Dagur - 01.07.1987, Page 5

Dagur - 01.07.1987, Page 5
1. júlí 1987 - DAGUR - 5 Húsnæöisskortur: Mennta- skólinn innréttar kennaraíbúð - í risi heimavistar Miklar umrædur og fréttir hafa að undanförnu verið um lítið framboð á húsnæði á Akur- eyri, hvort sem um er að ræða kaup eða sölu. Hjá mörgum fyrirtækjum sem ráðið hafa til sín starfsmenn úr öðrum landshlutum, hefur gengið mjög erfiðlega að útvega þeim húsnæði þrátt fyrir stöðugar auglýsingar vikum og mánuð- um saman. Að Menntaskólanum á Akur- eyri koma í haust nýir kennarar til starfa. Að sögn Jóhanns Sig- urjónssonar skólameistara lítur ekki vel út með húsnæði handa þeim og sagðist hann ekki sjá fram á annað en skólinn þyrfti að innrétta kennaraíbúð í húsnæði heimavistarinnar. Uppi í risi á norðurálmu húss- ins er ónotað pláss sem á sínum tíma var hluti af skólameistara- íbúð. Þarna uppi hyggst Jóhann láta innrétta litla þriggja her- bergja íbúð fyrir kennara eða aðra starfsmenn skólans. Jóhann sagðist hafa leitað ásjár hjá þingmönnum kjördæmisins um nauðsynlega fjárveitingu til verksins en þar væri við ramman reip að draga vegna yfirlýsingar sem gefin var út um síðustu ára- mót þess efnis að ekki yrði um neinar aukafjárveitingar að ræöa. Hann sagðist þó vonast til að af þessu gæti orðið. ET' krakkar i mini-golfi, Stefán Stefánsson meö kylfuna. Minigolf á Húsavík Ferðamálafélag Húsavíkur setti nýlega upp mini-golf sunnan við s u n d I a ugi n a. U msj ón a rm e n n mini-golfsins, þær Pálína Guðrún Bragadóttir og Hrefna Regína Gunnarsdóttir, sögðu að mikið hefði verið aö gera fyrstu dagana en nú væri orðið rólegra. Það væru aðallega krakkar úr bænum sem kæmu til að leika en minna kæmi af fullorönu fólki og ferða- menn hefðu ekki sýnt áhuga fyrir þessari nýjung. Mini-golfið er opið alla daga frá kl. 14:00 til 22:00. IM Hótel Kiðagil opnar í dag Hótel Kiöagil verður opnaö í dag. Kiðagil er sumarhótel sem rekið er í Barnaskóla Bárðdæla og er þetta í þriðja sinn sem þar er rekið sumar- hótel. Það eru þær Þuríður Sveins- dóttir, Elín Baldvinsdóttir og Gíslína Ólafsdóttir sem sjá um rekstur hótelsins í sumar, en þær eiga allar rætur sínar að rekja í Bárðardalinn. Kiðagil cr um 20 kílómetra inni í Bárðardal og vegna fjölda fyrirspurna vildu þær stöllur sérstaklega taka fram að vegurinn er fólksbílafær! Á Kiðagili er pláss fyrir 23 í rúmum og 10-14 í svefnpoka- plássi. Boðið er upp á morgun- verð, ýmsa smárétti, kaffi og kökur og þá má geta þess að menn geta einnig brugðið sér í gufubað, t.d. að aflokinni ferð um Sprengisand. Pá verður einnig hægt að fá keyptan kvöldverð á Kiðagili, ef pantað er með fyrirvara og einnig hyggjast þær Þuríður, Elín og Gíslína útbúa nestispakka fyrir þá sem vilja. Um nestispakkana gildir það sama og um kvöldverð- inn, að panta verður þá með nokkrum fyrirvara. Sumarhótelið að Kiðagili verð- ur opið í júlí og ágúst og sögðust hótelstýrur vera bjartsýnar á sumarið. mþþ Lj ósrriy ndun! Tek að mér andlitsmyndatökur frá 1. ágúst til 30. ágúst nk. Vinn nú sem ljósmyndari í Frakklandi. Upplýsingar í síma 96-23982 allan daginn. Sigurður Þorgeirsson, Ijósmyndari, sími í Frakklandi 37-46-04-01. Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar Strandgötu 31 - Sími 24222. Þessa dagana er verið að vinna við vegaframkvæmdir í Ljósavatnsskarði. Þar er verið að laga tvo vcgarkafla og er annar þeirra frá Stórutjörnum og að Rrossi. Verður vegurinn á þeim kafla m.a. færöur út í vatnið vegna snjóflóðahættu. Mynd: mþþ Verslunarmannahelgin: Skriðjöklar í Atíavtk Ákveðið hefur verið að halda útisamkomu í Atlavík um verslunarmannahelgina og hef- ur þegar verið samið við akur- eyrsku hljómsveitina Skrið- jökla að sjá um fjörið. Atlavík- urhátíðin hefur verið með stærstu og vinsælustu útihátíð- um landsins undanfarin ár en var ekki haldin á síðasta ári þar sem skógurinn var ekki talinn þola áganginn. „Það hefur enn ekki verið gengið alveg frá dagskrá hátíðar- innar að því undanskildu að gerður hefur verið munnlegur samningur við Skriðjöklana. Við munum hitta þá síðar í þessari viku og þá verða samningar' undirritaðir. Þá er einnig í athug- un að hafa einhverjar austfirskar hljómsveitir með þeim. Annars er sérstök nefnd að vinna í þess- um málum og þau skýrast vænt- Adolf Guðmundsson formaður UÍA. „Jú, jú, satt mun það vera, munnlegt samkomulag hefur ver- ið gert,“ sagði Ragnar Kr. Gunn- arsson, söngvari Skriðjökla, þeg- ar hann spurður um málið. „Þetta hefur verið mikið streð, enda hefur verið reynt að ná í okkur frá öllum stöðum á land- inu. Við völdum auðvitað Atla- vík því við finnum til einhvers konar ættjarðarástar gagnvart Austfjörðunum. Ég vil hvetja fólk til að koma á þessa frábæru skemmtun, við verðum í okkar allra besta formi og munum leika fyrir dansi meðan fólkið stendur í fæturna. Og mundu svo að hafa stóra mynd með viðtalinu, helst af mér einum,“ sagði Ragnar Kristinn Gunnarsson að lokum. JHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.