Dagur - 22.06.1987, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 22. júní 1987
íþróttir.l
Þorgils Óttar, fyrirliði landsliðsins, skorar annað marka sinna gegn Dönum á föstudagskvöld,
Handbolti - ísland - Danmörk:
Einar bjargaöi liðinu
frá stórtapi
„Þetta var mjög lélegur leikur
af okkar hálfu og þá sérstak-
lega varnarleikurinn en vörnin
var hriplek. Við gerðum mikið
af byrjendamistökum og hefð-
um tapað mun stærra ef Einar
hefði ekki bjargað okkur með
góðri markvörslu,“ sagði
Þorgils Óttar Mathiesen fyrir-
liði íslenska handboltalands-
liðsins, eftir tapið gegn Dönum
í íþróttahöllinni á Akureyri á
föstudagskvöld.
Já það eru orð að sönnu hjá
Þorgils Óttari. íslenska liðið virk-
aði lítt sannfærandi, leikmenn
liðsins voru þungir á sér og gerðu
mikið af byrjendamistökum. Það
nýttu Danir sér vel og sigruðu
mjög sannfærandi 21:17. Þeir
voru yfir frá fyrstu mínútu og
aðeins einu sinni var jafnt í leikn-
um, Þorgils Óttar jafnaði 1:1 á 3.
mín. en áður hafði Einar varið
víti. Síðan fór að síga á ógæfu-
hliðina, leikmenn fóru illa með
góð færi, skot í stöng, slá og
framhjá markinu í dauðafærum.
Mestur var munurinn 4 mörk í
fyrri hálfleik, 11:7 en í hálfleik
var staðan 12:9. Markvörður
Dana, Karsten Holm skoraði eitt
marka liðsins en hann fór jafnan í
sóknina þegar liðið lék einum
færri og reyndist það mjög vel.
Einar endaði fyrri hálfleikinn á
sama liátt og hann hóf hann, þ.e.
með því að verja víti og var það
þriðja vítið sem hann varði í
leiknum.
Flestir áttu von á því íslensku
leikmennirnir kæmu tvíefldir til
seinni hálfleiks en svo var ekki.
Danir skoruðu tvö fyrstu mörkin
í hálfleiknum og juku muninn í 5
mörk, 14:9. Þá komu tvö mörk
frá þeim Kristjáni Arasyni og
Sigurði Gunnarssyni og staðan
breyttist í 14:11. Síðan skoruðu
liðin á víxl fram á 49. mín., að
Guðmundur Guðmundsson
minnkaði muninn í tvö mörk,
17:19 og reyndist þetta mark
Guðmundar sem skorað var 11
mín. fyrir leikslok síðasta markið
hjá íslenska liðinu. Danir bættu
við tveimur mörkum á síðustu
mínútu leiksins og unnu sann-
gjarnan sigur, 21:17.
Þetta var ekki dagur strákanna
í íslenska liðinu, þeir fundu sig
hvergi að undanskildum Einari
Þorvarðarsyni sem kom í veg fyr-
ir stórslys og þá átti Sigurður
Gunnarsson ágæta spretti.
Danska liðið lék ágætlega í
þessum leik, með þá Morten Stig
Christensen, Lars Lundbye,
Bjarne Simonsen og markvörð-
inn Karsten Holm sem bestu
menn.
Dómararnir voru þýskir,
Heuchert og Norek og voru þeir
sæmilegir.
Mörk íslands: Sigurður Gunn-
arsson 6, Kristján Arason 5(1),
Guðmundur Guðmundsson 2,
Þorgils Óttar 2, Páll Ólafsson 1
og Geir Sveinsson 1.
Mörk Dana: Morten Stig 4,
Bjarne Simonsen 4, Lars Lund-
bye 4, Erik Veje Rasmusen 3(1),
Michael Fenger 3(2), Hans P.M.
Andersen 1 Lars Gjöls Andersen
1 og Karsten Hoim 1.
Handbolti - ísland - Danmörk:
0g enn lá landinn
- fyrir Dönum 26:22
Fyrsti landsleikurinn í hinni
glæsilegu íþróttahöll á Húsavík
fór fram á laugardaginn. Þaö
var mikil stemmning meðal
áhorfenda sem voru tæpleg eitt
þúsund. En vonbrigðin með
leikinn og þó sérstaklega
íslenska liðið voru mikil.
Þessi leikur er áreiðanlega einn
slakasti landsleikur sem fsland
hefur leikið í langan tíma, og
reyndar hálfgert hneyksli eftir
yfirlýsingar Bogdans þjálfara fyr-
ir þessa leiki, að ísland myndi
vinna þá aila. Það var aðeins á
fyrstu mínútunum sem íslenska
liðið virkaði sannfærandi, eftir
það fóru menn niður á hælana og
Danir fóru að síga fram úr jafnt
og þétt. Undir lok fyrri hálfleiks
fékk Guðmundur Guðmundsson
að sjá rauða spjaldið fyrir gróft
brot og lék því ekki meira með.
Staðan í hálfleik 14:8 fyrir Dani.
í síðari hálfleik héldu Danir
áfram að auka forskotið og mest-
ur var munurinn 21:12 um miðj-
an hálfleikinn. Undir lok leiksins
rétti íslenska liðið aðeins úr kútn-
um og-var það aðallega fyrir
framlag Sigúrðar Sveinssonar
sem sköraði fimm af sex síðustu
mörkum íslands. íslenska liðið
var þufigt og'svifaseint, menn
gerðu sig seka um mistök sem
ekki eiga að sjást í landsleikjum
og það virtist sem menn væru að
ljúka leiðinlegu skylduverki.
En Bogdan þjálfari segir að
þeir séu þungir og þreyttir eftir
erfiðar æfingar og þetta eigi eftir
að lagast. Bestu menn Islands
voru Sigurður Sveinsson og Þor-
gils Óttar. Danska liðið lék léttan
og skemmtilegan handknattleik,
þeir voru sneggri en okkar menn
og unnu vel saman bæði í vörn og
sókn, þeirra bestu menn voru
Michael Fenger, Morten Stig og
Erik Veje.
Mörk íslands: Sigurður Sv. 7,
Þorgils Óttar 5, Alfreð 3, Sigurð-
ur G, Kristján og Karl 2 mörk
hvor og Júlíus 1. Flest mörk
Dana gerðu Fenger 8 og Erik
Veje 4. ASG
Óhressir skólamenn að Laugum:
Óánægja vegna
vinnubragða
ráðuneytisins
- heimavist Hússtjórnarskólans
leigð einstaklingi
Mikill hiti er nú í forráða-
mönnum Héraðsskólans að
Laugum í Reykjadal. Málum
er þannig háttað að Héraðs-
skólinn hefur um áratugaskeið
rekið sumarhótel að Laugum
og vegna mikillar aðsóknar
hefur heimavist Hússtjórnar-
skólans verið leigð vegna
starfseminnar. Skólanefnd
Hússtjórnarskólans hafði áður
séð um leigu húsnæðisins til
Héraðsskólans en lét af störf-
um á síðasta ári þegar Hús-
stjórnarskólinn var lagður
niður. Leituðu Laugaskóla-
menn því til menntamálaráðu-
neytisins í október sl. og sóttu
um áframhaldandi leigu á
húsnæðinu fyrir sumarið 1987
og taldi starfsmaður ráðuneyt-
isins, sem við var rætt og talið
var að hefði lögsögu í málinu,
að ráðuneytið myndi ekki
standa í vegi fyrir óbreyttri til-
högun. í maíbyrjun barst síðan
sú frétt að ráðuneytið hefði
ieigt Hjördísi Stefánsdóttur,
fyrrverandi skólastjóra Hús-
stjórnarskólans, öll hús þeirrar
stofnunar til einkaafnota og
hyggst hún reka þar hótel á
eigin reikning.
Laugaskölamenn eru afar
óhressir með þessa framvindu
mála en hótelreksturinn hefur
skilað skólanum stórum fjárupp-
hæðum sem nýttar hafa verið til
viðhalds húsa og endurnýjunar,
auk tækjakaupa o.fl. Síðasta ár
skilaði hótelreksturinn skólanum
um fjórum milljónum króna. Þá
lentu hótelhaldararnir í vandræð-
um vegna þess að bókað hafði
verið í heimavistina með löngum
fyrirvara. Síðar hafði mennta-
málaráherra góð orð um að gert
yrði ráð fyrir þessu í samningum
við Hjördísi, en Steinþór Þráins-
son, skólastjóri Laugaskóla,
sagði engin slík ákvæði hafa fyrir-
fundist þegar upp var staðið.
Að sögn Steinþórs hefur
Hjördís notið góðs stuðnings
Halldórs Blöndal alþingismanns í
þessu máli og sagði hann Halldór
m.a. hafa komið með þau rök að
þetta væri réttlætanleg sárabót
fyrir Hjördísi sem missti starf sitt
þegar Hússtjórnarskólinn var
lagður niður. Steinþór vildi hins
vegar að fram kæmi að Hjördís
væri enn á launum sem skóla-
stjóri þó rúmt ár væri síðan skól-
inn var lagður niður. Þá sagði
hann Halldór hafa komið með
þau rök að Hússtjórnarskólinn
hefði borið of lítið úr býtum
vegna leigunnar síðustu ár og
þessi ráðstöfun væri tilraun til
úrbóta. Sagði Steinþór í því
sambandi að Laugaskóli hefði
greitt 72 þúsund kr. í leigu á
mánuði árið 1986 en að Hjördís
greiddi 200 þúsund krónur fyrir
þrjá mánuði í ár og hefði einnig
stórt einbýlishús til afnota sem
Hússtjórnarskólinn ætti auk þess
sem hún hefði eldhús skólans,
borðssal og setustofu en Lauga-
skóli hefði ekki haft neitt af þessu
í fyrra.
Steinþór Þráinsson sagði að
þarna væri verið að taka mikinn
hluta af tekjum Laugaskóla og
færa hann í hendur einkaaðila.
„Þetta er ekki síst bagalegt vegna
þess að til stendur að Laugaskóli
fái öll þessi hús til afnota í haust
og þá verður enn meiri þörf fyrir
fé til viðhalds.“ sagði Steinþór
Þráinsson.
Dagur hafði samband við
Hjördísi Stefánsdóttur vegna
þessa máls og sagði hún mikinn
hluta af orðum Steinþórs vera
ósannindi. Hún kaus þó að segja
ekkert um málið í bili og sagðist
frekar vilja svara þessu skriflega
og er svar hennar væntanlegt á
næstunni. Hjördís vildi þó að
fram kæmi strax að Steinþór færi
með rangt mál hvað samninga
hennar og ráðuneytisins varðaði.
Sagði hún að það væri ákvæði í
samningnum um að sumarhótel
Laugaskóla fengi inni í heima-
vistinni ef þörf krefði og hún væri
búin að tala við hótelstjóra
sumarhótelsins um það mál og
hann væri nú að athuga hversu
mikið pláss hann þyrfti. Þá sagð-
ist Hjördís hafa kennt til áramóta
og væri síðan í launuðu orlofi
sem hún hefði áður verið búin að
sækja um, en hún stundaði nám í
Kennaraháskóla íslands til vors
og er nú í launuðu sumarfríi eins
og aðrir kennarar.
Þess má svo geta í lokin að
mikil aðsókn er nú að Lauga-
skóla. Borist hafa um 120
umsóknir sem verið er að svara
um þessar mundir og er það
fjölgun um 30-40 umsóknir frá í
fyrra, þrátt fyrir að Hafralækjar-
skóli taki upp kennslu í níunda
bekk í haust. JHB
FÓLKÁFERÐ!
Þegar fjölskyldan ferðast
er mikilvægt
að hver sé á sínum stað
— með beltið spennt.
J
yujgEHw.
Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar
Strandgötu 31 - Sími 24222.