Dagur - 22.06.1987, Síða 6
6 - DAGUR - 22. júní 1987
ISIGLUFJORÐUR!
S
Iþrótfahus rcist
að fengmiii
undanþágu
Nú er verið að reisa íþróttahús
á Sigiufirði, sunnan við sund-
laugina. Það er Byggingafélag-
ið Berg hf. sem fékk það verk-
efni að reisa húsið en Börkur
hf. sér um byggingafram-
kvæmdirnar að öðru leyti.
260
penna-
vinir
„Það er helmingi betra að
verða brúnn hérna úti heldur
en hvítur í frystihúsinu,“ sögðu
þessar kátu stelpur á Siglufirði.
Af fávisku okkar spurðum við
þær hvort þær væru í unglinga-
vinnu en þá sögðust þær löngu
vaxnar upp úr þvi. Þær vinna
hjá bænum, en alls eru 4 stelp-
ur í bæjarvinnu og 1 í unglinga-
vinnu.
Mun fleiri strákar eru í þessum
störfum enda eru stelpurnar flest-
ar í frystiliúsinu eða við barna-
pössun. Vinkonurnar sem við
tókum tali sögðust hafa fengið
nóg af frystihúsi eftir 3 sumur.
Þar væri hundleiðinlegt. Stelp-
urnar, viö náðum ekki nöfnunum
fyrir umferðarnið, hugsanlega
heita þær Braghildur og Tóta,
eru frænkur og hafa verið vin-
konur frá fæðingu.
- Er ekki gaman að búa á
Siglufirði?
„Nei! (hlátur, fliss). Það er svo
leiðinlegur mórall hérna.“
- Hvað þá með félagslífið, er
vkki blómstrandi félagslíf fyrir
ungt lólk á Siglufirði?
...la. ég myndi ekki kalla það
1 'lagslíf þegar krakkarnir detta í
þaö um helgar, ráfa um göturnar
g svoleiðis," sagöi önnur þeirra.
Vinkonurnar sögðust lítið fara
á böll. Þær eiga marga pennavini
og þegar þær eru ekki að vinna
eru þær að skrifa þeim. Önnur er
með 200 pennavini á sinni könnu
og hin 60. Það gefur auga leið
hvílíkt verk það er að skrifa öllu
þessu fólki sem býr út um gjörv-
- allan heim. Enda sögðust þær
vera skrifandi í öllum frístund-
um.
Pennavinir stelpnanna eru á
aldrinum frá 10 og upp í 67 ára og
eiga þær myndir af þeim sem
gætu fyllt mörg albúm. Þær segj-
ast kynnast hinum ýmsu löndum í
gegnum pennavinina og að sjálf-
sögðu eru þær iðnar við að kynna
okkar land og þjóð. Gott hjá
þeim. SS
Stefnt er aö því að loka húsinu
í haust en það verður ekki tek-
ið í notkun á næstunni. Af
hverju ekki?
ísak Ólafsson bæjarstjóri svar-
aði því til að íþróttahúsið yrði
náttúrlega reist, en það væri sam-
kvæmt undanþágu frá Bruna-
málastofnun því við húsið eru
olíutankar. „Við fengum undan-
þáguna gegn því skilyrði að tank-
arnir yrðu farnir áður en húsið
yrði tekið í notkun. Það verður
því ekki gert meira í því í ár
nema að gera það fokhelt og það
er að vísu meira en fokhelt því
þetta eru einangraðar veggjaein-
ingar sem verða settar á,“ sagði
ísak.
Hann sagði að skipulagið gerði
ráð fyrir því að tankarnir yrðu
fjarlægðir og settir niður á fram-
tíðarsvæðið sem unnið er að við
brimvarnargarðinn. Þegar þetta
hefur verið gert munu koma bíla-
stæði fyrir íþróttahúsið á því
svæði sem tankarnir eru nú enda
er engin aðkeyrsla að húsinu eins
og málum er háttað í dag.
Af öðrum framkvæmdum í
þágu íþrótta má nefna að verið er
að vinna í nýjum grasvelli frammi
við Hól. Meiningin var að koma
honum í gagnið fyrir knatt-
spyrnumenn í haust en ísak sagð-
ist efast um að það tækist. KS-
ingar verða því sennilega að láta
mölina duga þangað til næsta
sumar. SS
Bj örgnnarsveitaHi úsið
að verða tilbúið
Hús Slysavarnafélags íslands
á Siglufírði, sem Björgunar-
sveitin Strákar og Kvenna-
deildin Vörn festu kaup á í árs-
byrjun 1981, er nú orðið hið
glæsilegasta. Mikil sjálfboða-
vinna hefur farið í það að gera
húsið upp og er því verki að
verða lokið. Að sögn Kristins
Halldórssonar formanns
Stráka er meiningin að reisa
tækjageymslu neðan við húsið
í sumar.
Kristinn sagði að ekki hefði
verið komist hjá því að fá smiði
til starfa og auðvitað hefði þurft
að kaupa efni og húsgögn þannig
að kostnaðurinn við húsið væri
orðinn ærinn. Húsgögnin hefðu
t.a.m. kostað um 400 þúsund
krónur.
„Það er nóg að gera“
- segja strákamir á bryggjunni
Þessir hressu strákar voru að
gera að netum þegar blaða-
menn áttu leið um bryggjuná á
Siglufírði. Þeim þótti kærkom-
ið að láta trufla sig dálítið í
góða veðrinu og voru því ekk-
ert á móti smá spjalli. Tveir
þeirra sögðust vera Siglfirðing-
ar en hinir tveir sögðust hins
vegar vera Reykvíkingar og
væru hérna til að kenna hinum
innfæddu!
„Siglfirðingiirnir hlaupa allir í
burtu þegar þeir sjá ykkur,"
sögðu Reykvíkingarnir og þótt-
ust öllu veraldarvanari. Strákarn-
ir voru þó sammála um það að
Siglufjörður væri ágætur staður,
nóg af stelpum í Trystihúsinu,
m.a. einar 10 sænskaNblómarósir
fyrir utan innfæddar yngismeyj-
„Það er nóg að gera hérna,“
sögðu strákarnir brattir.
Aðspurðir sögðu þeir lítið vera
um ferðamenn á staðnum nema
þá helst þegar nærsveitamenn
koma á böll. Á hótelinu eru iöu-
lega haldnir dynjandi dansleikir
og t.a.m. verða Stuðmenn á
staðnum um næstu helgi. Strák-
arnir sögðust ekki ætla á ballið en
af tvíræðu glotti þeirra mátti ráða
aö þeir vildu láta ganga dálítiö á
eftir sér og við skulum vona aö
siglfirskar sprundir taki við sér
þegar þær sjá þetta á prenti. SS
Strákarnir á bryggjunni voru fjallhressir í góða veðrinu og sögðu að það
væri mjög gott að búa á Siglufirði. Mynd: ehb
Stjórnstöðin er á neðri hæð
hússins, áhaldageymsla og vinnu-
aðstaða. Efri hæðin hefur verið í
vinnslu að undanförnu og þar er
nú kominn mjög smekídegur
salur, parket í hólf og gólf.
Aðspurður sagði Kristinn að lík-
lega yrði salurinn leigður út ann-
að slagið enda býður hann fylli-
lega upp á ýmsa félagastarfsemi.
„Halldóra Jónsdóttir formaður
kvennadeildarinnar hefur verið
aðal driffjöðurin í sambandi við
fjáröflun fyrir efri hæðina. Það
fara gífurlegir peningar í þetta og
hún hefur unnið rosalegt starf
fyrir sveitina. Þó að allir megi
missa sín þá held ég að hún loði
við það að vera ómissandi í þess-
ari fjáröflun," sagði Kristinn að
lokum. SS
Texti:
Stefán Sæmundsson
Myndir:
Egill H. Bragason
IVýft elliheimili
í síðustu viku var afhentur
fyrri áfangi að nýju elliheimili
á Siglufírði og eru fram-
kvæmdir hafnar við seinni
áfangann. Að sögn Hauks Jón-
assonar formanns bygginga-
nefndar eru sameiginlegar vist-
arverur, setustofur og annað,
frágcngnar en þær eru í þeim
hluta hússins sem þegar hefur
verið afhentur. Að auki er þar
rými fyrir 10 íbúa.
Elliheimilið er tengt við
sjúkrahúsið og munu þessar
stofnanir nota sama eldhús og
þvottahús. Sjúkrahúsið var notað
sem elliheimili til bráðabirgða en
þar var orðið ærið þröngt um
gamla fólkið. Rýmið sem losnar
þar verður notað sem hjúkrunar-
deild fyrir aldraða.
I seinni áfanganum verður
rými fyrir 28 íbúa og að sögn
Hauks Jónassonar veitir ekki af,
því Siglufjörður er með eitt
stærsta hlutfall íbúa 65 ára og
eldri á landinu og mjög brýnt að
bæta aðstöðuna. Áætlað er að
koma seinni áfanganum undir
þak á þessu ári.
Hér er um glæsilega byggingu
að ræða. Húsnæðið í heild verður
um 2.600 fermetrar að flatarmáli
og rúmmálið 8.500 rúmmetrar.
Áfanginn sem búið er að afhenda
er um helmingur af stærð hússins.
Bútur hf. sér um uppsteypu elli-
heimilisins, Berg hf. um innrétt-
ingar, Rafbær um rafmagnið,
Helgi Magnússon annast pípu-
lagningar og Bjarni Þorgeirsson
málningu. SS