Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 4. maí 1987 82. tölublað Filman þín á skiliö þaö besta1 FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106- Sími 22771 Pósthólf 198 H-Lúx gæðaframköllun Hrað- framköllun Opiö á > laugardögum frá kl. 9-12. Plasteinangrun hf: Reiknað með 100% söluaukningu á árinu - söluaukning milli áranna ‘85 og ‘86 var 40% - rekstrarhagnaður síðasta árs 12,2 milljónir Aðalfundur Plasteinangrunar hf. var haldinn síðastliðinn miðvikudag. Á fundinum kom m.a. fram að söluaukning milli áranna 1985 og 1986 nam 40%. Heildarrekstrartekjur voru rúmar 100 milljónir króna og þar af voru útflutningstekjur um 60 milljónir. Framleiðsla og sala gengu mjög vel á síðasta ári og rckstrarhagnaður var 12,2 milljónir króna. Stöðugleiki í efnahagsmálum ásamt bættri afkomu útgerðar- innar í landinu höfðu að sögn Sigurðar Jóhannssonar fram- kvæmdastjóra mjög jákvæð áhrif á reksturinn og hjá fyrirtækinu voru á síðasta ári framleiddir 220 þúsund fiskikassar og er þar um nýtt framleiðslumet að ræða. í söluaukningunni munaði einnig um mikla framleiðsluaukningu á trollkúlum en framleiðslan á árinu var á annað hundrað þús- und kúlur. Eftirspurnin eftir trollkúlum er það mikil að sögn Sigurðar að það er ekki fyrr en núna með tilkomu nýrrar steypu- vélar að þeim tekst að anna henni. Framleiðsla á einangrunar- plasti dróst hins vegar mikið sam- an eða úr 4200 rúmmetrum á árinu 1985 í 2400 rúmmetra á síÖt asta ári. Að sögn Sigurðar stafar þessi mikli samdráttur fyrst og fremst af aukinni samkeppni með tilkomu Steinullarverksmiðjunn- ar á Sauðárkróki en einnig af samdrætti í byggingum. Á þessu ári er fyrirhugað að endurskipu- leggja þessa framleiðslu og flytja hana á annan stað þar sem fram- leiðsla steypudeildarinnar krefst aukins rýmis í núverandi hús- næði. Að sögn Sigurðar eru liorfur fyrir þetta ár mjög góðar og reiknað með að salan fari yfir 200 milljónir á árinu. Þessi viðbót verður öll í útflutningi en nú er meðal annars unnið að öflun nýrra markaða fyrir kúlur í Dan- mörku og Noregi. Plasteinangrun tók þátt í stórri sjávarútvegssýn- ingu í Skotlandi fyrir páska og sagði Sigurður að árangur hennar væri strax kominn í ljós en miklir möguleikar væru þar fyrir hendi í sölu á kössum. ET Sigurður Gestsson frá Akureyri tryggði sér islandsmeistaratitilinn í vaxtarrækt þriðja árið í röð á íslandsmótinu seni fram fór í Sjallanum á Akureyri í gær. íslandsmeistari í kvennaflokki varð Ásdís Sigurðardóttir úr Keykjavík og í unglingaflokki Einar Guðmann frá Akureyri. Nánar verður sagt frá inótinu í blaðinu á morgun. Mynd: kk Þróun mannaflaskiptingar: Framleiðslugreinarnar að kikna undan þjónustunni - helmingi fleiri í þjónustu en framleiðslu árið 1990 I fréttabréfí Félags íslenskra iðnrekenda „Á döfinni“ er sagt frá því að í ræðu sem for- maður félagsins Víglundur Þorsteinsson hélt á ársþingi þess fyrir skömmu hafí komið fram að þróun mannaflaskipt- ingar í þjóðfélaginu komi í veg fyrir að framleiðsluatvinnu- vegirnir fái nægt fólk til starfa í Fastlaunasamningur verslunar- og skrifstofufólks: Flestir greiða laun samkvæmt samningnum - Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri íhugar úrsögn úr landssamtökunum Eins og sagt var frá í Degi gerðu Vinnumálasamband samvinnufélaganna og lands- bygðarsamtök Landssambands íslenskra verslunarmanna með sér nýjan fastlaunasamning um miðjan mánuðinn. Kaupfélög- in eru því í raun einu vinnu- veitendurinr sem eru aðilar að samningnum en nú hafa flestir félagar kaupmannasamtak- anna á Akureyri fallist á að greiða laun samkvæmt honum. Að sögn Jónu Steinbergsdótt- ur formanns Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri hafa kaupmannasamtökin ekki viljað gerast aðilar að samningnum. Samningar við Vinnuveitenda- sambandið hafa gengið mjög hægt og stranda þeir að sögn Jónu aðallega á deilum um opn- unartíma verslana í Reykjavík. Aðspurð um samninginn sagði Jóna að hann væri sá besti í lang- an tíma og hún væri nokkuð ánægð með hann. Verslunarfólk hafi dregist mjög aftur úr á undanförnum árum. Aðalfundur F.V.S.A. var haldinn á mánudaginn. Fundur- inn var sæmilega sóttur, miðað við fundi í launþegasamtökum almennt, og fóru fram töluverðar umræður. Á fundinum var Jóna endurkjörin formaður. Aðalfundurinn samþykkti ályktun þar sem segir að efla beri samtök verslunarmanna á lands- byggðinni. Einnig telur fundur- inn að á næsta þingi LÍV þurfi að breyta lögum sambandsins þann- ig að atkvæðisréttur verði jafnað- ur svo ekkert eitt félag innan þess geti haft meirihluta fulltrúa. Jóna sagði að eins og þessum málum væri nú háttað þá réði Verslun- armannafélag Reykjavíkur öllu sem það vildi ráða. í lok ályktun- arinnar segir að ef ekki náist fram breytingar þá beri að skoða úrsögn úr LIV. ET framtíðinni. í ræðunni rakti Víglundur þróun þessara mála undanfarin 20 ár og sagði að krafan til undir- stöðuatvinnuveganna hljóðaði nú á þessa leið: „Þið verðið að vinna meira með færra fólki til þess að standa undir framleiðslukröfum þjónustuþjóðfélagsins." Formaðurinn tók nokkur athyglisverð dæmi máli sínu til stuðnings og sagði að árið 1966 hefðu 32 þúsund manns starfað við framleiðslu á íslandi en 24 þúsund í þjónustu eða vcrið líf- eyrisþegar. Árið 1971 voru þess- ar tölur orðnar 34 þúsund í báð- um tilfellum, árið 1976 36 þúsund í framleiðslu og 43 þúsund í þjón- ustu og árið 1981 hafi hlutfallið verið 38 þúsund á móti 55 þús- undum. Á síðasta ári voru töl- urnar orðnar 39 þúsund í fram- leiðslunni en 59 þúsund í þjón- ustunni og að sögn Víglundar gætu þessar tölur árið 1990 verið 35-39 þúsund í framleiðslunni og yfir 60 þúsund í þjónustugreinum ' og sem lífeyrisþegar. Þessar tölur sýna þróunina glögglega og einnig sést að hraði hennar hefur aukist. Aðgerða- leysi sagði Víglundur að myndi leiða til þess að framleiðslugrein- ar íslendinga, landbúnaður og sjávarútvegur standi ekki undir sívaxandi framfærslukröfum þjónustuþjóðfélagsins og við Islendingar verðum undir í sam- keppninni við innfluttar vörur. ET Fjórhjól og bifreið í árekstri Samkvæmt upplýsingum varð- stjóra hjá lögreglunni var helg- in ákaflega róleg hjá þeim. Ekki komust lögreglumenn þó hjá því að sinna útköllum vegna árekstra og ölvunar. Alls urðu 5 árekstrar frá föstu- degi og fram á sunnudag. Voru þeir allir minniháttar og engin slys á fólki. Einn áreksturinn var með þeim hætti að bifreið og óskráð fjórhjól lentu saman. Þeir sem aka um á óskráðum fjórhjólum taka mikla áhættu því þeir hafa ekki tryggingarnar á bak við sig. Þeir verða því bæði að greiöa tjón á hjólinu og bíln- um eða því sem ekið er á. úr eig- in vasa, ef þeir eru í órétti. Búið er að gefa út reglugerð um fjór- hjólin en að sögn lögreglunnar virðast eigendur þeirra vera sein- ir að taka við sér. -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.