Dagur


Dagur - 01.07.1987, Qupperneq 7

Dagur - 01.07.1987, Qupperneq 7
1. júlí 1987 - DAGUR - 7 Einbeitingin leynir sér ekki. Eyrun sperrt, kjafturinn galopinn og spennan í. Svo þegar skipunin barst, var tiplað á tánum, engin gelt heyrðust, vinnubrögðin voru markviss og örugg. algleymingi. Hann bíður eftir skipun frá eiganda sínum. . . um sem voru í fjörugasta lagi, enda sagði Gunnar að hann væri nýbúinn að hleypa þeim út. En þegar hingað var komið, voru blaðamenn orðnir svo fullir áhuga, að Gunnar hefur sjálfsagt ekki séð annan kost vænni, en að bjóðast til að sýna okkur hvernig hundarnir vinna, sem hann og gerði. Það þurfti ekki að segja þetta tvisvar, og kallaði hann á Roy, Ringo og Lars. Rétt við bæinn er girðing þar sem í voru nokkrar rollur, sem ætlunin var að nota. Spenna færðist yfir okkur, og hundana greinilega líka þegar innfyrir var komið. Gunnar kall- aði á hundana og lét þá alla leggjast. Hann sagðist nota þá líkt og klukku, þannig að þeir færu hring um hópinn. Með ákveðnum skipunum sem fólust í blístri, og setningum líkt og: „Roy, hægri! Leggstu Roy! Lars vinstri!“ o.s.frv. fóru hundarnir einn og einn eftir þessum skipun- um, fóru þangað sem þeim var sagt, og lögðust þegar það átti við. í staðinn fyrir að gelta, löbb- uðu þeir að hópnum og færðu hann þannig til. Og ekki lét árangurinn á sér standa, féð hélst í hnapp og fór einmitt þangað sem ætlunin var að það færi. Blaðamenn Dags voru vægast sagt heillaðir af þessu; það var stórkostlegt að verða vitni að svona löguðu. Ekki var einbeit- ing hundanna minni eins og sést á myndunum hér á síðunni, þeir minntu helst á ketti sem læðast á eftir bráð, nema tilgangurinn, sem ekki var grimmd eða illúð hjá þeim. Gunnar var auðvitað spurður að því hvort ekki væri mikill munur í göngum á haustin, að hafa svona hunda. Hann sagði svo vera, og einnig væri einn kostur áberandi, en hann er sá að það er eins og rollurnar verði þægari, þær venjast hundunum og læra hvað þær eiga að gera. Við látum hér staðar numið, en blaðamenn kvöddu Gunnar, þökkuðu fyrir sig og héldu fróð- ari áfram ferð sinni um Þingeyj- arsýslur, ákveðnir í að láta sig ekki vanta á landsmót. Myndir: mþþ Texti: VG Heimasætan Lísa Gunnarsdóttir og frænka hennar úr Þingvallasveit, Linda Helgadóttir með einn af hundunum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.