Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 5
18. maí 1987 - DAGUR - 5 „Samvinnureksturinn verður eftir þó annað hverfi“ - segir Sveinn Jónsson á Ytra-Kálfsskinni Sveinn Jónsson, sem býr að Ytra-Kálfsskinni á Árskógs- strönd, er þekktur athafna- maður, og hefur komið víða við. Þekktastur er hann fyrir byggingastarfsemi sína, en hann hefur rekið sjálfstætt byggingafyrirtæki frá árinu 1959. - Hvað ertu aðallega að fást við þessa dagana, Sveinn? „Pað hefur nú nýlega verið sagt við mig að ég ætti að fara að slappa af, minnka við mig og hætta þessum innflutningi. Ég hef flutt inn byggingarefni og framleiði vörubretti, en efnið í þau er flutt inn frá Portúgal. Ég hóf framleiðslu á brettunum í fyrra, m.a. í sambandi við væntanlegan vatnsútflutning á vegum Akva sf, því mér finnst eðlilegt að við reynum að fram- leiða_ þetta hér í stað þess að sækja þetta suður. Ég er með verkstæðið á iðnaðarsvæðinu á Árskógsströnd." - Hvað ertu búinn að vera lengi í byggingabransanum? „Ég er búinn að vera a.m.k. þrjátíu ár í þessu. Ég byrjaði sem strákur um fermingu að byggja útihús með bændunum í sveitinni en síðar fór ég í tré- smíðanám og lærði bæði hér heima og erlendis. Ég fór til Reykjavíkur 1955 í trésmíðina og hef verið í þessu síðan. Ég fór líka til Danmerkur og ferð- aðist um alla Vestur-Evrópu, aðallega til að sjá mig um. Ég get ekki sagt að ég hafi verið byrjaður sjálfstætt fyrr en 1959.“ - Viltu nefna eitthvað sér- stakt af því sem þú hefur byggt? „Ég hef byggt á svæðinu frá Grímsey og inn í Eyjafjarðar- botn. Nokkur hús byggði ég líka á Akureyri en stærsta verk mitt var Hrafnagilsskólinn, en hann byggði ég frá upphafi til enda, eins og þeir segja. Þá byggði ég hús Véladeildar KEA og Búnaðarsambandsins við Óseyri á Akureyri. Annars hafa þetta ekki verið neinar stór- byggingar, mest í smærra lagi eins og íbúðarhús. Maður hefur staðið í þessu með búskapnum allt árið, meira og minna í 30 ár.“ - Hvernig búskap ert þú með? „Ég er nú með hefðbundinn búskap; kindur og kýr. Svo er ég með nokkra hesta, ánægj- unnar vegna, en það er bara aldrei tími til að fara á bak.“ - Þú hefur starfað að félags- málum um dagana? Sveinn Jónsson. „Ég get varla sagt að það hafi verið mikið, ég hef setið sem fulltrúi fyrir Árskógsdeild á aðalfundi KEA af og til síðustu 20 árin.“ - Hvað finnst þér um framtíð samvinnuhreyfingarinnar á þessu svæði? „Ég er á þeirri skoðun að samvinnuhreyfingin sé mjög sterk og að framtíð hennar verði góð hérna. Þessi hreyfing er nauðsynleg því samvinnu- reksturinn hefur verið mörgum lyftistöng og verður eftir í sveit- um og þéttbýli þessa héraðs þó annað hverfi. Það koma alltaf upp einhver stundarfyrirbrigði en þetta er fastmótaður rekstur á mörgum sviðum atvinnulífs- ins.“ - Hefur þú sömu trú á sam- vinnuhugsjóninni nú og þegar þú byrjaðir að starfa að mál- efnum hennar fyrir tuttugu árum? „Ég hef alls ekki minni trú á henni nú en áður, því verkefnin eru þau sömu og áður, að efla byggð og styrkja undirstöður atvinnulífsins." - Hvernig finnst þér horfa um landbúnaðinn núna? „Það er óhætt að segja að það eru allt önnur skilyrði sem menn þurfa að búa við núna, þegar búið er að takmarka svo margt af því sem bóndinn má gera. Það er breyting frá þeim tíma þegar menn máttu vinna að þessu eins og hver hafði getu og möguleika til. Petta er eins og að vera með bundnar hendur en við þessu er ekkert að gera, við verðum að takmarka okkar framleiðslu við þá möguleika sem markaðurinn gefur okkur. Pað hafa margir farið út í nýjar búgreinar og tekið fljótt við sér á því sviði. Þetta er fólk sem hefur hug á því að búa áfram í sveitunum og vill frekar reyna nýjungar en gefast upp.“ EHB Tímaritið Þroskahjálp komið út Tímaritið Proskahjálp 1. tölu- blað 1987 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. Að venju eru í ritinu ýmsar greinar, viðtöl, upplýsingar og fróðleikur um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna leiðara sem að þessu sinni er um málefni einhverfra. Sagt er frá sumarstarfi barna og í því sam- bandi birtist viðtal við tvær fóstr- ur sem störfuðu á Úlfljótsvatni, síðast liðið sumar. í framhaldi af grein um tölvutækni í kennslu fatlaðra er ljósi varpað á aðstöðu nemenda í deild hreyfihamlaðra í Hlíðaskóla í Reykjavík. Þá er sagt frá Tölvumiðstöð fatlaðra sem nýlega var sett á laggirnar. Fjallað er um störf Svæðisstjórn- ar Reykjavíkur þar sem sitt af hverju kemur fram í viðtali við framkvæmdastjóra stjórnarinnar. Þá er að finna í þessu hefti sögu eftir unga stúlku sem bæði er blind og heyrnarlaus. Söguna, sem hún tileinkar foreldrum sín- um og systkinum, nefnir höfund- ur Töfradísina. Þá má nefna ljóð- ið Elska sem er eftir unga stúlku, alvarlega spastíska. Ritað er um bækur fyrir þroskahefta og rætt við nokkra úr þeirra hópi um lestur bóka. Fastir pistlar eru á sínum stað s.s. Bókakynning og Af starfi samtakanna. í þeim síðarnefnda er tæpt á því helsta sem Þroska- hjálp vinnur að hverju sinni. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fimm sinnum á þessu ári. Það er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu Þroskahjálpar að Nóatúni 17,105 Reykjavík. Ritið er einnig hægt að fá keypt í bóka- búðum og á blaðsölustöðum. Áskriftarsíminn er 91-29901. Reiðhjólum stolið á Akureyri Móðir á Brekkunni hringdi: Ég vil koma því á framfæri til for- eldra barna á grunnskólaaldri að þeir athugi hvort börn þeirra hafa undir höndum reiðhjól, sem þau hafa fengið með annarlegum hætti, og skila siíkum gripum til lögreglunnar, ef þeir finnast. Það er mikið um að reiðhjólum sé stolið hérna í bænum og hafa hjólin fundist í hirðuleysi hingað og þangað um bæinn. Ekki virð- ist það vera nein fyrirstaða þó hjólunum sé læst, þau eru samt tekin. Hjóli var stolið frá dóttur minni um daginn og er þetta mjög bagalegt, að maður geti ekki skilið reiðhjól eftir utan við hús án þess að því sé stolið, þó það sé læst. Á vegl án gangstéttar gengur fólk vinstra megin -ÁMÓTI AKANDI UMFERÐ Aðalfundur Bridgefélags Akureyrar vérður haldinn í Félagsborg þriðjudaginn 19. maí kl. 19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Spilað eftir fund. Fjölmennið. Stjórnin. eitthvað nýtt Dömukjólar, dömublússur, dömubolir, íþróttagallar, alpahúfur tvær stærðir, rúllukragabolir, sundföt og handklæði. Sigmtar Gnbtmindssomrhf. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Slöngutengi Byggingavörur Glerárgötu 36 Akureyri, sími 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.