Dagur - 15.06.1987, Síða 5
15. júní 1987-DAGUR-5
_lesendahorniá_
Hugleiðingar
um dýravernd
í Degi þann 3. júní s.l. ritar unn-
andi Andapollsins um hættu þá
er fuglalífi þar stafi af köttum
sem mæti á svæðið til að afla sér
matar. Minnist bréfritari á í því
sambandi mismunandi réttháa
ketti sem vaktmaður hafi hand-
samað og dæmt annan til dauða,
en náðað hinn, þar sem eigandi
hans var að sögn bréfritara
opinber starfsmaður.
Við lestur þennan vakna ýmsar
spurningar. Var hér um að ræða
merkta heimilisketti og ef svo var
hver gefur þá þessum vaktmanni
sem trúlega er starfsmaður Akur-
eyrarkaupstaðar vald til að aflífa
merkta ketti án samráðs við eig-
endur þeirra? Nú er mér ekki
kunnugt um að kattahald sé
bannað á Akureyri, né reglur séu
til um útivist þeirra, eða
takmarkaðan aðgang að vissum
svæðum í bæjarlandinu. Ekki er
heldur vitað til að kettir séu neitt
réttminni en önnur dýr sem
heimilt er að hafa innan bæjar-
takmarkanna.
Frá örófi alda hafa kettir og
fuglar lifað saman án þess að hin-
ir síðarnefndu væru í útrýmingar-
hættu, enda er það jafnan svo að
jafnvægi helst á milli dýrateg-
unda, ef þau eru látin afskipta-
laus. Pær dýra- eða fuglategundir
sem hafa eyðst eða eru í hættu,
hafa allar hlotið þau örlög af
völdum manna, en ekki dýra.
Hinu er ekki a^ leynæað alltaf
eru til menn sem* telja sig betur
geta stjórnað gangi náttúrunnar,
en sá er í upphafi skapaði hana.
Telja þeir að það sé stórmál ef
köttur drepur nokkra fuglsunga,
en sýnu minna þó maðurinn
drepi nokkur þúsund, svo sem sjá
mátti í DV sama dag er kjúklinga-
bóndi nokkur drekkti 4000 hænu-
ungum vegna þess eins að mark-
aður var ekki nægilega hagstæð-
ur. Já það hefði nú ekki veitt af
vaktmanni þar, eða hvernig var
þetta nú annars með hann Jón og
séra Jón.
Þá hlýtur sú spurning að vakna
hvort það sé í anda dýraverndar
eða mannúðar að safna saman
fuglum með skertu frelsi og jafn-
framt möguleiþum á að verja sig
á eðlilegan hátt í þeim eina
tilgangi að hafa þá til sýnis fyrir
þá sem ekki nenna að skoða þá í
sínu eðlilega umhverfi.
Dýravernd er ekki að útrýma
einni tegund á kostnað annarrar
og minnast skulu menn þess líka
að kötturinn er ekki sá eini sem
veiðir. Nægir þar að minna|t á
laxvéiðimanninn sem veiðir sér
til gamans (eða er hann kannski
svangur) og í leiðinni drekkir
hann nokkrum hundruðum ána-
maðka. Eða verða kannski vakt-
menn bæjarins sendir til að
skjóta á laxveiðimenn til að
vernda aumingja laxinn. Já þá
verður nú betra að vera opinber
starfsmaður.
Opinber starfsmaður
og kattaeigandi.
Lesendur athugið
Að gefnu tilpfni skal það tekið
fram að lesendabréfum verður að
fylgja fullt nafn og heimilisfang
þess er skrifar. Ef viðkomandi
vill ekki að nafn hans birtist með
bréfinu er sjálfsagt að verða við
þeirri ósk, en engu að síður verð-
ur fullt nafn að fylgja bréfinu til
ritstjórnar.
Nafnlaus bréf verða ekki birt
undir nokkrum kringumstæðum.
lJá er þeim tilmælum vinsam-
legast beint til þeirra sem senda
inn greinar í blaðið að skila þeim
vélrituðum.
Sau mastofan
Sif, Aðaldal
er til sölu eða leigu
Vélakostur fyrir 6-8 störf, getur hentaö fyrir ýmiss
konar framleiðslu.
Saumastofan er í góöu húsnæði sem fáanlegt er á
hagkvæmum kjörum.
Upplýsingar gefnar í símum 96-43555, 43584 og
43551.
Ný símanúmer
Frá og með 15. júní
Farpantanir ........... 22000
Leigu-,pg sjúkraflug . 27900
Skrifstofur ........... 27901
Verkstæði ............. 27902
fluqfélaq
norðurlands hf.
Akureyrarflugvelli
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
Á NORÐURLANDI EYSTRA
Sambýli
Starfsmaður óskast frá næstkomandi hausti.
Upplýsingar gefur forstöðumaöur í síma 26960
kl. 12-16, og á skrifstofu svæðisstjórnar Stórholti 1.
Norðlendingar
Fundur og umræður
í Felagsheimilinu á Blönduósi
fimmtudaginn 18. júní kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Samvinnuhreyfingin í nútíð og framtíð, erindi:
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins.
2. Markaðsmál íslensks landbúnaðar, erindi:
Magnús G. Friðgeirsson, framkvæmdastjóri
búvörudeildar Sambandsins.
3. Umræður og fyrirspurnir.
Kaupfélag Húnvetninga
Sölufélag flustur-Húnvetninga
Til hamingju með
afmælið Akureyri!
Eins og þér er kunnugt
á Akureyri 125 ára
kaupstaðarafmæli
á þessu ári.
í því tilefni
bjóðum við
upp á sérstakan
afmælisafslátt
á allri Sjafnarmálningu.
Útimálning:
12-40 Itr. 15% afsláttur
41 - eða meira 20% afsláttur
Innimalning:
50 - 200 Itr. 10% afsláttur
200 - eða meira 15% afsiáttur
Tilboðið stendur
til 15. ágúst.
Byggingavörudeild
.Glerárgötu 36 — sími 21400_