Dagur - 22.06.1987, Side 12
12 - DAGUR - 22. júní 1987
Kveðjuorð:
4= Krístinn Þorsteinsson
“ fyrrverandi deiidarstjóri
Fæddur 6. október 1904 - Dáinn 10. júní 1987
Sl. föstudag, þann 19. júní 1987,
var til moldar borinn frá Akur-
eyrarkirkju Kristinn S. Porsteins-
son, fyrrverandi deildarstjóri,
sem andaðist þann 10. júní sl.
Kristinn fæddist að Hringverskoti
í Ólafsfirði sonur hjónanna Þor-
steins Þorkelssonar, bónda,
hreppstjóra og útgerðarmanns,
og konu hans Guðrúnar Jóns-
dóttur. Foreldrar Kristins bjuggu
síðan í Ósbrekku í Ólafsfirði og
þar ólst Kristinn upp. Móðir hans
andaðist 1939, en faðir hans
1957. Ósbrekka og Ólafsfjörður
áttu alltaf ríkan þátt í huga Krist-
ins Þorsteinssonar og þar dvaldi
hann á sumarsetri sínu þegar
hann skyndilega kenndi þess
meins, sem dró hann til dauða
nokkrum dögum síðar. Við frá-
fall hans vil ég undirritaður færa
honum nokkur kveðju- og þakk-
arorð frá Kaupfélagi Eyfirðinga,
en hjá kaupfélaginu vann hann
nánast alla sína starfsævi.
Kristinn réðist til félagsins
þann 15. júni 1927 og þá sem úti-
bússtjóri í Ólafsfirði. Því starfi
gegndi hann þar til í apríl 1929,
en þá varð hann deildarstjóri í
Matvörudeild félagsins á Akur-
eyri. Samtals vann Kristinn því
hjá félaginu í hálfa öld og alla tíð
af stakri trúmennsku. Matvöru-
deildin var í upphafi ekki stór í
sniðum, aðeins ein búð í aðal-
verslunarhúsinu að Hafnarstræti
91, en á starfsferli Kristins byggði
félagið upp margar matvörubúðir
á Akureyri, auk þess sem útibú
bættust við við Eyjafjörð, þar
sem einnig var verslað með mat-
vöru, og störf Kristins jukust því
mjög að umsvifum eftir því sem
árin liðu. Kristinn var mjög góð-
ur stjórnandi, áhugasamur og
glöggur, einstaklega umhyggju-
samur gagnvart starfsfólki deild-
arinnar, sem fór sífjölgandi, enda
bar það mikið traust til hans.
Hann kynnti sér jafnan þær
nýjungar sem efstar voru á baugi
í verslunarrekstri og á starfstíma
hans var t.d. opnuð fyrsta búðin
með kjörbúðarsniði, að Brekku-
götu 1, og þá sennilega fyrsta
kjörbúð á landinu. Allir sem með
Kristni störfuöu munu ávallt
minnast hans sem sérstaklega
trausts og góðs stjórnanda.
Þann 6. október 1928 steig
Kristinn Þorsteinsson það mikla
gæfuspor í lífi sínu að kvænast
Lovísu Pálsdóttur, sem fædd er
11. janúar 1907 á Akureyri.
Lovísa reyndist Kristni einstak-
lega traustur og góður lífsföru-
nautur, og þau reyndar hvort
öðru, en þau voru einstaklega
samhent í því að skapa lífi sínu
fagran og traustan farveg. Ein-
staklega smekklcgt heimili þeirra
stendur að Hamarstíg 22 á Akur-
eyri þar sem þau áttu sér og sín-
um hlýtt og notalegt skjól og
þangað sem vinir voru ávallt
velkomnir. Börn þeirra eru
Gunnlaugur, fæddur 7. ágúst
1929, fræðslufulltrúi KEA, maki
hans er ‘Gun Kristinsson,
Guðrún, fædd 23. nóvember
1930, píanóleikari, og Margrét
Halldóra, fædd 16. maí 1942,
húsmóðir, hennar maki er Erik
Hakansson, bankaútibússtjóri í
Reykjavík. Missir þeirra allra, og
barnabarnanna er mikill við frá-
fall Kristins, því fjölskyldutengsl-
in voru afar sterk. Mestur er
missir Lovísu, sem sér á bak lífs-
förunaut sínum eftir nærfellt sex-
tíu ára sambúð þar sem nánast
hvert fótmál hefur verið sameig-
inlegt og tveir hugir sem einn.
Þau áttu sér m.a. sameiginleg
áhugamál í því að unna góðum
listum, sérstaklega hljómlistinni,
og þau voru trúuð og kirkjuræk-
in. Ég veit að það er trúartraustið
og fullvissan um endurfundi
handan móðunnar miklu sem nú
kemur Lovísu til huggunar og
styrktar í þeirri miklu sorg að sjá
á bak elskuðum eiginmanni. Ég
sendi henni og fjölskyldunni allri
innilegustu samúðarkveðjur mín-
ar og fjölskyldu minnar og bið
þeim Guðs blessunar í sárum
harmi.
Kristinn Þorsteinsson var mjög
eftirminnanlegur maður sakir
mikilla mannkosta. Hann var
hjartahlýr og mikill vinur vina
sinna. Hann var góður félagi í
starfsmannahópnum í KEA og
þeir sem með honum störfuðu
eru honum mjög þakklátir fyrir
samstarfið. Hann er nú horfinn
sjónum okkar dauðlegra manna
og dvelur í austrinu eilífa handan
móðunnar miklu. Að leiðarlok-
um færi ég honum innilegustu
þakkir fyrir hönd Kaupfélags
Eyfirðinga fyrir störfin öll. Pers-
ónulega færi ég honum bestu
þakkir fyrir samstarf og vináttu
og bið honum Guðs blessunar.
Valur Arnþórsson,
kaupfélagsstjóri.
Ég hafði dvalið um þriggja vikna
skeið í Reykjavík, þegar mér
barst sú óvænta fregn að Kristinn
Þorsteinsson væri látinn.
Skömmu áður en ég fór suður
hitti ég hann á förnum vegi og
vottaði honum samúð vegna
nýlátinnar systur hans. Þá sagði
hann í sínum gamansama tón:
„Ef ég verð á undan þér nafni
minn til fyrirhcitna landsins, þá
rétti ég þér hendina og kippi þér
innfyrir.'1 Þessi síðustu orð, sem
ég heyrði hann segja lýsa vel
gamansemi hans og óbifanlegri
trú á annað líf.
Kristinn var fæddur í Hring-
verskoti í Ólafsfirði 6. október
1904, sonur hjónanna Þorsteins
Þorkelssonar, hreppstjóra og
Guðrúnar Jónsdóttur. Ungur að
árum flutti hann með þeim að
Ósbrekku í sömu sveit og við
þann bæ voru foreldrar hans og
þau systkini kennd. Ungur heyrði
ég föður minn minnast á
Ósbrekkuheimilið. Hann sagði
að þar ríkti sérstök reglusemi og
systkinin væru öll samhent í
verki, utanbæjar, sem innan.
Hann sagði að það væri ánægju-
legt að koma á þetta heimili og
sjá þessi prúðu og myndarlegu
ungmenni vinna störf sín með
gleði og kostgæfni. Eins og fyrr
segir var Þorsteinn faðir Kristins
hreppstjóri í Ólafsfirði um langt
árabil, á þeim tíma þegar
kauptúnið var að vaxa úr grasi og
beitti hann ætíð stjórnvisku og
lagni í störfum sfnum. Hann var
virtur af öllum er til þekktu.
Guðrún Jónsdóttir móðir Krist-
ins var mikil myndarkona, söngv-
in og söngelsk og trúrækin. Þess-
um eðliskostum foreldranna var
Kristinn gæddur í ríkum mæli.
Kristinn lauk námi frá Sam-
vinnuskólanum 1926 og þá hóf
hann störf hjá Útibúi KEA í
Ólafsfirði. Árið 1929 er matvöru-
deild KEA á Akureyri stofnuð og
varð hann fyrsti deildarstjóri
hennar og því starfi gegndi hann
til 1978 er hann lét af störfum
vegna aldurs.
Ég var einn þeirra mörgu, sem
átti því láni að fagna að vinna
undir stjórn Kristins um langt
árabil. Kristinn var einlægur og
mikill samvinnumaður í orðsins
besta skilningi og hann bar hag
KEA ávallt fyrir brjósti eins þó
að hann væri hættur störfum þar.
Hann vildi einnig hag okkar
starfsmannanna, sem unnum
undir hans stjórn, sem bestan.
Þar sýndi hann þá réttsýni, sem
honum var ætíð töm. Það var
ávallt uppörvandi þegar hann
kom í verslanirnar. Hann var
fljótur að koma auga á það sem
betur mátti fara. Kristinn var
glæsimenni í sjón og raun og
sómdi sér alls staðar vel og hafði
svo einstakt lag á að vekja glað-
værð og stemmningu með nær-
veru sinni.
Ekki spillti góð söngrödd hans
fyrir og hvaða Islendingur hefur
ekki notið þess að hlusta á tví-
söng þeirra Kristins Þorsteins-
sonar og Jóhanns Konráðssonar.
Kristinn átti frumkvæði að því að
við útibússtjórarnir fórum á iðn-
aðarsýningu í Reykjavík og
heimsóknir til nærliggjandi kaup-
félaga til að kynnast starfsháttum
þeirra. í þessum ferðum var hann
fararstjóri og hélt uppi fjölda-
söng og fékk okkur til að leggja
eitthvað af mörkum. Mér er
minnisstætt á ferð til Reykjavík-
ur, þegar við fórum fyrir Hval-
fjörð í grennd við Geirshólma, í
ljósaskiptunum er Kristinn fór
með kvæðið „Helga Jarlsdóttir"
eftir Davíð Stefánsson. Frábær
rödd hans naut sín við upplestur-
inn. Ég vil geta þess hér að Krist-
inn mun hafa átt frumkvæði að
því að við útibússtjóramir fómm í
mánaðar kynnis- og starfsdvöl til
Kaupmannahafnar.
í einkalífi var Kristinn gæfu-
maður, hann gekk að eiga Lovísu
Pálsdóttur, glæsilega og greinda
konu og voru þau samhent. Þeim
hjónum varð þriggja barna auðið
og eru þau, Gunnlaugur Páll,
fulltrúi, Guðrún Anna, píanó-
leikari og Margrét Halldóra, hús-
móðir. Við starfsmenn Kristins
fengum að kynnast þeirri gest-
risni og glaðværð, sem ríkti á
heimili þeirra hjóna. Ég þakka
Kristni góð og löng kynni, og
votta eftirlifandi eiginkonu hans,
börnum og fjölskyldum þeirra
samúð mína. Blessuð sé minning
Kristins Þorsteinssonar.
Kristinn Pálsson.
Hann afi okkar er dáinn. Það er
erfitt að trúa því að við munum
aldrei sjá hann aftur í lifanda lífi.
Hann kveið aldrei dauðanum því
hann trúði því að það yrði vel
tekið á móti sér og það efumst
við ekki um, því afi var mjög
trúaður maður og talaði oft um
lífið eftir dauðann. Samt er
söknuðurinn ætíð yfirsterkari.
Hann var mjög söngelskur og
átti það oft til að taka okkur með
sér inn í stofu, setjast fyrir fram-
an orgelið og svo var spilað og
sungið. Við nutum þeirra stunda
mjög og komum til með að sakna
þeirra mikið. Hann var óþreyt-
andi við að kenna okkur hina
ýmsu sálma og bænir, sem hann
kunni ógrynni af. Ég man sér-
staklega eftir því þegar við vor-
um yngri þá kom hann oft inn til
okkar á kvöldin og bað bænirnar
með okkur og sagði okkur frá
Guði. Á sunnudögum fórum við
alltaf með honum í kirkjuna og
fengum við alltaf að sitja með
honum uppi hjá kórnum til að
fylgjast með öllu saman.
Afi hafði sérstaklega gaman af
því þegar öll fjölskyldan var sam-
an komin heima hjá honum og
ömmu í Hamarstíg á Akureyri.
Þá spiluðum við og sungum sam-
an keðjusöng eða margraddað
eða jafnvel tókum í spil. Margar
okkar bestu minningar eru þegar
við sátum öll saman og spiluðum
„Lander“ fram eftir kvöldi. Þá var
mikið hlegið og hafði afi oft mest
gaman af.
Alltaf hafði afi jafn gaman af
því að fara til Ólafsfjarðar í
sumarbústaðinn þeirra ömmu, en
afi var fæddur þar og uppalinn.
Þar var alltaf nóg að gera og sá
liann um að þar væri öllu vel við
haldiö. Einu sinni gekk hann
með okkur barnabörnum sínum
upp að tóftum Ósbrekkubæjar-
ins, þar sem afi og systkini hans
ólust upp. Hann sýndi okkur
hvar bæjarhúsin stóðu og lýsti
öllu svo vel að við sáum allt ljós-
lifandi fyrir okkur.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að sjá afa hressan og kát-
an þegar ég skrapp til Akur-
eyrar í vikunni fyrir hvítasunnu.
Við þökkum afa fyrir allar
ánægjustundirnar sem við áttum
með honum og munum ætíð
geyma í minningunni um hann.
Við munum aldrei gleyma
honum.
Elsku amma mín, við biðjum
Guð að vera með þér og styrkja
þig nú þegar afi er horfinn frá
okkur. Blessuð sé minning afa
okkar.
Bryndís og Kristinn
Engin orð fá lýst þeim djúpa
söknuði sem ríkir við fráfall okk-
ar elsku afa og tengdaföður og
enginn mun fylla það skarð sem
hann skildi eftir. En minningin
um hann mun verða okkur eilíft
og ómetanlegt veganesti. Hann
virtist hafa óþrjótandi lífsorku og
smitaði svo útfrá sér með lífsgleði
sinni, að hverjum manni hlaut að
þykja vænt um hann.
Þú varst okkur svo mikils virði
elsku afi og Kristinn tengdapabbi
að allar sameiginlegu stundirnar
tengdar gleði og sorg eða hvers-
dagslífinu, hafa nú fengið yfir sig
einhvern hátíða- og helgiblæ. Við
fyllumst þakklæti þegar við hugs-
um til liðins tíma og þeirra sterku
banda sem bundust og verða
aldrei rofin.
Við vorum öll sameinuð þegar
þú leiddir okkur í töfraheim
Ijóða og kvæða eða þegar við
sungum saman.
Afi bar svo djúpa og sanna
virðingu fyrir náttúrunni að það
hafði áhrif á alla sem kynntust
honum náið. Skilningur hans og
næmi fyrir listum gerðu hann svo
sérstaklega lifandi að hver stund
gaf mikið og tengdi okkur saman.
Trú hans og traust á æðri máttar-
völd veitti honum styrk í erfiðum
veikindum svo jafnvel dauðinn
varð eðlilegur og sjálfsagður fyrir
honum og þannig fyrir okkur öll.
Svo sáttur varstu við lífið elsku
afi, að þú kvaðst tilbúinn til
brottferðar hvenær sem væri.
Djúp sannfæring þín um að öll
myndum við að lokum sameinast
í kærleika og hittast á ný er okkar
huggun nú.
Elsku amma og Lovísa tengda-
mamma. Guð styríci þig í söknuði
þínum og megi minningarnar
veita þér birtu sína og orku.
Heima hjá ykkur ríkti alger
sameining og ástúð, þið tókuð
opnum örmum við erlendri
tengdadóttur sem fann fyrir því
innilega sambandi og djúpu sam-
kennd sem ríkti milli manns
hennar og foreldra. Heimili ykk-
ar varð fljótt heimili hennar svo
sterkt kærleikssamband rnyndað-
ist milli heimilanna tveggja sem
aldrei bar skugga á.
Samheldni fjölskyldunnar var
ykkur afa mikils virði og saman
virtust þið öll ein sál.
Afi og amma voru og eru okk-
ur yngri lifandi fordæmi sam-
hcldni og umhyggjusenti gagn-
vart sínum nánustu.
Minningin um elsku afa er eins'
og björt ilntandi rós sem veitir af
angan sinni þar til við samein-
umst á ný.
Ó, sjá þú Drottins björtu braut,
þú barn, sem kvíðir vetrar þraut.
f sannleik hvar sem sólin skín
er sjálfur Guð að leita þín.
í hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er allt vort stríð,
hið minnsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár.
M. Joch.
Kristín, Ásdís og Gun.
Augfysencíurtakið e/tir!
Augfysingar þwfa að berast augCýsingadeiíd jyrir kL 12
daginnfyrir utqafudaq.
í mánudagsbíað jýrir fiC. 12 föstudaga.
C) Auq íýs inq adeitd.
Strandgötu 31, AÁureyri sími 96-24222.