Dagur - 16.07.1987, Síða 1

Dagur - 16.07.1987, Síða 1
70. árgangur Akureyri, fímmtudagur 16. júlí 1987 132. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Boðað hefur verið verkfall á virkjunarsvæði Blöndu. Það eru Iðnsveinafélag A.-Hún. og Verkalýðsfélag A.-Hún sem boða verkfallið. Verkfallið nær til allra iðnaðar- og verkamanna á svæðinu. Samningar þessara félaga hafa verið lausir frá áramótum og að sögn Jakobs Jónssonar er verk- fallið boðað til að reyna að ná fram leiðréttingu á kauptöxtum verkamanna á virkjunarsvæði Blöndu en laun þar hafa staðið í stað frá því fyrir áramót. Ef af verður mun verkfallið skella á um miðnætti á þriðjudagskvöld. Þreifingar hafa verið meðal samningsaðila allt frá áramótum, en raunverulegir samningsfundir hafa engir verið. nj Loðnukvóti ákveðinn: Veiðar hefjast vart fyrr en í ágúst - kvótinn verður endurskoðaður fyrir októberlok Margar hendur vinna létt verk . . . í góða veðrínu á Akureyri. Mynd: G.T. Ábúendur á Grísará: Stefna Akureyrarbæ og þremur ráðherrum - til greiðslu skaðabóta og afhendingar á heitu vatni Heildarloðnukvótinn á tímabil- inu frá 15. júlí til 31. október 1987 hefur verið ákveðinn 500 þúsund lestir. Þar sem ekki hefur náðst samkomulag um skiptingu heildarmagnsins milli íslands, Noregs og Græn- lands kemur til skiptingar heildarkvótans milli íslands og Noregs samkvæmt ákvæðum samnings frá 1980. Nýr bátur til Dalvíkur Um helgina heldur til veiða frá Dalvík nýr bátur sem keyptur var á dögunum. Það er útgerð- arfélagið Stefán Rögnvaldsson hf. á Daivík sem á bátinn en hann var keyptur frá Patreks- fírði. Útgerðarfélagið Stefán Rögn- valdsson hf. átti áður 23 tonna trébát sem látinn var upp í þann nýja. Nýi báturinn er 68 tonna trébátur, smíðaður árið 1960 í Þýskalandi. Kaupverð hans var tæpar 23 milljónir króna en gamli báturinn var seldur fyrir 11 millj- ónir. Fyrst um sinn verður bátur- inn á rækjuveiðum en sá gamli hafði 300 tonna kvóta. Kvóti á nýja bátnum verður um 400 tonn af fiski upp úr sjó. Skipstjóri á bátnum verður Símon Páll Steinsson en auk hans verða 3 menn á bátnum. JÓH í hlut íslendinga koma 85% heildarkvótans en Norðmenn fá 15%. Vegna leiðréttingar frá síð- ustu vertíð fá Norðmenn auka- lega rúmar 8000 lestir í sinn hlut og verður því hlutur þeirra 83.109 lestir en hlutur íslendinga 416.891 lest. Heildarkvóti þessi er bráðabirgðakvóti sem verður endurskoðaður fyrir lok október- mánaðar í samræmi við niður- stöður leiðangurs Hafrannsókn- arstofnunar í október þar sem fram fara bergmálsmælingar á loðnu á svæðinu milli íslands, Grænlands og Jan Mayen. Norðmenn hófu veiðar í gær. Alls hefur 104 norskum skipum verið úthlutað leyfi til veiða á loðnu og eru um 40 skip komin á miðin. íslendingum var einnig heimilt að hefja veiðar í gær en ekki er búist við að íslensk skip hefji veiðar fyrr en eftir verslun- armannahelgi. Loðnuskipin eru nú flest á úthafsrækjuveiðum og gera það gott. Eins og undanfarin ár verður 49 skipum úthlutað kvóta. Kvót- anum verður skipt eftir sömu reglum og gilt hafa undanfarin ár þ.e. að 67% kvótans er skipt jafnt en 33% eftir burðargetu skipanna. Heimilt er að framselja loðnukvóta milli skipa en séu stundaðar úthafsrækjuveiðar skerðist framsalsréttur á loðnu um 25 tonn fyrir hverja lest af óskelflettri rækju sem veidd er á árinu 1987. ET Ábúendur á Grísará, þeir feðgar Hreiðar Eiríksson og Eiríkur Hreiðarsson, hafa stefnt Akureyrarbæ, vegna Hitaveitu Akureyrar, landbún- aðarráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra og fjár- málaráðherra til greiðslu og afliendingar á heitu vatni. Fara þeir fram á að fá tvo og liálfan sekúndulítra af heitu vatni frá 1980 og til frambúðar auk skaðabóta vegna jarðrasks og landspjalla á jörð sinni. Að sögn Sigurðar J. Sigurðs- sonar, formanns stjórnar veitu- stofnana, keypti Hreiðar Eiríks- son umrædda jörð af ríkissjóði árið 1954 en vatnshitaréttindi voru undanskilin. Þó var ákvæði í samningnum sem sagði að ábú- andi ætti vatnsréttindi sem svar- aði til heimilisþarfa. Var það metið af landbúnaðarráðuneyt- inu sem tveir og hálfur sekúndu- lítri. Árið 1977 boraði Hitaveita Akureyrar eina holu í landi Grís- arár og kom nokkurt magn af heitu vatni úr henni en þó ekki það mikið að talið væri borga sig fyrir veituna að virkja það. Ábúandi hafði áður starfrækt gróðurhús á jörðinni og nýtt til þess vatn sem var á henni fyrir en eftir að hið aukna vatnsrennsli kom til sögunnar byggði hann fleiri gróðurhús og jók starfsem- ina í samræmi við það. Tveimur til þremur árum síðar stöðvaðist rennsli úr holunni auk þess sem vatnið, er fyrir hafði verið, hvarf. Stefna feðganna kom síðan í framhaldi af þessu. Sigurður sagði að undanfarin ár hefðu 30 mínútulítrar af heitu vatni verið látnir renna til jarðar- innar án endurgjalds í þeirri von að samkomulag myndi takast en það hefði ekki gerst enn. Við- komandi aðilar hefðu neitað að gera sams konar samkomulag og gert hefði verið við aðra sem svipað væri ástatt um. Sagði hann að þessa dagana væri verið að ræða hvort vatnsrennsli til jarðar- innar yrði stöðvað eða hvort vatn yrði áfram látið renna þangað frítt. Fiskmarkaður Norðurlands hf.: Stefnt að uppboðum í september Veikfall við Blöndu? Lokaundirbúningur starfseini Fiskmarkaðar Norðurlands hf. er nú að fara í hönd. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins hefur verið ráðinn Sigurður P. Sigmundsson og er hann nýkominn til Akureyrar. Stefnt er að því að uppboðs- starfsemi markaðarins geti haf- ist í byrjun september. Leyfi fyrirtækisins til að reka uppboðsmarkað fyrir sjávarafla var afgreitt frá sjávarútvegsráðu- neytinu 25. júní og veitt til eins árs. Leyfið er háð þeim skilyrð- um sem sett eru í nýsettum lögum um uppboðsmarkaði. Húsnæði hefur þegar verið tek- ið á leigu að Strandgötu 53. Húsnæðið allt er um 300 fermetr- ar að stærð og þar verður innrétt- að skrifstofupláss og um 250 fer- metra salur fyrir lítinn gólf- markað. Eins og komið hefur fram verður fyrst og fremst um að ræða uppboð á ólönduðum afla, sem fara fram með fjarskiptum á milli kaupenda og seljenda með milligöngu stjórnstöðvar mark- aðarins. Þrjár tegundir fjarskipta komu til greina í þessu sambandi, sími, talstöðvar og tölvur en nú hefur stefnan verið sett á síðast- nefnda kostinn. Þessa dagana er gengið frá kaupum á tölvukerfi fyrir markaðinn. Hlutafé fiskmarkaðarins er nú um 2,6 milljónir en stefnt er að því að auka það í um 5 milljónir. Stofnkostnaður við markaðinn er að sögn Sigurðar um 2,5 milljónir en inni í þeirri upphæð eru inn- réttingar tölva og húsaleiga í eitt ár. Stefnt er að því að öllum undirbúningi starfseminnar verði lokið 1. september og uppboð hefjist um það leyti. í blaðinu í dag er viðtal við Sigurð P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóra og hlaupara. ET Þess má geta að fyrir skömmu kom til framkvæmda samningur við Hrafnagilshrepp um að hann yfirtaki vatnssölu í hreppnum. í þeim samningi eru engin ákvæði um frítt vatn til Grísarár „Það eina sem ég hef um þetta að segja er að það er búið að reyna í mörg ár að ná samningum en eftir viðræður í vetur var sam- dóma álit aðila að fá þyrfti dóms- úrskurð í málinu," sagði Eiríkur Hreiðarsson. JHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.