Dagur - 30.06.1987, Page 4

Dagur - 30.06.1987, Page 4
4 - DAGUR - 30. júní 1987 á Ijósvakanum. í kvöld kl. 20.50 verður sýnd á Stöð 2 myndin Uppreisn Hadleys. SJÓNVARPIF ÞRIÐJUDAGUR 30. júní 18.30 Villi spæta og vinir hans. 24. þáttur. 18.55 Unglingarnir í hverf- inu. Fimmti þáttur. 19.25 Fréttaágrip á tákn- máli. 19.30 Poppkorn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Bergerac. Annar þáttur. 21.35 Saga tískunnar. (Story of fashion.) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Breskur heimildamynda- flokkur í þremur þáttum um sögu þess menningar- fyrirbæris sem tíska nefnist. 22.35 Kastljós Þáttur um erlend málefni. 23.05 Leyniþræðir (Secret Societies) Annar þáttur umdeilds, bresks heimildamynda- flokks. 23.35 Dagskrárlok. SJÓNVARP AKUREYPT ÞRIÐJUDAGUR 30. júní 16.45 Laus úr viðjum (Letting go). Bandarísk sjónvarpsmynd. Myndin fjallar um ástvina- missi, skilnað og sársauka þann og erfiðleika sem fylgja í kjölfarið. 18.15 Knattspyrna - SL mótið -1. deild. 19.30 Fréttir. 20.00 Miklabraut. (Highway To Heaven) Bandarískur framhalds- þáttur. 20.50 Uppreisn Hadleys. (Hadleys rebellion). Bandarísk sjónvarpsmynd. Sextán ára sveitastrákur fer i úrvalsskóla fína og ríka fólksins. Þar lendir hann fljótt utangátta en hann trúir því statt og stöðugt að hann geti nýtt afburðar íþróttahæfileika sína til að sigra heiminn. 22.20 Oswaid réttarhöldin. (The Trial Of Lee Harvey Oswald.) Bandarískur framhalds- myndaflokkur í 5 hlutum. 1. þáttur. Menn voru felmtri slegnir og í miklu uppnámi þann 22. nóvember 1963 en þá var John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna myrtur. Lee Harvey Oswald var grunaður um morðið, en aldrei var hægt að sanna eða afsanna sekt hans, þar sem hann var sjálfur myrt- ur á leið til réttarins. í þessum þáttum eru réttar- höldin sett á svið, kvið- dómur skipaður og í lokin kveðinn upp dómur yfir Lee Harvey Oswald. 23.20 Lúxuslif. (Lifestyles of the Rich and Famous). 00.05 Aðdáandinn (The Fan). Sally Ross (Laureen Bacall) er fræg leikkona. Einkaritarinn hennar, Belle Goldman hugsar um nánast allt fyrir Sally, þar á meðal að- svara aðdáend- um sem skrifa til leikkon- unnar. Einn aðdáandi Sallyar er ekki ánægður með þessa meðhöndlun á bréfum þeim er hann sendir leikkonunni, og tek- ur því til sinna ráða. 01.35 Dagskrárlok. RÁS 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. júní 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Fréttir á ensku kl. 8.30. 9.00 Fréttir • Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sagan af Hanska, Hálfskó og Mosaskegg eftir Eno Raud. 9.20 Morguntrimm • Tón- leikar. 10.00 Fréttir • Tiikynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefáns- son. (Frá Akureyri) 12.00 Dagskrá Til- kynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Breyt- ingaaldurinn, breyting til batnaðar. Umsjón: Helga Thorberg. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir“ eftir Zolt von Hársány. 14.30 Óperettutónlist. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Afrika - Móðir tveggja heima. Fimmti þáttur: Afrísk arf- leið í Bandaríkjunum, upp- haf réttindabaráttu blökkumanna. 16.00 Fréttir • Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir • Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar: 17.40 Torgið. 18.00 Fréttir • Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Glugginn - Bandaríska skáldkonan Louise Erdrich. 20.00 Leikhústónlist. 20.40 Málefni fatlaðra. 21.10 Ljóðasöngur. 21.30 Útvarpssagan: „Leik- ur blær að laufi" eftir Guðmund L. Friðfinns- son. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Rithöfundur í hálfa öld. Dagskrá um Guðmund Daníelsson. 23.20 íslensk tónlist. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. ÞRIÐJUDAGUR 30. júní 6.00 í bítið. Guðmundur Benedikts- son. Fréttir á ensku kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Hall- dórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Guðrún Gunnars- dóttir og Gunnar Svan- bergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Strokkurinn. Umsjón: Kristján Sigur- jónsson. (Frá Akureyri) 22.05 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvars- son. 00.10 Næturvakt útvarps- ins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9, 10,11,12.20,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. ÞRIÐJUDAGUR 30. júní 18.03-19.00 Umsjón: Tómas Gunnars- son. Hljóðbylgjan FM 101,8 ÞRIÐJUDAGUR 30. júni 6.30 í Bótinni. Friðný Sigurðardóttir og Benedikt Barðason vekja Norðlendinga með léttum tónum og fréttum af svæð- inu. 9.30 Spilað og spjallað fram að hádegi. Þráinn Brjánsson í góðu sambandi við hlustendur. 12.00 Fréttir. Friðrik Indriðason með norðlenskar fréttir. 12.10 í hádeginu. Skúli Gautason talar við hlustendur og gefur góð ráð. 13.30 Síðdegi í lagi. Ómar Pétursson í góðu skapi með hlustendum. 17.00 Gamalt og gott. Tónlist frá fyrri árum gert hátt undir höfði. 18.00 Fréttir. 18.10 Gamla tónlistin áfram. 19.00 Dagskrárlok. 989 ÞRIÐJUDAGUR 30. júni 07.00-09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. 09.00-12.00 Valdis Gunnars- dóttir á léttum nótum. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu 92. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. 14.00-17.00 Ásgeir Tómas- son og síðdegispoppið. 17.00-19.00 í Reykjavík síð- degis. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni, 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. - Bjarni Ólafur Guðmunds- son. Barnaheimilið á Siglufirði: „Ofsalega vel tekið á móti okkur“ - segir Kristlaug Sigurðardóttir forstöðumaður, ein af nýju fóstrunum sex á Sigiufirði Fóstrumálið á Siglufirði var töluvert hitamál í vor, en þá var ákveðið að ráða 6 fóstrur sem voru að útskrifast úr Fóst- urskóla íslands. Þær vildu halda hópinn og settu það skil- yrði að annað hvort yrðu þær allar ráðnar eða engin. Okkur þótti gráupplagt að líta á þess- ar umtöluðu fóstrur við barna- heimilið á Siglufirði þegar við vorum þar í forvitnisheimsókn á dögunum og satt að segja bjuggumst við allt eins við því að sjá fóstrumenntað sexeyki, illúðlegar valkyrjur sem óráð- legt væri að koma of nálægt. Við nálguðumst barnaheimilið við Hlíðarveg með varúð. Húsið er steinhús, gamalt íbúðarhús á þremur hæðum. Sól skein í heiði og skarkali heyrðist frá leikvellin- um. Við gengum í kringum svæðið, töldum í okkur kjark og ruddumst inn. Mikið fát kom á börn og starfsfólk við þessa óvæntu truflun, starfsfélagi minn hljóp örvinglaður um lóðina og smellti af myndum, sem flestar urðu hreyfðar, tók síðan til fót- anna og sagðist þurfa að skreppa niður í Húseiningar. Ég sat eftir í súpunni, náfölur í sólinni. Ég lak niður á bekk og tautaði „O tem- pora, o mores“ og faldi andlitið með höndunum. Þá sá ég glitta í kunnuglegt andlit milli fingranna og varð strax rórra. „Þessi er ábyggilega frá Akureyri,“ hugs- aði ég með mér. „Gott ef hún er ekki kölluð Kikka.“ „Okkur var mjög vel tekið“ Þegar ég leit upp sá ég að í raun- inni hafði allur fyrirgangurinn verið ímyndun ein. Börnin léku sér eins og ekkert hefði í skorist og fóstrurnar voru hinar vin- gjarnlegustu að sjá. Kikka settist hjá mér og ég spurði hana fyrst að réttu og fullu nafni svo og hvað í ósköpunum hún væri að gera á þessum stað. Hún sagðist heita Kristlaug Sigurðardóttir og vera forstöðumaður barnaheim- ilisins. Þá fóru línur að skýrast og blaðamaður að finna sig á ný: - Ert þú ein af þessum sex samhentu fóstrum sem ollu þess- um gauragangi í fjölmiðlunum? „Jú, ég er ein af þessum sex. Við komum fjórar í byrjun mán- aðarins, ein kemur fljótlega og sú síðasta í september." Þá var samtalið rofið með hrópum: „Naglar og spýtur? Það eiga að vera til naglar og spýtur. Er ekki hægt að nota þessa drumba hérna? Er til nóg af hömrum?“ Kristlaug greiddi úr þessu og hinir ungu smiðir hófust handa við að negla á þann hátt að hamarinn lenti á höfði naglans en ekki á þumalfingrinum. - Segðu mér, hvernig gekk ykkur að fá húsnæði? „Það var nú dálítið bras en okkur var bjargað á elleftu stundu. Við búum í tveimur húsum, þrjár og þrjár saman. Ég bý í þessu hvíta húsi þarna (bendir). Þetta er höfðingjasetur sem við fengum þarna. Það þarf bara að snyrta aðeins til og þá er þetta lúxusvilla." - Nú ert þú forstöðumaður, ættir þú ekki með réttu að vera lokuð inni á skrifstofu? „Nei, nei. Auðvitað er ég í pappírsvinnunni en ég stefni að því að vera svo snögg að öllu á IBM tölvuna mína að ég geti ver- ið að meðaltali hálfan dag inni á deild.“ Mjög rúmgott leiksvæði er við barnaheimilið á Siglufirði og veitir ekki af miðað við þann fjölda barna sem þar dvelst. Hér fara knapar á harðastökki. Einn virðist hafa dottið af baki, eða kannski líst honum ekkert á gæðinginn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.