsins. Á innfelldu myndinni sést hluti af Erik Vaaben við bíl í réttingabekknum. Myndir: ehb tölvubúnaðinum. Merkur áfangi í málefnum blindra og sjónskertra Fimmtudaginn 12. febrúar síö- astliðinn, opnaði heilbrigðis- og tryggingaráðherra Ragn- hildur Helgadóttir formlega Sjónstöð íslands, þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra að viðstöddum um eitt hundrað gestum. Sjónstöðin er til húsa á 5. hæð í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Eru húsakynni þar öll hin björtustu og vistlegustu, en nokkuð skortir ennþá af bún- aði og tækjum, svo stöðin megi til fullnustu þjóna þeirri skyldu sinni að verða miðstöð þjálfun- ar og endurhæfingar blindra og sjónskertra í landinu. Þetta stendur þó væntanlega til bóta á allra næstu vikum og mánuð- um. Við opnunina bárust stöð- inni ýmsar góðar gjafir svo og kveðjur, meðal annars frá blindrasamtökum á Norður- löndum, en formenn þeirra voru staddir hérlendis í tilefni opnunar sjónstöðvarinnar. Sjónstöð íslands er opinber stofnun sem starfar samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi 13. apríl 1984. Hlutverk stöðvarinnar er hvers kyns þjón- usta við sjónskerta svo sem sjúk- dómsgreining, úthlutun sér- hæfðra hjálpartækja, þjálfun og endurhæfing, einnig sérfræðileg umsjón með sjónþjálfun og augn- læknisfræðilegri meðferð sjón- skertra barna og unglinga í skól- um landsins, einnig í samráði við heilsugæslustöðvar að halda skrá yfir alla blinda og sjónskerta á íslandi. Stöðinni er ætlað að þjóna öllu landinu, og skal í því sambandi bent á ákvæði 7. grein- ar laganna um hana sem leggur henni þá skyldu á herðar að skipuleggja í samráði við land- lækni ferðir sérfræðinga hennar um landið til aðstoðar sjónskert- um. Gera má ráð fyrir því að á ís- landi séu um það bil 500 lögblind- ir einstaklingar að minnsta kosti, og að minnsta kosti 2000 veru- lega sjónskertir einstaklingar sem þurfa á þjónustu stöðvarinnar að halda. Flestir þessir einstaklingar eru sjónskertir sakir ellirýrnunar í miðgróf eða kölkunar í augn- botnum. Eru því flestir sem á þjónustu stöðvarinnar þurfa að halda eldra fólk, en einnig er nokkuð um yngra fólk sem sjón- skert er af völdum erfða, eða fósturskaða, svo og fólk sem misst hefur sjónina að einhverju eða öllu leyti vegna slysa eða sjúkdóma svo sem gláku. Af þeim um það bil 2500 ein- staklingum sem áætlað er að þurfi á þjónustu Sjónstöðvar íslands að halda, má fastlega gera ráð fyrir því að um það bil 250 séu búsettir á þjónustusvæði Augndeildar Fjórður.gssjúkra- hússins á Akureyri. í samtali við forsvarsmenn stöðvarinnar kom fram að fullur vilji væri fyrir hendi hjá þeim, til þess að koma á fót einhvers konar starfsemi á vegum stöðvarinnar á Akureyri í náinni framtíð, en hvenær það gæti orðið er háð þeim fjárveit- ingum sem stöðinni verða ætlað- ar á komandi árum. Þá kom fram vilji hjá forráðamönnum Blindra- félagsins, samtaka blindra og sjónskertra á íslandi, til þess að stofnuð yrði á Norðurlandi deild innan samtakanna. Gæti slík deild meðal annars þrýst á upp- byggingu starfsemi Sjónstöðvar- innar á svæðinu, svo og aðra upp- lýsinga- og félagsþjónustu fyrir þennan hóp. í þessu sambandi má geta þess að Akureyri myndi henta einkar vel fyrir svokallaða umferliskennslu sjónskertra vegna staðhátta og birtuskilyrða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.