Dagur - 19.06.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 19.06.1987, Blaðsíða 9
19. júní 1987 - DAGUR - 9 „Að ganga hiklaust til verks og láta engan bilbug á sér finna skiptir sköpum. Lögregluþjónn getur ekki lokað sig inni, hann má ekki vera hræddur.“ tandlegumenn ganga berserks- gang á Siglufirði fáragas barst inn um aðaldyr hótelsins á selclir og lnisið iroðlullt stoðu ntilli eitt og tvö þúsuml manns fyrir utan og kt'öfðusl siunir inn- göngu nteð ofstopa. Ilofusl lri.ltt sviptingar og slagsmá! fvrir ilyr- um úti. Lögregla kom á staðinn og reyruli ítð skakka leikinn en fékk við ekkert ráðið. Sprengdu lögreglumenn |>á táragashylki á götttnni, en tára gasið barst inn í danssalinn og >lli ]>ar algeru uppnámi. Kólk leitaði grátandi útgöngu, en var óhægt tttn vik vegna mannfjöld- iins og varð að leita heint .1 ntóti gasinu. Við þessar aðfarir irylltisl mannsiilnuðurinn og höf grjótkast og barsmíðár á liig- reglumönnum, sem urðu að láia uiulan síga lyrir olurellinu. Inni í „tárasalnum" gengu mcnn og herserksgang, bruiu horð og stóla og annað, sem brotnað gtit. Víðar um baeinn voru spellvirki ttnnin, og komst ekki kyn'ð á lyrr en untl- | ir morgun. grátandi dansendur -7/r. í fyrrinótt kom til al- varlegra átaka milli sjómanna af síldvéiðiskipum og lögreglu á Siglufirði. Dansleikur hafði verið haldinn í Hótel Höfn, er lauk á þann veg, að allt lauslegt í húsinu var brotið, margir hlutu alvarlegar skrámur og skurði og tólf menn þurftu á rneit i eða minni læknishjálp að halda. Vegna brælu á jniðum voru um 150 síldveiðiskip inni á Siglufirði þetta kvtiltl. Afcngis- kaup hölðu verið ntikil uin tl.ig- inn og |>egar kviildaði og dans- inn álti að hefjast horfði strax til vandræða. Óheniju troðning- |> ur var við miðasölu, og um það bil sein 100 miðar htifðti vcrið Þessi frétt um átökin á Hótel Höfn sumarið 1959 varð landsfræg. Blöðin skrifuðu margt um málið á sínum tíma, en ekki var það allt satt og rétt. - Bragi varpar Ijósi á þessa atburði í viðtalinu, eins og þeir raunverulega gerðust. Myndir: EHB regluþjónsstarfið, ég þurfti umhugsunarfrest. Ég sagði Ein- ari að ég vissi nær ekkert um gjaldkerastarfið, ég vissi jú að til væri eitthvað sem héti debet og kredit, en ekki hvorum megin hvað ætti að vera. Hann gaf lítið út á þetta og sagði bara, að þetta væri ekkert annað en að sjá um kassann. En þetta reyndist nú ofurlítið meira en það, samt sem áður. Ég var við þetta starf í átján ár, eða til 1984.“ Að ganga hiklaust til verks - Gekk ekki oft mikið á hérna í bænum á þeim árum, sem þú varst í lögreglunni? „Á stríðsárunum, 1940 til 1944, gekk oft mikið á. En þá vantaði reyndar eitt inn í mynd- ina, og það voru Norðmennirnir, Svíarnir og Finnarnir, en sjó- menn frá þessum þjóðum voru hér allt fram að stríðsbyrjun, en komust af eðlilegum ástæðum ekkert öll stríðsárin. Að stríðinu loknu komu þeir aftur, og á tíma- bili, nokkur sumur eftir stríð, var ástandið svipað og það hafði ver- ið áður, þó útlendingarnir væru reyndar mun færri.“ - Er það rétt, sem hefur verið sagt, að lætin hafi stundum verið það mikil að lögreglumennirnir hafi læst sig inni? Nú hlær Bragi dátt og segir: „Þetta er helv. góð saga, ég hef bara aldrei heyrt þetta áður. Nei, þetta var aldrei gert, enda verð ég að spyrja á móti: Hvar hefðum við getað læst okkur inni? Það var varla hægt að segja að við hefðum aðgang að mannheldu húsi, ef út í það væri farið. En ég hef oft hugsað um það eftir á hvað maður gat verið innilega vitlaus eða bjartsýnn á þessum árum. Maður hugsaði bara þann- ig að maður væri í þessu starfi og vann sitt verk, hvernig sem á stóð. En eftir á fékk maður stund- um bakþanka, eins og ég sagði. Ef maður t.d. fór inn í hóp af sjóðvitlausum körlum, sem ekki var komið neinu tauti við, til að ná í mann og taka hann út úr hópnum, gat ýmislegt gerst. Oft var þetta þannig, að tvær fylking- ar voru að berjast, og starf mitt var að ná í einn bardagamann- inn. Þá snérust allir sem einn gegn lögreglunni, og vildu bjarga manninum, sem við vorum að sækja. Við gátum t.d. ekki komið í svona kringumstæður og vonast eftir því að fá aðstoð frá and- stæðingum mannsins til að hand- taka hann. Ég held, að það að ganga hiklaust til verks, þegar svona stendur á, og láta engan bilbug á sér finna, hafi skipt sköpum. Lögregluþjónn getur ekki lokað sig inni, hann má ekki vera hræddur, þó hann sé í raun- inni dauðhræddur.“ Fólkið leit ekki við vinnu í sveit - Var mikið um afbrot á síldar- árunum? „Ég skal segja þér að ég held, að þessar sögur hafi verið magn- aðar upp. Þetta á sér dálitla orsök, þetta með sögurnar. Þegar síldin og öll sú atvinna sem henni fylgdi fór að vera áberandi á Siglufirði flykktist hingað fólk, alls staðar af landinu, líka mik- ið af sveitafólki. Þetta þýddi, að fólkið, sem kom hingað og fékk borgað út f beinhörðum peningum, leit ekki við vinnu í sveit eftir það. Þetta hleypti illu blóði í bændurna, og umræða um þessi mál komst alla leið inn á þing. Þar var rætt um, að síldar- vinnan spillti afkomu bændanna, því þeir fengju ekki fólk til að vinna á sumrin. Á því blessaða Alþingi, sem þá starfaði, skapað- ist ákveðin andstaða gegn Siglu- firði. Út frá þessu spunnust alls konar sögur um sukkið og svínarí-, ið sem átti að viðgangast í síld- inni. Það er þó ekki hægt að neita því, að hér var stórkostlegt líf. Þú getur ímyndað þér kringum- stæðurnar þegar hér voru þrjú eða fjögur hundruð skip inni á firðinum. Það voru kannski um tíu þúsund manns hérna, þegar allt var talið, þegar mest var. Núna búa ekki nema tæplega tvö þúsund manns á Siglufirði.“ Ungt fólk í fullu fjöri - Var þá ekki margt hjónaband- ið grundvallað á þessum tíma? „Það liggur alveg í augum uppi. Ekki endilega milli Siglfirð- inga og aðkomufólks, heldur fyrst og fremst milli fólksins, sent kynntist í síldinni. Meirihluti þessa fólks var ungur og á besta aldri. Það þýddi ekkert fyrir neinn að koma hingað sem ekki var í fullu fjöri og gat unnið. Það spunnust stundum ýmis læti í þessu sambandi; þetta var ekki náttúrulaust fólk, það liggur í augum uppi. Ég setti einu sinni saman smá erindi um Siglufjörð, sem ég flutti á umdæmisþingi Samtaka sveitarfélaganna hér fyrir norðan. Þá sagði ég frá mannlíf- inu hér á staðnum og byrjaði á blessuðum karlinum honum Þor- móði ramma, og hélt áfram með þróunina allt til þess tíma þegar Englendingar fóru að koma hingað. Það eru til örnefni hér allt frá fimmtándu öld, en Eng- lendingarnir herjuðu í Skaga- firði, Eyjafirði og Ólafsfirði, en ekki á Siglufirði, því hér var bækistöð þeirra. Það er til fólk. sem man eftir örnefni á stað sunnan við kirkjuna, en þarna var ákveðið svæði nefnt Englend- ingabúðir. Þá er einnig til örnefn- ið Búðahóll hér í bænum, og þetta sennilega einnig dregið af veru Englendinga hér, því á hólnum hafa þeir haft bækistöð og getað fylgst með öllu sem gerðist; bæði skipum sem komu inn fjörðinn og mönnum, sem komu landleiðina. En þetta er nú útúrdúr. Hið Ijúfa líf á Sigló Eftir að ég hafði rætt um Siglu- fjörð til forna fór ég að ræða um hið ljúfa lff, sem átti að hafa ver- ið hérna, og dró úr því að þetta hefði verið eins rosalegt og gefið hefur verið í skyn, og vitnaði þá í Torfa Halldórsson, góðan kunn- ingja minn - hann er nú látinn, blessaður karlinn, hann og pabbi voru miklir mátar og voru saman til sjós fyrir vestan. í bók sinni Klárir í bátana getur Torfi ein- mitt um lífið á Siglufirði og segir frá miklum slag, sem var hérna. Ég veit, að karlinn segir rétt frá um þetta í bókinni, en þessi slag- ur átti sér stað á öðrum áratug aldarinnar. Frásögnin er á þá leið, að lífið hafi að vísu verið dálítið villt á köflum, en þó hafi það ekki verið verra en skemmt- analífið í borginni, en þá var hann kominn til Reykjavíkur. Ég tók undir þetta og bætti við, að ég hefði aldrei séð neitt lfkt því hér, sem ég varð vitni að fyrir nokkrum árum á Akureyri, eftir dansleik í Sjallanum. Ég gisti á hótelinu á móti Sjallanum, og vísaði glugginn að götunni. Ég stóð þarna á annan klukkutíma og horfði á, þetta var svo ævin- týralegt. Það getur þó verið, að eitthvað svipað hafi átt sér stað hérna, en þegar ntaður var í lög- reglunni hafði maður ekki tíma til að glápa. Þegar fólkið kom út úr Sjallanum var slegist og menn voru káfandi á kvenfólki, sem stóð og skrækti, en tók þó ekki til fótanna. Það var furðulegt hvað átti sér stað þarna á götunni en lögreglan sást ekki, enda veit ég það að hún hefði ekki haft nokk- urn skapaðan hlut að segja.“ Lífíð á plönunum - Saknarðu gamla tímans, lífsins og fjörsins, hér á Siglufirði? „Það kemur ekkert mínu starfi við sem lögregluþjónn en það sem ég sakna er alít lífið, sem var á plönunum. Þessi plön voru allt frá innsta planinu á Neðri-Höfn og alveg fyrir Tangann eða Eyr- ina. Hérna voru yfir tuttugu söltunarstöðvar, og engin sölt- unarstöð hafði á að skipa færri stúlkum en fimmtíu, og þessar stærstu höfðu yfir hundrað. Til að sinna fimmtíu kerlingum þurfti tólf karla. Það er auðvelt að reikna dæmið út. Hér hafa verið 1500 manns, bara við söltunina. Þá var talsverður mannskapur í verksmiðjunum og við getum sagt að hátt í tvö þús- und manns hafi unnið við síldina í landi. Meira en helmingurinn af fólkinu á plönunum var aðkomu- fólk, og þegar þetta bættist við þann fjölda sjómanna, sem kom hingað inn á um fjögur hundruð bátum og skipum þegar mest var, þá var fjörðurinn eins og skógur af siglutrjám. Af þessu sést, að í landi voru fjórar konur á hvern karl á böllunum, en þegar bátarnir komu inn snérist dæmið heldur betur við, þá voru tíu karlar um hverja kerlingu, og það liggur lveg í augum uppi, að út af )essu varð oft óróleiki. En mér líkaði vel í lögreglunni og með mér í lögreglunni voru ágætis félagar. í gegnum starfið kynntist ég fjölda fólks; sjómönnum og öðru fólki, sem kom til bæjarins. Surnir þeirra sjómanna, sem maður þurfti að skipta sér af, urðu bestu kunningjar manns, og ég var svo heppinn að ég þurfti aldrei að beita kylfu, utan tvisvar. Aöeins tvisvar beitt kylfu Á minni fyrstu vakt var ég með vönum mannt, og viö rákum hóp af sjómönnum, sem voru staddir við annað bakaríið hér í bænum, út úr porti þarna við húsið. Sjó- mennirnir höfðu keypt öl, sem var bruggað í bakaríum á þeim tíma, og voru með ólæti þarna um nóttina. Starfsmennirnir hringdu í lögregluna og vildu láta fjarlægja þessa menn, og sögðust ekki hafa frið til að baka. Við fórum tveir í þetta, og þarna var þá heil skipshöfn. Framhald á nœstu síðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.