Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 5
4. maí 1987 - DAGUR - 5 Fyrirrennari Stronachs í starfi var Stephen Barry, sem hrapaði á vinsældalista prinsins þegar hann tók upp á því að skrifa endur- minningar sínar. Karl virðist hins vegar ekki hafa hinar minnstu áhyggjur af því að Stronach taki upp á hinu sama. Eina skiptið sem hinum háttvísa Ken Stronach tókst að láta fólk glenna upp glyrnurnar, var þegar hann sást á reiðhjóli nálægt Balm- oral í þessum líka sjálflýsandi bláu stuttbuxum! Þvílíkt reginhneyksli. Stígvélin í meðferð. Tígrisdýrið fellur ekki í kramið Þessi íturvaxni rnaður með hár- vaxna bringu heitir Lorenzo Lamas og er sennilega leikari að atvinnu. Leikkonan Jane Wyman hefur gefið honum þá einkunn að hann sé fíflið sem láti ævinlega tattóvera sig þegar illa liggur á honum. Henni líka víst hvorki tígrisdýr á handlegg eða aðrar skepnur á öðrum mikilvægum líkamshlutum. Auk þess finnst henni tími til þess kominn að hann vaxi upp úr því að aka um á stórum mótorhjólum. Og hana nú! Prinsinn sjálfur. Allt á sínum stað í fullkomnu ástandi. AKUREYRARBÆR Skólagarðar Skráning 10, 11 og 12 ára unglinga (árgangar ’75, ’76 og ’77) sem vilja nýta sér aðstöðu í skólagörðum bæjarins á komandi sumri hefst mánudaginn 4. maí. Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni Gránufélagsgötu 4, (sími 24169) frá kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga. Skráningu lýkur föstudaginn 22. maí. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARBÆR Unglingavinna Skráning 13, 14 og 15 ára unglinga (árgangar 72, 73 og 74) sem óska eftir sumarvinnu hefst mánudaginn 4. maí. Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni Gránufélagsgötu 4, sími 24169 frá kl. 9-12 og 13- 16 alla virka daga. Skráningu lýkur föstudaginn 15. maí. Garðyrkjustjóri. OFLUGUR Nýr og öflugur viðskiptabanki hefur tekið til starfa: ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS HF HLUTAFELAG stendur að rekstrinum. Hluthafar skipta hundruðum og eiginfjórstaðan er sterk. Ipu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.