Dagur - 01.07.1987, Page 2

Dagur - 01.07.1987, Page 2
2 - DAGUR - 1. júlí 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GEST.ÚR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.___________________________________ Jón Baldvin er í fjölmiðlaleik Stjórnarmyndunarviðræður Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa siglt í strand. Jón Baldvin hefur látið í það skína að stjórnarmynd- un hafi ekki tekist vegna kröfu framsóknarmanna um fjóra ráðherrastóla. Það er rangt. Viðræðurnar fóru út um þúfur vegna óheilinda Jóns Baldvins og óbilgirni sjálfstæðismanna. Framsóknarmenn voru við öllu búnir í þessum viðræðum og útilokuðu engan möguleika. Þeir gerðu ekki skýlausa kröfu um að fara með forystu í ríkisstjórninni, þó svo það sé vilji þjóðarinnar. Þess í stað gengu þeir hreint til verks, gerðu ráð fyrir þremur möguleikum í stöðunni og settu fram ákveðin skilyrði í hverju tilfelli fyrir sig. Það þurfti því enginn að fara í grafgötur um afstöðu framsókn- armanna í málinu: Ef Steingrímur yrði forsætisráðherra, fengju fram- sóknarmenn þrjá ráðherra, kratar þrjá en sjálf- stæðismenn fjóra. Ef Jón Baldvin yrði forsætisráðherra fengju kratar tvo ráðherra, framsókarmenn þrjá og sjálfstæðis- menn fjóra. Ef Þorsteinn yrði forsætisráðherra fengju sjálf- stæðismenn jafn marga ráðherra og hinir flokkarnir. Þarna var á engan hallað, enda tillit til þess tekið að forsætisráðuneytið vegur mun þyngra en önnur ráðuneyti. Þessu höfnuðu sjálfstæðismenn og krat- ar alfarið. í tímahraki setti Jón Baldvin fram þá tillögu að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra ráðherra - þar með talinn forsætisráðherrann - en hinir flokkarnir þrjá hvor, vitandi það að tillagan fullnægði alls ekki þeim skilyrðum sem framsóknarmenn höfðu sett í upphafi. Jón Baldvin vissi að þeir myndu hafna „gylliboðinu" en lést vera undrandi er það kom á daginn! Með sjónarspili sínu í lok viðræðnanna hafði Jón Baldvin það eitt að markmiði að gera hlut fram- sóknarmanna sem minnstan í augum almennings og láta líta svo út að viðræðurnar hafi strandað á heimtufrekju þeirra. Það er rangt. Samkomulag náðist ekki, fyrst og fremst vegna óbilgirni sjálf- stæðismanna, en Jón Baldvin studdi hástemmdar kröfur þeirra með ráðum og dáð. Vinnubrögð hans bera vott um óheilindi, og á slíkum grunni er illt að byggja. Steingrímur Hermannsson gekk lengra í viðleitni sinni til að skapa þíðu milli Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, en raunverulega var hægt að ætlast til af honum eftir stóryrtar yfirlýsingar Jóns Bald- vins í garð framsóknarmanna. Steingrímur sannaði þar enn einu sinni að hann er maður til að axla þá ábyrgð sem kjósendur ætlast til af stjórnmála- mönnum. En einhvers staðar verða mörkin að vera. Jón Baldvin er hins vegar í fjölmiðlaleik en á þeim leik hefur hann miklar mætur. BB ,-viðtal dagsins. Ingimar Inginiarsson, tamningamaður og kennari. „Þröng stofnræktun umdeilanlegt markmiö“ - segir Ingimar Ingimarsson hjá Hrossakynbótabúi ríkisins á Hólum Ingimar Ingimarsson, tamn- ingamaður og kennari við Bændaskólann á Hólum, starf- ar við Hrossakynbótabú ríkis- ins á sama stað. Ingimar er vel að sér í hrossaræktunarmálum, og notaði blaðamaður tækifær- ið til að ná tali af honum þar sem hann hugaði að hestum við Aðalvöllinn á Melgerðismel- um. - Þú keppir á mótinu, Ingi- mar. „Já, ég geri það. Fyrir vikið fylgist maður e.t.v. ekki eins vel með og maður hefði haft tök á sem áhorfandi, en þetta er sterkt mót, bæði með tilliti til kynbóta og gæðinga. Afkvæmahestarnir eru góðir, sérstaklega Hervar 963 frá Sauðárkróki, hann er með yfirburða afkvæmahóp. Við erum bara með tvær hryssur frá Hólum, Menju 83257003 og Þöll 83257005, þær eru báðar í eigu hrossakynbótabúsins. Menja var efst í fjögurra vetra flokknum en Þöll fjórða." - Finnst þér dómarnir vera vandaðir? „Já, mér finnst það og ég hefi varla áður séð eins vel staðið að dómum og núna. Dómararnir vönduðu sig virkilega og gáfu sér tíma, en á þessu hefur mér oft fundist vera misbrestur áður, byggingardómar hafa stundum verið framkvæmdir af sjónhend- ingu en svo var alls ekki nú." - Eru gerðar meiri kröfur nú en áður, með tilliti til dóma? „Það er engin spurning að kröfurnar harðna á milli stór- móta og í vor fannst manni á hér- aðssýningum að verulegur munur væri frá því í fyrra; hryssur sem komust í fyrstu verðlaun hefðu ekki átt möguleika á því í ár, þær voru svona rétt yfir strikinu í fyrra. Þetta er dæmi um harðn- andi kröfur." - Er þetta ekki líka dæmi um góðan árangur í ræktun? „Þegar maður lítur til lengri tíma þá stafar þetta af framförum í hrossaræktun, en dómar mega ekki harðna meira en sem svarar þeim framförum, sem verða. Þegar maður fer að rýna í dóm- ana þá getur maður ekki áttað sig á meðalhrossinu því allar ein- kunnir eru á bilinu 7 til 8. Það má ekki dengja þessu öllu í eina hrúgu." - Hvað finnst þér um þá gagn- rýni, sem komið hefur fram um að góður hestur sem hefur t.d. allan gang fær ekki fyrstu eink- unn vegna þess að ágallar eru í byggingunni, en hesturinn nánast gallalaus að öðru leyti? „Ég álít að þetta tvennt verði alltaf að fylgjast að. Það er ekki hægt að líta framhjá byggingar- lagi hestsins, það verður að fylgja með. Við megum ekki horfa ein- göngu á kostina." - Hvað viltu segja um þann mikla áhuga, sem gripið hefur um sig í hrossaræktun? „Menn eru farnir að átta sig á að þetta er búgrein, sem menn geta snúið sér að á tímum auk- innar kreppu í landbúnaði. Menn eru farnir að leggja í mikinn kostnað við þjálfun og tamningu á hrossum og í framhaldi af því verður að gera þær kröfur til framkvæmdar dómanna að þeir séu eins vel unnir og hægt er. Menn verða að gefa sér mikinn tíma til að meta hvert hross því þetta er mikið fjárhagslegt spurs- mál fyrir marga aðila. Það má t.d. ekki koma fyrir að keppst sé við að dæma á annað hundrað hross á einum degi." Eins yfir Að búa til ráðuneyti og ailir vita standa nú stjórnarmyndunarvið- ræður. Þessar viðræður hafa verið langar og sjálfsagt frek- ar leiðinlegar þó svo margir hafi haft gaman af að fylgjast með gangi mála. Eitt af þeim málum sem rætt hefur verið er fækkun eða samruni ráðu- neyta. Það er þó fjarri því að þetta sé í fyrsta skipti sem þessi hugmynd kemur upp. Þetta hefur lengi verið vinsælt þrætuepli stjórnmálamanna. Dr. Ólafur Ragnar Grímsson ir prófessor í stjórnmála- :ræði við Háskóla íslands og íann hefur í sinni kennslu agt mikla áherslu á að sýna ram á að eitt höfuðeinkenni á þróun íslenska stjórnkerfis- ns sé hversu lítið lög og •eglur hafa komið við sögu liii við uppbyggingu kerfisins. Þar hafa hefðir og venjur ráð- ið mjög miklu og ekki síður hafa ýmsir einstaklingar get- að haft áhrif til breytinga án þess að það þyrfti að kosta eitthvað lagavafstur og „vesen.“ Eru jafnvel til sögur um að heilu ráðuneytin hafi orðið til með því einu að ráð- herra lét búa til nýjan bréf- haus á pappíra sem hann sendi frá sér! # Þórhallur vill það ekki En valdamiklir einstaklingar hafa ekki aðeins haft mögu- leika á að framkvæma rót- tækar breytingar án mikillar fyrirhafnar heldur hafa sumir getað staðið gegn álíka rót- tækum breytingum upp á sitt einsdæmi. Dr. Ólafur Ragnar segir gjarnan eftirfarandi sögu til að sýna fram á áhrif einstakra manna á hina sér- stæðu íslensku þróun: Ein af þeim hugmyndum sem hvað oftast hefur komið upp i gegnum árin varðandi sam- einingu ráðuneyta er að setja fjármála- og viðskiptaráðu- neyti saman í eitt. Það hefur þó enn ekki verið gert og hafa aðallega tvenns konar rök verið fyrir því. Annars vegar hefur verið haft á orði að með því yrði komið til sögunnar svo stórt og mikilvægt ráðuneyti að það myndi erfiða mjög „stóla- samningana" í stjórnarmynd- unarviðræðunum. Hin mótrökin eru ögn for- vitnilegri en hafa þó haldið til þessa: „Þórhallur Ásgeirs- son vill það ekki.“ Þess má geta að Þórhallur er ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu. Var einhver að segja að „Já, forsætisráð- herra“ væri vitleysa?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.