Dagur - 15.06.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 15.06.1987, Blaðsíða 1
 70. árgangur Akureyri, mánudagur 15. júní 1987 110. tölublað A//t fynritr hGrr~stnsí ©rrobudin HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI. SlMI 96-26708 . BOX 397 Óhappasöm helgi í umferðinni Nokkur óhöpp urðu í umferð- inni um helgina. Síðla föstu- dags fór bifreið í Glerá, rétt austan við efstu brúna á ánni. Ökumaður var fluttur á sjúkra- hús og reyndist hann óbrotinn en nokkuð skorinn. Bifreiðinni var ekið suður Hörgárbraut en við brúna virðist ökumaður hafa misst vald á henni með fyrrgreindum afleiðingum. Bifreiðin barst um 20 metra niður ána en maðurinn var enn í ökumannssætinu er að var komið. Á þessum stað er um sjö metra djúpt gil og áin nokkuð straumhörð og voru aðstæður því nokkuð erfiðar við björgun. Not- uð var sigkarfa við að ná öku- manninum upp og tók það um hálftíma. Bifreiðin er gjörónýt. Um kl. 7 á laugardagsmorgun- inn valt bifreið við Laugaland á Þelamörk. Svo virðist sem öku- maður hafi misst vald á bifreið- inni og valt hún út af veginum. Maðurinn var einn í bílnum og er hann mikið slasaður. Bifreiðin er talin ónýt. Laust upp úr hádegi á föstudag ók jeppabifreið út af veginum við eyðibýlið Gil í Fljótum. Bifreiðin valt og var ökumaður hennar fluttur á Sjúkrahúsið á Siglufirði með heilahristing. Ökumaður var einn í bifreiðinni en hún er gjörónýt. í gærkvöldi rákust tvær bifreið- ar saman á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis á Akureyri. Engin slys urðu á fólki en bifreið- arnar eru nokkuð skemmdar. JÓH Aðalfundur Neytendafélagsins: Opnunartími verslana aðalmál fundarins Síðastliðinn fimmtudag var aðalfundur Neytendafélags Akureyrar haldinn. A fundin- um var tekin fyrir skýrsla stjórnar og þar kom m.a. fram að gerðar hafa verið margar verðkannanir í samráði við verkalýðsfélögin á svæðinu. Að sögn Sigfríðar Þorsteins- dóttur, formanns félagsins lögðu verkalýðsfélögin fram rúmlega 300.000 kr. á síðasta ári sem hefur dugað til að greiða starfsmanni laun og ríf- lega það. Starfsmaður félagsins er Stein- unn Sigurðardóttir, sem hefur gert verðkannanir og séð um kvörtunarþjónustu fyrir neytend- ur. Sagði Sigfríður að hún hefði sinnt um 130 málum á síðasta ári. Á fundinum var rætt um breyt- ingarnar á samþykkt um opnun- artíma verslana á Akureyri. Af því tilefni komu nokkrir aðilar frá KEA, bæjarstjórn og kaup- mannasamtökunum á fundinn. „Það fengust engar niðurstöður Innbrot á Fosshóli Á föstudagsmorgun var lög- reglunni á Húsavík tilkynnt um innbrot á Fosshóli í Bárðardal. Á Fosshóli er bcnsínstöð og yerslun. Brotist hafði verið inn í bensínstöðina og reynt að stela bensíni en ekki tekist og þá verið farið inn í verslunina. Þjófurinn hafði nokkuð þýfi á brott með sér. Rúða var skrúfuð úr glugga komst og þjófurinn þannig inn. Seinnipartinn á föstudag tókst lögreglunni að hafa upp á manninum og játaði hann á sig innbrotið og vísaði á þýfið. Mun hann fá sekt og gert að greiða kostnað vegna skemmda. JÓH Á föstudag fór bíll í Glerá. Vel gekk að bjarga ökumanni bifreiðarinnar úr flakinu, en hann var einn í bílnum. Á meðfylgjandi mynd sjást björgunarmenn hífa manninn upp í sigkörfu. Á innfelldu myndinni sést bílflakið í ánni. Grásleppuhrogn: Stefnt að fullvinnslu 60% framleiðslunnar - á síðasta ári voru 60% flutt út óunnin úr þeim umræðum, en við feng- um að heyra sjónarmið þessara aðila til breytinganna,“ sagði Sig- fríðúr. „Við hjá Neytendafélaginu höfum áhuga á einhvers konar samstarfi hjá þessum aðilum ef til breytinga kemur, við viljum hafa þar hönd í bagga. Við höfum auðvitað áhuga á bættri þjónustu en án þess að þurfa að borga meira fyrir hana. Við vitum ekki á hvaða tímum og á hvaða dög- um neytendur vilja versla, það þyrfti að kanna það. Helsta ágreiningsmálið á fundinum var setning reglna. Það eru allir sam- mála um að hafa einhverjar reglur. Sumir kaupmenn vilja að bæjarstjórn setji reglurnar, en mér þætti eðlilegra að þetta yrðu samningar milli kaupmanna og þeirra sem vinna hjá þeim. Það á ekki að þurfa reglur ofan frá. En þetta er bara mín skoðun en ekki stjórnar Neytendafélagsins," sagði Sigfríður að lokum. HJS Grásleppuvertíðinni norðan- lands er nú að ljúka. íslending- ar framleiða 50-60% allra grásleppuhrogna í hciminum. A síðasta ári voru um 4800 tunnur af hrognum fullunnar hjá innlendum aðilum og fluttar út af Sölustofnun lagmetis en um 8200 tunnur voru fluttar út óunnar. Á þessu ári er stefnt að því að vinna allt að 10 þús- und tunnur innanlands og talið er að um 6000 tunnur verði fluttar út. Hjá Sæveri hf. á Ólafsfirði eru nú 1000 tunnur af söltuðum grá- sleppuhrognum í birgðum. Verð- mæti birgðanna er 26-27 milljónir króna. Ekkert hefur verið fram- leitt af kavíar hjá Sæveri síðan í apríl að framleitt var úr 240 tunn- um upp í samning til Frakklands. Búist er við að vinnsla hefjist að nýju í þessum mánuði á Evrópu- markað. í sölu á kavíar er um að ræða tvo toppa. Sá fyrri er tveimur mánuðum fyrir páska en sá síðari tveimur mánuðum fyrir jól. Að sögn Theódórs S. Halldórssonar framkvæmdastjóra Sölustofnun- ar lagmetis er gífurleg sam- keppni við erlendar verksmiðjur og þá aðila sem flytja hrognin út óunnin. Verð á hrognum hefur farið mjög hækkandi að undan- förnu, og er nú um 26 þúsund krónur fyrir 105 kílóa tunnu. Alls eru þrjár kavíarverk- smiðjur í landinu, og hjá þeirri fjórðu, ORA, fer framleiðsla í gang í september. í tveimur verk- smiðjum, hjá K. Jónssyni og co. á Akureyri og Arctic á Ákranesi er framleiðsla nú í gangi. ET Sláttur hafinn Á laugardag hófst sláttur á tveimur bæjum í Hrafnagils- hreppi. Gras er víða orðið gott og því má búast að margir hefji slátt á næstunni ef veður verð- ur til þess. Að sögn Ólafs Vagnssonar, ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, er nokkuð misjafnt hve tún eru vel r' veg komin í sprettu og kemur aðal- lega tvennt til. Kal er mikið á sumum svæðum og tún mikið skemmd og einnig hefur úrkoma verið lítil í vor. Vitað er urn svæði þar sem nánast engin úr- koma hefur verið í langan tíma og tún því orðin verulega þurr. Um heyskaparhorfur sagði Ólaf- ur að kalið kæmi til með að rýra uppskeru verulega en á þeim svæðum þar sem lítið eða ekkert er kalið eru horfur góðar. Þó veltur þetta mikið á hve mikil úrkoma verður. JÓH D-sveit Blásarasveitar Tónlistarskólans á Akureyri hélt tónleika í gær. Sveit- in heldur á næstunni í tónleikaferð til Norðurlanda en henni hefur verið boð- in þáttaka í Jantisjarfestivalin í Hamar í Noregi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.