Dagur - 13.04.1987, Page 2

Dagur - 13.04.1987, Page 2
2 - DAGUR - 13. apríl 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 530 Á MÁNUÐI LAUSASÓLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR PÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðarí_______________________________ Hismið frá kjarnanum Aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hafa jafn margir verið í framboði til Alþingis og nú. Það hafa heldur aldrei verið jafn margir listar í kjöri. Kjós- enda bíður því vandasamt verkefni á kjördag, verkefni sem jafnframt fylgir mikil ábyrgð. Kjós- endur standa frammi fyrir því að skilja hismið frá kjarnanum. Stjórnmálaflokkarnir keppast við að kynna stefnuskrár sínar og áhersluatriði fyrir kjós- endum og gylliboðin eru mörg. Ef enginn væri að lofa upp í ermina á sér, yrði ísland algert fyrirmyndarríki að loknum kosningum, burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokkar settust að völdum. Einhvers staðar er því pottur brotinn. Skoðanakannanir hafa gefið til kynna að hinn nýi flokkur Alberts Guðmundssonar muni fá umtalsvert fylgi í komandi kosningum. Þessar niðurstöður benda til þess að fyrrverandi iðn- aðarráðherra hafi tekist ótrúlega vel, með dyggri aðstoð fjölmiðla, að slá ryki í augu kjós- enda. Eru menn virkilega tilbúnir til að trúa því, að yfirlýsing Þorsteins Pálssonar um að Albert Guðmundsson komi ekki til greina sem ráðherra að loknum kosningum, hafi skapað nýjan hugs- unarhátt í íslenskri pólitík? Að Borgaraflokkur- inn sé stjórnmálaafl með nýjar hugsjónir? A-flokkarnir, Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur hafa í kosningabaráttunni einbeitt sér að því að rífa niður það sem vel hefur verið gert og koma með yfirboð á öllum sviðum. Þessir flokkar hafa setið við stjórnvölinn oftar en einu sinni en gefist upp þegar veruleg vandamál hafa steðjað að. Hvað hefur gerst í þessum flokkum á síðustu árum sem gerir þá betur í stakk búna til að takast á við það vandasama verkefni að stjórna þessu landi? Það er fátt auð- veldara en að lofa upp í ermina. Núverandi ríkisstjórn hefur haldið um stjórn- taumana af öryggi og festu á mörgum sviðum - ekki öllum. Hvaða ráðherrar hafa skilað sínu með sóma á kjörtímabilinu? Sverrir Hermanns- son á að baki skrautlegan og umdeildan feril sem menntamálaráðherra, Þorsteinn Pálsson ber ábyrgð á fjárlagahallanum, Ragnhildur Helgadóttir á kyrrstöðunni í heilbrigðismál- unum og Matthías Mathiesen hefur ekki haldið vel á utanríkismálunum. Þar er ólíku saman að' jafna við sjávarútvegsmálin, efnahagsmálin, húsnæðismálin og landbúnaðarmálin í höndum framsóknarmanna. Kjósendur ættu að gefa sér tíma til að setjast niður og meta flokkana að verðleikum. Láta gylliboðin lönd og leið en dæma út frá verk- unum. Því skrifað stendur: Af ávöxtunum skul- uð þér þekkja þá. BB. viðtal dagsins- „Ég var alveg tóm og er varla búin að átta mig á þessu ennþá. En þetta er búinn að vera alveg ofsalega skemmti- legur tími en jafnframt erfíð- ur,“ sagði Þóra Birgisdóttir, nýkjörin Fegurðardrottning Norðurlands, er hún var spurð hvernig henni hefði liðið eftir krýninguna. Ég gerðist svo ósvífín að vekja Þóru morgun- inn eftir krýninguna, en Þóra brást Ijúfmannlega við og svar- aði öllum spurningum af ein- lægni þrátt fyrir að hún hefði farið seint að sofa. „Ég ætlaði aldrei að geta sofnað. Þegar við komum heim eftir krýning- una fór öll fjölskyldan inn í eldhús og við fengum okkur mjólk og köku og það var yndislegur endir á góðum degi.“ Ég spurði Þóru hvort það hefði ekki verið erfítt að koma fram, sérstaklega á sundbol. „Jú, það var það. Sérstaklega eftir að stelpurnar sem fóru fyrst inn sögðu við okkur hinar að þær hefðu verið mældar út af sumum, en aðrir tekið þeim mjög vel. En ég held að meira en helmingur af fólkinu hafi bara horft á andlitin og ekkert verið að mæla út skrokkinn á okkur.“ - En þá er það þessi klassíska spurning. Hvers vegna tókstu þátt í keppninni? Þóra Birgisdóttir. „Sjálfstraustið jókst ifið að taka þátt í keppninni“ - segir Þóra Birgisdóttir, nýkjörin Fegurðardrottning Norðurlands „Mér fannst þetta ekkert svo mikil ákvörðun í sjálfu sér. Alice hringdi í mig og spurði hvort ég vildi vera með og ég sagði strax já, ég var því ekkert búin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka þátt eða ekki. En eftir á mundi ég segja að ástæðan hafi verið félagsskapurinn og aukið sjálfs- traust. Ég hef öðlast alveg gífur- legt sjálfstraust á þessum þremur vikum sem undirbúningurinn hefur staðið. Við vorum í aerobic æfingum og lærðum að ganga og koma fram. Bara það að vera með þessum stelpum eykur sjálfstraustið. Við vorum allar að keppa að því sama og fást við sömu vandamálin. Þetta var góð- ur og skemmtilegur hópur.“ - Enginn rígur þó þið væruð allar að keppa að því sama? „Nei, alls ekki. Þegar stelpurn- ar voru að óska mér til hamingju á eftir sögðust þær vera ánægðar með úrslitin og þær meina það. En það sem mér þótti allra best var að íris fer líka í íslands- keppnina. Mér fannst eiginlega ennþá betra að hún skyldi fara suður líka heldur en að ég skyldi vera valin. Ég var búin að hugsa með mér hvort ég hefði áhuga á að halda áfram ef ég sigraði og ég gat ekki hugsað mér að fara ein. Undirbúningurinn er líka á svo slæmum tíma, það er í prófunum og það er því gott að geta verið tvær saman í þessu héðan.“ - Hvað finnst þér um gagnrýni og fordóma sem eru ríkjandi gagnvart fegurðarsamkeppnum? „Það hafa auðvitað allir rétt á að hafa sínar skoðanir. Það pirr- ar mig ekkert nema þegar verið er að troða þeim upp á mig, ég vil hafa mínar skoðanir í friði og er ekki að troða þeim upp á hvern sem er. Öll gagnrýni á rétt á sér en mér finnst verst þegar ég veit af illu umtali um sjálfa mig. Ég hef ekki heyrt neitt en veit samt af því, t.d. í skólanum. Það eru alltaf einhverjir til að hneyksl- ast.“ - Heldurðu að von um fyrir- sætustörf verði til þess að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hefð- ir þú áhuga á fyrirsætustörfum? # Kapp er best Það virðist ætla að sannast all rækilega með nýstofnað- an Borgaraflokk að máltækið „kapp er best með forsjá“, er ekki út í bláinn. Það fólk sem blindað af persónudýrkun ruddist inn á listana er ekki öfundsvert af hlutverki sínu þegar það er beðið að skýra stefnu flokksins. Þetta varð tíðindamaður S&S áþreifan- lega var við þegar hann að gamni sínu leit inn á sameig- inlegan framboðsfund flokk- anna í Menntaskólanum á Akureyri. # Verndun lífs? Fundur þessi var hinn fjörug- asti og fjöldi fyrirspurna barst til frambjóðendanna sem reyndu að svara af bestu getu. Þetta gekk auðvitað misvel og til að mynda vafð- ist það mjög fyrir efsta manni S-listans að gera grein fyrir þeim breytingum sem flokk- urinn vill gera á reglugerð um fóstúreyðingar og ófrjósem- isaðgerðir. Þeir vildu jú tak- marka fóstureyðingar meira en verið hefur með það fyrir augum að vernda líf því vissulega væri fóstur ekki annað en tilvonandi mann- vera. Gott og vel. S&S getur vel fallist á þessa röksemda- færslu. En þegar sömu rök voru færð fyrir takmörkunum á ófrjósemisaðgerðum fóru að renna tvær grímur á ýmsa, þar á meðal aðra frambjóð- endur. # Skipti mér ekki af því Stúlka ein stóð þá upp í saln- um og vildi fá nánari svör hvað varðaði ófrjósemisað- gerðir. Henni þótti það stinga í stúf við það mikla frelsi sem flokkurinn þykist boða, að vilja takmarka rétt fjögurra barna móður til að fara í ófrjósemisaðgerð. Þar væri jú ekki verið að drepa neinn. „Nú!“ sagði frambjóðandinn í forundran og kliður fór um salinn. Það var svo ekki fyrr en frambjóðandi Alþýðu- flokksins vék sér að honum og sagði að þarna væri um það að ræða að gera konur (og karla) ófrjóar án þess að deyða einn eða neinn, að frambjóðandinn (og þing- maðurinn tilvonandi sam- kvæmt nýjustu skoðana- könnunum) klykkti út með þessari fleygu setningu: „Nú! Ja hún má gera það fyrir mér. Ég skipti mér ekki af því“.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.