Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 9
24. febrúar 1987 - DAGUR - 9 íþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson Handbolti: Jakob til KA á ný Jakob Jónsson handknattleiks- maður hjá Noregsmeisturum Stavanger er á leið heim til Akureyrar, samkvæmt örugg- um heimildum Dags og mun hann að öllum líkindum leika með KA í 1. deildinni næsta vetur. Jakob sem er KA-maður að uppruna hefur leikið með bæði KR í Reykjavík og Stavanger á undanförnum árum en hann hyggst nú snúa heim á ný. Jakob vakti mikla athygli í fyrra fyrir góða frammistöðu með Stav- anger en í vetur hefur hann átt við meiðsli að stríða og átt frekar erfitt uppdráttar með liðinu. Víst er að Jakob komi til með að styrkja KA-liðið og fróðlegt verður að sjá hvernig honum tekst upp með sínum gömlu félögum. Knattspyrna: Maritvörður til KS - Liðið fer til æfinga- og keppnisferð til Danmerkur um páskana Strákarnir í KA halda uppteknum hætti og leggja hvert liðið af öðru i 1. deildinni í blaki. Blak 1. deild: Axel Comes knattspyrnumark- vörður úr Víkingi í Reykjavík hefur ákveðið að leika í marki KS næsta sumar. Axel sem er að koma upp úr 2. flokki þykir mjög efnilegur markvörður. Þá eru líkur á því að varnar- maður KS-inga Sigurgeir Guðjónsson leiki ekki með lið- inu í sumar þar sem hann er að hugsa sér til hreyfings. KS-ingar munu halda til Dan- merkur um páskana og dvelja þar í æfingabúðum í 10 daga. Peir verða í bænum Herning sem er vinabær Siglufjarðar og auk þess að æfa tvisvar á dag munu verða leiknir 3 til 4 leikir í ferðinni. Oruggur KA- sigur gegn HSK KA-menn gera það ekki enda- sleppt í 1. deildinni í blaki um þessar mundir. Við höfðum Körfubolti 2. deild: HSK sigraði USAH - með 93 stigum gegn 57 á Selfossi Húnvetningar töpuðu enn ein- um leiknum í 2. deild Islands- Körfubolti 1. deild: Þór mætir Tindastóli - í kvöld kl. 20.30 Þór og Tindastóll leika í kvöld í 1. deild Islandsmótsins í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í Höllinni á Akureyri og hefst kl. 20.30. Þetta er fjórða og síðasta viðureign liðanna í deildinni en Þórsarar hafa far- ið með sigur af hólmi í þrjú fyrri skiptin. Þessi leikur átti upphaflega að fara fram næstkomandi laugar- dag en var færður þar sem Þórs- arar leika seinni leikinn gegn Fram í bikarkeppninni á fimmtu- dagskvöldið í Reykjavík og síðan frcstaðan leik í deildinni gegn UMFG í Grindavík á föstudags- kvöld. mótsins í körfuknattleik um helgina. Að þessu sinni fyrir HSK með 93 stigum gegn 57 á Selfossi. USAH átti einnig að leika gegn Reyni í Sandgerði en Reynisliðið hefur verið dæmt frá keppni, fyrir að mæta ekki til leiks gegn USAH um daginn og að hafa enn ekki greitt þátttökugjaldið í 2. deild. Húnvetningar áttu frekar erfitt uppdráttar í leiknuni gegn HSK. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 32:5 fyrir heimamenn en þá fundu USAH-menn loks körf- una og í hálfleik var staðan 55:20. I síðari hálfleik mættu USAH- menn síðan tvíefldir til leiks og léku mjög vel. Þeir skoruðu 37 stig í hálfleiknum á móti 38 stig- um heimamanna og úrslitin því 93:57. Indriði Jósafatsson þjálfari var atkvæðamestur í liði USAH og skoraði 20 stig. Húnvetningar eru mjög óhressir með fyrirkomulag 2. deildar keppninnar og þeir eru hræddir um að ef ekki verði gerð- ir breytingar þar á, detti áhugi á körfubolta niður á staðnum. Sem dæmi hafa þeir aðeins spilað fjóra leiki í allan vetur. Staöan Úrslit lcikja um helgina og staðan i 1. dcild Islandsmóts- ins í körfuknattlcik er þessi: UMFT-UMFG (.1:76 Þór-UMFG 112:90 UBK-IS 65:58 ÍR 18 16- 2 1675:1216 32 Þór 17 14- 3 1434:1271 28 UMFG 16 10- 6 1303:1171 20 UBK 18 5-13 1105:1406 10 UMFT 16 4-12 1139:1355 8 ÍS 17 2-15 1022:1259 4 þegar sagt frá því að þeir hafi lagt Framara að velli á Iaugar- daginn en í fyrrakvöld mættu þeir liði HSK á Laugarvatni og unnu þá öruggan sigur 3:1. KA-menn hafa þá lagt öll liðin í 1. deildinni að velli í seinni umferðinni nema deildarmeist- ara Þróttar. KA sigraði í fyrstu hrinunni gegn HSK 15:2 og í annarri hrin- unni 15:10. HSK-menn unnu þriðju hrinuna 15:10 en í þeirri fjórðu gerðu KA-menn út um leikinn með 15:6 sigri. Það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með KA- mönnum er þeir mæta Þrótturum í undanúrslitum bikarkeppninnar í næsta mánuði hér á Akureyri. Og víst er að leikurinn verður ekki eins auðunninn og einn leikmanna Þróttar vildi vera láta í samtali við blaðið. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Sigurður sigraði og skorar á Cees Sigurður Magnússon heldur sigurgöngu sinni áfram í getraunaleikn- um. Um hclgina sigraði hann Hákon Henrikssen nieð því að hafa 5 leiki rétta á nióti 4 leikjuin Hákons. Sigurður heldur því áfram og hann hefur skorað á félaga sinn Cees van de Ven í næstu umferð. Cees segist oft etja kappi við Sigurð í frjálsum íþróttum og oftast fara með sigur hólmi og hann hyggst ekkert breyta út af venju þó nú keppi þeir í getraunaleiknum. Sigurði fínnst ekki nema sanngjarnt að hann fái að vinna Cees í einhverju og því ekki í getraunaleikn- um. En það kemur í Ijós um helgina hvor hefur betur. Staðan 1. deild Úrslit leikja um helgina og staöan í 1 . deild Islandsmóts- ins í handknattleik er þessi: Valur-KA 33:27 Víkingur-UBK 27:21 Haukar-Stjarnan 16:22 KR-FH 26:25 Víkingur 13 11-1- 1 312:266 23 UBK 13 8-2- 3 300:290 18 FH 13 8-1- 4 325:295 17 Valur 13 7-2- 4 326:293 16 Stjarnan 13 6-2- 5 328:301 14 KA 13 5-2- 6 300:310 12 KR 13 5-1- 7 263:288 11 Fram 12 5-0- 7 283:279 10 Haukar 13 2-2- 9 268:314 6 Ármann 12 0-1-11 235:304 1 2. deild Úrslit lcikja um helgina og staðan í 2. deild íslandsmóts- ins í handknattleik er þessi: UMFA-IA 29:26 Fylkir-ÍBV 25:24 ÍBK-Reynir 22:24 ÍR-HK 29:22 Þór-Grótta 27:19 ÍR 14 11-2-1 355:269 24 UMFA 14 8-24 337:299 18 Þór 13 8-2-3 294:272 18 ÍBV 14 8-0-6 327:301 16 Reynir 14 54-5 324:361 14 HK 13 6-0-7 325:280 12 ÍBK 14 5-2-7 305:296 12 Fylkir 14 5-1-8 282:315 11 Grótta 14 5-1-8 306:353 11 ÍA 11 1-0-10 221:307 2 3. deild Úrslit leikja um helgina og staöan í 3 deild lslandsmóts- ins í handknattleik er þessi: Ögri-Völsungur 14:30 UMÍB-UMFN 29:36 UMÍB-Völsungur 21:28 Selfoss 10 9-1-0 262:168 19 UMFN 11 9-1-1 322:229 19 UFHÖ 9 6-0-3 189:181 12 IH 10 5-0-5 253:219 10 ÍS 11 5-0-6 257:246 10 Völsungur 10 4-0-6 238:219 8 UMÍB 10 1-0-9 202:302 2 Ögri 9 0-0-9 134:291 0 USAH varð að lúta í lægra haldi fyrir HSK er liðin mættust á Selfossi uni helgina. Myndin er úr fyrri leik liðanna sem fram fór á Húnavöllum. Sigurður: Cees: Coventry-Charlton Luton-West Ham Man.United-Everton Norwich-Aston Villa Nott.Forest-Chelsea Q.P.R.-Man.City Sheff.Wed.-Watford Wimbledon-Newcastle Grimsby-Sheff.United Millwall-Derby Portsmouth-Stoke Sunderland-lpswich 1 Coventry-Charlton I Luton-West Ham x Man.United-Everton 1 Norwich-Aston Villa 1 Nott.Forest-Chelsea 1 Q.P.R.-Man.City 1 Sheff.Wed.-Watford 1 Wimbledon-Newcastle x Grimsby-Sheff.United x Millwall-Derby 1 Portsmouth-Stoke 2 Sunderland-Ipswich Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fímmtudögum svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.