Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 5
I
f'I« »-ft * .»1
24. febrúar 1987 - DAGUR - 5
vegginn í veitingahúsinu. Eftir að
Patrick sló í gegn sem Bobby í
Dallas orðaði hann það við for-
eldra sína að þau flyttu sig um set
yfir til Hollywood og opnuðu
veitingahús þar. Þannig gætu þau
verið návistum við hann seinustu
æviárin, en þau voru orðin all-
roskin.
„Við verðum kyrr í Boulder,"
var svarið. „Þar höfum við átt
heima allt okkar líf og þar viljum
við vera þar til yfir lýkur. Auk
þess hefur Bobby gott af því að
eiga fastan samastað utan Holly-
wood, þegar hlé er á tökum.“
Dag einn í nóvember gerðu
tveir 19 ára unglingar tilraun til
að ræna veitingahúsið. Gömlu
hjónin vildu ekki láta afrakstur
dagsins af hendi þegjandi og
hljóðalaust og það kostaði þau
lífið. Ræningjarnir náðust nokkr-
um tímum síðar.
Hálfum sólarhring eftir atburð-
inn hringdi æskuvinur Patricks í
hann og tilkynnti honum lát for-
eldranna. Duffy tók fréttirnar
mjög nærri sér eins og nærri má
geta. Hann, ásamt konu sinni og
börnum, hafði ráðgert að halda
jólin hjá foreldrum sínum í
Boulder en skyndilega var heim-
urinn hruninn. Hann var búinn
að festa kaup á húsi í Hollywood,
sem hann ætlaði að gefa foreldr-
um sínum í jólagjöf, því hann
vildi ólmur hafa þau hjá sér.
„Ég hef verið búddisti í 12 ár
og ég er sannfærður um að ég
mun hitta foreldra mína á ný.
Þess vegna sagði ég við jarðarför-
ina „við sjáumst aftur“ í stað þess
að kveðja þau endanlega."
Þegar Parick Duffy var skrifað-
ur út úr Dallasþáttunum á sínum
tíma var það gert með því að láta
Bobby deyja í umferðarslysi.
Þegar ákveðið var að fá hann inn
á ný var það gert með því að
afgreiða slysið sem martröð, sem
aldrei hefði átt sér stað. Þar með
snerist sorgin í gleði á sjónvarps-
skjánum.
Nú vona menn að það sama
eigi eftir að gerast hvað sorg
Patriks varðar - að hún eigi eftir
að víkja fyrir gleðinni þegar frá
líður.
Patrick (37) og Carlyn kona hans (41) hafa alla tíð reynt að halda einka-
lífinu utan við sviðsljós fjölmiðlanna.
Vísan var ekkí
ætluð til birtingar
hr. ritstjóri.
Ég er ekki kaupandi að blaði
þínu og þess vegna sé ég það
sjaldan. Kannski of sjaldan. En
mér er stundum sagt frá efni þess
ef eitthvað sérstakt er á döfinni.
Nú er mér sagt að þú hafir birt
í þessu blaði vísukorn eftir mig
hér á dögunum. Þetta vísukorn
var þess eðlis að það átti aldrei að
komast á prent eða fyrir almenn-
ingssjónir yfirleitt. Þetta var
svona eitt af þessu sem maður
tautar niður í bringu sér í bræði
og getur ekki stillt sig um að
gauka að öðrum í leiðinni.
En úr því að þetta er einu sinni
komið á kreik er eins gott að
menn viti tilefnið líka. Þessu sló
inn hjá mér þegar ég sá heilsíðu
litmynd af menntamálaráðherra
okkar og texta við: „Valdið er
hér.“
Auðvitað mátti ég segja mér
það sjálfur þegar ég laumaði
þessu að næsta manni fyrir
nokkru að þetta mundi fá fæt-
urna. Menn hafa gaman af að
smjatta af svona skætingi. En
hitt datt mér ekki í hug að það
yrði birt í dagblaði. Ég hélt að til
þess þyrfti leyfi. En úr því að það
var gert hlýt ég að mótmæla.
Hefði þetta verið einhver vor-
ið-góða-grænt-og-hlýtt-vísa þá
hefði ég ekki sagt orð. En þetta
er annars eðlis. Þessi vísa er
sprottin beint upp af því við-
kvæma deilumáli sem undanfarn-
ar vikur hefur staðið milli
menntamálaráðuneytisins og
fræðsluyfirvalda á Norðurlandi
eystra. Lesendur hljóta því að
líta á hana sem innlegg mitt í það
mál.
Frábær
þjónusta
á Hótel KEA
Lcsundi hringdi:
Mig langar að koma á framfæri
kæru þakklæti til þjóna og starfs-
fólks á Hótel KEA. Ég var þar á
árshátíð SKE laugardaginn 14.
febr. og þjónustan var hreint út
sagt alveg frábær. Kærar þakkir
fyrir mig.
I þessu deilumáli hafa fallið
mörg orð og sum þung. En stóru
orðin sem ekki er hægt að standa
við hafa öll komið að sunnan. Ég
hafði ekki hugsað mér að breyta
því hlutfalli. Og auðvitað get ég
alls ekki staðið á því að vitið
vanti í ráðherrann eins og segir í
vísunni. Hitt væri sönnu nær eins
og sagt var forðum: „Enginn frýr
þér vits, en meir ertu grunaður
um græsku.“
Ég vænti þess að þú finnir ein-
hvers staðar smugu fyrir þessa
athugasemd í blaði þínu.
Með kveðju,
Björn Ingólfsson,
Grenivík 19. feb. 1987.
Bændur
Verktakar
Höfum til sýnis næstu daga
Case IH 685 XL og Case IH 1394.
Báðar fjórhjóladrifsvélar.
Kynnið ykkur verð
og greiðslukjör.
DIESEL-VERK
VÉLASmUNGAR OG VJÐGERÐIR
DRAUPNISGÖTU 3 • 600 AKUREYRI SlMI (96)25700
Auglýsing til
mjólkurframleiðenda
er ætla að taka tilboði Framleiðnisjóðs um
sölu eða leigu fullvirðisréttar næsta haust.
Ríkissjóður mun frá og með 23. febrúar 1987 til og
með 31. ágúst 1987 gefa þeim mjólkurframleiðend-
um er ætla að taka tilboði Framleiðnisjóðs næsta
haust kost á því að hætta framleiðslu nú þegar.
Fyrir hvern Itr. af ónotuðum fullvirðisrétti þessa
verðlagsárs mun ríkissjóður greiða 15 kr.
Tilboð þetta er háð samþykki viðkomandi búnaðar-
sambands.
Eigi verður leigt minna magn hjá hverjum framleið-
anda, nema sérstakar ástæður liggi fyrir, en sem
svarar til 20% af úthlutuðum fullvirðisrétti hans verð-
lagsárið 1986/’87.
Greiðsla leiguupphæðar fer fram eigi síðar en þrem-
ur vikum frá undirskrift samnings.
Skrifleg umsókn sendist til landbúnaðarráðuneytis-
ins Arnarhvoli 150 Reykjavík, en það veitir jafnframt
allar nánari upplýsingar.
Landbúnaðarráðuneytið, 19. febrúar 1987.
Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Barnadeild FSA og söfnuðu þær kr. 1.635.- Þær heita Rut
Viktorsdóttir, Valgerður Karlsdóttir, Linda Pálsdóttir og Auður Gylfadóttir.
Bamadeild FSA þakkar stuðninginn.
Almennur
stjómmálaf undu r
að Breiðumýri fimmtudags-
kvöldið 26. febrúarkl. 21.00.
Frummælendur verða Valgerður Sverris-
dóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Þátttakendur á fundinum auk þeirra:
Guðmundur Bjarnason, Valdimar Braga-
son og Egill Olgeirsson.
Næstu fundir verða að Laugarborg,
laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00 og
að Þelamörk, sunnudaginn 1. mars kl.
14.00.
B-listinn.