Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 18. maí 1987________________92. tölublað Filman þín á skiliö þaö besta / FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106- Simi 22771 - Pósthólf 198 gæðaframköllun Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Boðveitunefnd og Póstur og sími: Kapalkerfi fyrir Akureyri - sem m.a. myndi dreifa sjónvarpsefni frá gervihnöttum A vegum Boðvcitunefndar Akureyrarbæjar er nú verið að vinna tillögur um gerð dreifi- kerfis fyrir margs konar send- inga, þ.á m. sjónvarpssend- inga frá gervihnöttum. Ætlun- in er að gera samning milli Akureyrarbæjar og Pósts og síma um fyrirkomulag slíks dreifikerfis fyrir bæinn. Það er Páll Jónsson tækni- fræðingur hjá tæknideild Pósts og síma sem er að vinna þessar til- lögur. Páll kom nýlega á fund hjá boðveitunefnd þar sem hann kynnti það nýjasta í þessum málum. Víða erlendis fer nú fram ákveðin togstreita milli eigenda aflmikilla gervihnatta annars veg- ar og aflminni hnatta hins vegar. Til að ná sendingum frá hinum minni þarf nokkuð stór loftnet eða diska, sem ekki er á færi ein- staklinga að reka. í slíkum tilfell- um hafa einmitt verið sett á fót kapalkerfi. Á næsta ári verða sendir á loft tveir nýir sjónvarpshnettir en vegna legu íslands verður aðeins hægt að ná þeim hér með stórum loftnetum. Ánnar þessara hnatta, ASTRA, mun senda út hvorki fleiri né færri en 16 sjónvarpsrásir frá ýmsum löndum. Petta er einmitt það sem boð- veitunefnd er nú að skoða. Lík- legast er, að um verði að ræða svokallað „mini-star“ dreifikerfi en þau eru alls ráðandi í Hol- landi, sem oft hefur verið kallað vagga kapalvæðingarinnar. Mini- star kerfin eru þannig uppbyggð að u.þ.b. 20 hús eru tengd inn á hverja „stjörnu" en stjörnurnar eru svo tengdar móðurstöð þar sem móttökudiskur yrði staðsett- ur. Helst er rætt um að þetta yrði svokallað tvívirkt breiðbands- kerfi sem rúmað getur auk sjón- varpssendinga, síma, tölvuboð og fleira. Rekstrarform slíks kerfis hefur ekki verið ákveðið. Einar S. Bjarnason formaður boðveitu- nefndar telur rétt að rekstur kerf- isins, sem yrði þó eign Pósts og síma, yrði í höndum hverfasam- taka, fyrirtækja eða einstaklinga. „Hlutverk bæjarins á, að mínu mati, ekki að vera annað en að móta í þessu heildarstefnu,“ sagði Einar í samtali við Dag. ET breytingin verður þó fólgin í því að fleiri deildir tengjast móður- tölvunni en áður og öll vinnsla gjörbreytist. Þannig verður mikið af þeirri vinnu sem farið hefur fram í tölvudeildinni nú fram- kvæmd annars staðar. Meðal þeirra deilda sem tengjast hinni nýju tölvu verður lager efnaverk- smiðjunnar Sjafnar í Garðabæ. Með tilkomu tölvunnar verða all- ar útstöðvarnar tengdar telex- kerfi kaupfélagsins. Að sögn Gunnars voru ýmsar ástæður fyrir því að HP varð fyrir valinu. Sá hugbúnaður sem fyrir- tækið Þróun framleiddi upphaf- lega fyrir Digital, og KEÁ not- aði, hefur verið heimfærður yfir á HP kerfin. Einnig vegur þungt að tölvan er mjög örugg í notkun og býr m.a. yfir vararafhlöðu. Loks er HP tölvan að sögn Gunnars ódýrari en aðrar sambærilegar tölvur en kaupverð hennar með útstöðvum, diskum o.fl. er uin 20 milljónir. ET Sniff: „Síðasta verk sumra í þessum heimi“ Á nokkura ára fresti, skýtur upp bölvaldi í landinu. Sá sem nú fer um sem eldur í sinu, er sniff. Öllum ætti að vera Ijóst hvílíkur skaðvaldur þetta er, en afleiðingar geta verið ógn- vænlegar. Má sem dæmi - foreldrar veri á varðbergi nefna, óeðlilegur þroski heila, minni tilfinningar, hreyfifærni skerðist og tjónið getur orðið varanlegt. Valdimar Brynjólfsson, er framkvæmdastjóri Heilbrigðis- Dalvík: Byggingariðnaður vex á nýjan leik Svo virðist sem meiri uppgang- ur sé í byggingariðnaði á Dal- vík en víða annars staðar á Norðurlandi. Byggingafélagið Viðar hf. hefur sótt um 2 lóðir undir fjölbýlishús og vill reisa annað húsið í sumar, 10 íbúðir. Fyrr á þessu ári hafði Tréverk hf. uppi áform um að byggja 8 raðhúsaíbúðir og einnig var fyrirhugað að byggja 5-6 ein- býlishús á Dalvík, að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra. „Hér fæst ekki íbúðarhúsnæði frekar en glóandi gull,“ sagði Hilmar Daníelsson, annar af eig- endum Viðars hf., í samtali við Dag sl. fimmtudag og sömu sögu má reyndar segja frá Akureyri þótt lítið fréttist þar af íbúða- byggingum. Umsókn Viðars hf. er nú til umfjöllunar hjá bænum og sagði Kristján Þór Júlíusson að bæjaryfirvöld hefðu fullan vilja til þess að leysa úr þessari umsókn og finna hentugar lóðir. Ekki sagðist Kristján vita hvort Tréverk hf. hefði enn hug á að byggja raðhúsin en þetta hefði borið á góma skömmu eftir ára- mótin. Varðandi einbýlishúsin bjóst hann við að þau yrðu eitthvað færri en til stóð í upphafi og reyndar vissi hann aðeins um eitt sem ákveðið væri að byggja. Engin fasteignasala er á Dalvík en Kristján hafði þó heyrt að eitthvað væri að losna af íbúðum til sölu. Þó væri ljóst að auka þyrfti framboðið enda kallaði vaxandi atvinnulíf á fólksfjölgun. SS eftirlits Eyjafjarðar, og sagði hann í samtali við Dag, að þeir hefðu ekki orðið varir við að börn og unglingar á svæðinu hefðu leiðst út í þetta, enn sem komið er. Hann taldi af hinu góða, að banna sölu á leysiefnum í verslunum og að miða sölu þeirra annars staðar við 18 ára aldurstakmark. Umræða um þessi mál taldi Valdimar að væri af hinu góða, og æskilegt er að foreldrar séu á varðbergi gagn- vart börnum sínum. Hjá rannsóknarlögreglunni fengust þær upplýsingar, að ekki hefði komið upp tilfelli um sniff ennþá. Þeir munu vera á varð- bergi og finnst mjög eðlileg við- brögð að banna sölu á efnunum í verslunum. Til umhugsunar skal hér vitnað í bækling sem gefinn var út fyrir nokkrum árum, sem heitir „Sniff er hættulegt heilsu þinni.“ Þar segir m.a: „Að þefa af leysiefni er síðasta verk sumra í þessum heimi. Þeir kafna í eigin spýju, ofreyna hjartað svo það stansar, kafna í poka, álpast fram af bryggjum eða verða undir bíl. Þessir menn hafa sjálfsagt haldið að það kæmi ekki fyrir sig.“ VG Brúsar sem þessir mega ekki vera til sölu í almennum verslunum. Þá má hins vegar fá, t.d. á bensínstöðvum, með því skilyrði að kaupandi sé fulira 18 ára. Mynd: RÞB Kaupfélag Eyfirðinga: Kaupir tölvukerfi fyrir 20 milljónir - getur tengst 150 útstöðvum - afkastameiri en öll önnur tölvukerfi í bænum samanlagt I byrjun apríl var mörkuö lang- tímastefna í tölvumálum Kaupfélags Eyfiröinga með því að undirritaöur var samningur um kaup á fullkominni tölvu af gerðinni Hewlett Packard 3000/930. Minni vélarinnar er 16 Mb sem þýðir að það getur geymt 16 milljónir stafa. Gunnar Hallsson deildarstjóri tölvudeildarinnar segir hina nýju tölvu vera afkastameiri en öíl önnur tölvukerfi í bænum. Hin nýja tölva verður ein sú stærsta á landinu og til að mynda stærri en tölva SÍS. Um er að ræða splunkunýja gerð af HP tölvum. Ein sú fyrsta, og sú fyrsta til landsins, þessarar tegundar verður afgreidd til Pósts og síma í október en tölva KEA kemur ekki fyrr en í mars á næsta ári. Tölvan getur tengst allt að 150 útstöðvum og samtímis getur hún afgreitt a.m.k. 120 slíkar. Þess má geta að samningurinn er gerð- ur með þeim fyrirvara að hægt verði að breyta yfir í næstu stærð fyrir ofan, en hún er 50% afkastameiri. Hjá tölvudeildinni eru nú tvær tölvur, en með tilkomu nýja kerf- isins áttfaldast minnið. Mesta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.