Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson 13. apríl 1987 - DAGUR - 9 fslandsmótið í kraftlyftingum: Magnús Ver vann besta afrek mótsins - Aðalsteinn Kjartansson sigraði í 67,5 kg flokki Magnús Ver Magnússon frá UIA vann besta afrekið í karlaflokki á íslandsmótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laug- ardaginn. Magnús setti Islandsmet í hnébeygju í 125 kg flokki, lyfti 365.5 kg en eldra metið átti Jón Páll Sig- marsson. Magnús lyfti samtals 915 kg sem er þriðji mesti þungi sem lyft hefur verið á móti hériendis. Halldór Eyþórsson KR setti íslandsmet í hnébeygju í 90 kg flokki, lyfti 310.5 kg. Tveir keppendur frá Akureyri tóku þátt í mótinu, þeir Flosi Jónsson og Aðalsteinn Kjartans- son og sigraði Aðalsteinn í 67.5 kg flokki. í kvennaflokki náði Sigurbjörg Kjartansdóttir bestum árangri, hún setti þrjú íslandsmet og jafnaði eitt. Hún lyfti samtals 365 kg sem er besti árangur sem náðst hefur í kvennaflokki. Nína Óskarsdóttir setti tvö íslandsmet, og Sjöfn Jónsdóttir einnig og Eín Ragnarsdóttir setti eitt met. Sigurvegarar í einstökum flokkum urðu þessi, fyrst kemur árangur í hnébeygju, þá bekk- pressu, síðan í réttstöðulyftu og loks í samanlögðu: Kvennaflokkur: 52 kg flokkur: Sjöfn Jónsdóttir 100-47.5-105-252.5 56 kg flokkur: Unnur Jónsdóttir 80-50-100-230 60 kg flokkur: Nína Óskarsdóttir 100-60-140-300 67.5 kg flokkur: Sigurbjörg Kjartansdóttir 135-85-145-365 75 kg flokkur: Elín Ragnarsdóttir 130-70-160-360 Karlaflokkur: 67.5 kg flokkur: Aðalsteinn Kjartansson 145-65-185-395 75 kg flokkur: MárÓskarsson 200-110-220-530 82.5 kg flokkur: Jón Gunnarsson 275-155-280-710 90 kg flokkur: Halldór Eyþórsson 310.5-157.5-282.5-750.5 100 kg flokkur: Gunnar Hreinsson 280-160-290-730 110 kg flokkur: Hörður Magnússon 350-192.5-310-852.5 125 kg flokkur: Magnús Ver Magnússon 365.5-215-335-915 -JHB/KK Bikarkeppni HSI: Stjaman vann Fram Stjarnan varð bikarmeistari í handknattleik karla er liðið sigraði Fram í gær með 26 mörkum gegn 22 eftir fram- lengdan leik. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 19-19 og hafði Fram unnið upp þriggja marka forskot Stjörnunnar á innan við þremur mínútum. Stjarnan hafði yfir í hálfleik, 12-9. í framlengingunni voru Stjörnumenn mun ákveðnari og sigruðu verðskuldað 26-22. Sigmar Þröstur átti stórleik í marki Stjörnunnar og Gylfi og Sigurjón voru drjúgir í sókninni. Leikur Fram var ærið köflóttur, en liðið barðist vel. Á undan þessum leik léku Fram og FH til úrslita í bikar- keppni kvenna og lauk þeim leik með sigri Fram, 14-13, eftir að staðan hafði verið 7-2 í hálfleik, Fram í vil. Sigurmarkið var gert 10 sekúndum fyrir leikslok. Njarðvíkinqar bestir Njarðvíkingar sýndu það og sönnuðu á föstudagskvöld að þeir eru með langbesta körfu- knattleiksliðið í ár. Þá unnu þeir Valsmenn mjög örugglega í úrslitum bikarkeppninnar, 91:69. Þetta var fimmta atlaga Njarð- víkinga að bikarnum og loksins nú hafðist sigur. Áður hafði Njarðvíkurliðið tryggt sér bæði úrvalsdeildar- og Islandsmeist- aratitilinn. í bikarkeppni kvenna sigraði KR ÍBK 65:61 í spennandi leik. Uppskeruhátíð HKRA Uppskeruhátíð Handknatt- leiksráðs Akureyrar fer fram í Félagsborg, sal starfsmanna- félags SIS, á morgun, þriðju- daginn 14. apríl og hefst kl. 17.30. Veitt verða verðlaun fyrir sigra á mótum á vegum HKRA á þessu keppnistímabili. Þau eru Haust- mót, Vormót og Akureyrarmót í 6. flokki A,B og C, 5. flokki A,B og C, 4. flokki A og B, 3. flokki og 2. flokki. Allir eru hvattir til að mæta. Aðalsteinn Kjartansson sigraði í sínum flokki á íslandsmótinu í kraftlyfting- um á laugardaginn. Ársþing UMSS Ám*.! Deilt um fjar- magnið úr Lottóinu Ársþing UMSS það 67. í röð- inni var haldið á Sólgörðum í Fljótum nýlega. Það sátu 43 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum. Fyrir þinginu lágu umsóknir frá 2 félögum um inngöngu í sam- bandið og voru þær samþykkt- ar. Aðildarfélögin eru því orð- in 14, með nýju félögunum, sem eru Neisti nýstofnað íþróttafélag á Hofsósi og í ná- grenni og íþróttadeild hesta- manna í Skagafirði. Miklar umræður urðu um skiptingu fjármagnsins sem kem- ur úr Lottóinu milli sambandsins og félaganna og skoðanir skiptar. Að lokum náðist samkomulag sem gildir til eins árs. Samkvæmt því fer 20% til Ungmennasam- bandsins, 5% í sérstakan afreks- mannasjóð og 75% skiptast milli félaganna eftir ákveðnum reglum. Þar er m.a. farið eftir starfsemi félaganna, kennslu- styrkjum frá UMFI og íbúafjölda á svæðinu. Ýmsar tillögur kornu fram á þinginu, m.a. að athugað verði með möguleika á að koma á fót sumarbúðum fyrir börn. Starf- semi sambandsins var með líku sniði á síðasta ári og undanfarin ár. Gestir frá UMFÍ komu á þingið; þeir Pálmi Gíslason for- maður, Sigurður Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Hörður Óskarsson starfsmaður og einnig Guðjón Ingimundarson heiðurs- félagi. Þau Örn Þórarinsson og- Ingi- björg Guðjónsdóttir gáfu ekki kost á sér í stjórn áfram og í þeirra stað var Sveinbjörn Njáls- son á Hólurn kosinn formaður og Ragna Hjartardóttir á Sauðár- króki meðstjórnandi. Aðrir í stjórn eru; Helga Gígja Sigurðar- dóttir Ökrum, Sigfús Jónsson Fagranesi og Stefanía Guð- mundsdóttir Hofsósi. -þá Magnús Eiríksson sigraði í flokki 35-49 ára í Fjarðargöngunni. Haukur Eiríksson sigraði í tlokki 17-34 ára. Mynd: KK ★ Sturtuklefar. ★ Sturtuhorn. ★ Sturtuvinklar. ★ Sturtuhurðir. Mjög hagstætt verð t.d. sturtu- vinklar verð frá kr. 10.515.- BYGGINGAVORUR Glerárgötu 36 Akureyri, sími 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.