Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 18. maí 1987 á Ijósvakanum. SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 18. maí 18.30 Hringekjan. (Storybreak.) 4. Ormur á dag. Bandarískur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Sögumaður Valdimar Örn Flygenring. 18.55 Steinn Markó Pólós. (La Pietra di Marco Polo). Fyrsti þáttur í nýrri syrpu. ítalskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga, sjálfstætt framhald fyrri þátta sem sýndir hafa verið í Sjónvarpinu. Þýðandi Þuríður Magnús- dóttir. 19.20 Fréttaágrip á tákn- máli. 19.25 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Já, forsætisráðherra. (Yes, Prime Minister) Lokaþáttur. Breskur gamanmynda- flokkur í átta þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 21.10 Ég gleðst hvern dag. Þ^ttur um Jón E. Guð- mundsson, myndlistar- mann, kennara og braut- ryðjanda í íslensku brúðu- leikhúsi. Þulur Guðmundur Ingi Kristjánsson. Umsjón og stjórn: Tage Ammendrup. 22.15 Marx og Kóka-kóla. (Marx och Coca-Cola). Sænskt sjónvarpsleikrit eftir Nils Schou. Leikstjori Göran Stangertz. Aðalhlutverk: Anna Sáll- ström og Göran Stangertz. ída og Marteinn kynnast í stúdentaóeirðum 1968 og byrja brösótt ástarsam- band. Þau mótast af kvennahreyfingunni og verður misjafnlega ágengt í atvinnu og einkalífi. Tólf árum síðr taka þau upp þráðinn að nýju. Þýðandi Þorsteinn Helga- son. (Nordvision - Sænska sjónvrpið). 23.50 Fréttir i dagskrárlok. SJÓNVARP AKUREYRI MÁNUDAGUR 18. maí 17.00 Stóri vinningurinn. (The Only Game In Town.) Fran er dansmær í glitr- andi spilasölum Las Vegas, hún hittir Joe, píanóleikara sem haldinn er óstöðvandi spilafíkn. Bæði eru þau að bíða, hún eftir manninum sem hún elskar, hann eftir að fá stóra vinninginn. 18.25 Myndrokk. 19.05 Ferðir Gúllivers. 19.30 Fréttir. 20.00 Bjargvætturinn. (Equalizer.) 20.50 Ferðaþættir National Geographic. í þessum forvitnilegu þátt- um National Geographic, er ferðast heimshornanna á milli, landsvæði og lifn- aðarhættir kannaðir og fjallað um einstök náttúru- fyrirbæri. 21.20 Afbrýðisemi. (Jealousy.) Flestir þekkja til þeirra óþægilegu kenndar, sem heitir afbrýðisemi. Hún virðist geta skotið upp kollinum hvar sem er, hvenær sem er og gert þeim sem af henni þjást og öllum í kring lífið leitt. í þessari mynd eru sagðar þrjár sögur um afbrýði- semi og leikur Angie Dick- insson aðalhlutverkið í þeim öllum. 22.55 Dallas. 23.40 í ljósaskiptunum. 00.10 Dagskrárlok. RÁS 1 MÁNUDAGUR 18. maí 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. - Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. 9.00 Fréttir • Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Ottó nashyrning- ur" eftir Ole Lund Kirke- gárd. Valdís Óskarsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. 9.20 Morguntrimm - Jón- ina Benediktsdóttir (a.v.d.v.) Tónleikar. 9.45 Búnaðarþáttur. Garðar Árnason talar um grænmetisrækt. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Gúvalik og verndar- gripirnir þrír“. Séra Sigurjón Guðjónsson les sígaunaævintýri í eigin þýðingu. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Á frívaktinni. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 12.00 Dagskrá • Tilkynn- ingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Þak yfir höfuðið. Umsjón: Kristinn Ágúst Friðfinnsson. 14.00 Miðdegissagan: „Fall- andi gengi“ eftir Erich Maria Remarque. Andrés Kristjánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (18). 14.30 íslenskir einsöng- varar og kórar. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá svæðisútvarpi Akur- eyrar og nágrennis. 16.00 Fréttir • Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fróttir Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgið. Umsjón: Ævar Kjartans- son. 18.00 Fréttir • Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sig- urðarson flytur. ; Um daginn og veginn. Ingólfur Guðmundsson námsstjóri talar. 20.00 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir Fiðlukonsert eftir Japanann Teruaki Suzuki og tónverkið Lamentoroso eftir Svisslendinginn Jurg Wyttenbach. 20.40 Efri árin. Guðjón S. Brjánsson ræðir við Pétur Sigurðsson fyrr- verandi alþingismann. (Áður útvarpað í þáttaröð- inni „í dagsins önn“ 19. febrúar sl.) 21.00 Létt tónlist. 21.30„Þýtur í skóginum", saga eftir Vladimir Korol- enko. Guðmundur Finnbogason þýddi. Kristján Franklín Magnús les fyrri hluta. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Um sorg og sorgarvið- brögð. Þriðji þáttur af fjórum. Umsjón: Gísli Helgason, Herdís Hallvarðsdóttir og Páll Eiríksson. 23.00 Kvöldtónleikar, 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 18. maí 5.00 Næturútvarp. Áslaug Sturlaugsdóttir og Bára Halldórdóttir standa vaktina. 6.00 í bítið. Erla B. Skúladóttir léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgun- sárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigur- jónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Valin breiðskífa vikunnar, leikin óskalög yngstu hlustendanna, pistill frá Jóni Ólafssyni í Amster- dam og sakamálaþraut. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Ekkert mál. Þáttur fyrir ungt fólk í umsjá Bryndísar Jónsdótt- ur og Sigurðar Blöndal. 21.00 Andans anarkí. Snorri Már Skúlason kynnir nýbylgjutónlist síð- ustu 10 ára. 22.05 Sveiflan. Vernharður Linnet kynnir djass og blús. 23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir býr hlustendur undir svefninn. 00.10 Næturútvarp. Rafn Jónsson stendur vaktina til morguns. 02.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvars- sonar. (Endurtekinn þáttur frá laugardegi). Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9, 10,11,12.20,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MÁNUDAGUR 18. maí 18.03 Pálmi Matthíasson fjallar um íþróttir og það sem er efst á baugi á Akureyri og í nærsveitum. Ejóðbylgjan FM 101,8 MÁNUDAGUR 18. maí 6.30 í bótinni. Morgunþáttur í umsjá Benedikts og Friðnýjar. 9.30 Þráinn Brjánsson stjórnar fram að hádegi. 12.00 Skúli Gautason sér um hádegið. 13.30 Síðdegi í lagi. Ómar Pétursson stjórnar góðri tónlist og spjallar við gesti og gangandi. 17.00 Milli fimm og sjö. Hanna og Rakel hafa íslenska tónlist í hávegum. 19.00 Dagskrárlok. 07.00-09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. 09.00-12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Tapað fundið, afmælis- kveðjur og opin lína. Sím- inn hjá Palla er 611111. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Fréttapakkinn. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00-19.00 Ásta R. Jó- hannesdóttir í Reykjavík síðdegis. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. 21.00-23.00 Ásgeir Tómasson á mánudagskvöldi. 23.00-24.00 Vökulok í umsjá Árna Þórðar Jóns- sonar fréttamanns. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Bjami Ólafur Guðmunds- son. -hér og þar_ Flestir myndu ímynda sér að það væri ekkert nema sæla og draum- ur að eiga ríka og fræga foreidra, en mörgum börnum hinna frægu og ríku hefur reynst það erfitt. Pað er ekki alltaf auðvelt að lifa í skugga frægðarinnar, kröfurnar eru miklar og foreldrarnir hafa oft á tíðum lítinn tíma fyrir börnin. Það eru til ótal dæmi um börn frægra foreldra sem ekki hafa fundið fótfestu í lífinu og mörg hver ánetjast eiturlyfjum sem síðan hafa leitt sum þeirra til dauða. Einn slíkur er sonur Paul Newmans, William Scott. Hann neitaði að taka við peningum af föður sínum eða bera hans nafn og ætlaði sjátfur að verða frægur leikari fyrir eigin verðleika. Peg- ar honum varð ljóst að það gekk ekki framdi hann sjálfsmorð með því að sprauta sig með stórum skammti af heróíni. Sonur Gregory Peck, Jon- athan, skaut sig til bana árið 1975, aðeins þrítugur að aldri og það sama gerði Daniel, sonur Ray Milland. Daniel hafði þá notað eiturlyf í fjöldamörg ár. Leikkonan Mary Taylor Moore missti son sinn á svipaðan hátt. Hann skaut sig árið 1984 vegna þess að hann fann enga ástúð eða hlýju frá foreldrum sínum. David Kennedy, sonur Rob- erts Kennedy, hefði átt að hafa alla burði til að verða hamingju- samur, bæði myndarlegur og ríkur. En hann fann ekki ham- ingjuna eftir að faðir hans var myrtur og fór að nota kókaín ótæpilega sem endaði með dauða. Ótal svipuð dæmi eru til. Alfred Coodley er formaður sálarrannóknarstofnunar í Kali- forníu og hefur haft mörg af þess- um börnum til meðferðar. Hann segir að börn „stjarnanna“, hafi sífellt áhyggjur af því að verða eftirbátar foreldra sinna. „Pau gefast upp, annað hvort fyllast þau mótþróa og gera uppreisn eða fara út í eiturlyfjaneyslu og þegar í óefni er komið er sjálfs- morð leiðin út úr ógöngunum," segir Alfred. Ryan O’Neal er einn af þeim sem hefur átt í erfiðleikum með börnin sín. Þegar hann skildi við konu sína, Joanna Moore, urðu bæði börnin eftir hjá honum. Hann þótti mikill faðir, leyfði börnum sínum að gera það sem þau vildu. Tatum var alltaf meira í sviðsljósinu og fór snemma út á lífið, reykti, drakk og þótti held- ur orðljót. Hún stjórnaði pabba sínum og lét alla vita það að það var hún sem réði. Griffin ólst upp við sömu aðstæður, en hefur lent í miklum vandræðum. Byrjaði snemma að neyta eiturlyfja og hefur marg- sinnis farið í meðferð og bíður nú dóms vegna dauða vinar hans, Gian Carlo, sem er sonur leik- stjórans Francis Coppola. Þeir Griffin og Gian voru saman á hraðbáti og var Griffin undir stýri. Keyrði hann á línu sem varð Gian að bana. Er búist við að Griffin fái dóm fyrir mann- dráp af gáleysi. Sálfræðingurinn Eric Young, segir að vandamálið við að eiga fræga foreldra sé að þeir séu yfir- leitt ekki heima. Það er hörð bar- átta að komast á toppinn í kvik- myndaheiminum og stjórnmál- um. Fjölskyldan snýst oft um frama eins fjölskyldumeðlims og börnunum finnst þeim ýtt til hliðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.