Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 2
2-DAGUR-18. maí 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._________________________________ Óréttmæt gagmýni á húsnæðislánakerfið í ráðherratíð Alexanders Stefánssonar félagsmála- ráðherra hafa verið gerðar umfangsmeiri breyt- ingar á húsnæðislánakerfinu en nokkru sinni fyrr. Eiginlega er réttara að tala um byltingu í því sam- bandi, þar sem nýja húsnæðislánakerfið er sam- bærilegt við það besta sem þekkist í nálægum ríkjum. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur umræðan um nýja húsnæðislánakerfið ekki verið að sama skapi jákvæð. Frá upphafi hefur hún verið menguð flokkspólitík af verstu gerð og einkennst af stór- yrðum um langan biðtíma, skort á fjármagni og þeirri fullyrðingu að kerfið sé að hrynja. Stjórnar- andstaðan, með Alþýðuflokkinn í broddi fylkingar hefur leitt þessa neikvæðu umræðu og fullyrða má að þessar efasemdir hafi átt ríkan þátt í því að skapa þá byrjunarörðugleika sem nú eru til staðar í hinu nýja kerfi. Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri og formað- ur húsnæðisnefndar aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar sem samdi frumvarpið að nú- verandi húsnæðislánakerfi, hefur lýst þeirri skoð- un sinni að einmitt þær efasemdir um ágæti hús- næðislánakerfisins, sem andstæðingar þess hafa hampað, hafi orðið til þess að valda áhyggjum og ótta meðal almennings um að menn yrðu útundan ef þeir brygðust ekki skjótt við og sæktu um lán. Þannig hafi þenslan í kerfinu orðið mun meiri en ráð var fyrir gert, því margir hafi sótt um lán til þess eins að komast í biðröðina, fremur en að þeir hygðu strax á húsnæðiskaup. Hagstofustjóri bendir enntremur á að umræðan um langan biðtíma eftir lánum sé sérlega villandi. Bæði hafi sjónarmið um útjöfnun lánveitinga og auknar ráðstöfunartekjur lífeyrissjóða hvergi komið þar fram og auk þess hafi menn látið sem bið eftir húsnæðislánum væri áður óþekkt fyrir- brigði. Hafa menn gleymt því að nú er biðtíminn mið- aður við innlögn umsóknar en í gamla kerfinu var hann miðaður við fokhelt hús eða þegar gerðan kaupsamning? Á þessu tvennu er mikill munur. Niðurstaða hagstofustjóra er sú að bið eftir lán- um í nýja kerfinu sé enn sem komið er ekki lengri en í eldra kerfi og ekki lengri en reiknað var með. Ekkert hafi heldur komið fram sem raski upphaf- legum hugmyndum um að skynsamlegt sé að kerf- ið komi að fullu til framkvæmda smám saman. Ekki skuli því láta undan ítrustu útlánaeftirspurn í upp- hafi með því að veita meira fé til kerfisins en þegar er áformað. Þetta ættu þeir að hafa í huga sem gagnrýna nýja húsnæðislánakerfið hvað harðast. Það hefur orðið bylting í lánamálum húsbyggjenda en endur- bótastarfinu er engan veginn lokið. BB. rViðtal dagsins. „Þetta er svo mikill munur frá því áður að ég get varia lýst því - sagði Búi Vilhjálmsson sem róið hefur 17 grásleppuvertíðir úr Selvík ustu yfirferðinni sem við fórum um netin fengum við 14 tunnur og núna verðum við með svona 10. Við erum með það mikið af Selvík. netum að við erum 3 daga að vitja um þau öll.“ - Hvað eruð þið búnir að fá mikið? „Rúmlega 50 tunnur. Þetta var ágætis veiði hjá okkur í dag, það var bara farið að kula svo mikið, að þess vegna komum við svona snemma í land. Við lögðum trossur í „þara“ sem við köllum, eða grunnt upp við landið fyrir 3 dögum og vitjuðum um þær á leiðinni í land núna. Það var mokafli í þeim, 200 stykki í hverri." - Hvar gangið þið frá hrogn- unum? „Við erum ásamt tveim öðrum bátuni með aðstöðu hérna úti í Lágmúla, skammt fyrir utan. Já, það hefur gengið ágætlega hjá Það er sjálfsagt ekki ofmælt að í Selvík á Skaga séu bestu hafnarskilyrði frá náttúrunnar hendi við Skagafjörð. Selvík mun hafa verið löggilt sem verslunarstaður árið 1903. Þar var uppskipunarhöfn og snemma á öldinni var gerð aðstaða til að skipa vörunum upp úr skipunum, með braut- arteinum neðan úr fjörunni og dráttarspili sem komið var fyr- ir uppi á bakkanum. I víkinni lögðu fyrr á öldinni upp afla sinn bátar frá Vestfjörðum og víðar. Nú fyrir stuttu var lokið fyrsta áfanga varanlegrar hafnargerðar í Selvík sem félag 11 aðila af 8 bæjum í Skefilstaðahreppi stóð fyrir óg geta nú grásleppubændur á Skaganum komið aflanum beint í land í stað þess að selflytja hann í land eins og áður þurfti. Þegar Dagur var þarna á ferð á dögunum voru Búi Vilhjálmsson bóndi á Hvalnesi og bátsfélagi hans Brynjar Gunnarsson að koma að landi með drekkhlaðinn bát. Búi var tekinn tali. „Vertíðin gekk ekkert sérlega vel hjá okkur til að byrja með. Við fengum drif á okkur og kom- umst ekkert á sjó í 3 vikur eftir fyrstu lögnina. En síðan má segja að það hafi gengið sæmilega, sér- staklega upp á síðkastið. í síð- Búi Vilhjálmsson. # Sandkornin „skúbbuð“ íslensk dagblöð hafa mörg gert talsvert af því gegnum tíðina að gera góðlátlegt grín hvert að öðru, í þartil- gerðum, léttgeggjuðum, dálkum. Dagur hefur lítið tek- ið þátt í þessum slag, enda lítil samkeppni í blaðaheim- inum hér norðan heiða. Jafn- vel hefur blaðið ekki sinnt því að svara stöðugu „sand- kornaregni" í ónefndu dag- blaði. Sandkorn þessi snúast einu sinni í viku um það að fjalla um það helsta í fréttum Dags þá vikuna, þó að frétt- irnar hafi margar hverjar ver- ið birtar styttar og endur- sagðar i blaði þessu þá þegar. Gjarnan eru teknar fyr- ir hinar og þessar fyrirsagnir. Nú ætlar S&S hins vegar að fara ótroðnar slóðir í þessum bransa og „skúbba" sand- kornin ærlega. Sá háttur sem hafður verður á er að nota þann ótvíræða kost sem S&S hefur yfir að ráða, nefnilega að gera grín að sjálfum sér, eða öllu heldur húsbónda sínum, Degi. # Skortur á starfsfólki í föstudagsblaði Dags er fimm dálka fyrirsögn á for- síðu sem varð þess valdandi að ýmsir ráku upp stór augu, svo ekki sé meira sagt. „Látn- ir þvo strætisvagna á nótt- unni“! Það er ekkert annað. Vissulega hefur S&S heyrt af því eins og aðrir að hjá ýms- um fyrirtækjum sé skortur á starfsfólki og lítil viðbrögð komi við auglýsingum. En að bærinn ætli að ganga á und- an með að láta hina látnu vinna, og það á nóttunni. Er það nú ekki fulllangt gengið. Enda segir Gísli Lór. aðstoð- arslökkviliðsstjóri í undirfyr- irsögn: „Kemur varla til fram- kvæmda“. Skyldi nokkurn undra? Annars er rétt að upp- lýsa þá, sem aðeins lesa aðalfyrirsagnir blaðsins, að í yfirfyrirsögn segir „Slökkvi- liðsmenn á Akureyri" og síð- an þetta gullkorn „Látnir þvo strætisvagna á nóttunni, spurningarmerki“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.