Dagur - 30.06.1987, Page 11

Dagur - 30.06.1987, Page 11
30. júní 1987 - DAGUR — 11 Almannavarnaæfing á laugardag: Leiðrétting í blaðinu í gær var sagt frá leikjanámskeiði íþróttafélags- ins Þórs sem hófst á Þórsvelli í gær. Einhver misskilningur var á ferðinni varðandi þann aldurs- flokk sem námskeiðið er ætlað því sagt var aö það væri fyrir hörn á aldrinum 9-12 ára. Hiö rétta er að námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 6-10 ára og skráning fer fram í dag. ET Bílbeltin hafa bjargað iJU^TERÐAR Hópslys sett á svið í Vesturdal Á laugardag var hópslys sett á svið í Vesturdal og látið reyna á hve langan tíma tæki að koma átján manns á viðeigandi sjúkrahús. Almannavarnir ríkisins stóðu fyrir verkefninu að beiðni Náttúruverndarráðs en almannavarnanefndirnar á Kópaskeri og Húsavík tóku þátt í verkefninu eins og þær þyrftu að gera ef um alvöruat- burð væri að ræða. Gengið var út frá að slysið ætti sér stað kl. 14.15 og kl. 17.30 voru allir „slasaðir“ komnir á endastöð. „Ég er ekki búinn að fá loka- skýrslurnar en hvað varðar þá þætti sem við þurftum að leysa þá gengu þeir allir upp,“ sagði Guðjón Petersen framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins í gærmorgun. „Við vorum að prófa hvernig hægt væri að ráða við svona stórslys og ef við gerum þetta ekki vitum við aldrei hvar við stöndum. Miðað við 70-80 km fjarlægð frá sjúkrahúsi má árang- ur æfingarinnar teljast mjög góð- ur og við erum þakklátir þátttak- endum fyrir hjálpina við æf- inguna.“ Þrír sjúkrabílar og fimm aðrir bílar voru notaðir við sjúkra- flutningana, gert var ráð fyrir að flugvélar væru notaðar til að flytja stórslasað fólk til Akureyr- ar og Reykjavíkur og var æfingin sett upp eins og það hefði verið gert. Upp undir hundrað manns tóku þátt í æfingunni að lögreglu og sjúkraliði meðtöldu. Þröstur Brynjólfsson yfirlög- regluþjónn á Húsavík sem vann að stjórn æfingarinnar sagði að heilt yfir væri hann ekki óánægð- ur með árangur hennar. Erfiðast hefði verið að ná í fólk til starfa þar sem æfinguna hefði borið upp á sólbjartan sumardag um helgi og margir hefðu verið að heiman. Þó væri ekki óraunhæft að halda slíka æfingu við þessar aðstæður því slys gæti einmitt orðið þegar svona stæði á. Þröstur sagðist vera þakklátur öllum þeim sem hefðu varið einum besta degi sumarsins til að vinna að þessu verkefni. Það óhapp varð meðan á æfingunni stóð að bíll sem sendur var á flugvöllinn til að ná í neyð- arhjálpargögn lenti í árekstri þegar komið var til Húsavíkur. Engin meiðsl urðu á fólki en bíll- inn skemmdist töluvert, jeppinn sem ekið var aftaná skemmdist minna og var ökufær eftir óhapp- ið. IM Vinningstölur 27. júní. Heildarvinningsupphæð kr. 3.844.869.- 1. vinningur var kr. 1.925.074,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur var kr. 576.799.- Skiptist á milli 149 vinningshafa, 3.871.- kr. á mann. 3. vinningur var kr. 1.343.016.- Skiptist á milli 4866 vinningshafa sem fá 276 - kr. hver. Upplýsingasími 91-685111. Bíllinn sem var að ná i neyðarhjálpargögnin og lenti í árekstri meðan á æfingunni stóð. Nýja hellulínan Gerir þér mögulegt ac! vera þinn eigin hönnudur Vid leggjum tili 20x20 KROSSSTEINN 10x20 KUBBUR Dœmi um mynstur KROSS KROSS + STUBBUR KROSS 10x10 STUBBUR 20x20 HELLA HELLA + KUBBUR + KUBBUR + STUBBUR MÖL&SANDUR HF. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 1 Þu teiknar þinar hugmyndir LAUF

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.