Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 04.05.1987, Blaðsíða 3
J 4. maí 1987 - DAGUR - 3 Halldórsmótið: Gunnar Berg enn efstur Nú er lokið 10 umferðum af 13 í Halldórsmótinu hjá Bridge- félagi Akureyrar, árlegu minn- ingarmóti um Halldór Helga- son. Þetta er sveitakeppni og spilad er eftir Board-O-Max fyrirkomulagi. Staða efstu sveita að loknum 10 umferðum er þessi: Stig: 1. Gunnar Berg 182 2. Gunnlaugur Guðmundsson 180 3. S.S. Byggir h.f. 167 4. Árni Bjarnason 152 5. Ragnhildur Gunnarsdóttir 147 6. Stefán Vilhjálmsson 146 7.-8. Haukur Harðarson 144 7.-8. Stefán Sveinbjörnsson 144 9. Hellusteypan hf. 140 Keppnisstjóri er Albert Sig- urðsson. Svo sem sjá má er keppnin jöfn og spennandi og ljóst að Gunnar Berg og félagar verða að halda vel á spilunum ef þeir ætla að halda toppsætinu. Síðustu þrjár umferðirnar verða spilaðar í Félagsborg ann- að kvöld og hefst spilamennskan kl. 19.30. BB. hluta í mörgum skuldabréfum og þannig minnkar áhættan, það er ekki bara einn skuldari. Síðan geturðu komið hvenær sem er og leyst út þann pening sem þú ert búinn að leggja inn.“ - En þetta er sem sagt áhætta? „Það er talað um mismunandi áhættu. Ríkisskuldabréfin eru auðvitað áhættuminnst því ríkið er skuldari. Þar af leiðandi er ávöxtun ríkisskuldabréfa lægri en annarra verðbréfa. Það er trygg- ara að kaupa skuldabréf með góðu veði í fasteign heldur en ”” bréf með sjálfskuldarábyrgð ein- staklings því er ávöxtun sjálfs- skuldarábyrgðarbréfa hærri en ávöxtun veðskuldabréfa. Við erum líka með nýjung en það eru lífeyrisbréfin. Þetta er sjóður sem á sér fyrirmynd all- staðar erlendis. f>ú getur stofnað þinn eigin lífeyrissjóð með því að gera áætlun fyrir sjálfan þig í samvinnu við okkur. f>ú ákveður að spara kannski 5000 kr. á mán- uði í 20 ár. Við sjáum um að halda utan um sparnaðinn fyrir þig, sendum þér gíróseðil einu sinni í mánuði. Gíróseðillinn er óútfylltur þannig að ef þú átt ekki pening einn mánuð geturðu sleppt þessu og borgað svo kannski hærri upphæð seinna. Eftir þessi 20 ár geturðu tekið út pening mánaðarlega eða alla upphæðina í einu, allt eftir þín- um hentugleika. Munurinn á þessu og venjulegum lífeyrissjóð- um er að þessir peningar eru allt- af þín eign, þetta læsist ekki inni í einhverju lífeyrissjóðakerfi. Þetta er í samvinnu við Almenn- ar tryggingar og Almennar líf- tryggingar og þú getur tryggt þig fyrir því að tryggingarnar haldi áfram að borga þessa upphæð fyrir þig eða þú getur fengið það allt út, ef eitthvað kemur fyrir, sjúkdómar eða slys. Það er rétt að taka það fram að þó fólk ákveði að kaupa lífeyrisbréf hjá okkur verður það samkvæmt lög- um að halda áfram að borga í sinn lögbundna lífeyrissjóð." - Hvað þarf fólk að borga ykkur fyrir þjónustuna? „Við tökum 2% innlausnar- gjald af þeirri upphæð sem þú tekur út hverju sinni eftir sparn- aðartímann.“ - Að lokum, er fólk ekki rugl- að á öllum þessum ávöxtunar- möguleikum? „Jú, það má segja það, það eru svo rnargar tegundir af reikning- um í gangi, t.d. hjá bönkunum, hver um sig rneð mismunandi reglum, þannig að þetta verður eins og fargjaldafrumskógurinn hjá flugfélögunum." -HJS Á fundi 24. apríl sl. í Golf- skálanum við Hlíðarenda veitti Lionsklúbbur Sauðárkróks félagi Sjálfsbjargar á staðnum 100 þúsund króna fjárframlag, peningum sem klúbburinn safnar meðal almennings með ýmsum hætti og veitir síðan til líknar- og menningarmála árlega. Gm þessar mundir eru 25 ár frá stofun félags Sjálfs- bjargar á Sauðárkróki og undanfarið hafa staðið yfir miklar endurbætur á húsi félagsins við Sæmundargötu. Sigmundur Pálsson formaður klúbbsins afhenti Karli Magnús- syni ávísunina og færði Karl fram þakkir með stuttu ávarpi. Kvað hann þessa peninga koma að góðum notum við endurbætur á húsi félagsins sem tekið hefði miklum stakkaskiptum upp á síð- kastið. En hvað sem fjármunun- um liði þá væri hugurinn bak við verkin sem skipti mestu máli og þakkaði hann þann mikla hug sem Lionsklúbbur Sauðárkróks sýndi félagi Sjálfsbjargar. -þá Nemendur fjórða bekkjar VMA dimmiteruðu á fímmtudaginn. Fóru þeir vítt og breitt um bæinn á dráttarvélum og þar til gerðum vögnum. Hver bekkur klæddi sig upp á, rétt eins og börnin á öskudaginn og hér sést einn bekkurinn sem er í gervi strumpa og tóku sig bara vel út. Mynd: ehb Á föstudaginn var í fyrsta skipti skipað út fóðri sem framleitt er í verksmiðju ístess hf. á Krossanesi. Fóðrið er sett í gáma, eins og sést á myndinni. Mynd: EHB Togarar ÚA: Aflinn fyrstu 3 mánuðina 3900 tonn Fyrstu þrjá mánuði þessa árs veiddu togarar Útgerðarfélags Akureyringa samtals 3896 tonn að verðmæti 92,2 milljón- ir króna. Togararnir fjórir fóru á þessum tíma í 25 veiðiferðir. Af þessu eru um 3000 tonn þorskur. Sem kunnugt er, þá er Slétt- bakur nú í Slippstöðinni á Akur- eyri þar sem verið er að gera miklar breytingar á honum. Tog- ararnir eru því einum færri en í fyrra. Kaldbakur fór á þessum þrem- ur mánuðum í 7 veiðiferðir og veiddi í þeim 1279 tonn að brúttóverðmæti 31 milljón. Sval- bakur fór einnig í 7 túra og veiddi 1247 tonn að verðmæti 28,7 millj- ónir en í 6 túrum aflaði Harðbak- ur 872 tonna fyrir 20,4 milljónir. Hrímbakur veiddi 498 tonn að verðmæti 12 milljónir í fimm túrum. Fyrstu þrjá mánuði ársins 1986 var afli togaranna fjögurra heldur rneiri eða 3741 tonn. Að undanförnu hefur afli togaranna verið mjög góður og um daginn landaði Harðbakur 287 tonnum. Aflinn var að mestu grálúða en nú er sá tími að byrja að rnikið veiðist af henni. ET Sauðárkrókur: Félag Sjálfs- bjargar fær fjárstuðning Ibúðir til Erum að hefja sölu á 10 íbúðum í fjölbýlishúsi við Melasíðu 6. 3ja og 4ra herbergja íbúðum fylgir bílskúrsréttur. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, sameign frágengin. Verð þ. 1. maí 1987. 2ja heb. kr. 1.611.000,- 3ja herb. kr. 2.186.000.-, 4ra herb. kr. 2.437.000,- Draupnisgötu 7m ■ÍS 96-23248 - Pósthólf 535 - 602 Akureyri. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Sími 21635 - Skipagötu 14 SUMARHÚS Sumarhús til leigu fyrir félaga verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Félagið hefur til umráða hús á eftirtöldum stöðum: lllugastaðir, Aðaldalur, Vaglaskógur, íbúð í Reykjavík. Eyðublöð og upplýsingar veittar á skrifstofu félags- ins, Skipagötu 14, sími 21635. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1987. Unnið verður úr umsóknum. Þeir sem aldrei hafa fengið hús áður hafa forgang. Leiga á sumarhúsi er kr. 4.000.- Leiga á íbúð er kr. 4.500.-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.