Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 7
Umsjón: Kristján Kristjánsson 4. maí 1987 - DAGUR - 7 arkeppni HSI í 2. flokki: leysi KA-liösins gæfumuninn apaði fyrir Gróttu í úrslitaleik 20:23 ívar Webster hverfur suður á bóginn á ný eftir nokkurra inánaða dvöl á Akureyri. Körfubolti: Webster hættir með Þór - leikur sennilega með Haukum næsta keppnistímabil Axel Björnsson var besti maður liðsins og saman skoruðu þeir Jón 15 af 20 mörkum liðsins. Björn Björnsson varði nokkrum sinnum injög vel þar á meðal eitt víti. Leikurinn var jafn og spenn- andi í fyrri hálfleik og liðin börð- ust vel. í síðari hálfleik var það hins vegar munurinn á leik- reynslu liðanna sem gerði gæfu- muninn. í liði Gróttu eru margir mjög góðir leikmenn en til að mynda er engin afgerandi skytta í liðinu. Þessi hópur hefur hins veg- ar leikið 30-40 opinbera leiki í vet- ur auk æfingaleikja og það hefur sitt að segja á móti liöi sem, nán- ast ekkert hefur æft saman. Þannig var mikið um mistök hjá meðan keppnin fór fram og voru aðstæður hinar bestu. Fjölmargir áhorfendur fylgd- ust með keppninni enda er samhliðasvig mjög skemmti- legt á að horfa. pyrna: Rangers meistari sama tíma tapaði Celtic helsti keppinauturinn fyrir Falkirk heima 1:2. Rangers er með 67 stig eftir 43 leiki en Celtic 63 stig eftir jafnmarga leiki. Souness tók við liöinu í haust og segja má að hann hafi byrjað með stæl á sínu fyrsta ári eins og fyrrum félagi hans hjá Liverpool, Ken Dalglish gerði er hann tók við Liverpool liðinu í fyrra. KA-liðinu sem rekja má beint til reynsluleysis. Sérstaklega var varnarleikur Gróttu góður. Dómarar leiksins þeir Rögn- valdur Erlingsson og Gunnar Kjartansson voru slakir og gerðu afdrifarík mistök. Þegar átta mínútur voru eftir af leiknum dæmdu þeir Gróttumönnum innkast sem allir aðrir í salnum sáu að var vitlaus dómur. Þetta mislíkaði Ágústi Sigurðssyni og lét í sér heyra en hlaut að launum rautt spjald. Fleira var um ósann- gjarna dóma. Mörk KA-liðsins skiptust þannig: Axel 8, Jón 7(1), Svanur 3, Arni 1 og Anton 1. Hjá Gróttu var Davíð Gíslason bestur og skoraði hann 7 mörk. ET í karlaflokki mættu 16 kepp- endur til leiks og þar af voru nokkrir skíðamenn sem voru í fremstu röð fyrir nokkrum árum. Má þar nefna þá Hauk Jóhanns- son og Árna Oðinsson frá Akur- eyri og Hafstein Sigurðsson fyrr- um landsliðsþjálfara frá ísafirði. f kvennaflokki voru 8 keppend- ur, allar fremstu skíðakonur landsins. Daníel sigraði Örnólf Valdi- marsson í úrslitum en Örnólfur hefur verið ósigrandi í sam- hliðasvigi og á landsmótinu á ísa- firði stóð hann uppi sem sigur- vegari í þessari grein. En nú varð hann hins vegar að láta sér nægja 2. sætið. í képpninni um 3. sætið sigraði Ólafur Sigurðsson frá ísa- firði Hafstein Sigurðsson fyrrum landsliðsþjálfara. Guðrún H. Kristjándóttir sigr- aði Snædísi Úlriksdóttur frá Reykjavík í úrslitum en í keppni um 3. sætið sigraði Ingigerður Júlíusdóttir frá Dalvík Önnu Maríu Malmquist frá Akureyri. ívar Webster hefur ákveöið að hætta sem þjálfari og leikmað- ur Þórs í körfubolta og hann mun því ekki leika með liðinu næsta keppnistímabil. Ivar er að flytja suður aftur með fjöl- skyldu sína og mun að öllum líkindum leika með Haukum á ný í úrvalsdeildinni. ívar gekk til liðs við Þórsara í haust og hann náði mjög góðum árangri með liðið. Þór hafnaði í Fossvatnsgangan, limmti og síðasti hluti Islandsgöngunnar á skíðum fór fram á Isafirði á laugardag og mættu 35 göngu- menn til leiks. Sá elsti var Pét- ur Pétursson frá ísafirði, orðinn 83 ára en lét sig ekki muna um að taka þátt í keppninni. Keppt var í fjórum flokkum og voru gengnir 20 km með hefð- bundinni aðferð. Mjög gott veður var á ísafirði og var skíðafæri þokkalegt. Heimamenn röðuðu sér í efsta sætið í öllum flokkum en úrslitin urðu þessi: Karlar 17-34 ára: 1. Einar Ólafsson í 55:46 2. Haukur Eiríksson A 56:33 3. Þröstur Jóhannesson í 57:23 Karlar 35-49 ára: 1. lngþór Bjarnasón 1 63:04 2. Sigurður Gunnarsson í 70:12 3. Konráð Eggertsson í 71:43 Karlar 50 ára og eldri: I. Gunnar Pétursson í 73:54 2. Matthías Sveinsson R 74:43 3. Oddur Pétursson í 81:32 Konur 17-34 ára: 1. Auður Ingvadóttir I 97:42 2. Eyrún Ingólfsdóttir í 98:35 2. sæti í 1. deild og ef breyting verður á fyrirkomulagi deilda- keppninnar næsta vetur eiga þeir möguleika á sæti í úrvalsdeild. ívar sagði í samtali við Dag að hann gengi að öllum líkindum til liðs við Hauka á ný en hann hefði þó ekki skrifað undir félaga- skipti. Flest liðin fyrir sunnan hafa haft samband við ívar og boðið honum í sínar raðir enda er hann einn besti leikmaðurinn í íslenska landsliðinu. Þá er íslandsgöngunni 1987 lokið og íslandsmeistarar urðu Sigurgeir Svavarsson Ólafsfirði í flokki 17-34 ára, Magnús Eiríks- son Siglufirði í flokki 35-50 ára og Rúnar Sigmundsson Akureyri í flokki 50 ára og eldri. Íslandsglíman: Eyþór sigraði Eyþór Pétursson HSÞ sigraði í Íslandsglímunni sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardag. Keppt var um hið fræga Grettisbelti en það belti hefur verið kcppt um síðan 1906. Þegar keppni var lokið voru þeir Eyþór og Ólafur H. Ólafs- son úr KR sem verið hefur ósigr- andi á mótum að undanförnu, jafnir að vinningum og þurftu því að glíma úrslitaglímu. Þá haföi Eyþór betur, hann lagði Ólaf og sigraði því í keppninni. Knat t- spyrn IU- úrsl it Úrslit leikja í 1. « g 2. deild ensku knattspyrnunnar uni helgina urðu þessi: 1. deild: Arsenal-Aston Villa 2:1 1 Charlton-Luton 0:1 2 Chelsea-Leicester 3:1 1 Coventrv-Liverpool 1:0 1 Everton-Man.City 0:0 Man.United-Wimbledon 0:1 2 Nott.Forest-Tottenham 2:01 Oxford-Norwich 0:1 2 Sheff.Wed.-Q.P.R. 7:1 1 Watford-Southampton 1:1 x West Ham-Newcastle 1:1 x 2. deild: Birminghain-Grimsby 1:0 Brighton-Sheff.Utd. 2:0 Derby-Leeds 2:1 1 Huddersf.-Reading 2:0 Hull-Shrewsbury 3:0 Ipswich-Blackburn 3:1 Oldham-Plymouth 2:1 1 Portsmoulh-Millwall 2:0 Stoke-Bradford 2:3 Sunderland-C.Palacc 1:0 W.B.A.-Barnsley 0:1 Staðan í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar er þessi: Staðan 1 deild Everton 39 23- 8- 8 71:30 77 Liverpoo! 40 22- 7-1168:39 73 ToUenham 39 20- 8-11 64:41 68 Arsenal 40 19-10-11 53:32 67 Luton 40 18-12-10 44:39 66 Norwich 40 16-17- 7 51:49 65 Nottm.Forest 40 17-11-12 62:49 62 Watford 40 17- 9-14 66:53 60 Coventrv 39 17- 9-13 47:42 60 Wimbledon 40 17- 9-14 53:49 60 Man.United 39 13-13-13 48:39 52 Chelsea 40 13-12-15 49:59 51 Q.P.R. 40 13-11-16 46:58 50 Shefí.Wed. 40 12-13-15 56:56 49 West Ham 40 13-10-17 50:66 49 Southampt. 40 13- 9-18 67:67 48 Newcastle 40 12-11-17 46:60 47 Oxford 40 10-12-18 41:67 42 Leicester 40 11- 7-22 53:76 40 Charlton 40 9-11-20 40:54 38 Man.City 40 7-15-18 35:55 36 Aston Villa 40 8-12-20 43:74 36 Staðan 2 . deild Derby 40 24- 9- 7 60:34 81 Portsmouth 39 23- 9- 7 52:24 78 Oldham 40 21- 9-10 62:42 72 Ipswich 40 17-11-12 58:42 62 Leeds 40 17-11-12 54:42 62 Plymouth 40 16-13-11 59:50 61 C.Palace 40 18- 5-17 50:50 59 ShetT.Utd. 40 14-12-14 48:48 54 Stoke 40 14-10-16 55:51 52 Barnsley 40 13-13-14 46:49 52 Blackburn 40 14-10-16 44:52 52 Bradford 40 14- 9-17 58:60 51 Millwall 40 14- 8-18 38:41 50 Birmingham 40 11-17-12 47:56 50 Hull 40 12-13-15 36:53 49 W.B.A. 39 12-11-16 46:44 47 Sunderland 40 12-11-17 46:55 47 Rcading 39 12-10-17 47:57 46 Huddersf. 40 11-12-17 50:61 45 Shrewsburv 40 13- 6-21 37:53 45 Grimsby 40 10-13-17 36:52 43 Brighton 40 9-12-19 37:51 39 m í teiginn hjá Gróttu og skorar í leiknum á fimmtudagskvöld. Mynd: Róbert í samhliðasvigi í Bláfjöllum: g Guðrún sigruðu Skíði: íslandsgöng- unni lokið - Fossavatnsgangan fór fram á laugardag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.