Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 8
8-DAGUR-4. maí 1987 Nauðungaruppboð á fasteigninni Borgarhlíð 6a. Akureyri, þingl. eigandi Jakob Jóhannesson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka Islands og Inn- heimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hafnarstræti 25, e.h. og ris, Akureyri, þingl. eig- andi Leifur Thorarensen ofl., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Lyngholt 26, Akureyri, þingl. eigandi Jón Ásmundssón, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru: Hreinn Pálsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfogetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Norðurgata 32, Akureyri, talinn eigandi Jakob Tryggvason ofl., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 16.45. Uppboðsbeiðendur eru: Ragnar Steinbergsson, hrl., Hreinn Pálsson hdl. og Agnar Gústafsson hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Óseyri 16, Akureyri, þingl. eigandi Vör hf., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur B. Árnason hdl. Bæjarfogetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Arnarsíða 6d. Akureyri, þingl. eigandi Ásgeir Ingi Jónsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Ólafur B. Árnason hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Faxaborg 6, hesthús, Akur- eyri, talinn eigandi BirgirÁrnason, ferfram í dómsal embættis-' ins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Frostagötu 3b. b-hl. Akureyri, þingl. eigandi SigurðurÁkason, ferfram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður og Sigurður G. Guð- jónsson hdi. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Hafnarstræti 67, Akureyri, tal- inn eigandi Fontur hf. fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 17.15. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Ásgeir Thoroddsen hdl., Innheimtumaður ríkissjóðs, Brunabótafélag íslands og Ólafur B. Árnason hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Fjórír nemendur Hafralækjarskóla: Mamþondans í 26 tíma Á sumardaginn fyrsta hófu 25 nemendur úr sjöunda og átt- unda bekk í Hafralækjarskóla maraþondans í félagsheimilinu Ydölum. Dansinn hófst kl. 18.00 og fjórir úthaldsbestu nemendurnir dönsuðu til kl. 20.00 á föstudag eða samtals í 26 klukkutíma. Nemendurnir höfðu safnað áheitum hjá fyrirtækjum að upphæð 70-80 þúsund krónur sem notaðar verða til að bæta útivistar- og tómstundaaðstöðu við skólann. Dagur kom að Ýdölum þegar nemendurnir höfðu dansað sam- fellt í sólarhring, aðeins var tekið fimm mínútna hlé á klukkutíma fresti. Nemendurnir fjórir sem ekkert voru á því að gefast upp Erna Ólafsdóttir mamma Böðvars farin að dansa með lengst til hægri á myndinni. Þorsteinn Halldórsson plötusnúður. við dansinn voru Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Böðvar Þór Kárason úr sjöunda bekk og Valtýr Freyr Helgason og Sigmar Stefánsson úr áttunda bekk. Það var komið að pásu og þá lögðust krakkarnir á gólfið, greinilega fegin þessari smáhvíld þó þau létu engan bilbug á sér finna. Nokkrir nemendur og kennarar, ásamt móður Böðvars, Ernu Ólafsdóttur hjúkrunarkonu hlynntu að dönsurunum og nudd- uðu fætur þeirra. Krakkarnir voru sammála um að erfiðasti tíminn hefði verið milli 5 og 6 um morguninn. Þór- dfs sagði að sér liði bara vel en hún væri svolítið lúin í löppun- um, sér fyndist best að dansa eftir hröðum lögum og hún var ekkert á því að hætta. Böðvar sagði að heilsan væri ágæt núna en hann hefði alveg verið kominn að því Minning: Ý Friðrik Júníusson Fæddur 6. febrúar 1898 - Dáinn 24. apríl 1987 Föstudaginn 24. apríl sl. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Friðrik Júníusson, eftir stutta en erfiða sjúkdómsbaráttu. Friðrik var fæddur 6. febrúar 1898 í Baugaseli í Hörgárdal elsta barn hjónanna Júníusar Friðrikssonar og Rannveigar Ólafsdóttur. Tveggja ára fluttist hann með foreldrum sínum að Flögu í sömu sveit og átti þar heimili til tíu ára aldurs. Föður sinn missti Friðrik ungur aðeins níu ára og ári síðar fluttist móðir hans með börnin þrjú að Myrk- árdal í sömu sveit og bjó þar um nokkurt skeið. Eins og alsiða var f sveitum á íslandi á þessum tím- um byrjaði Friðrik snemma að taka til hendi við bústörfin, enda kröfðust aðstæður heimilisins að svo væri. Hann fór ungur í kaupavinnu og létti þannig undir með fjölskyldunni. Þannig var víst oft á tíðum hlutskipti fólks á þessum árum og víst er að mörg- um nútímamanninum er nær ógerlegt að gera sér í hugarlund þær aðstæður sem fólk þá bjó við. Árin 1919-1921 stundaði Friðr- ik nám við Bændaskólann á Hól- um í Hjaltadal og nokkur næstu ár vann hann við plægingar og jarðvinnslu á sumrum en fjár- gæslu á vetrum. Árið 1931 kvænt- ist hann Guðrúnu Steindórsdótt- ur frá Þrastarhóli og hófu þau búskap á Nunnuhóli 1932, en jafnframt stundaði hann vinnu hjá prestinum á Möðruvöllum séra Sigurði Stefánssyni. Bústofninn var ekki stór, 30 ær og ein kýr, en nóg á sá sér nægja lætur. Þeim Friðrik og Guðrúnu fæddust tvær dætur Elín Guðrún gift Sigursteini Kristjánssyni og Hulda Rannveig gift Arnljóti Einarssyni. Árið 1934 fluttust Friðrik og Guðrún að Syðri- Bakka í Arnarneshreppi og bjuggu þar í átján ár eða þar til þau fluttu að Flúðum við Akur- eyri, en á Akureyri dvöldu þau síðan bæði til dauðadags. Guð- rún andaðist 1971 og hafði þá átt við vanheilsu að stríða í mörg ár. Hann Friðrik afi minn var dæmigerður íslenskur alþýðu- maður er verk sín vann af alúð og trúmennsku þau er honum voru falin. Á Akureyri vann hann almenna verkamannavinnu m.a. í Lystigarðinum hjá Jóni Rögn- valdssyni og í Möl og sandi. Ef til vill er trúmennskan, skyldurækn- in og vinnusemin eitthvert helsta einkenni þeirrar kynslóðar er Friðrik tilheyrði og mættu menn gjarnan draga nokkurn lærdóm og fyrirmynd af þeim eiginleikum þessara aldamótabarna. Það eru nefnilega þessir hljóðlátu, íslensku alþýðumenn sem skópu í raun og veru velferðarríkið er við nú lifum í. Þó er næsta víst að ekki fari mikið fyrir nöfnum þeirra á spjöldum sögunnar en þessa er hollt að minnast. Sem barn og unglingur varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á heimili þar sem afinn og amman tóku þátt í uppeldi barnabarnanna. Fyrir það er ég þakklátur og er tímar líða er mér betur ljóst hver fjársjóður það er hverju barni sem þess fær að njóta. Afi var einn af þeim mönnum sem alltaf eru tilbúnir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.