Dagur - 30.06.1987, Síða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson
30. júní 1987 - DAGUR - 9
A-lið:
Það var mikið um að vera á
KA-svæðinu um helgina en
þar fór fram Esso-mót KA í
mini knattspyrnu 5. flokks,
sem stóð frá föstudagsmorgni
og fram á seinni part sunnu-
dags. Alls mættu 18 lið frá 9
félögum víðs vegar að af land-
inu til leiks. Mótið var tvískipt,
annars vegar var um keppni A-
liða að ræða og hins vegar
keppni B-liða og var leikið í
tveimur riðlum í hvorri
keppni. í keppni A-liða voru 5
lið í riðli en 4 lið í keppni B-
liða. Það var lið Týs frá Vest-
mannaeyjum sem sigraði í
keppni A-liðanna, en í keppni
B-liðanna urðu KA-menn
hlutskarpastir.
B-Iið KA sigraði í keppni B-liðanna.
Mynd: KK
Bekkpressukeppni:
Kraftlyftinga-
menn höfðu betur
Keppnin fór fram á laugardag-
inn, á óvenjulegum stað,
nefnilega á Ráðhústorgi.
Keppt var í 5 manna sveitum
og lauk keppninni þannig að
kraftlyftingamenn unnu glæst-
an sigur, sigruðu með 117,5 kg
mun og hlutu til varðveislu
hinn nýja Leiðtogabikar sem
íslensk Æfingatæki gaf til
keppninnar.
Steikjandi hiti var úti og sólin
hellti geislum sínum yfir þanda
vöðva og strengdar sinar meðan
á átökunum stóð, Góð stemmning
náðist bæði á meðal keppenda og
áhorfenda og virtist sem bæjar-
búar kynnu vel að meta þessa
nýbreytni sem kraftlyftingamenn
stóðu fyrir.
Tvö ný Akureyrarmet voru
sett, en það voru þeir Friðrik
Jósepsson sem lyfti 160,5 kg í 100
kg flokki og Sigurður Gestsson
sem lyfti 165,5 kg í 90 kg flokki.
Bættu þeir báðir fyrri met um
!/2 kg.
Keppendur úr báðum liðum
dæmdu til skiptis og kom enginn
ágreiningur upp og sýnir það að
tekið var á í anda drengskapar og
bróðurkærleika og mættu aðrir
íþróttamenn taka sér slíkt til
fyrirmyndar. Auk þess sem Kári
Elíson var keppandi var hann
einnig kynnir!
Vöktu mikla athygli hinar
spekingslegu athugasemdir hans
um menn og málefni, en góður
kynnir er ómetanlegur í uppá-
komum sem þessum.
LJrslit bekkpressukeppninnar:
1. sæti. Sveit kraftlyftinga:
Lkms.þ. Bckkpr.
Friðrik Jósepsson 93,0 160,5
Kári Elíson 70,7 155,0
Flosi Jónsson 91,3 145,0
Freyr Aðalsteinss. 78,2 137,5
Páll Árdal 75,1 87,5
Sml. 685,5
2. sæti. Sveit vaxtarræktar:
Sigurður Gestsson 86,9 165,5
Pétur Broddason 81,1 125,0
Hörður Harðarson 94,7 112,5
Gunnar Magnúss. 76,2 95,0
Jón Óli Árnason 69,2 70,0
Sml. 568,0
Talsverð forföll voru í liði
beggja. Kraftlyftingamenn
söknuðu t.d. heimskauta-
bangsans, og vaxtarræktarmenn
áttu í ntiklum erfiðleikum með
að skrapa í sveit og urðu að hafa
tvo lánsmenn í liðinu, þá
Gunnar og Jón Óla. Næsta
bekkpressukeppni er fyrirhuguð
seinni hluta sumars eða í haust.
Veitt voru glæsileg verðlaun
fyrir þrjú fyrstu sætin í hvorri
keppni sem gefin voru af um-
boðsmönnum Esso á Akureyri og
einnig verðlaun sem markakóng-
arnir hlutu. Markakóngur í
keppni A-liðanna varð Kristinn
Hafliðason úr Tý, með 9 mörk. í
keppni B-liðanna varð Steinar
Guðmundsson úr Fylki marka-
hæstur með 8 mörk. Mótið tókst
með ágætum og stefnt er að því
að gera það að árlegum viðburði.
David Barnwell sigraði með glæsibrag í Arctic opcn um helgina. Mynd: kk
Arctic open í golfi:
Barnwell og
Haraldur sigruðu
Um 60 keppendur tóku þátt í
Arctic open, alþjóðamótinu í
golfi sem fram fór að Jaðri um
helgina og þar af 7 erlendir
kylfíngar. Leiknar voru 36 hol-
ur með og án forgjafar.
Keppni hófst kl. 21 á föstu-
dagskvöld, leikið var fram eftir
nóttu og síðan var keppni fram
haldið á sama tíma á laugar-
dagskvöld. Á meðal keppenda
var ritstjóri hins víðlesna tíma-
rits Golf world, ásamt Ijós-
myndara sínum.
Erlendu keppendurnir létu vel
af dvöl sinni hér fyrir norðan og
sögðu völlinn að Jaðri þann besta
sem þeir höfðu leikið á hér á
landi. Mjög vegleg verðlaun voru
fyrir sigur í mótinu og einnig
voru veitt glæsileg aukaverðlaun
fyrir að fara næst par 3 holum
báða keppnisdagana.
David Barnwell GA sigraði í
keppni án forgjafar, lék 36 holur
á 146 höggum. í keppni með for-
gjöf sigraði Haraldur Júlíusson
GA, lék á 135 höggum. Annars
urðu úrslit þessi:
An forgjafar:
1. David Barnwell GA 146
2. Þórhallur Pálsson GA 160
3. Sigurður Hafsteinsson GR 160
4. Peter Dezeley 160
Með forgjöf:
1. Haraldur Júlíusson GA 135
2. Skúli Ágústsson GA 142
3. Sigurður G. Ringsted GA 143
Fyrri keppnisdag fór Auðunn
Þorsteinsson næst holu á 4. braut
en þeir Árni Ketill Friðriksson og
Magnús Birgisson voru næst holu
á 18. braut, báðir 2,49 m frá
holu. Seinni keppnisdaginn fór
Símon Gunnarsson næst holu á 4.
braut, David Barnwell á 11.
braut, Hilmar Gíslason á 14.
braut og Auðunn Þorsteinsson á
18. braut.
Samband íslenska samvinnu-
félaga gaf aukverðlaunin og auk
þess færði sambandið öllum
erlendu kylfingunum teppi að
gjöf í mótslok.
Tvö lið komust áfram úr hvor-
um riðli í fjögurra liða úrslita-
keppni. í A-riðli léku Týr, KA,
Stjarnan C, Víkingur og Stjarnan
A og komust Týr og Stjarnan A í
úrslit. í B-riðli léku Huginn, Þór,
Völsungur, Fylkir og Afturelding
og komust Völsungur og Þór í
úrslit. Úrslit leikjanna í úrslita-
keppninni urðu þessi:
Týr-Stjarnan 2:1
Völsungur-Þór 2:2
Stjarnan-Völsungur 1:0
Þór-Týr 0:1
Stjarnan-Þór 4:2
Völsungur-Týr 1:1
Lokaröðin varð þessi:
Týr 3 2-1-0 4:2 5
Stjarnan 3 2-0-1 6:4 4
Völsungur 3 0-2-1 3:4 2
Þór 3 0-1-2 4:7 1
B-lið:
í keppni B-liðanna komust
einnig tvö lið áfram úr hvorum
riðli. í A-riðli léku KA, Aftur-
elding, Fylkir og Völsungur og
komust KA og Fylkir í úrslit. í B-
riðli léku KA C, Týr, Þór og
Stjarnan og komust Týr og
Stjarnan í úrslit. Úrslit leikjanna
í úrslitakeppninni urðu þessi:
KA-Fylkir 3:0
Týr-Stjarnan 2:5
KA-Stjarnan 2:1
Týr-Fylkir 3:0
Stjarnan-Fylkir 0:2
KA-Týr 1:0
Lokaröðin varð þessi:
KA 3 3-0-0 6:1 6
Stjarnan 3 1-0-2 6:6 2
Týr 3 1-0-2 5:6 2
Fylkir 3 1-0-2 2:6 2
Skúli Ágústsson hafnaði í 2. sæti í
keppni með forgjöf. Mynd: kk
Haraldur Júlíusson sigraði í keppni með forgjöf og tekur hér við verðlaunum
sínum úr hendi Aðalsteins Jónssonar. Mynd: GT
A-lið Völsungs varð í 3. sæti í keppni A-liðanna.
Mynd: RPB
Esso-mót KA í mini knattspyrnu 5. flokks:
Týr og KA sigruðu