Dagur - 13.04.1987, Síða 3

Dagur - 13.04.1987, Síða 3
13. apríl 1987 - DAGUR - 3 „Já, ég hugsa að það hafi áhrif. Þó þessi keppni gefi ekki beint möguleika á fyrirsætustörfum þá vekur hún auðvitað athygli á þeim stúlkum sem eru í henni. Já, ég gæti vel hugsað mér að prófa fyrirsætustörf. Annars veit ég ekki hvort ég er tilbúin að fórna mtnu námi eða seinka því til að fara út í slíkt því það yrði aldrei mitt framtíðarstarf. Ég hef það ntikinn áhuga á að mennta mig.“ - Ætlarðu að reyna að feta í fótspor Gígju Birgisdóttur? „Ég fer bara suður og stend mig eins vel og ég get. Ég geri mér engar vonir þar, mér finnst líka miklu mikilvægara það sem ég hef gert hérna í mínum heima- bæ. Ég kvíði því líka svolítið að taka þátt í keppninni á Broadway því þar á maður ekkert fylgi. Ég fann það best í gærkvöld hvað það var mikilvægt að finna að fólkið stóð með manni. Það er mín skoðun að stelpur í svona keppnum þurfi að hafa sterk bein og vera mjög ákveðnar og ég er ekki viss um að ég hafi nógu sterk bein.“ - En áhugamálin, nú hefur komið fram að þú ert með vél- sleða- og fjórhjóladellu? „Já, það hefur öll fjölskyldan það áhugamál. Ég fer oft upp á fjöll og inn á hálendið með bræðrum mínum eða kærasta og mér finnst það ofsalega gaman. Ég hef gaman af allri útivist. Þeg- ar ég kom á eina af fyrstu æf- inguna fyrir keppnina var ég búin að vera á fjórhjóli allan daginn og kom með stjörnurnar í augun- um en stelpurnar skildu ekki hvernig ég gat haft gaman af þessu. Annars er þetta ekki aðal- áhugamálið. Ég sit mikið heima og sauma og það er mitt aðal- áhugamál. Ég bý til snið eftir eig- in hugmyndum og ég ætla í fata- hönnun eftir stúdentspróf, ann- að hvort til Frakklands eða Bandaríkjanna." - En svona að lokum, hvernig leist kærastanum á úrslitin? „Hann var mjög ánægður. Hann sagði mér að eftir keppnina hefði hann verið alveg búinn að vera, hann og öll fjölskyldan voru miklu spenntari en ég. Á fimmtu- daginn svaf ég fram eftir inorgni en frænkurnar fyrir sunnan voru farnar að hringja og spyrja hvern- ig ég hefði það, þær voru svo spenntar en ég svaf bara hin róleg- asta. Amma gamla mætti líka á krýninguna og mér skilst að hún hafi skemmt sér manna best.“ -HJS Fermingarskeytin: „Við getum ekki farið í verðstríð" - segir Tryggvi Marinósson „Þeir eru að reyna að ná þess- um markaði, en ég hef varla trú á því að þetta geti borgað sig á þessu verði. Eg held að þeir átti sig ekki á því hvað markaðurinn hefur minnkað. Þegar þetta var hvað mest þá seldust 10-12 skeyti á hvert fermingarbarn hjá okkur en nú eru þau 4-5,“ sagði Tryggvi Marinósson deildarforingi. Hann vildi meina að Póstur og sími væri í harðri samkeppni við skátana og nefndi sem dæmi auglýsingarnar með nöfnum fermingarbarna og kynningu á símskeytunum sem dreift var í hús. Undanfarin ár hafa skátarnir haft þann háttinn á að dreifa list- um í hús, safna skeytaáskriftum Fermingarskeytin: „Ekki samkeppni" - segir Ársæll Magnússon þarna eru þeir að fara inn á okkar verksvið," sagði Ársæll ennfrem- Ársæll Magnússon umdæmis- stjóri Pósts og síma segir að ekki sé hægt að tala um sam- keppni milli Pósts og síma og skáta, því hér sé ekki um hlið- stæð skeyti að ræða. Skeytin sem þeir selja á 100 krónur eru stöðluð, með fjórum mismun- andi textum og falla undir verð á venjulegum 15 orða skeyt- um. Einnig getur fólk ráðið textanum sjálft og borgað í samræmi við orðafjölda. „Með stöðluðu skeytunum þarf fólk aðeins að nefna tegund- ina, nafnið á bárninu og nafn og símanúmer sendanda. Þetta léttir á símaþjónustunni, viðskiptavin- irnir fá fljótari afgreiðslu og slík skeyti er hægt að panta fyrirfram. Þetta gildir aðeins í þessu umdæmi, þetta er hugmynd sem ég er að reyna. Ég mun fylgjast með þessu kostnaðarlega og við- skiptalega og gefa síðan skýrslu um niðurstöðuna,“ sagði Ársæll. „Skátarnir eru með þetta á öðrum grundvelli en við. Við erum með þetta sent selda þjón- ustu og auðvitað verðum við að fá borgað fyrir þessa þjónustu gagnvart símnotendum almennt. Ég hef orðið var við það að skátarnir hafa auglýst síma og Hann vildi ekki kannast við samdrátt í sölu fermingarskeyta. Fyrsti sunnudagurinn hefði frek- ar gefið vísbendingu um að um aukningu væri að ræða. Fólk hefði tekið þessari nýju þjónustu mjög vel. „Mér finnst það sýna að við séum þarna á réttri leið gagnvart viðskiptavinunum,“ sagði Ársæll að lokuni. SS hjá fólki og haft opna móttöku- staði, enda rnega þeir ekki taka skeyti í gegnum síma. „Þetta er slæmt fyrir okkur því þetta er fjáröflun sem við treyst- um á. Þetta er vinnufrek aðferð og á óþægilegum tíma, fólk er í fríi og skátarnir sem vinna í þessu vilja auðvitað helst vera uppi á fjöllum,“ sagði Tryggvi. Hann liélt að samdrátturinn hefði einnig komið illa við Póst og síma, þetta væri örþrifaráð að bjóða upp á þessi ódýru skeyti. Hann sagði einnig að KFUM hefði verið með skeyti til skamrns tíma en gefist upp vegna sam- keppninnar og samdráttarins. Hann sagði að fólk gæti ráðið gerð og lengd texta á skátaskeyt- unum sem kosta 200 krónur, en 100 krónu skeytin hjá Pósti og síma væru með stöðluðum texta. „En við getum ekki farið í verðstríð. Ef við lækkum verðið getum við bara hætt þessu. Við tökum ákvörðun urn það eftir þetta tímabil hvort það sé eitt- hvert vit í því að halda þessu áfram,“ sagði Tryggvi að lokum. SS Fjölbraut á Sauðárkróki: Fram- sókn með mesta fyigið Á sameiginlegum fundi fram- bjóöenda í Norðurlandskjör- dæmi vestra með nemendum í Fjölbrautaskólanum á Sauð- árkróki sl. fimmtudag, var birt niðurstaöa úr skoðanakönnun sem gerð var meöal nemenda, um hvaða flokk þeir hygðust kjósa í komandi kosningum. Fundurinn var injög vel sóttur og hinn fjörugasti. Eftir að einn fulltrúi frá hverjum lista hafði haldið stutt framsögu- erindi beindu nemendur spurningum til frambjóðend- anna. Fjölmargar fyrirspurnir komu fram um margvísleg mál og var ekki laust við að unga fólkið saumaði svolítið að ein- stökum frambjóðendum. Könnunin náði til 68 nemenda, en alls eru 160 nemenda á kjörskrá. Framsóknarflokkurinn hlaut flest atkvæði, 14 eða 20,6%. Alþýðubandalag fékk 10 eða 14,7%. Sjálfstæðisflokkurinn 8 eða 11,8%. Alþýðuflokkurinn 5 eða 7,4%. Listar Borgara- flokks, Kvennalista og Þjóðar- flokks 2 atkvæði hver eða 2,8% og Flokkur mannsins 1 atkv. eða 1,5%. Óákveðnir voru 17, 3 skil- uðu auðu og 4 sögðust ekki ætla að kjósa. -þá Röntgendeild FSA: Athugasemd vegna fréttar AUGLÝSING UMINNLAUSNARVEF® VEFÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.87-15.04.88 kr. 1.338,78 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóösferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS Vegna fréttar í Degi sl. föstudag um Röntgendeild FSA, viljum við undirritaðir koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum: Það er ranglega eftir haft að ólíklegt sé að framkvæmdir hefj- ist við nýja Röntgendeild á þessu ári. Þvert á móti var það sagt að framkvæmdir yrðu hafnar á árinu. Þá var einnig rangt sem eftir var haft um hönnun deildar- innar. Hið rétta er, að þegar hef- ur verið unninn stór hluti hönnunar og lýkur henni á þessu ári. Forstöðumaður Tæknideildar upplýsti blaðamann um röntgen- tækin, til hvers konar rannsókna þau væru notuð og hve gömul þau væru og hve vinnuaðstaða er slæm. Einnig var meiningin sú, að vegna aldurs tækjanna og bil- anatíðni væri ekki hægt að halda öllu lengur áfram skoðun sjúkl- inga, án þess að endurnýja bún- aðinn. Hvað varðar geislahættu eru tækin skoðuð reglulega af Geislavörnum ríkisins og er þá gerð krafa um að geislun sé í lág- marki. Væri geislun ofan þessara marka hefðu tækin þegar verið tekin úr notkun að kröfu yfir- manns Tæknideildar og Geisla- varna ríkisins. Ef svo væri ekki, væri hlutaðeigandi yfirmaður ekki starfi sínu vaxinn og stæði í sömu sporum og íslensku- fræðingur ríkisútvarpsins forðum daga. Gunniaugur Jóhannsson, for- stöðumaður Tæknideildar FSA, Vignir Sveinsson, skrifstofustjóri FSA. Úrval af gjafavöru Nýjar vörur streyma inn I feríð velkomin HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.