Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 16
MIB, Akureyri, mánudagur 13. apríl 1987 k Hvad ertu bráðlátur? cPedí6myndir’ Viltu fá myndirnar þínar eftir 3, 2 eöa 1 klukkustund? Til þjónustu reiðubúin. Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Röntgendeild FSA: Sjúklingar ekkí í hættu „Tækin geta hrunið hvenær sem er,“ segir Sigurður Ólason yfirlæknir „Það er rétt að ef við hefðum ekki svona góða tæknimenn þá væru þessi tæki ekki í notkun. Arlegar mælingar Geislavarna ríkisins hafa sýnt lítils háttar ónákvæmni í tækjunum en að tækin séu hættuleg er beinlínis firra. Skýrslur okkar sýna líka að fjöldi myndataka í hverju tilfclli er ekki meiri en eðlilegt er,“ sagði Sigurður Ólason yfirlæknir á Röntgendeild FSA í samtali við Dag. „Hitt er geigvænlegt að þessi tæki geta hrunið niður hvenær sem er og þá erum við alveg röntgendeildarlaus. Þar með verða aðrar deildir sjúkrahússins nánast reknar. Pað sama gerist auðvitað ef uppsagnir röntgen- tækna koma til framkvæmda. Ég vil helst ekki hugsa svo langt,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að hönnun deild- arinnar hefði staðið yfir í mörg ár og væri nú að mestu lokið. Vegna skorts á fjármagni hafa fram- kvæmdir hins vegar ekki getað hafist við innréttingar á húsnæði því sem staðið hefur tilbúið í fjögur ár. Að sögn Sigurðar hefur dregist úr hörnlu að endurnýja tækin vegna þess að flutningar hafa staðið fyrir dyrum lengi og því ekki talið rétt að koma nýjum tækjum fyrir í gamla húsnæðinu. Á vegum Geislavarna ríkisins er haldið uppi árlegu eftirliti með röntgenbúnaði á sjúkrastofnun- um. Búnaður FSA var skoðaður síðastliðið sumar. Niðurstöður þeirra mælinga sýndu að búnað- urinn var ekki í fullu samræmi við þær reglur sem í gildi eru, einkum hvað snerti stöðugleika geislunar. „Pað er ekkert sent bendir til þess að sú geislun sem sjúklingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri verða fyrir við rannsóknir, sé meiri en á öðrum sjúkrahúsum á landinu, þvert á móti,“ sagði Sigurður Magnússon forstöðu- maður Geislavarna ríkisins í samtali við Dag. I sumar var einnig gerð athug- un á framköllunarbúnaði sjúkra- húsa og reyndust þau tæki á FSA vera mjög góð. Auk þessa árlega eftirlits fara á tveggja mánaða fresti fram mæl- ingar á þeirri geislun sem starfs- fólk deildanna verður fyrir. Sú geislun sem starfsfólk Röntgen- deildar FSA verður fyrir er undir landsmeðaltali og alþjóðlegum mörkum að sögn Sigurðar Magn- ússonar. ET Schönanader model ’55 made in Sweden albesta röntgenmyndavélin á FSA. Við hliðina á gripnum stendur Laufey Baldursdóttir röntgentæknir. Mynd: ET Þrotabú KSÞ Svalbarðseyri: Enginn 23 millj. „Það er ekkert Ieyndarmál að enginn eigandi hefur fundist að þessu skuldabréfi,“ sagði Skúli J. Pálmason, lögfræðingur Samvinnubanka Islands í Reykjavík, þegar hann var spurður að því hvort hann gæti staðfest að enginn hefði gefið sig fram sem eigandi að veð- skuldabréfi með allsherjarveði í eigum KSÞ Svalbarðseyri. Bréfið, sem er að upphæð 23 milljónir króna, gengur undir nafninu „huldubréfið“ meðal kunnugra. Baldvin Jónsson, lögfræðingur Áburðarverksmiðju ríkisins, eigandi finnst að króna skuldabréfi staðfesti um daginn að hann hefði áskilið sér rétt til að rann- saka þetta mál og fleiri auk þess sem hann gerði kröfu til riftunar. Mál þetta er allt hið einkenni- legasta og hefur vafist fyrir lög- fræðingum í langan tíma. Bréfinu var þinglýst 10. desember 1985 hjá embætti sýslumannsins í Þingeyjarsýslu og það skráð á nafn Iðnaðarbanka íslands hf. Frumrit bréfsins var lengi týnt þó vitað væri um tilvist þess af nokkrum mönnum en að sögn fannst það eftir langa mæðu í Samvinnubankanum í Reykja- vík. Pað furðulega í þessu máli er að bæði Iðnaðarbanki og Sam- vinnubanki neita að gangast við bréfinu. Eignirnar, sem veðsettar eru samkvæmt „huldubréfinu", eru reykhús, sláturhús, Smáratún 5 n.h., kartöfluverksmiðja og lóðir á Svalbarðseyri. Engin krafa er vegna þessa skuldabréfs í kröfu- lýsingaskrá vegna þrotabús KSP enda næði hún ekki fram að ganga þar sem hún er gefin út eft- ir 1. október 1985, en allar veð- skuldir teknar eftir þann tíma hafa verið afmáðar. Ekki er vitað til þess að skuldabréf þetta hafi verið selt eða hvort eða hvernig því hafi verið skipt eða látið fyrir einhver verðmæti. EHB Seinkun á afhendingu Björgúlfs EA: Stöðin krefst 4ra milljóna hærri greiðslu -vegna tafa sem urðuá að varahlutir bærust. Mönnum eru í fersku minni þær seinkanir sem uröu á afhendingu togara Útgerðar- félags Skagfirðinga frá skipa- smíðastöð í Þýskalandi á síð- asta ári. Seinkanir sem þessar eru ekki óalgengar þegar erlendar skipasmíðastöðvar eiga í hlut og nú á Utgerðar- félag Dalvíkinga í stappi við skipasmíðastöð í Hollandi vegna breytinga á togaranum Björgúlfi. Björgúlfur átti að sigla af stað heim á föstudaginn fyrir rúmri viku og var búist við skipinu á veiðar um miðjan mánuðinn. Vegna tafa sem urðu á að ýmsir vélarhlutar bærust til stöðvar- innar hafa orðið talsverðar seink- anir á að verkinu ljúki. Tafirnar urðu að sögn Valdimars Braga- sonar framkvæmdastjóra UD mest 11 dagar en seinkun verks- ins er orðin mun meiri en því nemur. Vegna þessa alls hefur skipa- smíðastöðin krafist hærri greiðslu fyrir verkið en upphaflega var samið um og er hækkunin um 4 milljónir íslenskra króna. Valdi- mar er nýkominn að utan þar sem hann reyndi án árangurs að ná samningum og á föstudaginn hélt hann til Hollands að nýju með lögfræðing í för með sér. Að sögn Valdimars eru engin ákvæði um það í lögum að eigandi skips eigi að bera kostnað af seinkun sem þessari. Valdimar sagðist búast við að vera í Hollandi fram að páskum en vonaðist tii að skipið kæmist af stað fyrr. Sú vinna sem eftir er felst í frágangi á aðalvél. Áhöfn Björgúlfs hefur dvalist í Hollandi í tíu daga og mun bíða þess að verkinu ljúki. ET Deildafundir Kaupfélags Eyfirðinga: Eðlileg veltuaukning - en afkoman versnaði Velta Kauplelags Eyflrðinga þróaðist með eðlilegum hætti á síðasta ári, eða jókst um 23,3% á sama tíma og talið er að verðbólgan hafi verið 22-27%. Launagreiðslur námu 592 milljónum króna og var aukning þeirra frá fyrra ári rösklega 34%. Vegna þessa hefur afkoma kaupfélagsins versnað milli áranna 1985 og 1986, en ekki er ennþá Ijóst hver heildarniðurstaðan verður. Stafar það af því að ekki verður vitað hvaða áhrif lækkun vaxtakostnaðar mun hafa á móti hækkun launa- kostnaðar fyrr en við lokaupp- gjör, sagði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri m.a. á sam- eiginlegum deildafundi Akur- eyrar- og Glerárdeildar fyrir helgina. Hann sagði það umhugsunar- og áhyggjuefni að velta félagsins hefði ekki aukist að raunvirði á árunum 1982-1986, sem líklega stafaði fyrst og fremst af samdrætti í hinum dreifðu hyggðum. Valur nefndi nokkra þætti sem hefðu dregið veltuaukninguna niður í krónum talið, s.s. olíu- verðslækkun og lækkað gengi Bandaríkjadollars. Þá var óeðli- lega lítil veltuaukning hjá sjávar- afurðadeild vegna bilunar Snæ- fells í 4 mánuði. Aukning varð á veltu í þjónustu, einkum vegna „veltusprengingar“ hjá Hótel KEA vegna stækkunar þess. Á verslunarsviði varð veltu- þróun viðunandi en afkoman hins vegar ákaflega misjöfn eftir verslunum og sagði kaupfélags- stjóri greinilegt að halda þyrfti áfram að hagræða rekstrinum. Stóru búðirnar koma best út og þola hina gífurlegu samkeppni, en viðvarandi hallarekstur er á minni búðunum. Pær búðir sem besta afkomu hafa eru Hrísa- lundur, þrátt fyrir lágt vöruverð, Byggðavegur og Svarfdælabúð. Matvörudeildin var í heild vel yfir strikinu, en þar hafa átt sér stað miklar skipulagsbreytingar. Stórbætt aðstaða byggingavöru- deildar olli verulega meiri veltu- aukningu en reiknað var með, eða 45,8%. Hallarekstur var á kjöt- og kartöfluiðnaði á Sval- barðseyri en verslunin var á núlli. í iðnaði var veltuaukningin 34,7%, en ekki nema 10,5% í sjávarútvegi, bæði vegna bilunar Snæfells og því að seldur var meginþorri skreiðarbirgða og Frá sameiginlegum deildafundi Akureyrar- og Glerárdeildar um helgina. minna verð fékkst fyrir en reikn- að hafði verið með. Valur sagði, að þó birgðastaða félagsins hefði lagast þegar á heildina væri litið, þá væri meira en milljarður bundinn í birgðum. Nokkurt birgðavandamál er í landbúnaði, einkum á nautakjöti og 7-8 mánaða birgðir eru til af ostum hjá Mjólkursamlagi KEA. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé á uppleið hjá okkur. Þetta ætti hins vegar að vera okk- ur lærdómsrík áminning unt það að kaupfélagið er ekki eilíf og sjálfvirk stofnun, sem sífellt get- ur hlaðið á sig pinklum, heldur fyrirtæki sem þarf sjálft að sjá sér farborða efnahagslega,“ sagði Valur Arnþórsson. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.