Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 28. apríl 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÚR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.__________________________________ Reynt verði að ná sáttum Úrslit kosninganna í Norðurlandskjördæmi eystra urðu önnur en skoðanakannanir höfðu gefið vís- bendingu um. Stefáni Valgeirssyni, Samtökum um jafnrétti og félagshyggju, hafði almennt ekki verið spáð því gengi að hann næði á þing, en raunin varð svo sannarlega önnur. Stefán hlaut glæsilega kosningu og fékk 1892 atkvæði, eða 12,1%. Það er athyglisvert að J-listinn fékk aðeins um einu prós- enti minna fylgi en Alþýðubandalagið og rúmum tveimur prósentum minna en Alþýðuflokkurinn. Þetta er mikill persónulegur sigur fyrir Stefán Valgeirsson. Þrátt fyrir klofningsframboð náði Framsóknar- flokkurinn í kjördæminu ágætis árangri undir for- ystu Guðmundar Bjarnasonar. Flokkurinn er ennþá stærstur í kjördæminu og á þar af leiðandi fyrsta þingmanninn, en einnig fimmta þingmann kjördæmisins, sem er Valgerður Sverrisdóttir. Þar með hefur kona bæst í þingflokk Framsóknar- flokksins og er það vel, þó konur hefðu að ósekju mátt vera þar fleiri. Kvennalistinn fékk uppbótarþingmanninn í kjör- dæminu, Málmfríði Sigurðardóttur, en gengi hans á suðvesturhorninu á þar mestan þátt í máli. Kvennalistinn fékk ekki nema 6,3% fylgi og innan við eitt þúsund atkvæði. Alþýðuflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi frá síðustu alþingiskosningum, fékk 2229 atkvæði en hafði í kosningunum 1983 tæplega 1100 atkvæði. Fylgi A-listans jókst úr 9,1% í 14,3%, sem er ívið lakara en fylgi hans á landsvísu. Engu að síður verður þetta að teljast mjög viðunandi árangur. Alþýðubandalagið tapaði fylgi í Norðurlands- kjördæmi eystra, fékk nú 13,1% og 2052 atkvæði, en hafði áður 14,3%. Gengi Alþýðubandalagsins almennt í þessum kosningum var slæmt og hefði mátt ætla annað, þar sem flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu og gagnrýnt margt í störfum þeirrar ríkisstjórnar sem nú fer frá. í Norðurlandskjördæmi eystra, eins og annars staðar á landinu, tapar Sjálfstæðisflokkurinn veru- legu fylgi, fer úr 30,2% í 20,9% og missir einn mann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þessu fylgi til fleiri en Borgaraflokksins, sem fékk sáralít- ið fylgi í Norðurlandi eystra eða aðeins 3,6%. í kjölfar úrslita kosninganna í Norðurlandskjör- dæmi eystra velta menn því nú mjög fyrir sér hver framtíð Stefáns Valgeirssonar og framsóknar- manna í kjördæminu verður. Það hlýtur að verða meginkrafa allra sanngjarnra stuðningsmanna bæði J-listans og B-listans, sem verið hafa dyggir stuðningsmenn Framsóknarflokksins í gegnum árin, að reynt verði með öllum ráðum að ná sáttum og sameina alla samvinnu- og félagshyggjumenn í kjördæminu á nýjan leik. HS Úlrik Ólason er skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur, org- anisti við Húsavíkurkirkju og stjórnandi kirkjukórsins. Auk þess er hann stjórnandi karla- kórsins Hreims sem nú í vik- unni heldur þrenna tónleika til styrktar Noregsferð kórsins í sumar. Það hefur verið mikið að gera hjá Úlrik að undan- förnu. Á sumardaginn fyrsta flutti Húsavíkurkórinn stórt verk undir stjórn Úlriks, það var messa eftir Antonín Dvor- ák fyrir kór, einsöngvarakvart- ett og orgel. Tónleikarnir voru fjölsóttir og í lok þeirra var flytjendum og stjórnanda inni- lega fagnað. - Úlrik er þetta stærsta verk sem kórinn hefur flutt? „Þetta er langstærsta verk sem kórinn hefur flutt og stærsta verkefnið sem hann hefur tekið fyrir, hann flutti messu eftir Moz- art fyrir nokkrum árum en hún var helmingi styttri og þá vorum við einnig með nokkur lög á efn- isskránni en nú var messan eina verkið sem flutt var.“ - Er ekki í mikið ráðist að taka svona verkefni fyrir? „Jú og ég er alveg hissa hvað fólkið hefur enst vel og staðið með mér við þetta. Við hófum æfingar í lok janúar, þetta eru fjórar raddir og hver rödd var æfð fyrir sig í byrjun. Hólmfríður Benediktsdóttir æfði sópran og alt raddirnar en ég æfði tenór og bassaraddirnar. Samæfingar hóf- ust í febrúarlok, síðan höfum við æft tvisvar í viku og stundum oftar. Milli 40 og 50 manns eru í kórnum, þetta eru tveir hópar, annars vegar fólkið sem syngur í kirkjukórnum og einnig fólk sem ekki tekur þátt í kirkjusöngnum. Að stofni til er þetta sama fólkið sem fór í söngferð til Noregs í fyrra undir nafninu Húsavíkur- kórinn.“ - Ætlið þið að flytja verkið á fleiri tónleikum? „Það er lítið að vera búin að æfa verkið í allan vetur og flytja það bara einu sinni, ef við berum okkur saman við leikfélag sem æfir verk í sex vikur og sýnir það síðan 30-40 sinnum. Til að geta flutt þetta verk þurfum við helst stórt og gott pípuorgel en þau eru ekki til í hverju samkomuhúsi. Við getum flutt verkið á Akur- eyri og í Reykjavík og erum að hugsa um það.“ - Nú ert þú m.a. skólastjóri, organisti og stjórnandi tveggja kóra, hvernig endist þér sólar- hringurinn til að sinna öllum þessum verkefnum? viðtal dagsins. Úlrik Ólason með Ingvari Þórarinssyni, formanni Kirkjukórs Húsavíkur. Úlrik Ólason skólastjóri, organisti r og kórstjóri: „Eg á mjög sjaldan fríkvöld“ „Hann endist mér furðanlega vel en ég á mjög sjaldan fríkvöld. Ég er búinn að vinna svona í nokkur ár og er orðinn vanur þessu. Þetta er ekki svo erfitt þegar maður er alltaf að skipta um stað og verkefni, það veitir vissa hvíld að fara úr einu í annað. Þetta er fjölbreytt starf en þetta væri erfiðara ef öll störfin væru nákvæmlega sama eðlis. Það hefur veitt mér einna mesta ánægju að spila undir fyrir Rangárbræður, við höfum ferð- ast vítt og breitt um héruð og þeir hafa sungið á ýmiss konar skemmtunum. Þeir eru afbragðs- skemmtilegir menn og það er gaman að vera með þeim. Við gáfum út plötu fyrir jólin og henni var mjög vel tekið.“ framhald. - Fékkstu snemma áhuga fyrir tónlist? „Faðir minn keypti lítið raf- magnsorgel þegar ég var átta eða níu ára. Hann kunni aðeins að spila, átti gamlan orgelskóla og fór yfir fyrstu blaðsíðurnar með • EittstórtEF Þá eru kosningarnar að baki með öllu því brambolti sem þeim fylgja. Sumir unnu og aðrir töpuðu, rétt eins og gengur. Þótt kosningaúrslit liggi nú fyrir, þá er alltaf gam- an að skoða hvað hefði getað gerst, ef úrslitin hefðu orðið örlítið öðruvísi, eða þannig. Skýrasta dæmið um hversu lítið hefði þurft að breytast til að bylta endanlegri útkomu, eru atkvæðin 7 sem Alþýðu- flokkinn skorti til að fá upp- bótarþingmann á Austur- landi. Ef A-listinn hefði feng- ið 7 atkvæðum meira í því kjördæmi, hefði það reyndar ekki þýtt neinar breytingar á þingmannatölu fiokkanna, en haft verulegar breytingar í för með sér hvað varðar sam- setningu fjögurra þingflokka. # Þingmanna- „hlass“ Þessi 7 viðbótaratkvæði hefðu sem sagt skilað Guð- mundi Einarssyni inn sem uppbótarþingmanni A-lista á Austurlandi á kostnað Jóns Sæmundar Sigurjónssonar uppbótarþingmanns krata í Norðurlandskjördæmi vestra, sem hefði þá ekki náð inn á þing. Egill Jónsson uppbótarmaður Sjálfstæðis- fiokksins á Austurlandi hefði dottið út en Björn Dagbjarts- son á D-lista í Norðurlands- kjördæmi eystra komist inn á þing í hans stað. Þá hefði Málmfríður Sigurðardóttir Kvennalistakona í sama kjör- dæmi dottið út en Anna Ólafsdóttir Björnsson, V-lista á Reykjanesi farið inn í staðinn. En þá hefði Hregg- viður Jónsson á S-lista á Reykjanesi dottið út, en Andrés Magnússon S-lista á Norðurlandi vestra komist á þing í staðinn! Og þar með hefði hringnum verið lokað. 7 atkvæði hefðu sem sagt í þessu tilfelli haft 8 breytingar í för með sér í fjórum kjör- dæmum landsins og ráðið atvinnu áttmenninganna næstu fjögur árin. Þarna sannast enn einu sinni hið fornkveðna um iitlu þúfuna og þunga hlassið...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.