Dagur - 22.06.1987, Síða 2

Dagur - 22.06.1987, Síða 2
2 - DAGUR - 22. júní 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari___________________________ Ákvarðanatökuna út á landsbyggðina Stjórn Þróunarfélags íslands hf. ákvað á fundi sínum nú nýverið að beita sér fyrir stofnun þró- unar- og fjárfestingarfélaga í öllum kjördæmum landsins öðrum en Reykjavík, þar sem Þróunar- félagið sjálft hefur aðsetur. Þróunarfélagið mun sjálft leggja af mörkum allt að 20% hlutafjár, auk þess að lána félögum þessum fjármagn til starfsemi sinnar eftir því sem heimild fæst til í lánsfjárlögum hverju sinni. Þessi samþykkt kemur í rökréttu framhaldi af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfé- laginu að undanförnu. Öllum er ljóst að brýn þörf er á að gera víðtækt átak í byggðamálum til að stöðva þá röskun sem átt hefur sér stað í byggð landsins á undanförnum árum og enn sér ekki fyrir endann á. Grípa verður til mark- vissra langtímaaðgerða svo takast megi að snúa þeirri þróun við. Fyrir síðustu kosningar virtust allir stjórn- málaflokkarnir sammála um nauðsyn þess að færa fjármagnið í auknum mæli heim í héruð, þ.e. auka heimastjórn í fjárfestingar- og lána- málum landsbyggðarinnar. Sú miðstýring fjár- magns frá höfuðborginni sem lengi hefur verið við lýði, hefur sýnt sig að vera ómarkviss og fullyrða má að með því að færa þessa stjórnun í ríkari mæli út í kjördæmin náist fram betri nýt- ing þess fjármagns sem til ráðstöfunar er hverju sinni. En þótt stjórnmálamenn hafi almennt lýst því yfir fyrir kosningar að þeir séu fylgjandi átaki í byggðamálum, eiga þeir eftir að sýna vilja sinn í verki. Framsóknarmenn hafa sýnt það í gegn- um tíðina að þar fara menn sem berjast fyrir jafnrétti í byggðamálum, en þar til annað kemur í ljós verður að setja spurningarmerki við hina flokkana. Það er fátt auðveldara en að lofa upp í ermina á sér, sérstaklega þegar kosningar eru á næsta leiti. Ekki er að efa að mikill áhugi er í einstökum landshlutum fyrir stofnun slíkra fjárfestingar- félaga og samþykkt stjórnar Þróunarfélagsins er vissulega hvatning um að láta til skarar skríða. Mikilvægt er þó að þess verði gætt frá upphafi að fagleg vinnubrögð og arðsemissjón- armið sitji í fyrirrúmi við ákvarðanatöku í stjórn- um landshlutafélaganna. Þannig næðu þau best að gegna hlutverki sínu til hagsbóta fyrir landsbyggðina. BB. -viðtal dagsins._____________________________ „Þekkist ábyggilega ekki annars staðar á landinu“ - Kristinn Halldórsson, formaður Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, ræðir um skilningsleysi yfirvalda o.fl. Kristinn Halldórsson er for- maður Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði. Hann var tekinn tali í glæsilegu húsi Slysavarnafélagsins sem Strákar og Vörn, kvennadeild Slysavarnafélagsins, hafa ver- ið að gera upp undanfarin ár. Kristinn var fyrst spurður um húsið, vinnuna við það og hvort það væri fullklárað nú: „Við (Strákar og Vörn) keypt- um þetta hús í ársbyrjun ’81 og höfum verið að gera það upp síðan. Við fluttum strax inn á neðri hæðina með stjórnstöðina, enda höfðum við enga aðra aðstöðu, og við höfum síðan unn- ið í þessu smám saman. Að undanförnu höfum við verið að vinna við að koma efri hæðinni í gagnið. Þetta hefur verið gríðar- leg vinna og mikið peningaleysi. Halldóra Jónsdóttir formaður Varnar hefur verið aðaldrif- fjöðurin við söfnun í sambandi við efri hæðina, hvort sem um er að ræða peninga, málningu eða annað slíkt. Þetta er nokkurn veginn komið hjá okkur en í sumar ætlum við að reisa tækja- geymslu hérna fyrir neðan húsið. Við höfum verið með tækin í bíl- skúrnum en hann er eiginlega ætlaður til annarra nota, meðal annars sem búningsklefar.*' - Eruð þið sæmilega búnir tækjum til leitar og björgunar? „Svona þokkalega. Petta er oft hálfgert vandamál. Menn byrja kannski á því að fá sér svona hús og svo eiga þeir engin tæki og það er ekki fyrr en búið er að útbúa svæði fyrir þau að byrjað er að kaupa einhver tæki. Við erum núna að kaupa okkur stóran gúmmíbát, 25 feta bát. Við höf- um bara verið með þessar litlu gúmmítuðrur hingað til. Þar fyrir utan eigum við flest tæki sem við þurfum. Snjósleða, Rússajeppa, 3 gúmmíbáta og allan almennan búnað sem björgunarsveitir hafa. En það er fyrst núna sem maður Kristinn Halldórsson. er farinn að sjá einhverja glætu í lífinu með tækjakaup og annað. Við keyptum okkur stóran vél- sleða í vetur og birgðum okkur upp af talstöðvum.“ - Voruð þið oft kallaðir út í vetur? „Já, það var heilmikið hjá okk- ur að gera. Við lentum að sjálf- sögðu í óveðursútreiðinni, vorum að binda niður þakplötur og ann- að lauslegt í ofsaveðri. Síðan má nefna leitina að Guðmundi í Bakka. Pað var gífurleg leit og stærsta leit sem gerð hefur verið hérna á Siglufirði. Við urðum að leita stanslaust þar til hann fannst, í heila viku. Peir voru meira að segja farnir að hringja að sunnan og spyrja hvort við ætluðum ekki að fara að hætta þessu. Þetta er bara allt annað í svona litlum bæjarfélögum þar sem menn eru miklu tengdari, það var ekki hægt annað en að halda áfram. Við fundum hann loks með mjög sniðugu tæki, það kom jafnvel betur út en kafararn- ir. Petta er kassi með glugga og þegar þetta rýfur yfirborðið á sjónum þá sést mjög vel niður á 10 metra dýpi.“ - Pið haldið væntanlega björg- unaræfingar við og við, ekki satt? . „Jú, j.ú, það eru a^ltaf einhverj- ar æfingar. Við vorum til dæmis með fluglínuæfingu í vetur sem tókst mjög vel þrátt fyrir að megnið af meðlimum sveitarinn- ar hafi lítið komið nálægt þessum græjum. Við eigum nefnilega skipsflak hérna hinum megin, gamlan flutningapramma sem er búinn að vera hérna í mörg ár, og við getum notað hann í svona æfingum." - En segðu mér Kristinn, mér skilst að björgunarsveitin sjái alltaf um undirbúning fyrir sjó- mannadaginn, hvernig stendur á því? „Ja, það er ekkert til hérna sem heitir sjómannadagsnefnd 5 M;! Mm Tvennir tímar Hér fyrr á árum, á ójafnrétt- istímunum þótti mörgum sjálfsagt að konur nytu ýmissa forréttinda. Það var jafnvel talinn kostur á konu og hún talin dömuleg ef hún var hrædd við mýs, köngullær og aðrar óskemmtilegar skepnur. Herrarnir fjarlægðu þær því umsvifalaust og þótt- ust vera miklir menn, hið sterkara kyn sem gat öllu bjargað. Nú á þessum jafn- réttistímum hefur ýmislegt breyst og það er ekki í tísku að fólk hagi sér dömu- eða herralega. Þó vill það loða við kvenþjóðina að hún láti í Ijósi ótta við mýs og köngullær þó meiningin sé ekki að haga sér dömulega. Mikil kvenrétt- indakona sem vinnur ein á skrifstofu varð fyrir skelfi- legri lífsreynsiu um daginn. Hún tók skyndilega eftir að köngulló af stærri gerðinni labbaði upp eftir vegg við skrifborðið, rétt eins og hún ætti heima þarna. # Annar gestur Kvenréttindakonan var sár- óánægð með heimsóknina, öskraði að vísu ekki en starði stjörf á gestinn svolitla stund. Henni var nú mikill vandi á höndum því að þetta er þrátt fyrir allt ágætis manneskja sem ekki vill gera flugu mein hvað þá að drepa heila köngulló. Konan horfði á köngullóna og köngullóin stóð kjur á veggnum, ekki vitum við hvað köngullóin hugsaði en konan sá þrennt til ráða. I fyrsta lagi að ná í ryksuguna, í öðru lagi að ná í skordýra- eiturbrúsann og í þriðja lagi að ná í karlmann til að henda skepnunni út. Fannst henni enginn kosturinn góður og sá þriðji sístur þó henni væri ekki vel við að drepa gesti sína. Áður en kvenréttindakonan var búin að ákveða til hvaða ráðs skyldi gripið kom annar gestur, eldri herramaður og heimspekingur mikill. Hann var umsvifalaust kynntur fyr- ir köngullónni og stakk hann þá hendinni í brjóstvasann. Vinkona okkar andaði nú létt- ara og bjóst við að hann væri að ná í blað til að setja köngul- lóna á meðan hann bæri hana ofurvarlega að útidyrunum. En þegar herrann dró upp stækkunargler og fór að skoða skepnuna var vinkon- unni allri lokið svo hún náði bara í ryksuguna...

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.