Dagur - 22.06.1987, Síða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson
22. júní 1987 - DAGUR - 9
Knattspyrna 2. deild:
: og barátta
Siglufirði
og Selfoss gerðu jafntefli 3:3
aukaspyrnu Baldurs Benónýs-
sonar á 51. nn'n. Eftir markið var
eins og heimamenn slökuðu á og
Selfyssingar færðu sig við það
upp á skaftið og áttu mun meira í
leiknum allt til leiksloka, en Sigl-
firðingar náðu af og til skyndi-
sóknum, oft hættulegum. A 54.
mín. björguðu KS-ingar á línu og
komust strax á eftir í sókn, þar
sem Óli skallaði rétt yfir markið.
Skömmu seinna gerði Axel vel,
þegar hann varði vel skot upp úr
hornspyrnu. Staðsetning hans var
ekki eins góð á 64. mínútu þegar
Heimir Bergsson skaut yfir hann
í markið af 30 metra færi og jafn-
aði með því leikinn. Selfoss sótti
og sótti það sem eftir lifði leiks-
ins, en ekki munaði miklu að Óla
Agnars tækist að skora fyrir KS á
78. mínútu þegar gott skot hans
frá vítateig úr þröngri stöðu
sleikti stöngina.
Peir Hafþór og Baldur Benón-
ýsson voru bestu menn Siglfirð-
inga, en Jón Gunnar Bergs, Heim-
ir Bergsson og Þórarinn Ingólfs-
son hjá Selfossi. Nokkur harka
var í leiknum og fékk einn úr
hvoru liði að líta gula spjaldið,
Jón Gunnar og Tómas Kárason.
-þá
Knattspyrna 2. deild:
Marifalaust í leik
ÍR og Leifturs
Jón Kristjánsson leikur í Valsbúningnum næsta vetur.
Rishá var hún ekki knattspvrn-
an sem nýliðar 2. deildar buðu
upp á, á Laugardalsvelli í gær.
Var á köflum sem leikmenn
hefðu ásett sér að leika sem
minnsta knattspyrnu en þess á
milli brá fyrir þokkalegustu
samleiksglennum, þannig að
sýnt er að getan er fyrir hendi.
Ef eitthvað var voru Leifturs-
menn nær því að knýja fram
úrslit, þeir áttu besta færi leiksins
á 48. mín. er Hafsteinn Jakobs-
son átti skalla eftir aukaspyrnu
frá hægri á ÍR-markið en mark-
vörðurinn varði vel. Það er varla
að talandi sé um önnur færi í
þessum tíðindalitla leik. Leifturs-
menn voru ágengari og sérstak-
lega í síðari hálfleik og skapaðist
einstaka sinnum hættuástand í
vítateig ÍR en allt kom fyrir ekki.
Úrslit þessi hljóta að teljast
viðunandi fyrir Leiftur. Stig á úti-
velli er alltaf dýrmætt og hafa ber
í huga að ÍR-ingar lögðu þarna
Eyjamenn á dögunum. Leiftur er
sem sé enn í nágrenni við topp 2.
deildar og ekkert fararsnið á
þeim að sjá niður á við. Flestir
leikmanna liðsins skiluðu sínum
hlutverkum, þeir voru frekar
maður IR-inga
Björnsson.
var
Bragi
GÞE
Handbolti:
jafnir að getu en mest bar þó á
þeim Hafsteini Jakobssyni og
Óskari Ingimundarsyni. Þorvald-
ur sýndi einnig öryggi í úthlaup-
urn sínum úr markinu. Besti
Jón fer í Val
„Ég hef ákveðið að leika með
Valsmönnum næsta vetur en
hef að vísu ekki skrifað undir
Sigurganga Tinda-
stóls heldur áfram
Árskógsstrandar Reynir var
Tindastóli lítil hindrun í keppni
3. deildar þegar liðin leiddu
saman hesta sína á laugardag.
Reynir náði þó forystunni í
leiknum, en áður en yfir lauk
höfðu Tindastólsmenn skorað
5 mörk hjá þeim. Staðan í leik-
hléi var 2:1.
Það var markaveisla hjá verk-
stjórunum í unglingavinnunni á
laugardag. Guðbrandur Guð-
brandsson hélt upp á afmælisdag-
inn að vanda með því að skora, 2
mörk í þetta skiptið. Hann lét
þetta samt ekki duga og tók þátt
í látúnsbarkaleik Stuðmanna um
kvöldið. Hinn verkstjórinn,
ÉÉÉá llt lHl ÍHii >' -v ^ v
markaskorari, Jón Gunnar
Traustason að nafni gerði einnig
2, en Eyjólfur Sverrisson lét eitt
duga. Það var Sverrir litli brósi
sem sendi á Eyjólf sem skallaði í
markið og mörk Guðbrandar
voru einnig skoruð með koll-
spyrnum. Jón Gunnar skoraði
mörk sín af stuttu færi eftir góðan
umhugsunarfrest. Tindastóll
hafði umtalsverða yfirburði í
leiknum.
ennþá,“ sagði Jón Kristjáns-
son handknattleiksmaöur úr
KA í samtali við Dag í gær.
Jón ætlar í nám í verkfræði í
Háskólanum næsta vetur og
hyggst ennfremur leika hand-
knattleik með Val.
- En af hverju varð Valur fyrir
valinu?
„Þetta lítur allt nijög vel út hjá
Val, þeir eru búnir að ráða pólsk-
an þjálfara og það líst mér ágæt-
lega á,“ sagði Jón. Valsmenn
ætla sér mun stærri hlut á íslands-
mótinu næsta haust og heyrst hef-
ur að Einar Þorvarðarson lands-
liðsmarkvörður muni einnig leika
með liðinu næsta vetur.
Þó það sé slæmt fyrir KA að
missa Jón, hefur félagið fengið
tvo snjalla leikmenn í sínar raðir
á ný, þá Jakob Jónsson og Erling
Kristjánsson eins og komið hefur
frarn í blaðinu áður.
Landsleikur í knattspyrnu á Akureyri:
Sex frá Þór og
í hópnum
KA
rumar að marki Vals úr aukaspyrnu en markvörðurinn varði vel. Mynd. rpb
Það er skammt stórra högga á
milli hjá íþróttaáhugamönnum
á Norðurlandi. Tveimur hand-
boltalandsleikjum nýlokið hér
og á miðvikudaginn verður
háður knattspyrnulandsleikur
á Akureyrarvelli. Þá leika lið
Islands og Danmerkur skipuð
Ieikmönnum 21 árs og yngri. í
íslenska hópnum eru sex leik-
menn frá Þór og KA, þrír úr
livoru liði.
Guðni Kjartansson landsliðs-
þjálfari valdi fyrir helgina hópinn
sem tekur þátt í leiknum fyrir
íslands hönd og lítur hann þannig
út:
Markverðir:
Haukur Bragason KA
Páll Ólafsson KR
Aðrir leikmenn:
Þorvaldur Örlygsson KA
Gauti Laxdal KA
Siguróli Kristjánsson Þór
Hlynur Birgisson Þór
Júlíus Tryggvason Þór
Þorsteinn Guðjónsson KR
Andri Marteinsson KR
Þorsteinn Halldórsson KR
Jón Sveinsson Fram
Arnljótur Davíðsson Fram
Sævar Jónsson Val
Guðni Bcrgsson Val
Jón Grétar Jónsson Val
Ólafur Þórðarson ÍA
Heimilt er að leika með tvo
eldri leikrnenn og valdi Guðni þá
Sævar Jónsson og Guðna Bergs- son úr Val í hópinn.
Knattspyrna 3. deild:
Róbert brenndi
af vítaspyrnu
Þróttur sigraði HSÞ-b á laugardag er liðin
áttust við á Norðfirði í B-riðli 3. deildar á
Islandsniótinu í knattspyrnu. Heimamenn
skoruðu tvö mörk á móti einu marki gest-
anna sem m.a. misnotuöu vítaspyrnu í leikn-
um.
Jafnræði var með liðunum í leiknum en þó
fengu Þróttarar liættulegri færi. Heimainenn
náðu forystunni í fyrri hálfleik er Agnar Arn-
þórsson skallaði boltann glæsilcga í mark
Mývetninga og þannig var staðan í leihléi.
Þegar um 20 mín. voru liðnar af síöari
hálllcik jafnaði Sigurður Arnar fyrir
Mývetninga með ágætu marki. Skömmu síð-
ar fengu Þróttarar dæmda vítaspyrnu sem
Ólafur Viggósson skoraði úr og kom liði sínu
ytir á ný. Mývetningar fengu síðan gullið
tækifæri til þess að fara með eitt stig heim er
þeim var cinnig dæmd vítaspyrna en Kóbert
Agnarsson skaut yfir markið úr henni og úrs-
litin því 2:1 fyrir Þrótt.
Knattspyrna 4. deild:
Hvöt vann stór-
sigur á Kormáki
Hvöt hélt sigurgöngu sinni i E-riðli 4. dcildar
í knattspyrnu áfram á laugardag en þá vann
liðið stórsigur á Kormáki á Blönduósi.
Heimamenn skoruöu alls 7 mörk á móti 2
mörkum Kormákursmamia.
Hermann Arason skoraði fyrsta mark
leiksins fyrir Hvöt snemma í leiknum, með
góðu skoti beint úr aukaspyrnu. Þór Þor-
steinsson jafnaði fyrir Kormák skömmu
síðar. Axel Rúnar Guðmundsson skoraði
næstu tvö mörk fyrir Hvöt og breytti stöð-
unni í 3:1. Páll Leó Jónsson skoraði fjórða
markið en á lokamínútu hálfleiksins skoraði
Bjarki Haraldsson annað inark Kormák-
ursmanna.
í byrjun seinni hálfleiks skoraði Axel Rún-
ar sitt þriðja mark og finimta mark Hvatar.
Páll Leó gerði sitt annað mark og sjötta
mark liðsins og í lok lciksins skoraði Axel
Rúnar sitt fjórða inark og sjöunda markið
fyrir Hvöt.
Leikurinn var ekkert sérlega vel leikinn.
Hvatarmenn fengu mun fleiri færi í leiknum
en tókst ekki að nýta þau.
HSÞ-c sigr-
aði Vask
HSÞ-c bætti við öðrum þremur stigum í safn-
ið á laugardaginn en þá sigraöi liðið Vask að
Ýdölum með tveimur mörkum gegn einu í F-
riðli 4. deildar í knattspyrnu.
Leikurinn var illa leikinn af báðum liðum
en úrslit leiksins þykja þó nokkuð sanngjörn.
Heimamenn komust yflr í fyrri hálfleik með
marki Þórarins lllugasonar en Donald Kelly
jafnaði fyrir Vask fyrir leikhlé. Skömmu fyr-
ir leikslok skoraði Þórarinn Jónsson síðan
sigurmarkið fyrir heimamenn við mikinn
fögnuð.
Fyrsti sigur
Neista
Neisti frá Hofsósi vann sanngjarnan sigur á
Árroðanum á Laugalandsvelli á föstudags-
kvöld, 2:0. Þeir Magnús Jóhannesson og
Björn Guöbrandsson skoruðu mörkin. Þetta
var fyrsti sigur Neista í 4. deildinni í ár og
jafnframt fyrstu mörkin sem liðið skorar.