Dagur - 05.03.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 5. mars 1987
á Ijósvakanum.
TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 73
Lausnir scndist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti l
108 Reykjavflc
Merkt Tónlistarkrossgátan
SJONVARP
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR
5. mars
18.00 Knattspyrna.
Umsjónarmaður er Heimir
Karlsson.
19.05 Ferdir Gúllivers.
Teiknimynd.
19.30 Opin lína.
Einn fréttamanna Stöðvar
2 fjallar um ágreiningsmál
líðandi stundar og svarar
spurningum áhorfenda á
milli kl. 20.00 og 20.15 í
síma 673888.
Helgi Pétursson ræðir í
þessum þætti um fjölgun
sela við landið.
19.45 í sjónmáli.
í þessum þætti er rætt við
Björn Jósep Arnviðarson,
Hólmfríði Sigurðardóttur
og Svein Brynjólfsson um
skólamál. Þá er rætt við
Orra Vigfússon, stjórnar-
formann Laxárfélagsins,
um laxveiði og loks er rætt
við Stefán Hallgrímsson,
Bjarna Kristjánsson og
Njál Helga Jónsson um
styrktarskemmtun
Lionsmanna, um helgina,
vegna sundlaugarbygg-
ingar fyrir fatlaða.
20.55 Mordgáta
(Murder She Wrote.)
Angela Lansbury leysir
enn eina morðgátuna eins
og henni einni er lagið.
21.45 Af bæ i borg.
(Perfect Strangers.)
Balki líst ekki á blikuna
þegar Larry tekur upp á
þvi að stunda spilavítin í
Las Vegas.
22.15 Pappirsflóð.
(Paper Chase.)
Viðfræg gamanmynd með
Timothy Bottoms, Lindsay
Wagner og John House-
man í aðalhlutverkum.
Leikstjóri er James
Bridges.
Ungur maður hefur nám
við lagadeild Harvard
háskóla en ástamálin gera
honum lífið leitt.
00.00 Dagskrárlok.
0
RÁS 1
FIMMTUDAGUR
5. mars
6.45 Vedurfregnir Bæn.
7.00 Fróttir.
7.03 Morgunvaktin.
- Jón Baldvin Halldórsson
og Jón Guðni Kristjánsson.
Guðmundur Sæmundsson
talar um daglegt mál kl.
7.20.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barn-
anna: „Mamma í upp-
sveiflu" eftir Ármann Kr.
Einarsson.
9.20 Morguntrimm • Til-
kynningar.
9.35 Lesið úr forystu-
greinum dagblaðanna.
9.45 Þingféttir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
11.00 Fróttir.
11.03 Morguntónleikar.
12.00 Dagskrá Til-
kynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Vedurfregnir • Til-
kynningar • Tónleikar.
13.30 í dagsins önn.
Hvað vilja flokkarnir í fjöl-
skyldumálum? 1. þáttur:
Alþýðubandalagið.
14.00 Middegissagan:
„Áfram veginn" sagan
um Stefán íslandi.
14.30 Textasmidjan.
Lög við texta eftir Þor-
steins Eggertssonar.
15.00 Fréttir • Tilkynningar
• Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
Frá svæðisútvarpi Reykja-
víkur og nágrennis.
16.00 Fréttir • Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónskáldatími.
17.40 Torgið - Menningar-
straumar.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir
Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál.
19.45 Að utan.
20.00 Grænland hefur
margar ásjónur.
Vernharður Linnet ræðir
við Sigurð Oddgeirsson
kennara í Narsaq. Fyrri
hluti.
20.30 Frá tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands
i Háskólabíói.
Fyrri hluti.
21.35 „Bókmenntanám,"
smásaga eftir Kristján
Karlsson.
22.00 Fréttir Dagskrá
morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma
(16).
22.30 Uppvakningar.
Fjallað um dularfulla
svefnsýki sem herjaði á
heiminn upp úr fyrri
heimsstyrjöld. Byggt á
bókinni „Awakenings'*
eftir Oliver Sacks.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
23.10 Kvöldtónleikar: Tón-
list eftir Ludwig van
Beethoven.
24.00 Fréttir • Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
5. mars
9.00 Morgunþáttur
Meðal efnis: Tvennir tímar
á vinsældalistum, tónleik-
ar um helgina, verðlauna-
getraun og Ferðastund
með Sigmari B. Haukssyni.
12.00 Hádegisútvarp
í umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Hingað og þangað um
dægurheima
með Inger Önnu Aikman.
15.00 Jass og blús.
Vernharður Linnet kynnir.
16.00 Tilbrígði.
Þáttur i umsjá Hönnu G.
Sigurðardóttur.
17.00 Hitt og þetta.
Andrea Guðmundsdóttir
kynnir lög úr ýmsum
áttum.
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti rá:
tvö
Gunnar Svanbergsson
kynnir tíu vinsælustu lög
vikunnar.
21.00 Gestagangur
hjá Ragnheiði Davíðs-
dóttur.
22.00 Rökkurtónar.
Stjómandi: Svavar Gests.
í þættinum verður rætt um
söngvarana Tom Jones
og Lorettu Lynn, sem bæði
eru börn kolanámumanna.
23.00 Norðurslóð.
Adolf H.E. Petersen kynnir
tónlist frá Norðurlöndum.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9,
10,11,12.20,15,16 og 17.
Rl KISUTVARPIÐ
AAKUREYRI
Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni.
FIMMTUDAGUR
5. mars
18.00-19.00 Má ég spyrja?
Umsjón: Finnur Magnús
Gunnlaugsson.
M.a. er leitað svara við
spurningum hlustenda og
efnt til markaðar á Mark-
aðstorgi svæðisútvarps-
5. mars
07.00-09.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni.
09.00-12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum.
Tapað fundið, opin lína,
mataruppskrift og sitt-
hvað fleira.
12.00-14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Harðar-
dóttur.
Fréttapakkinn.
Flóamarkaðurinn er á
dagskrá eftir kl. 13.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd.
17.00-19.00 Hallgrimur
Thorsteinsson í Reykja-
vík síðdegis.
19.00-20.00 Tónlist með létt-
um takti.
20.00-21.30 Jónína Leós-
dóttir á fimmtudegi.
Jónína tekur á móti kaffi-
gestum og spilar tónlist að
þeirra smekk.
21.30-23.00 Spurninga-
leikur Bylgjunnar.
Jón Gústafsson stýrir
verðlaunagetraun um
popptónlist.
23.00-24.00 Vökulok
í umsjá Karls Harðarson-
ar fréttamanns.
24.00-07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar.
hér og þat
Hér kemur sönn lífsreynslusaga
og gefum við Hermi Dekiere
strax orðið: „Ég var að éta bátinn
minn og hló eins og vitfirringur.
Petta var á miðju ballarhafi og
stormurinn skók laskaða segl-
skútuna. Ég hamaðist við að
tyggja'seiga og salta viðarbútana.
Munnvatnið byrjaði að streyma
og það vann bug á sárustu hung-
urverkjununt. Ég var búinn að
vera tvö ár á sjó og átti aðeins
örfáa daga eftir til Ástralíu og
Ijúka þar með ferð minni
umhverfis hnöttinn. En á þessari
stundu virtist það óvinnandi að
ég kæmist lifandi heim. Ég bað til
Guðs.
Fyrir 22 mánuðum var ég ham-
ingjusamasti maður á jörðinni
þegar ég lagði af stað frá Darwin
í Ástralíu á 25 feta skútu, Hori-
zon II. Ég sigldi yfir Indlandshaf
og fyrir syðsta odda Afríku. Meira
en eitt og hálft ár var liðið þegar
ég komst í gegnum Panama-
skuröinn og setti stefnuna heim
til Ástralíu yfir risastórt Kyrra-
hafið.
Pá skullu ósköpin á. Ég lenti í
fárviðri sem stóð yfir í þrjá daga.
Stormurinn öskraði og öldurnar
byltust fjallháar og ógnandi.
Þessa daga var ég niðri í káetu
því ekki var stætt uppi. Skútan
datt niður og þeyttist í loft með
öldunum eins og snarbiluð lyfta.
Ég hélt að þessi litli bátur minn
myndi fljótlega kurlast niður í
tannstöngla. Eitt sinn fór hann
alveg á hvolf en rétti sig við af
sjálfsdáðum.
Eftir þrjá daga sjatnaði storm-
urinn, mastrið var brotið, allt á
rúi og stúi. Ég þakkaði Guði fyrir
að hafa þó nægan mat. En eftir
20 daga þvæling um hafið varð ég
matarlaus. Vindurinn bar mig í
áttina til Ástralíu en ég reiknaði
það út að ferðin tæki 3 vikur.
Strax eftir einn dag var ég svo
hungraður að ég tók hníf minn og
skóf hrúðurkarla af kjöl skútunn-
ar og sauð mér í matinn. Tveimur
vikum síðar var ég í tærasta hluta
Kyrrahafsins. Engir hrúðurkarl-
ar, enginn matur. Ég hafði verið
stæltur 6 feta og 110 kílóa maður
en var nú rýr oe ræfilslegur,
búinn að missa 30 kíló.
Hvílíkur sársauki! Allir vöðvar
emjuðu og ég var að missa
kjarkinn. Eg reyndi að herða upp
hugann og skipaði sjálfum mér
að þrauka. Ég þreif viðarbúta af
dekki skútunnar og tuggði þá
eins og geðveiklingur og í sömu
andrá skall á annar stormur. Það
er kannski hugarburður, en mér
fannst viðurinn koma munnvatn-
inu af stað og mér leið skár í
maganum. Ég hló með sjálfum
mér af tilhugsuninni um það að
fólk sæi mig núna, í gatslitnum
buxum og skeggjaðan, alveg eins
og klipptur út úr skipsskaða-
mynd.
Dagar og nætur liðu hjá í þoku
uns allt í einu að ég sá strönd
Ástralíu. Ég brotnaði saman og
grenjaði eins og krakki. Það
næsta sem ég man eftir var að
skútan var komin í tog og ég var
um borð í strandgæsluskipi. Þar
fékk ég humar sem ég hámaði í
mig hráan og sprautaði safanum
yfir mig. Ég át eins og skepna.
Loksins var ég kominn heim,
heill á húfi eftir þrekraunina.“
# Iþróttahús
KA!
Eins og flestir vita komu KA-
menn sér upp stórgtæsilegu
félagsheimili á síðasta ári.
KA-húsið hefur orðið mikil
lyftistöng fyrir félagsstarfið
og er þarna um að ræða stór-
merkilegt framtak, og hrein-
asta afrek.
Félagssvæði KA er nú að
verða eitthvert hið glæsileg-
asta sem þekkíst hérlendis
en sagan er sko ekki aldeilis
öll.
Næst á dagskrá hjá hinum
stórhuga forráðamönum
félagsins er bygging eigin
íþróttahúss. A aðalfundi
félagsins sem haldinn verður
annað kvöld mun Jón Hjalta-
lín Magnússon verkfræðlng-
ur og formaður HSÍ fjalla um
byggingu íþróttahúsa og fjár-
mögnun. Um það er rætt f
fullri alvöru að framkvæmdir
við fþróttahús KA hefjist
strax á næsta ári. Húsið verð-
ur að öllum Ifkindum byggt
sunnan KA-hússins og mun
tengjast við það.
• Mikill áhugi
Það er ijóst að íþróttaáhugi á
Akureyri er einhver hinn
mesti sem þekkist á landinu,
sem sést best á þeim fjölda
sem sækir heimaleiki KA og
Þórs í handbolta, körfubolta
og fótbolta. Fyrstudeildarlið
KA er með langmestan áhorf-
endafjölda allra handknatt-
leiksliða landsins.
Ekki er óalgengt að áhorf-
endur á heimaleiki liðsins
séu 7-800 talsins. Það er
sennilega tfu sinnum meiri
fjöldi en sést á fyrstudeildar-
leikjum f Laugardaishöllinni.
# Þórsarar
upp!
Áhorfendur eru lífsspursmál
fyrir félög úti á landi því eins
og gefur að skilja fylgir því
óhemju kostnaður að þurfa
að fara margar ferðir til
Reykjavíkur. Reikna má með
að hver ferð kosti lið frá
Akureyri um 50 þúsund
krónur. Tíu ferðir kosta því
500 þúsund. Ef gista þarf á
hótelum eykst kosnaðurinn
vitanlega enn.
Það er þvi ekki aðeins spurn-
ing um gildi þess fyrir hand-
knattleik á Akureyri ef Þórs-
urum tekst að vinna sér sæti f
1. deild, heldur er þetta
spurning um fjárhæðir líka.
Hætt er við að mikið harma-
kvein heyrist frá Reykja-
víkurfélögunum ef þau sjá
sig tilneydd að fara heilar
tvær ferðir út á land!