Dagur - 22.06.1987, Síða 1
- „Vitum ekki hvað næsti dagur ber í skauti sínu í kvótamálunum“ - segir Vilhelm Þorsteinsson
„Samkvæmt skýrslu L.Í.Ú.
eru okkar togarar með mikinn
afla það sem af er árinu en
brúttóverðmæti aflans er ólíkt
annað en hjá þeim skipum sem
ýmist sigla eða flytja út í
gámum. Það sést vel í skýrsl-
unni,“ sagði Vilhelm Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri
hjá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga hf., þegar hann var spurð-
ur um afkomu togara félagsins.
Eins og flestir vita þá hafa
togarar útgerðarfélagsins ekki
landað erlendis í mörg ár, enda
er stefna félagsins að landa aflan-
um í heimahöfn til vinnslu í
frystihúsinu. Þegar Vilhelm var
spurður að því hvaða breytingar
það hefði í för með sér fyrir
reksturinn að togarinn Sléttbakur
fer á veiðar sem frystitogari um
miðjan næsta mánuð sagði hann:
„Ef við miðum við árið 1986 þá
rákum við fimm togara mestan
hluta ársins en rekum fjóra
mestan hluta þessa árs. Þetta
þýðir þó ekki að minna hafi verið
að gera í frystihúsinu; aflinn hef-
ur t.d. verið betri en í fyrra.
Varðandi kvótamál Sléttbaks þá
er erfitt að segja til um það mál,
því fiskveiðikvóti og úthlutunar-
reglur hans ganga úr gildi um
næstu áramót. Við erum með
kvóta fyrir skipið fyrir þetta ár,
miðað við þær veiðar sem skipið
var á síðast.“
Að sögn Vilhelms hefur kvóti
togaranna hjá félaginu verið mið-
aður við aflamark, og hugsanlegt
væri að miða við annað, t.d.
sóknarmark, en ekki hefði verið
tekin afstaða til þess enn hvernig
þeim málum yrði háttað. Þegar
Vilhelm var spurður að því hvort
Sléttbakur yrði eingöngu á þorsk-
veiðum það sem eftir er ársins
sagði hann: „Við vitum aldrei
hvað næsti dagur ber í skauti sínu
í þessum málum. Það fer eftir
aflabrögðum hvort skipin geta
veitt það magn sem þeim er út-
hlutað. Áður en veiðitakmarkan-
ir voru teknar upp var heildarafli
togaranna um 25 þús. tonn í góð-
um árum en hefur verið þetta 18
til 20 þús. tonn síðari árin.“
Afli togaranna frá áramótum
til maíloka er sem hér segir:
Kaldbakur 2389 tonn, Svalbakur
2152 tonn, Harðbakur 2049 tonn
og Hrímbakur 1232 tonn. EHB
^ Veitingastaður
Restaurant
Það stansa flestir
í Staðarskála. ^
Heitt
um á
Mikill hiti er nú í forráða
mönnum Héraðsskólans að
Laugum í Reykjadal. Stafar
það af því að skólinn hefur um
árabil rekið sumarhótel að
Laugum og vegna mikillar
aðsóknar leigt heimavist Hús-
stjórnarskólans. Nú var
umsókn þeirra hins vegar hafn-
að í menntamálaráðuneytinu
og húsnæðið leigt Hjördísi
Stefánsdóttur, fyrrverandi
skólastjóra Hússtjórnarskól-
ans, og hyggst hún reka þar
hótel á eigin reikning.
í kolun-
Laugum
Laugaskólamenn eru afar
óhressir með þessa framvindu
mála, en sumarhótelið hefur afl-
að skólanum mikilla tekna. Segir
Steinþór Þráinsson, skólastjóri
Laugaskóla að verið sé að færa
mikinn hluta tekna skólans í
hendur einstaklingi og telur hann
vinnubrögð í þessu máli hafa ver-
ið öll hin undarlegustu. Hjördís
er hins vegar ekki sammála Stein-
þóri og segir mikinn hluta af orð-
um hans vera hrein ósannindi.
JHB
Sjá nánar á bls. 10.
Granastaðir í Eyjafirði:
Merki um byggð frá
því fyrir árið 1000
Fornleifarannsóknir að Grana-
stöðum í Eyjafírði hafa þegar
borið merkilegan árangur því
allt bendir til þess að menn
hafí fundið kuml, gröf frá
heiðnum tímum, og þar af leið-
andi merki um byggð fyrir árið
1000. Bjarni Einarsson, sem
stjómar uppgreftrinum, sagðist
eiga eftir að fá endanlega stað-
festingu á þessum fundi en
þetta væri þá í fyrsta skipti sem
kuml hefði fundist við rann-
sóknir á eyðibýlum hér á landi.
„Það er eitt bein sem hugsan-
lega er hægt að greina úr þessu og
ef það er hægt að greina það þá
er það staðfesting, nú og ef það
er ógreinanlegt þá er þetta kuml
engu að síður, þarna eru
hleðslur," sagði Bjarni.
Granastaðir í Saurbæjarhreppi
eru taldir hafa farið í eyði í svarta
dauða árið 1402. Bjarni Einars-
son fékk áhuga á þessum stað í
fyrra, taldi að þar gætu leynst
merkar fornminjar og sú von
virðist ætla að rætast. 4-5 manns
hafa unnið að uppgreftrinum sem
hófst í byrjun þessa mánaðar og
þegar er búið að grafa upp úti-
hús, líkast til fjárhús, einnig er
búið að grafa upp fjórðung af
mjög heillegu jarðhýsi sem
Bjarni sagði að endilega þyrfti að
grafa allt upp.
„Við höfum verið núna í skála
og fundið þar langeldinn. Síðan
höfum við fundið annað eldstæði
sem ekki er beint hægt að setja í
hús ennþá, það finnst ekkert ofan
jarðar. Við höfum fundið bein af
öllum skepnum, nema fugla- og
fiskabein. Af öðrum hlutum höf-
um við fundið töflu úr hnefatafli,
einn snældusnúð og brýni,“ sagði
Bjarni.
Hann sagði að rannsóknunum
væri að ljúka á þessu ári enda
peningarnir að verða búnir.
Verkefnið er kostað af Vísinda-
sjóði en einnig hafa Akureyrar-
bær og Saurbæjarhreppur veitt
aðstoð. SS
70. árgangur Akureyri, mánudagur 22. júní 1987 114. tölublað
Séra Pálmi Matthíasson hljóp fyrsta spölinn með kyndilinn í Friðarhlaupinu frá Ráðhústorgi á föstudagsmorgun.
Leiðin lá til Dalvíkur og þaðan áfram hringinn í kringum landið._______________________________Mynd: rþb
Almannavarmr:
Aðeins flautað í Reykjavík
Það er nokkuð athyglisvert, að
ekki skuli vera flautur á vegum
almannavarna á fleiri stöðum
en í Reykjavík. Þær eru sjálf-
sögð öryggistæki almennings og
fengust þær upplýsingar hjá
Almannavörnum ríkisins, að
samkvæmt lögum ættu öll bæj-
ar- og sveitarfélög sem telja
fleiri en 2000 manns í þéttbýlis-
kjarna, að hafa flautur.
Allt fram til 1985, þegar gerðar
voru lagabreytingar þess efnis
m.a., að ríkið skyldi taka yfir
framkvæmdir af þessu tagi, voru
þær í höndum sveitarfélaganna. Nú
hefur verið gerð úttekt á því
hversu umfangsmiklar fram-
kvæmdir við uppsetningu flauta
yrðu, á þeim stöðum sem þær
eiga að vera. Leitað hefur verið
eftir tilboðum í þær hjá fram-
leiðendum viðvörunarkerfa, og
er ljóst að töluverða fjárveitingu
muni þurfa til framkvæmdarinn-
ar.
Nú mun verið að vinna að því
að hringtengja talstöðvarkerfi
um landið. Á Norðurlandi er upp-
setningu kerfisins lokið og ein-
göngu á eftir að tengja það
Reykjavík. Kerfið er mjög full-
komið og byggir á radíomerkjum
í lofti og er því ekki línutengt.
Þetta mun tryggja meira öryggi.
Það skal einnig tekið fram, að
stjórnstöð almannavarna á
Akureyri mun vera ákaflega full-
komin og reyndar sú eina sem
getur í raun talist stjórnstöð utan
Reykjavíkur. VG
Útgerðarfélag Akureyringa hf.:
Kaldbakur aflahæstur frá áramótum