Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 9
18. hnaí 1987 - DAGUR - 9 Frá vinstri Knútur Jónsson, Óli J. Blöndal, Skarphéðinn Guðmundsson, Bcnedikt Sigurjónsson, Sverrir Sveinsson, Haukur Jónasson og Guðmundur Jónasson. Frá vinstri OIi J. Blöndal, Sverrir Sveinsson og Haukur Jónsson. - Hvað stóð þetta námskeið lengi og hver leiðbeindi ykkur? „Það voru tæplega 20 sem sýndu þessu áhuga svo að það varð að skipta þátttakendunum í tvo hópa og stóð kennslan í 5 kvöld hjá hvorum hóp. Meðal þátttakenda var Hjörleifur Magnússon sem orðinn er rúm- lega 80 ára og gaf hann engum eftir hvorki hvað áhuga eða hæfni snerti. Kemur það sér tvímæla- laust vel fyrir Hjörleif sem hefur misst konuna að vera nú ekki upp á neinn kominn með matseld, þó svo honum dytti í hug að bjóða kunningjunum til veislu. Katrín Leifsdóttir húsmæðra- kennari sá um að leiðbeina okkur og fórst það alveg sérlega vel úr hendi. Matargerðin mistókst aldrei hjá neinum, hún fylgdist svo vel með okkur. En það verð- ur að segjast eins og er að hún rétt náði til sumra þegar þeir ætl- uðu að láta vitlausa sort inn í ofn- inn eða þá flettu vitlaust upp í bókinni. Við vorum að tala um það á fyrsta fundinum þarna á eftir þegar meistarabréfin voru afhent að fyrst við værum orðnir svona klárir þá gætum við vel aðstoðað við fermingarveislurnar, þeim sem á því þyrftu að halda. En þetta tókst það vel að meiningin er að halda bökunarnámskeið næsta vetur og eftir það ættum við að vera orðnir ansi vel birgir á sviði matargerðarlistarinnar." - Svo þið verðið þá kannski í jólabakstrinum seinna á þessu ári? „Það er allt eins líklegt," sagði Benedikt Sigurjónsson að lokum. -þá Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar veröur haldinn á Hótel KEA laugardaginn 23. maí 1987 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kristján Sigurðsson yfirlæknir leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands heldur erindi um skipulagningu sameiginlegra leghálsskoðana og rötgenmyndunar brjósta. 3. Kaffiveitingar. 4. Önnur mál. Allir velkomnir. Stjórnin CX Höfum til sölu sumarhús sem einnig geta hentað sem lítil íbúðarhús. Útvegum skógi vaxnar sumar- húsalóöir .TRÉSMIÐJAN JSA. MOGIL SF.yn SVALBARÐSSTROND 601AKUREYRI S 96-21570 NNR.: 6588-1764 Stefán Vilhjálmsson. vinnustað en vita oft lítið hvað er að gerast annars staðar í fyrirtækinu. Vilji for- ráðamanna var fyrir hendi og þetta komst til framkvæmda en framhald hefur ekki orðið á þessu. Síðastliðinn vetur var haldið dagsnám- skeið á Siglufirði þar sem tengd var saman starfsfræðsla og fróðleikur um KEA og samvinnuhreyfinguna og kynning á starfs- mannafélaginu. Þetta er væntanlega að- eins byrjunin á frekara samstarfi KEA og S.K.E. á þessu sviði, og slíkt starf þarf að vera markvisst og viðvarandi, því nýtt fólk kemur sífellt til starfa. Því þarf að halda slík námskeið reglulega. Þau geta að stofni til verið stöðluð, jafnvel í fyrirtæki eins og KEA sem rekur fjölþætta starfsemi. Ein- ungis starfsfræðsluhlutinn yrði breytilegur eftir vinnustöðum. Mér er kunnugt um að unnið hefur verið að þessu innan KEA og vænti þess að aðeins herslumuninn vanti á að hrinda því í framkvæmd. I starfsfræðslumálum var stórt skref stig- ið hjá KEA með stofnun Starfsmenntun- arsjóðs KEA á 100 ára afmæli kaupfélags- ins 19. júní 1986. í reglugerð sjóðsins segir um tilgang hans og tekjur: „Tilgangur sjóðsins er að veita fjár- magni til fjölþættrar starfsmenntunar, þjálfunar, starfsundirbúnings og símenntunar fyrir starfsmenn. Tekjur sjóðsins nema 0,25% greiddra vinnulauna KEA og dóttur- og samstarfsfyrirtækja KEA sem þess óska.“ Forsaga þessa máls er sú að LÍS hafði frumkvæði að því haustið 1983 að stofnað- ur yrði starfsmenntunarsjóður samvinnu- starfsmanna fyrir allt landið og óskaði eftir því við forstjóra Sambandsins. Nefnd var stofnuð til þess að semja reglugerð fyrir sjóðinn og var því verki lokið fyrri hluta árs 1985. Samkvæmt henni var kosið eða tilnefnt í stjóm sjóðsins, en af fram- kvæmdum varð ekki, einkum vegna erfiðr- ar fjárhagsstöðu ýmissa samvinnufyrir- tækja. Þegar í ljós kom á árinu 1985 vilji til að stofna sérstakan Starfsmenntunarsjóð KEA ákvað stjóm Starfsmannafélags KEA, að höfðu samráði við framkvæmda- stjóm LÍS að vinna að framgangi málsins. Vonandi verður reynslan af þessum sjóði til þess, að starfsmenntunarsjóður samvinnustarfsmanna kornist endanlega á fót. Starfsemi okkar sjóðs hófs' í upphafi þessa árs og þegar hafa verið veittir ýmsir styrkir til náms og til kynnisferða. Stjórn kaupfélagsins tilnefndi tvo menn í stjórn sjóðsins og starfsmannafélagið tvo. Þessi sjóður er okkur KEA starfsmönnum mik- ið ánægjuefni og við fögnum því sérstak- lega að hann skuli vera starfræktur á veg- um KEA og starfsmannafélagsins, þannig að allir starfsmenn geti átt rétt til úthlutun- ar án tillits til þess við hvað þeir starfa og hvaða verkalýðsfélagi þeir tilheyra. Starfsmenntunarsjóðinn má nota til þess að veita einstökum starfsmönnum eða starfshópum, sem skarað hafa fram úr, viðurkenningu í formi styrkja til að sækja námskeið, fræðslufundi eða sýningar. í reglugerð sjóðsins er gert ráð fyrir því, að stjóm hans geti haft frumkvæði að úthlut- un. Þar getur verið um styrki eða að sjóðs- stjómin beiti sér fyrir námskeiðum sem gætu leitt til launahækkunar fyrir þátttak- endur, þar sem það á við. Allt slíkt gæti orðið einstökum starfsmönnum og deild- um eða rekstrareiningum hvatning til dáða. Sú skoðun hefur verið látin í ljós að stjómendur samvinnufyrirtækja ættu að leyfa sér meir en gert er að mismuna fólki, þ.e. gera sérstaklega vel við þá sem vel standa sig, hvetja til hæfilegrar samkeppni milli deilda (rekstrareininga) innan sama fyrirtækis, láta menn njóta góðra verka í kjörum. Þannig aukist kapp og vinnugleði í hinum daglegu störfum. Eg tel að í þessu sé sannleikur fólginn, þó með þeim var- nagla að gott eftirlit sé með því, að ein- stakar rekstrareiningar troði ekki skóinn hver af annarri svo að hagsmunir heildar- innar, þ.e. félagsins, félagsmanna og við- skiptavina, bíði tjón af. Um áhrif starfsmanna á stjórn sam- vinnufélaganna segir í stefnuskrá sam- vinnuhreyfingarinnar sem samþykkt var á aðalfundi Sambandsins 1982: „Hreyfingin telur eðlilegt að starfsmenn eigi þess kost að velja fulltrúa úr sínum hópi til þess að taka þátt í störfum stjórna félaganna.“ í flestum eða öllum samvinnufélögum er því svo farið að starfsmenn velja fulltrúa úr sínum hópi til setu á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Hjá KEA eru starfsmannafulltrúarnir tveir, eins og ykk- ur er eflaust kunnugt, annar starfandi á Akureyri, hinn utan Akureyrar. Okkur starfsmönnum er mikill akkur í að hafa slíka fulltrúa á stjómarfundum til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Það er síðan hlutverk stjórnar starfsmannafé- lagsins og fulltrúanna sjálfra að reyna að sjá til þess, að starfsmenn almennt viti af þessum mönnum og geti notað sér þá aðstöðu, sem tilvist þeirra skapar, ef á þarf að halda. í umræðum um þessi mál, t.d. við endurskoðun stefnuskrárinnar 1981- ’82, kom fram sú skoðun að starfsmenn ættu að eiga fastan fulltrúa í stjórn sam- vinnufélaga með fullum réttindum, sér- staklega kosinn úr þeirra hópi. Þessu er ég ósammála, starfsmenn geta hins vegar náð félagslegu kjöri í stjórn á aðalfundi eins og hverjir aðrir félagar. Það er tvímælalaust æskilegt að allir starfsmenn samvinnufé- laga séu félagsmenn eins og segir í stefnu- skránni og mætti meira að segja gera það að skilyrði við fastráðningu. Eigin vinnustaður skiptir flesta starfs- menn mestu máli, hvemig þeim líður þar og hvaða tiigang þeir sjá í vinnu sinni ann- an en þann að hafa í sig og á. Forstöðumenn deilda og aðrir stjórn- endur verða að hafa góð tengsl við starfs- fólkið, gera þeim grein fyrir tilgangi starfs- ins og markmiðum í rekstrinum, og ekki síst því hvemig gengur. Hver er staða við- komandi deildar eða rekstrareiningar, og hverjar ástæður eru fyrir því að gera þarf breytingar í rekstrinum. Til þessa má nota vinnustaðafundi, dreifibréf og tilkynning- ar á auglýsingatöflu. Ég held að af slíku sé allt of lítið gert innan þessa kaupfélags og eflaust er svo víðar innan samvinnuhreyf- ingarinnar. Hver starfsmaður þarf líka að finna að tillit sé tekið til þess sem hann sjálfur hefur til málanna að leggja varð- andi starfið. Hreyfanleika í störfum - til- færslu starfsmanna - er rétt að nota til þess að nýta sem best hæfileika starfsmanna - að sjálfsögðu aðeins með þeirra samþykki. Menn þurfa bæði að eiga möguleika á því sem hægt er að skilgreina sem stöðuhækk- un og því að minnka við sig í starfi, t.d. vegna aldurs. Góður aðbúnaður á vinnustað og vinnu- aðstaða var síðust þeirra forsenda sem ég nefndi fyrir jákvæðu viðhorfi samvinnu- starfsmanna til vinnuveitanda síns. Um það gera allir verið sammála, en miklu máli skiptir að hlustað sé á ábend- ingar starfsmanna í því efni og tekið tillit til þeirra. Síst af öllu má afskrifa þær sem „bölvað röfl“ eða á álíka hryssingslegan hátt. Þarna eru mörg atriði mikilvæg, svo sem: Kaffi- og mötuneytisaðstaða, hrein- lætisaðstaða, hávaðavarnir, vinnuaðstaða - og þannig mætti lengi telja. Samvinnufélög og fyrirtæki eiga að nota sér í auknum mæli þjónustu þeirra sjúkra- þjálfara sem sérhæft hafa sig í vinnufræð- um. Þeir geta gert tillögur um breytt skipulag vinnustaða og vinnuaðstöðu með það fyrir augum að létta fólki störfin. Enn- fremur geta þeir kennt fólkinu sjálfu rétta líkamsbeitingu og „vinnuleikfimi" þar sem hún á við. Við skulum muna að vöðva- bólga og bakverkir eru algengustu at- vinnusjúkdómarnir. Þetta mál hefur ein- mitt verið til umræðu innan kaupfélagsins að undanförnu og starfsmenn vænta þess að nokkuð verði að gert. Góðir fundarmenn, ég hef nú drepið á ýmis mál er snerta samvinnustarfsmenn og velferð þeirra, einkum fræðslumál, félags- starf, áhrif á stjóm og aðbúnað. Ég hef nefnt atriði sem ég tel að betur mættu fara og bent á leiðir til þess, án þess að opin- bera ykkur mikinn stórasannleik. Mörg hagsmunamál, stór og smá, eru auðvitað ótalin, en ég vil ekki ljúka máli mínu án þess að drepa á tvö mikilvæg mál sem Landssamband íslenskra samvinnu- starfsmanna hefur látið til sín taka, lífeyr- issjóðsmál og orlofshúsamál. Fyrir nokkrum árum voru lífeyrissjóðir samvinnustarfsmanna þrír að tölu, Lífeyr- issjóður SÍS - með aðsetur í Reykjavík - Lífeyrissjóður verksmiðja SÍS og Lífeyris- sjóður KEA, báðir hér á Akureyri. Að frumkvæði LÍS var Lífeyrissjóði SIS sett ný reglugerð árið 1985 og nafninu breytt í Samvinnulífeyrissjóðurinn. Nú á dögun- unt sameinaðist Lífeyrissjóður verksmiðja SÍS þeim sjóði, en við KEA starfsmenn erum í okkar sérstaka sjóði. Reglugerðir sjóðanna eru að langmestu léyti samræmd- ar, en Lífeyrissjóður KEA reið á vaðið með reglugerðarbreytingu árið 1982. Að svo stöddu teljum við hag okkar í lífeyrismálum best borgið í sérstökum sjóði og rösum ekki um ráð frarn í samein- ingarmálum. Nú eru í farvatninu breyting- ar á lífeyrissjóðakerfinu, samin hafa verið drög að lagafrumvarpi um lífeyrismál, og okkar sjóðsstjórn fylgist að sjálfsögðu með framvindu mála. Góð lífeyrisréttindi eru eitt af grundvallarhagsmunamálum samvinnustarfsmanna sem annarra vinn- andi stétta. Fyrir forgöngu LÍS reis orlofshúsabyggð að Bifröst í Borgarfirði þar sem Starfs- mannafélag Sambandsins og ýmis starfs- mannafélög samvinnufyrirtækja víða um land eiga hús. S.K.E. á þar eitt hús og þrjú í Bjarkalundi í Vaglaskógi, tvö ný og gamla Bjarkalund frá bernskudögum S.K.E. Það er mikils um vert fyrir sam- vinnustarfsmenn að eiga þannig og reka eigin orlofsaðstöðu í þessu formi. Því er ekki að neita að starfsmannafélögin vildu gjarnan fá til uppbyggingar og rekstrar þessarar orlofsaðstöðu a.m.k. hluta þess fjár sem samvinnufélög og fyrirtæki greiða í orlofssjóði stéttarfélaga sinna starfs- manna. Við væntum þess, samvinnustarfs- menn, að hægt sé að finna einhvern flöt á því máli í samningum Vinnumála- sambands samvinnufélaganna við verka- lýðsfélögin. LÍS gegnir forystuhlutverki í sameigin- legum hagsmunamálum samvinnustarfs- manna og vinnur áð því að efla samskipti íslenskra samvinnustarfsmanna innbyrðis og við kollega okkar á Norðurlöndum. Landssambandið á að blása lífi í starf starfsmanna félaganna og viðhalda því. Meginforsenda þess að svo megi vera, er að LÍS sé kleift að hafa fastan starfsmann á sínum vegum. Eftir árs hlé hefur stjóm Sambandsins ákveðið að greiða laun slíks starfsmanns a.m.k. í eitt ár. Það er mikið fagnaðarefni og vil ég þakka þann hug sem þar kemur fram og vona að framhald verði á. Að lokum, góðir fundarmenn, á ég þá ósk samvinnuhreyfingunni til handa, að hún geti boðið starfsmönnum sínum þau kjör í víðustu merkingu þess orðs, að hún laði áfram til sín hæft og áhugasamt starfsfólk. Aldrei er Ijósara en nú að undirstaða þess að reka fyrirtæki vel í harðri samkeppni nútímans er gott starfs- fólk á öllum sviðum. Ég lýsi aftur ánægju minni með þessa umræðu nú, geri mér þó grein fyrir því að mér reyndari menn með- al samvinnustarfsmanna hafa áður staðið í umræðum um ýmis hagsmunamál og kannski séð minna áþreitanlegt standa eft- ir en þeir hefðu viljað. Égvona að umræð- um um starfsmannamál innan samvinnu- hreyfingarinnar vorið 1987 fylgi raunhæfar endurbætur á ýmsum þeim þáttum sem betur mættu fara. Stefán Vilhjálmsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.