Dagur - 05.03.1987, Side 2

Dagur - 05.03.1987, Side 2
K 2^ö»ÓtiR ^^'márs-1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._____________________________ B fyrir byggðastefnu Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins og Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins hafa keppst við að biðla hvor til annars í fjölmiðlum að undanförnu og ljóst er að þeir stefna báðir að sama marki: Nýrri viðreisnarstjórn eftir kosningar. Formaður Sjálfstæðisflokksins viðurkenndi það í frétta- tíma Sjónvarpsins í vikunni að flokkur hans ætti mesta málefnalega samleið með Alþýðu- flokki. Reyndar var sú staðreynd flestum kunn, þótt Jón Baldvin Hannibalsson hafi sent sjálfstæðismönnum tóninn endrum og eins og þannig reynt að villa um fyrir kjósend- um og telja þeim trú um að annað stjórnar- mynstur en viðreisn sé hugsanlegt. Skoðanakannanir hafa einnig sýnt að þess- ir tveir flokkar róa á sömu atkvæðamið. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi, bætir Al- þýðuflokkurinn við sig og öfugt. Þorsteinn Pálsson hefur ítrekað látið hafa eftir sér að hann sé ekki ánægður með ríkisstjórnarsam- starfið við framsóknarmenn síðustu mánuð- ina. Hann segir að í þá sé kominn kosninga- hugur sem lýsi sér í því að þeir „hlaupi út undan sér í stjórnarsamstarfinu". Þegar haft er í huga að Þorsteinn er þarna að vísa til framgöngu Finns Ingólfssonar í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna; Ingvars Gíslasonar, Guðmundar Bjarnasonar og fleiri í fræðslustjóramálinu á Alþingi og efasemda Halldórs Ásgrímssonar um það frumvarp að staðgreiðslukerfi skatta, sem lagt hefur verið fram, eru ummæli Þorsteins einungis enn ein staðfesting á því hversu breitt bil er á milli stefnu þessara flokka. Það ættu kjósendur að hafa í huga þegar gengið verður að kjörborð- inu. Byggðamálin eru í brennidepli og í apríl ræðst það hvaða stefnu við kjósum að taka í þeim málum. Þegar viðreisnarstjórnin fór frá völdum árið 1971 var ástandið í byggðamál- um hrikalegt. Síðan hefur verið unnið sleitu- laust að því að efla byggðir landsins, með Framsóknarflokkinn í broddi fyíkingar. Á síð- ustu árum hefur heldur sigið á ógæfuhliðina og nú er svo komið að nýrra skilgreininga er þörf í byggðamálunum. Vilji menn áframhaldandi byggðaröskun er öruggast að veðja á viðreisnarstjórn. Vilji menn hins vegar snúa þróuninni við veita þeir Framsóknarflokknum fulltingi sitt. Það er eina raunhæfa andsvarið við fyrirsjáanlegu fóstbræðralagi Jóns Baldvins Hannibalssonar og Þorsteins Pálssonar. B - fyrir byggðastefnu. BB. ^viðtal dagsins. „Deilan snýst um byggðapólitíkina“ - segir Sverrir Thorstensen, sem gegnir embætti fræðslustjóra til bráðabirgða „Ég er Reykvíkingur og segi yflrleitt að ég sé úr búð í Reykjavík því ég er algjörlega ættlaus maður. Eg flutti norð- ur eftir að ég lauk kennara- prófi árið 1971 og fór að kenna við Stórutjarnaskóla sem þá var verið að heíja starfsemi í og hef verið þar síðan.“ Það er Sverrir Thorstensen skóla- stjóri Stórutjarnaskóla og fræðslustjóri Norðurlands- umdæmis eystra sem hér er mættur í viðtal dagsins. Sverrir kenndi við Stórutjarnaskóla til 1980 er hann tók við embætti skólastjóra. Það er víst óþarfi að fræða fólk um þær deilur sem staðið hafa yfir og standa enn milli skóla- manna á Norðurlandi og Sverris Hermannssonar, menntamála- ráðherra síðan ráðherra rak Sturlu Kristjánsson, fræðslu- stjóra. Eftir að ráðherra hafði rekið Sturlu var enginn fræðslu- stjóri í umdæminu um hríð en síðan féllst Sverrir Thorstensen á að gegna því embætti til bráða- birgða fram á vor. En nánar um það síðar. Ég spyr Sverri fyrst hvernig honum hafi líkað vistin í sveitinni, borgarbarninu. „Ég kann alveg prýðilega við mig. Já, ég kann ágætlega við skólastjórastarfið, það hefur þó sína kosti og galla. Þetta er allt í lagi. Annars finnst mér þegar ég er búinn að vera skólastjóri þetta lengi, að kennslan sé alla jafna skemmtilegri. Ég kenni reyndar 14 tíma og hef gaman af því. En öll þessi pappírsvinna, símhring- ingar og þar fram eftir götunum getur verið býsna þreytandi.“ - Er mikið verk að stjórna Stórutjarnaskóla, hvað er hann fjölmennur? „Það eru ekki nerna 80 nemendur, en þetta er mikil vinna vegna þess að við erum með heimavist og það er því mik- il viðvera. Ef ve! á að vera þarf maður að vera við allan sólar- hringinn." - Nú ert þú í vinnu á tveimur stöðum, hvernig skiptirðu þessu? „Þetta er leyst þannig að ég er um 2Vi dag í viku á Akureyri og afganginn af vikunni á Stóru-: tjörnum. Það hittist svo vel á að það voru annaskipti hjá okkur í skólanum um það leyti sem þetta var ákveðið og við gátum örlítið hagrætt stundatöflunni hjá mér. Ég geri ekkert þann tíma sem ég er fyrir austan annað en að sjá um kennsluna og afgreiða erindi, bréf og skýrslur um helgar. Síðan er kennari sem sér um þetta dag- lega kvabb.“ - Var erfitt að taka þá ákvörð- un að taka að þér að gegna emb-i ætti fræðslustjóra, þó ekki væri nema til skamms tíma? „Nei, það var ekkert óskaplega erfitt því ég fékk ekki nema nokkrar mínútur til að hugsa mig um. Þetta gekk þannig fyrir sig að fræðsluráð lagði á það áherslu að það yrði heimamaður sem tæki þetta að sér meðan þetta ástand varir. Við lítum enn svo á að þetta sé bráðabirgðaástand. Þá var um það að ræða að það væri aðili sem annaðhvort væri í fræðsluráði eða tengdur því. Ég hef verið í fræðsluráði sem áheyrnarfulltrúi kennara og hef því fylgst með störfum ráðsins og setið fundi þess í V/i ár.“ - Hvert er starfssvið fræðslu- stjóra? „Fræðslustjóri starfar eftir reglugerð um fræðslustjóra og þar er tíundað nijög nákvæmlega hvert skuli vera starfssvið hans. Það má segja að fræðslustjóri sé annars vegar fulltrúi mennta- málaráðuneytisins gagnvart skólahaldi á svæðinu og hins veg- ar er hann fulltrúi skólanna eða sveitarfélaganna gagnvart ráðu- neytinu. Hann er nokkurs konar tengiliður. Fræðslustjóri sér um að skólahald fari fram með eðli- legum hætti, gerir áætlanir fyrir skólana, hann þarf að samþykkja áætlanir skólanna um kennslu- magn, akstur, heimavistakennslu og í rauninni allt sem snýr að starfseminni í skólunum." - Er þetta embætti þá nauð- synlegt að þínu mati? „Já, það er mikið starf og nauðsynlegt sem fræðslustjóri leysir af hendi. Það er mjög mikilvægt að hafa fræðsluskrif- stofurnar úti í umdæmunum því það er löng leið að þurfa að sækja allt beint til Reykjavíkur. Því miður þá virðist vera að í þessu frumvarpi til laga um grunnskóla sem ráðherra lagði fram núna, sé hlutverk fræðslustjórans mjög þynnt út og hann er nánast ekki skilgreindur. Við erum svolítið hrædd um að það sé tilhneiging til að leggja niður fræðsluskrif- stofurnar og það yrði verulegt skref aftur á bak.“ - Er vitað hvert framhaldið verður hér í umdæminu? „Nei. Ég var ráðinn í þetta til 1. apríl, sú dagsetning var sett vegna þess að umsóknarfrestur- inn átti að renna út 15. febrúar, en hann hefur verið framlengdur til 1. apríl og staðan verður því ekki veitt fyrr en í apríl. Ég get hins vegar ekki verið lengur en fram að páskum. Þá fer að líða að skólalokum hjá okkur í Stóru- tjarnaskóla, samræmdu prófin hjá 9. bekk eru eftir páska og við Ijúkum skóla í kringum 10. maí.“ - Er ennþá hiti í mönnum? „Já, ég held að það sé alveg ljóst. Fræðslustjóramálið er að- eins angi af miklu stærra máli sem er hreinlega spurningin um tilveru dreifbýlisins. Það virðist vera ansi sterk tilhneiging til að draga fjármagn úr dreifbýlinu í þéttbýlið og m.a. er þetta nýja grunnskólafrumvarp angi af því öllu saman. Mér skilst að það sé ýmislegt fleira á leiðinni. Stjórnmálamennirnir segja núna að þessi deilumál séu komin í ákveðinn farveg og það var þeirra að snúa þessu upp í pólitík. Núna eru menn farnir að snúa þessu upp í einkamál Sturlu, en það er ekki svo einfalt því málið er niiklu stærra. Það er byggðapólitíkin sem verið er að berjast uni.“ -HJS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.