Dagur - 05.03.1987, Síða 13

Dagur - 05.03.1987, Síða 13
5. mars 1987 - DAGUR - 13 Umsjón: Kristján Kristjánsson Islandsmótið í júdó fer fram um helgina 3. og 4. flokkur Völsungs í handbolta á æflngu í hinu mjög glæsilega íþrótta- húsi á Húsavík. Mynd: IM „Töpum ekki leik í nýja húsinu“ — segir Helgi Helgason leikmaöur Völsungs í handbolta en á laugardaginn leikur liðið fyrsta heimaleikinn í húsinu Völsungur Ieikur á laugardag- inn sinn fyrsta heimaleik í nýja glæsilega íþróttahúsinu á Húsavík. Mótherji Völsungs er ÍH úr Hafnafírði og er leikur liðanna liður í 3. deild Islands- mótsins í handknattleik og hefst liann kl. 14. Völsungar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína í deildinni og er liðið með 8 stig að loknum 10 leikjum. ÍH er rétt ofan við Völsunga á stigatöflunni, með 12 stig eftir 11 leiki. Það má því búast við jöfnum leik á laugar- daginn. Dagur hafði samband við Helga Helgason stórskyttu þeirra Völsunga og spurði hann um leikinn á laugardag og hverju það breytti fyrir þá að fá nýja húsið í notkun. „Það verður virkilega gaman að geta farið að leika alvöru handboltaleiki hér á Húsavík. Pað munar einnig gífurlega miklu fyrir okkur að geta æft í bænum. Við erum ákveðnir í því að tapa ekki leik í nýja húsinu og vinna þá leiki sem við eigum eftir í deildinni. Það að fá húsið í notk- un er rnikil lyftistöng fyrir hand- boltann í bænum og ég er viss um það að Völsungur á eftir að verða framarlega í íþróttinni sent og öðrum íþróttum, nreð tilkomu nýja hússins,14 sagði Helgi Helga- son. íslandsmótið í júdó fer fram í Iþróttahúsi Kcnnaraháskólans á laugardaginn og hefst kl. 10. Keppt verður í öllum þyngd- arflokkum, karla, kvenna, unglinga og drengja. Frá júdódeild KA fara 44 kepp- endur á mótið og keppa þeir í kvenna-, unglinga- og drengja- flokkum. KA-menn hafa marga titla að verja frá síðasta móti, er þeir komu heim hlaðnir verðlauna- gripum. Dagur spurði Jön Óðinn Óðinsson þjálfara KA um mótið. „Margir af þeim strákum í KA, sem unnu til verðlauna í drengja- flokki í fyrra eru komnir upp í unglingaflokk og þó þeir séu ekki nema 15 ára þurfa þeir að etja kappi við stráka sem eru orðnir tvítugir. Þeir hjá JSÍ virðast ekki skilja það hversu mikill þroska- munur er á 15 og 20 ára strákum og láta þá því keppa í sama flokki. Auðjón Guðnrundsson íslandsmeistari drengja í fyrra, er t.d. kominn upp í unglingaflokk en hann er aðeins 50 kg og létt- asti flokkurinn í unglingaflokki er 60 kg flokkur og það er eins með Stefán Bjarnason sent einnig varð meistari í fyrra, hann er inn- an við 50 kg. Svo eru forsvars- menn JSl að funda í Reykjavik og velta vöngum yfir því hversu illa gengur að byggja upp júdó- íþróttina í landinu. Ég segi að það sé vegna þess að uppbygging- in er vitlaus og þessi flokkaskipt- ing er gott dæmi þar um. Það fara 10 stelpur frá KA á mótið en þegar ég síðast frétti, höföu 4 stúlkur skráð sig til leiks af Reykjavíkursvæðinu. Þaö hefði verið nær að senda þær 4 norður og einn dómara og halda kvennakeppnina hér á Akurevri í stað þcss að senda 10 héðan suður." - Ertu bjartsýnn á góðan árangur þinna manna? „Já ég er sæmilega bjartsýnn á góðan árangur minna manna. Við munum reyna að gera okkar besta þrátt fyrir að flokkaskipt- ingin sé eins vitlaus og raun ber vitni," sagði Jón Óðinn þjálfari KA. Eins og fyrr sagði eiga KA- rnenn titla að verja. 1 fyrra unnu þeir 5 þyngdarflokka af 7 í drengjaflokki og 2 þyngdarflokka af 5 í unglingaflokki. Keppnin hefst kl. 10 en úrslitaglímurnar verða glímdar eftir kl. 16. Hermannsmótið í Hlíðarfjalli Visa-bikarmót SKl, Her- mannsmótið í alpagreinum fer fram í Hlíðarfjalli um helgina. Á laugardag verður keppt í stórsvigi kvenna og hefst keppni kl. 10.30 og í svigi karla og hefst sú keppni kl. 11.15. Á sunnudaginn snýst dæmið Lambagangan - á laugardaginn Lambagangan, annar hluti Islandsgöngunnar á skíðum verður haldin á laugardaginn kemur og hefst keppnin við Súlumýrar ofan við Ákureyri kl. 12. Ef skilyrði eru óhag- stæð á Glerárdal á laugardag- inn verður gangan flutt yfír í Körfubolti: U-21 liðið til Luxemborgar - Piltalandsliðið sigraði Skota í seinni leiknum íslenska unglingalandsliðið í körfuknattleik, skipað leik- mönnum 21 árs og yngri leikur þrjá leiki í Luxemburg á næstu dögum. Liðið heldur utan á laugardagsmorgun og leikur gegn A-landsliði Luxemborgar á sunnudag, gegn U-21 árs liði þeirra á mánudag og gegn ein- hverju félagsliði á þriðjudag. íslenska liðið sem heldur utan er skipað eftirtöldum leikmönn- um: Guðjón Skúlason ÍBK Sigurður Ingimundarson ÍBK Jóhannes Kristbjörnsson UMFN Hreiðar Hreiðarsson UMFN Teitur Örlygsson UMFN Kristinn Einarsson UMFN Helgi Rafnsson UMFN Guðmundur Bragason UMFG Konráð Óskarsson Þór ívar Ásgrímsson . Haukunt Henning Henningsson Haukum Konráð Óskarsson Þórsari, leikur sína fyrstu leiki með ungl- ingalandsliðinu í leikjunum gegn Luxemburg um helgina. íslcnska piltalandsliðið í körfu- bolta lék tvo leiki gegn skoskum jafnöldrum sínum í vikunni og unnu liðin sitt hvorn leikinn. Leikirnir fóru fram í Skotlandi. Skotar unnu fyrri leikinn 74:70 í mjög jöfnum leik. Atkvæðamest- ir íslensku strákanna í leiknum voru Falur Harðarson úr ÍBK sem skoraði 19 stig og Eyjólfur Sverrisson leikmaður Tindastóls sent skoraði 12. stig. í seinni lciknum snéru íslensku strákarnir dæminu og sigruðu 113:94 í góðum leik. Eyjólfur Sverrisson lék mjög vel og var stigahæstur íslensku strákanna með 25 stig. Stúlknalið íslands í körfubolta lék einnig tvo leiki í Skotlandi en tapaöi þeim báðum. Þeint fyrri 85:35 en þeim seinni 83:54. Eyjólfur Sverrisson leikniaður Tindastóls, hér í haráttu við Ólaf Adolfsson leikmann Þórs, lék vel með piltalandsliðinu í Skotlandi í vikunni. Hlíöarfjall og Moldhaugna- háls. Fyrsti hluti göngunnar fór fram á Fjarðarheiði um síðustu helgi og þar var svo sannarlega hart barist. Þar voru gengnir 25 km og voru tveir fyrstu menn í flokki 17 - 34 ára og tveir fyrstu rnenn í 35 - 49 ára allir ntjög jafnir. í Lambagönguna mæta m.a. sigurvegararnir í göngunni á Fjarðarheiði, Ólafsfirðingarnir Sigurgeir Svavarsson og Ölafur Björnsson og Akureyringarnir Sigurður Aðalsteinsson og Rúnar Sigmundsson og Magnús Eiríks- son frá Siglufirði. Bikarkeppni HSÍ: ÍBV-KA frestað Leik ÍBV og KA í bikarkcppni HSI seni frant átti að fara í Eyjum í gær varð enn að fresta, þar sem ekki var flug- fært til Eyja. Þetta er í þriðja sinn scm leikn- um er frestað. Leikurinn hefur verið settur á í kvöld kl. 20 ef KA-menn komast til Eyja og ef ekki þá á sunnudagirin kemur. Getraunir: Fimm með 12 rétta Síðastliðinn laugardag var 28. leikvika íslenskra getrauna. Þá komu fram 5 raðir með 12 réttum leikjum og nemur vinningur kr. 138.795,- Með 11 rétta voru 90 raðir og vinningur kr. 3.304.- við, karlarnir keppa í stórsvigi kl. 10.30 og konurnar í svigi kl. 11.15. Búast má við skemmtilegri keppni í báðum flokkum og er reiknað með öllum bestu skíða- mönnum landsins á mótið. Má þar nefna Daníel Hilmarsson frá Dalvík, Guðntund Sigurjónsson og Ingólf Gíslason frá Akureyri en Ingólfur kemur í mótið frá Noregi þar sent hann hel'ur æft og starfað í vetur og Hauk Bjarna- son frá Reykjavík. í kvenna- flokki mæta nt.a. til leiks þær Guðrún H. Kristjánsdóttir og Anna María Malmquist frá Akureyri og Ingigerður Júlíus- dóttir frá Dalvík. Það verður því örugglega hart barist í Fjallinu um helgina og lít- ið gefið eftir. Ólafur hættur við - að leika með Leiftri Ólafur Róbertsson knatt- spyrnumaður úr Víði í Garði hefur hætt við að ganga til liðs við Leiftur fyrir komandi kcppnistímabil eins og til stóð. Þetta er mikið áfall fyrir þá Leiftursmenn en Ólafur þykir snjall varnarmaður og hann hefði styrkt Leiftursliðið rnikið. Hann hyggst leika áfram með félögum sínum suður með sjó. Sund: Svavar og Bima - képpa í Reykjavík Þau Birna Björnsdóttir og Svavar Þór Guðmundsson frá sundfélaginu Óðni keppa á sundmóti Ármanns, sem fram fer í Reykjavík um helgina. Einnig munu þau taka þátt í æfíngum ineö unglingalands- liðinu í sundi. Þau Birna og Svavar hafa verið að sækja í sig veðrið að undan- förtiu. Á unglingamóti KR og Speedo um daginn varð Svavar í 2. sæti í piltaflokki í stigakeppni einstaklinga og setti þar nokkur Akureyrarmet og það gerði Birna einnig.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.