Dagur - 19.06.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 19.06.1987, Blaðsíða 8
8- DAGUR- 19. júní 1987 - rætt við Braga Magnússoa fyrrverandi lögregluþjón á Siglufirði, um ævi og störf og fjölbreytilegt mannlíf á síldarárunum „Ég hefi búíð mér til kenningu um það, að aðkomumennirnir séu bestu Siglfírðingamir, jiegar öllu er á botninn hvolft. Ég get rökstutt þetta með ýmsu móti. Ef maður athugar t.d. hvað hefur verið skrifað um Siglufjörð, þá er það oftast skrifað af aðkomui ;mönnum. Einn besti maður okkar á þessu sviði, Sigurjón Sigtryggs- son, sem er nýbúinn að senda frá sér heilmikið verk um byggðina héma; Frá Hvanndölum til Ulfs- dala, er aðkomumaður á Siglu- firði, hann er Svarfdælingur,“ segir Bragi Magnússon, hallar sér aftur í stólnum og brosir. Fundum okkar bar saman síð- degis. Dagurinn var sólríkur og næstum logn, þegar blaðamaður barði að dyrum á heimili Braga. Bragi spurði, þegar við vorum komnir inn í stofu, hvaða forvitni ræki menn til að taka við sig viðtal, og var honum svarað á þá lund að það væri víst þessi mann- lega forvitni, sent öllum væri gefin, í mismiklum mæli þó. Bragi Magnússon kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur, hann hefur sínar ákveðnu skoðanir um menn og málefni, og er fróður um sögu Siglufjarðar, fyrr og síðar. Hann var lengi lög- regluþjónn á staðnum, síðar starfaði hann sem gjaldkeri á skrifstofu bæjarfógetans. Bragi er listfengur, og hefur hann teiknað og málað talsvert um dagana. Teikningar hans prýða veggina en sjálfur lætur hann ekki mikið yfir þessu og sagði, að margar myndir sínar hefði hann gefið um dagana. Bragi hefur teiknað mikið af karikatúr-mynd- um af fólki, en einnig myndir af gömlum húsum, verksmiðjum, verbúðum og bryggjum á Siglu- firði. „Ekki tekið sem aðskotadýri“ „Ég er fæddur á ísafirði og þar bjó ég til átta ára aldurs. Þá fóru foreldrar mínir suður til Reykja- víkur og þar var ég til fermingar. Þessu næst var flutt til Akureyr- ar, þar bjuggum við í fjögur ár. Þegar ég var sautján ára fór ég til Siglufjarðar og hér hef ég verið síðan. Þetta var árið 1934. Faðir minn var skipstjóri á ísafirði en hætti því starfi og flutti til Reykjavíkur með fjölskylduna, þar sem hann gekk í félag með Óskari Halldórssyni. Hann var með bátinn Anders, sem seinna fékk nafnið Hlér og enn seinna nafnið Jarlinn. Jarlinn var skot- inn niður í seinna stríðinu. Þegar pabbi fór að vinna hjá Síldareinkasölunni flutti hann til Akureyrar, og seinna, þegar hann var farinn að vinna fyrir Síldarútvegsnefnd, fluttum við til Siglufjarðar. Pabbi varð seinna síldarmatsstjóri á Siglufirði. Það var því langt frá að ég réði nokkru um staðarvalið." - Hvernig leist þér á Siglu- fjörð þegar þú komst þangað í fyrsta sinn? „Mér leist vel á staðinn og bæinn. Maður var ekkert að spekúlera í landslagi þá, það var aðallega fólkið sem mér fannst gaman að kynnast. Ég hafði að vísu komið tvisvar í bæinn áður en ég flutti hingað alfarið 1934, en sautján ára gamall hafði mað- ur sem sagt þetta álit á hlutunum. Það má segja, að mestu við- brigðin, eftir að ég flutti til Siglu- fjarðar, voru þau, að manni var ekki tekið sem aðskotadýri. Maður varð strax Siglfirðingur, ög hafði strax á tilfinningunni að hér væri þessi hreppapólitík, sem er áberandi á sumum öðrum stöðum, ekki til. Það var ekki lit- ið á fólk, sem kom annars staðar frá, sérstaklega sem aðkomufólk, heldur var þetta bara fólk, sem var að vinna í síldinni eins og allir aðrir.“ Ræsari hjá Ingvari Guðjónssyni - Var samstaða fólksins þá svona mikil hér? „Ja, hún var þannig að enginn var látinn gjalda þess að vera aðkomumaður. Ég vann í síld- inni, eins og flestir aðrir. Ég vann úti á Bakka, á plani hjá Ingvari Guðjónssyni, og var ræsari. Það var dýrleg atvinna. Á þessum tíma voru ekki talstöðvar í skipunum og það tíðkaðist t.d. á Akureyri, á Oddeyrinni, að skip- in tilkynntu með skipsflautunni hvað þau væru með mörg hundr- uð tunnur, og var eitt flaut fyrir hvert hundrað. Það hefði ekki þýtt að gera þetta svona á Siglu- firði, því hér var flautað stans- laust allan sólarhringinn, við skip, verksmiðjur o.fl. Þegar skip lögðust hér að bryggju var athug- að hversu stór farmurinn væri og hvort síldin væri söltunarhæf. Þá var einnig ákveðið hversu margar stúlkur þyrfti að ræsa út. Hjá Ingvari unnu 104 stúlkur, þar af helmingurinn „bæjarkellingar“ eins og við sögðum. Þessar konur þurfti að ræsa, en ekki hinar, sem voru í bragganum hjá honum. Maður þurfti að þeytast um alla Eyrina til að ræsá, og þetta var ákaflega þægilegt, því ég held að engin af síldarstúlkunum hjá Ingvari hafi átt heima á Brekk- unni. Maður þurfti að ræsa á öll- um tímum sólarhringsins, hvort sem var að degi eða nóttu, og það var alveg merkilegt hversu vel var tekið á móti manni þegar maður kom að ræsa. Sumar voru svo afslappaðar að þær báðu mig að koma inn og fá kaffisopa, og kenndu í brjósti um mig að vera að þvælast þetta á nóttunni. En það var auðvitað sjaldan neinn tími til þess, því alltaf var flýtir- inn mikill kringum síldina. Það var helst á daginn, en þá slapp maður alls ekki við að fá sér kaffi og kökusneið. En ég vann auðvit- að á planinu í kringum tunnurnar o.-fl. sem gera þurfti. Pabbi var verkstjóri í Bakka, en þar var síldarvinnslustöð, sem Óskar Halldórsson átti einu sinni, en Kaupfélag Eyfirðinga átti stöðina 1934, árið sem við fluttum til Siglufjarðar. Fyrirtæk- ið hét Njörður hf., KEA stund- aði í mörg ár söltun hér á staðnum. Maður byrjaði fljótlega að fara á sjó, en hætti því fljót- lega því ég var svo sjóveikur. Éft- ir það fór ég að vinna sem gervi- smiður við byggingu S.R. ’46 (Síldarverksmiðjur ríkisins.i byggðar 1946). Svo byrjaði ég sem fastráðinn maður í lögregl- unni á Siglufirði 1948, en áður hafði ég unnið þar í afleysingum á sumrin.“ „Besti brandari, sem ég hef sagt“ - Hvernig vildi það til, að þú gerðist lögregluþjónn? „Það er nú saga að segja frá því. Ég vil byrja á að segja, að ég var í dálítið einkennilegri klíku, en þó hefur hún sjálfsagt ekki verið neitt öðruvísi en aðrar klík- ur hérna í bænum. Við áttum heima í Norðurgötunni, nokkrir strákar á svipuðum aldri, og vor- um kallaðir Norðurgötustrákar, en það vissum við ekki lengi vel. Það var mikil samheldni í þessum hópi, og við vorum t.d. kjarni knattspvrnufélagsins KS. Við vissum ekki um nafngiftina á hópnum fyrr en við komum einu sinni á ball í Alþýðuhúsinu. Við vorum nokkrir saman í forstof- unni og allt í myljandi slagsmál- um inni. Þá segir einn okkar: „Hver andskotinn gengur á hérna?“ Þá segir aðkomustelpa, sem þarna var: „Ætli það séu ekki Norðurgötustrákarnir, eins og venjulega.“ En seinna kom uop úr kafinu, að stúlkan var frá ísafirði og bjó í ísfirðingabragg- anum. Þessi umræða endaði suð- ur í ísfirðingabragga, þar sem maður fékk kaffi og klatta upp á ísfirsku. Partún hjá okkur voru venju- lega þannig, að drukkið var kaffi og borðað normalbrauð með osti. Þetta var okkar uppáhalds partífæða. Við vorum að drekka og borða þetta í eldhúsinu hjá einum vini mínum, sem nú er nýlátinn. Þarna voru nokkrir strákar og stelpur. Þá er allt í einu bankað á hurðina. Baldvin, vinur minn, gengur til dyra. Þeg- ar hann kemur aftur segir hann: „Lögreglan er að spyrja um þig.“ Ég hélt fyrst að þetta væri grín en fer samt og athuga málið. Þá er þetta Bjarni Jóhannsson, yfirlög- regluþjónn. Hann biður mig að tala við sig og ég geng með hon- um upp Þormóðsgötuna. Þá var hann að bjóða mér pláss um sumarið sem afleysingamaður. Ég áttaði mig ekki almennilega á þessu því þetta kom mér alger- lega á óvart. Ég ætlaði mér á síld. Ég segi því við hann, að ég þurfi að hugsa mig um til morguns. Það var í lagi og ég fer aftur inn í normalbrauðið og ostinn. Þegar inn er komið er ég strax spurður að því hvaö lögreglan hafi viljað mér eða hvort nú hafi átt að taka mig. Ég reyndi að vera eins dularfullur og ég gat en sagði svo fyrir rest eins og var, að mér hefði verið boðið pláss í lög- reglunni. Ég held ég hafi aldrei sagt eins góðan brandara og þetta. En ég var í fjögur sumur sem afleysingamaður eftir þetta, en 1948 losnaði staða lögreglu- þjóns og ég sótti um. Við vorum þrír, sem vorum ráðnir þarna á einu bretti haustið 1948. Ég var í þessu starfi til ársins 1966, en þá var Einar Ingimundarson, bæjar- fógeti, að fara héðan til Hafnar- fjarðar, og hann bauð mér gjald- kerastarf á fógetaskrifstofunni. Það var alveg eins og með lög- Roaldsbrakki, teikning eftir Braga Magnússon, en hann hefur teiknað margar myndir af gömlum húsum frá sfldarárunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.