Dagur - 19.06.1987, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SlMI 24222
ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON,
EGGERT TRYGGVASON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÓRNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Fjórhjólafaraldur
4-DAGUR- 19. júní 1987
/e/'ðarí________________
Þau eru ófá heimsmetin
sem við íslendingar eigum
ef miðað er við hina frægu
höfðatölu. Ekki er óalgengt
að við setjum heimsmet í
innkaupum þegar ýmsar
nýjungar á markaðnum eru
annars vegar. Þá er engu
líkara en einhver della grípi
um sig meðal almennings
sem rýkur til og kaupir það
sem í boði er. Þekktasta
dæmið um slíkt er frá jólun-
um '84 er við keyptum
hreint ótrúlegan fjölda af
fótanuddtækjum, sem áttu
að vera langþráð lausn á
ýmsum streituvandamálum
þjóðarinnar. Þar settum við
heimsmet sem líklega verð-
ur aldrei slegið.
Nýjasta dæmið um
„kaupdellu“ af þessu tæi er
ótrúleg sala á svonefndum
fjórhjólum. Það er ekki lið-
inn langur tími frá því
fyrstu fjórhjólin komu á
markaðinn en engu að síður
hafa nær 1500 slík tæki ver-
ið flutt til landsins og ekk-
ert lát er á innflutningnum.
Eflaust er það einnig
heimsmet, miðað við höfða-
tölu.
Það sem gerir þennan
innflutning merkilegan
öðru fremur, er að í raun og
veru eru fjórhjól ólögleg hér
á landi. Samkvæmt umferð-
arlögum er notkun fjórhjóla
á vegum og götum landsins
óheimil. Notkun þeirra er
með öllu óheimil í þéttbýli.
Samkvæmt náttúruverndar-
lögum er allur óþarfaakstur
utan vega og merktra vega-
slóða óheimill og af því leið-
ir að einungis má nota fjór-
hjól á einkalóðum ellegar í
atvinnuskyni. Þrátt fyrir
þessi boð og bönn þeysast
menn á þessum farartækj-
um upp um fjöll og firnindi
og valda stórkostlegum
spjöllum á náttúrunni. Auk
þess eru hjólin stórhættu-
leg þeim sem þau nota, því
engin veltigrind er á farar-
tækjunum og hafa þegar
orðið nokkur slys af þeim
sökum.
Þetta fjórhjólaæði breidd-
ist svo hratt út að það fór
algerleíja fram hjá löggjaf-
anum. Það var ekki fyrr en
nú fyrir skömmu að dóms-
málaráðuneytið sendi bréf
til allra lögreglustjóra í
landinu, þar sem þeim var
bent á að notkun fjórhjóla
væri ólögleg. í millitíðinni
hafa fjórhjólin valdið óbæt-
anlegu tjóni á náttúru
landsins.
Það er brýnt að stjórnvöld
grípi nú þegar til markvissra
aðgerða til að stöðva þá
þróun sem átt hefur sér
stað. Einungis lítill hluti
þeirra fjórhjóla, sem flutt
hafa verið inn, er löglega
skráður. Hin eru þar af leið-
andi ólögleg. Ganga þarf
eftir því að þau verði skráð
hið snarasta ellegar upp-
tæk gerð að öðrum kosti. Þá
þarf að skilgreina nákvæm-
ar í lögum og reglugerðum
hvar nota má þessi tæki og
hvar ekki, og tilgreina þá
refsingu sem leiðir af ólög-
legri notkun fjórhjólanna.
Eflaust eru þeir fjórhjóla-
eigendur í minnihluta sem
lítilsvirða náttúru landsins
með þeim hætti sem raun
ber vitni. En eftir þeim er
meira tekið en hinum sem
fara að lögum og það er í
verkahring yfirvalda að
taka í taumana. BB.
.úr hugskotinu.
Þjóðvegir sögunnar
t>á er nú þjóðhátíðin afstaðin
rétt eina ferðina enn. Og svo
sannarlega veitti blessuðu fólk-
inu ekki af svolítilli þjóðrembu,
eftir sexnúllið fræga á dögunum
þarna suður í flaginu, eða var
það kálgarður, eins og einn
spekingurinn sagði í íþróttakálfi
Moggans? Jæja, hvað um það
niðurlægingin var sú sama,
hvort sem um var að ræða
moldarflag eða kálgarð, svo að
mönnum veitti svo sannarlega
ekki af því að taka sig dálítið
saman í þjóðarandlitinu. Og
vissulega var það nokkur hugg-
un harmi gegn, að það tókst að
halda eitt stykki Natófund
svona nokkurn veginn slysa-
laust, þannig að ísland hlaut
ekki vansa af, í versta falli það
hlutskipti að gleymast fljótt í
hugum flestra fundargesta, auk
þess að hent var nokkrum millj-
ónatugum í ekki neitt. En hví
skyldu menn ekki leyfa sér að
vera svolítið „flott“ í góðærinu?
Mesópótamía
I rúmlega ellefu aldir hafa
ísiendingar nú fetað hina mis-
jafnlega grýttu þjóðvegi sög^
unnar, ef trúa má orðum Ara
hins fróða, þess er ávallt vildi
hafa það er sannara reyndist. Á
þessari vegferð hefur veðurlag
verið með ýmsu móti eins og
gengur, ef það hafa ekki verið
drepsóttir eða náttúruhamfarir
þá hafa það verið bölvaðir Dan-
irnir með maðkaða mjölið sitt.
Inn á milli hafa svo komið
glæstir tímar með sínar hetjur
ríðandi um héruð, með mennt
og menningu sem hvergi á sér
sinn líka, og á síðustu árum
framfarir og frelsi, sem lagt hafa
eins konar bundið slitlag á þessa
vegi, slitlag sem þó stöku sinn-
um blotnar eða molnar vegna
verðbólgu, of mikils samdráttar
eða of mikillar þenslu eftir
atvikum, eða einhverrar ann-
arrar óáranar innlendrar sem
innfluttrar.
En þjóðvegir íslandssögunn-
ar eru ekki sérlega þróaðir í
samanburði við hið mikla og
margbrotna vegakerfi sjálfrar
mannkynssögunnar, en einmitt
mannkynssagan hefur dálítið
komið inn í þjóðmálaumræðu
hér á landi nú upp á síðkastið.
Menn uppgötvuðu nefnilega þá
óþægilegu staðreynd, að launa-
hlutföll hefðu nánast ekkert
breyst frá því í Mesópótamíu,
fyrir þetta þrjú þúsund og fimrn
hundruð árum. Var bent á
þessa staðreynd til að réttlæta
andstöðu við hugmyndir þeirra
kvennalistakvenna um lögbind-
ingu lágmarkslauna. Hér skal
ekki neinn dómur lagður á það
hvort rétt sé að lögbinda lág-
markslaun. Siðferðilega séð er
það vafalaust rétt, en einhvern
veginn verður maður að efast
um það að hinir betur megandi
á íslandi í dag hafi til slíkt sið-
ferðisþrek. Pað að hátekju-
menn skuli kjaraóðir rífa föt-
in hver utan af öðrum og
beygla gleraugu, eins og gerðist
hjá verkfræðingunum, eða
halda blásaklausum konum og
börnum, jafnvel svo klukkutím-
um skiptir inni í þröngum og
loftlitlum flugvélum í kyrr-
stöðu, vitandi þó, að það verður
þetta fólk sem á endanum fær
að borga háu flugmannslaunin,
bendir ekki til slíks. En í þessu
Mesópótamíutali öllu gleymd-
ust alveg ýmsar sögulegar stað-
reyndir.
Þrælar eða frjálsir
Mesópótamía var eitt þessara
ríkja austur í Asíu, þar sem
vagga menningar stóð til forna,
meðfram vegna hagstæðra ytri
skilyrða. Pessar menningar-
þjóðir áttu sín blómaskeið, en
liðu síðar undir lok af ýmsum
ástæðum, gjarnan innri veik-
leika og urðu síðar undirokaðar,
eins og þær höfðu sjálfar undir-
okað þá þjóð er fyrir var, gjarn-
an sett hana í þrældóm, og ein-
mitt á slíku þrælahaldi byggðist
efnahagur þessara þjóða. Præl-
ar og ambáttir þáðu svona yfir-
leitt ekki nein laun, unnu þó
oftast verstu verkin og voru í
einu og öllu ofurseld húsbænd-
um sínum, sem stundum voru
þjóðhöfðingjar, það er að segja
ríkisvald. Hafi þarna verið um
einhvern launamismun að ræða,
þá hlýtur hann að hafa verið
milli frjálsra manna í þjóðfélagi
sem alfarið var byggt upp á
þrælahaldi. í dag er þrælahald
almennt ekki talið lögmál á
Vesturlöndum, þó svo að ýmis
lagaákvæði frá Mesöpótamíu og
Assýríu hafi borist til okkar í
gegnum lögmál það seni við
Móses er kennt, en það er að
Reynir
Antonsson
skrifar
miklu leyti stæling á lögum frá
Mesópótamíu og Assýríu. Og
fyrst þrælahald er nú ekki lög-
mál á Vesturlöndum, af hverju
þá að álíta það, að Iaunamis-
munur í þjóðfélagi byggðu á
þrælahaldi sé eitthvert lögmál í
þessum löndum?
Söguráp
Við Islendingar gumum mikið
af okkar sögu og þjóðmenn-
ingu, sem reyndar er engin
furða, þar sem þessir þættir eru
nú einu sinni sjálf forsenda
sjálfstæðis þjóðarinnar. Góð
þekking á sögu lands og þjóðar
er hverjum Islendingi lífsnauð-
synleg, og það sakar síður en
svo að hafa einnig haldgóða
þekkingu á sögu mannkynsins
alls, svo hana megi setja í rétt
samhengi við sögu þjóðarinnar.
En söguráp af því tagi sem átti
sér stað í sambandi við þessa
Mesópótamíuskírskotun á
dögunum getur verið dálítið
varasamt. Menn ættu ekki að
leggja út á margslunginn þjóð-
veg án landabréfs, en einmitt
það virðist hafa gerst hér. Og sú
ríkisstjórn sem væntanlega
verður búið að klamra saman,
þegar þetta út á þrykk gengur,
má undir engum kringumstæð-
um byggja stefnu sína á frá-
sögnum einhverra slíkra sögu-
rápara.