Dagur - 22.06.1987, Side 3
22. júní 1987 - DAGUR - 3
eða slíkt og hefur ekki verið hægt
að koma slíku á fót þannig að
þetta hefur alltaf lent á okkur.
Við höfum tekið þetta að okkur
óbeðnir og fáum ekkert borgað
fyrir það. Við seljum þó merki og
gefum út okkar eigið sjómanna-
dagsblað. Það er ágætis búbót.
Einnig höldum við tvö böll yfir
sjómannadagshelgina og það gef-
ur þokkalega af sér líka.“
- Eruð þið þá alltaf að berjast
í bökkunum, fjárhagslega?
„Já, það er óhætt að segja það.
Það sem hefur háð okkur mikið
var það þegar farið var út í að
kaupa kappróðrarbátana. Pen-
ingar voru af skornum skammti
hjá okkur en við þurftum að
borga heilmikið í þessum bátum.
Þetta þekkist ábyggilega ekki
annars staðar á landinu. Allir
okkar peningar fóru í þessa
kappróðrarbáta og það er fyrst
núna sem við erum að rétta okk-
ur af eftir þetta.“
- Fáið þið ekki einhverja
styrki?
„Nei, við fáum enga fasta
styrki og þurfum að ná í allt sjálf-
ir með fjáröflun. Við höfum ver-
ið að berjast fyrir því að fá styrki
og erum enn að reyna að komast
inn í eitthvert kerfi þar að lút-
andi. Til dæmis fær KS stóra upp-
hæð frá bænum fyrir að halda 17.
júní en við fáum ekki krónu fyrir
sjómannadaginn. Við stefnum á
að komast inn í almannavarna-
kerfið og þá sjóði sem þar eru.
Það er eins og það skorti skilning
hjá yfirvöldum, fyrr en eitthvað
kemur fyrir. Þá fara menn aðeins
að skilja mikilvægi góðrar björg-
unarsveitar."
- Hverjar eru þá aðaltekju-
lindir ykkar?
„Fjáröflunin í kringum sjó-
mannadaginn, dansleikjahald um
áramót, flugeldasala í samvinnu
við Kiwanis og síðan erum við í
kistuflutningum í sambandi við
jarðarfarir. Einnig má geta þess
að við ætlum að taka vitavörsluna
að okkur. Við höfum lengi
aðstoðað við að koma manni
þangað, gasflöskum og fleiru, en
það er fyrst núna sem við tökum
formlega við þessu og fáum þá
borgað fyrir það.“
- Segðu mér að lokum
Kristinn, hvað eru margir í sveit-
inni?
„Við erum í kringum 45 kall-
arnir í aðalbjörgunarsveitinni.
Síðan erum við með lista yfir
menn í bænum sem hægt er að
hringja í þegar um stór verkefni
er að ræða eins og var til dæmis í
leitinni. Þá eru allir tiltækir kall-
aðir út.“ SS
Atvinnuleysi:
Hefur minnkað um
helming á einu ári
- þó aðeins um þriðjung a Norðurlandi eystra
í maí, voru skráðir at- og Suðurlandi, hefur atvinnuleys-
vinnuleysisdagar á landinu
8800. Þeim hefur fækkað um
þriðjung frá í apríl, og eru
helmingi færri en í sama mán-
uði í fyrra. í heild hafa ekki
skráðst jafn fáir atvinnuleysis-
dagar í þessum mánuði í fimm
ár.
Sé farið nánar út í tölur í þessu
sambandi, kemur ýmislegt
athyglisvert í Ijós. Ásamt Austur-
isdögum í Norðurlandi eystra
fækkað minnst eða um tæpan
þriðjung á árinu. í Ólafsfirði
fækkaði þeim þó mikið eða um
83% frá því í apríl á meðan þeim
fjölgaði verulega á Húsavík. Þar
eru það mestmegnis konur sem
virðast hafa misst sína atvinnu,
eða 16 af 19. Norðurland vestra
heldur sig við meðaltalið og hefur
fækkað sínum atvinnuleysisdög-
um um helming á einu ári. VG
Aðstöðuleysi
við Blöndu
Víðast hvar við hinar meiri lax-
veiðiár á landinu er aðstaða
fyrir veiðimenn nokkuð góð en
þó eru til þeir staðir þar sem
nokkurrar óánægju gætir með
aðstöðuna, eða öllu heldur
aðstöðuleysið. Þannig er t.d.
með Blöndu.
Þegar blaðamaður var að afla
frétta af veiði í húnvetnskum lax-
veiðiám fyrir skömmu höfðu
flestir veiðimennirnir góð orð um
þá aðstöðu sem boðin væri nema
þeir sem voru að veiðum við
Blöndu. Veiðimenn við Blöndu
kvörtuðu undan því að þar væri
illa fyrir þörfum þeirra hugsað, til
dæmis væru ekki einu sinni kamr-
ar neins staðar nærri og vegurinn
að ánni væri tæpast fær venjuleg-
um bílum. Þeir sem þarna voru
sögðu að það væri eins gott fyrir
landeigendur að Blöndu að bæta
úr þessu sem fyrst ef þeir ætluðu
ekki að missa frá sér þá sem
stundað hafa veiðar í ánni.
„Verðið hér er á uppleið og
menn fara bara þangað sem þeir
eiga von á að fá almennilega
þjónustu, þegar Blanda er hvort
eð er komin í sama verðflokk og
þær ár sem hafa verið dýrari,"
sagði einn veiðimaðurinn. G.Kr.
íþróttaleikvangurinn:
Skuramir fjarlægðir
- nýtt söluhús væntanlegt
Knattspyrnuunnendur munu
vafalaust hafa tekið eftir því,
að söluskúrar þeir er verið
hafa ofan við stúku íþrótta-
Ieikvangsins eru horfnir. Þeir
voru orðnir mjög hrörlegir og
hafði Heilbrigðiseftirlit Eyja-
fjarðar m.a. bent á nauðsyn
þess að þeir yrðu fjarlægðir.
Það var því tími til kominn að
þeir hyrfu á brott.
Hreinn Óskarsson umsjónar-
maður leikvangsins tjáði Degi,
að í smíðum væri nýtt hús, sem
væntanlegt væri fljótlega. Það er
SS Byggir sem sér um smíðina,
og fengust þær upplýsingar hjá
þeim að verið væri að vinna að
húsinu og myndi það verða flutt
fullbúið á staðinn en svo ætti eftir
að vinna undirstöður við leik-
vanginn. Mikill munur verður að
fá nýjan söluskúr á þetta svæði og
ættu gestir íþróttaleikvangsins að
geta vel við unað. Hann verður
staðsettur á svipuðum stað og
hinir skúrarnir voru. VG
Aflabrögð á Norðurlandi:
54% aukning milli ára
Loðnuafli jókst um 154%, rækja um 60%
Heildarafli landsmanna var
kominn upp í 828.145 tonn um
síðust mánaðamót og er þetta
aukning upp á 23% en á sama
tíma í fyrra var aflinn kominn í
673.832 tonn. Á Norðurlandi
er aukningin enn meiri eða
54%, 133.643 tonn á móti
86.774 á sama tíma í fyrra.
Aukningin nær til allra teg-
unda í skýrslu Fiskifélags
Islands nema hvað sá guli hef-
ur verið tregari á þessu ári.
Norðlenskir togarar hafa veitt
39.279 tonn (34.938) og bátarnir
94.364 tonn (51.836). Heildarafli
einstakra tegunda: Þorskur
35.234 (39.289), annar botnfiskur
19.824 (14.588), loðna 71.302
(28.046), rækja 6.080 (3.809) og
hörpudiskur 1.203 (1.042).
Eins og sjá má er uppsveiflan
mest í loðnu og rækju. Loðnuafl-
inn hefur aukist um 154% og
rækjuaflinn um 60%. Aflaaukn-
ingin greinist því í mestum mæli á
þeim stöðum er taka við loðnu og
reyndar er aukning á öllum stöð-
um norðanlands nema á
Hvammstanga, Hofsósi, Dalvík,
Árskógssandi, Hjalteyri og
Húsavík. Mest er aukningin á
Siglufirði, Akureyri, Raufarhöfn
og Þórshöfn. Lítum þá tölulega á
mismuninn milli ára:
Hvammstangi 940 (696),
Blönduós 822 (543), Skagaströnd
5.778 (4.991), Sauðárkrókur
4.312 (3.654), Hofsós 171 (623),
Siglufjörður 27.909 (16.763),
Ólafsfjörður 7.574 (5.921),
Grímsey 1.401 (1.380), Hrísey
2.161 (1.879), Dalvík 5.729
(7.399), Árskógsströnd 2.404
(2.809), Hjalteyri 46 (223),
Akureyri 37.999 (19.368), Greni-
vík 998 (1.022), Húsavík 4.166
(4.622), Kópasker 44 (15), Rauf-
arhöfn 18.613 (12.585) og Þórs-
höfn 12.528 (2.281). SS
Siuidlaiig
Sundlaugin er opin alla virka daga frá kl. 10-22.
Gisting, allar veitingar.
Tökum á móti hópum í gistingu, mat og kafíi.
Starfsfólk Hótel Eddu
Hrafnagili.
Félagar
A Hrossaræktarsambands
Eyfirðinga og Þingeyinga
Stóðhesturinn Ófeigur 882 frá Flugumýri verður
í hólfi á Möðruvöllum í Hörgárdal síðara tímabil-
ið í sumar.
Þeir sem koma vildu hryssum til hans hafi samband við
deildarformennina fyrir miðvikudagskvöldið 24. júní, í
Hrossaræktarfélagi Akureyrar og nágrennis, Kristinn
Hugason í síma 21479.
Adeins ættbókarfærðar hryssur koma til greina.
Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga.
VINNINGSNÚMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
---------- Dregið 17. júní 1987 -
FORD BRONCO II XL: 13509
CHEVROLET MONZA: 2034 59783 74545 88892 158281
SKÍÐANÁMSKEIÐ í KERLINGARFJÖLLUM OG SKÍÐABÚNAÐUR. VERÐMÆTI 50.000 KR.:
1272 14511 47230 84879 97751 124535 125512 161430 167120
182410
GEISLASPILARI OG GEISLAPLÖTUR. VERÐMÆTI 40.000 KR.:
14895 25871 48023 68565 127749 142789 158146 160302 161012
167467 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR 35.000 KR.:
694 25903 47927
5301 28699 49914
5882 29710 50676
12652 32141 52295
14822 39706 53132
17130 39815 54398
19266 40098 55351
20073 41770 59807
20938 42523 60105
21254 45797 60123
23754 25888 46408 61387
64467 84983 105534
66190 87261 106969
68152 87461 107200
68621 88687 107548
69760 90514 108725
71134 90574 108920
76311 103156 110478
76655 103722 114309
77101 103730 115336
77292 105311 118653
82284 105425 121027
121497 143360 168410
121827 144135 175483
124210 145204 175810
126956 147454 177973
127347 150248 182290
128232 152066 182666
128546 156006 183177
134028 160495 183721
134644 164998 183878
137781 166662 186785
141334 167105 187989
Handhafar vinningsmiöa framvisi þeim áskrifstofu Krabbameinsfélagsins
aö Skógarhlíö 8, simi 62 14 14.
Krabbameinsfélagiö
þakkar landsmönnum
veittan stuöning.
f
Krabbameinsfélagið
Nýkomnar