Dagur - 16.07.1987, Page 3
16. júlí 1987 - DAGUR - 3
Guðmundur Ármann við merkin sem cndurteiknuð hafa verið fyrir Akur-
eyrarbæ. Lengst til hægri er hátiðarútgáfa, þá útgáfa í einum lit, útgáfa í
svörtum lit og loks Ijósrit af frumteikningu Tryggva Gunnarssonar.
Teiknistofan Stíll:
Meriti Akureyrar
endurteiknað
Plastiðjan Bjarg:
Pantar vélar til
prentunar á poka
- einnig aðrar fullkomnari til framleiðslu
ingarnar, tvo menn í sorphreins-
un allan tímann og tvær stúlkur í
þrifum á snyrtingunum. Gestir
lýstu ánægju sinni með aðstöð-
una og hvernig um hana var
hugsað. Klukkan fimm á morgn-
ana fórum við á stað með vinnu-
skólann og vorum búnir að þrífa
bæinn klukkan átta eða níu.“
- Hvað heldur þú að margir
hafi tjaldað á tjaldstæðunum
Sigmundur?
„Einu upplýsingarnar sem ég
hef eru frá landsmótsnefnd um
að á laugardaginn hafi verið
hérna 15-16 þúsund manns en
trúlega hefur ekki allur sá fjöldi
gist. Viðskilanaður á tjaldstæð-
unum var góður nema á tjald-
stæðinu sunnan við bæinn, þar
var hann vægast sagt hræðilegur
og allt vaðandi í rusli.“
„Ég reyndi mikið að tína upp
og ná öllu gleri sem ég sá svo það
yrði ekki brotið,“ sagði Guð-
mundur. „Það er voðalega mikill
munur að fá dósirnar miðað \ ið
glerið því ef maður nær ekki gler-
inu upp snemma á morgnana er
það brotið og mér finnst það
alveg furðulegt."
- Urðu miklar skemmdir á
gróðri eða mannvirkjum, Sig-
mundur?
„Það þarf að gera smálagfær-
ingar nánast alls staðar umhverfis
íþróttasvæðið en ég held að þetta
sé sæmilega sloppið. Runnar sem
við settum upp við efri inngang-
inn á íþróttahöllinni eru alveg
horfnir og það var lagt upp á
graseyjar jafnvel þó bílastæði
væru laus en það á eftir að koma
í Ijós hvort þökurnar jafna sig.“
- Gátuð þið eitthvað notið
mótsins sjálfir?
„Ég sá þann hluta Víkingaleik-
anna þegar báturinn var dreginn,
það var í matartíma en annars
naut ég ekki. Mér fannst
stemmningin alveg stórkostleg og
mér finnst bara stórkostlegt að
hafa upplifað þetta, t.d. að sjá
bílalest frá Fiskiðjuveri og út á
leiti, báðar akreinar alveg fullar
og menn voru sérlega kurteisir í
umferðinni,“ sagði Guðmundur
en Sigmundur svaraði: „Ég sá
eina grein, það var fjárhundasýn-
ingin. Mér heyrist að allir séu
ánægðir með mótið og þetta skil-
ur náttúrlega mikið eftir sig og
það er ekkert nema eðlilegt að
eitthvað þurfi að lagafæra eftir
svona stóra samkomu.“ IM
Afmæli Akureyrarbæjar:
Heimiluð
kaup á
Ijósabúnaði
Á afmæli Akureyrarbæjar,
sem haldið verður hátíðlegt 29.
ágúst nk. verður margt gert til
hátíðabrigða. Þar á meðal
munu fara fram leiksýningar í
Iþróttaskemmunni, en hún
hefur verið notuð til ýmissar
menningarstarfsemi í sumar.
Skemman hefur verið máluð
og keypt í hana skilrúm en lýsing
hefur hingað til verið ófullnægj-
andi. Af þessu tilefni hefur bæj-
arráð heimilað, að keyptir verði
ljóskastarar vegna fyrirhugaðra
leiksýninga, og samþykkt að
veita til þess aukafjárveitingu að
upphæð 260 þúsundum króna til
kaupa á búnaðinum. Hann verð-
ur síðan fluttur í Samkomuhúsið
til nota þar á vegum Leikfélags
Akureyrar. VG
Teiknistofan Stíll á Akureyri
hefur að undanförnu unnið við
endurteikningu á merki Akur-
eyrarbæjar. Það er Guðmund-
ur Ármann Sigurjónsson sem
unnið hefur við merkið og er
verkinu nýlokið.
Um er að ræða þrjár útgáfur af
merkinu, hátfðarútgáfu í lit,
útgáfu í bláum lit og svart/hvíta
útgáfu. í hátíðarútgáfunni legg-
ur Guðmundur til að notaðir
verði þrír litir. Ultramarin blár
litur, sá sami og notaður er í
íslenska fánanum, en þessi litur
er litur himinsins og fjarlægra
fjalla og þannig má hugsa sér að
fuglinn í merkinu beri við himin.
Rauði liturinn er rauður og
heitur litur eldsins og sá litur sem
fellur best að þeirri hugmynd er
Panton warm red. Guli liturinn
er blandaður rauðu og fellur
þannig vel að axinu í merkinu.
Merkið var einnig unnið til
prentunar í svörtum lit en sam-
kvæmt skjaldarmerkjafræði ber
að túlka liti á þann veg að fletir
með bláum lit eru táknaðir með
láréttum strikum en rauður litur
með lóðréttum strikum. Merkið
er hugsað þannig að það þoli
bæði mikla stækkun og mikla
minnkun.
Fuglinn í merkinu, Gammur-
inn, er einn af landvættunum í
skjaldarmerki íslands og í þessari
vinnslu er ekki vikið frá þeirri
hugmynd. Þessi fugl er í upphafi
tekinn úr Heimskringlu Snorra
en þar segir: „...en hann lagðisk
á brott vestr fyrir landit allt fyrir
Eyjafjörð. Fór hann inn eptir
þeim firði. Þar fór móti honum
fugl svá mikill att vængir tóku út
fjöllin tveggja og fjöldi annarra
fugla, bæði stórir og smáir. Braut
fór hann þaðan...“
Upphaflega var merkið teikn-
að af Tryggva Magnússyni en um
aldur þess er ekki vitað nákvæm-
lega þó er vitað að Tryggvi teikn-
aði fjölda merkja fyrir Alþingis-
hátíðina 1930 og gæti merkið ver-
ið frá þeim tíma. Með tímanum
hafði það breyst í meðförum
manna og því var merkið nú
endurteiknað sem mest með hlið-
sjón af upphaflegu útgáfunni.
Gefin verður út sérstök reglu-
gerð um það hvernig ber að nota
merkið, hvaða útgáfu ber að nota
í hverju tilfelli. JÓH
Nú er verið að ganga frá
endanlegri pöntun á nýjum
vélasamstæðum fyrir Plastiðj-
una Bjarg, sem koma m.a. til
með að prenta á plastpoka.
„Það hefur verið gerðmarkaðs-
könnun og er talið að við
munum ná góðri fótfestu á
landsbyggðinni,“ sagði Tryggvi
Sveinbjörnsson framkvæmda-
stjóri Bjargs í samtali við Dag.
Um er að ræða þrjár vélar. Ein
mun prenta á pokana, önnur
framleiða þá og sú þriðja er svo-
kölluð hliðarsuðuvél. Vélarnar
sem fyrir eru, verða áfram þannig
að um er að ræða bæði viðbót og
endurnýjun.
Plastiðjan kaupir hráefni bæði
frá Reykjalundi og erlendis frá.
Framleiðslan hefur verið allt frá
litlum heimilispokum og upp í
stóra ruslapoka. Þá munu þeir
áfram framleiða einnota svuntur
og hanska, en ekki hefur áður
verið hægt að prenta á plastið.
Tryggvi sagðist vonast til þess,
að vélarnar kæmust í gagnið í
haust ef allt gengur samkvæmt
áætlun. Kostnaðaráætlun vegna
kaupanna hljóðar upp á 67 millj-
ónir og koma þeir til með að fjár-
magna þau með eigin fé og láns-
fé. „Þetta er arðbært fyrirtæki,“
sagði Tryggvi að lokum. VG
Siemens innbygg-
ingartæki íeidhús
Hjá okkur fáiA þið öll tæki á sama staA: Eldavól-
ar, uppþvottavélar, kæliskápa, frystiskápa, ör-
bylgjuofna, kaffivélar, hrærivélar, brauöristar og
þannig mætti langi telja.
SIEMENS er trygging ykkar fyrir góðum tækjum
og samræmdu útliti.
íslenskir leiðarvísar fylgja með.
Reynishúsinu ■ Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyri ■ Sími27788
Mótorsláttuvélar
Verðaðeíns Husqvama
kr. 15.900 staðgreitt. , , .
slattuvelar.
Orf og Eylandsljáir.
Glerárgötu 20 • Akureyri • Sími 22233
EEMNGA
BRÉF
Einingabréf 1 nú 13-14%
umfram verðbólgu.
Einingabréf 2 nú 9-10%
umfram verðbólgu.
Einingabréf 3 nú 35-39% nafn-
vöxtun. Raunvöxtun háð verð-
bólgu.
Aukið öryggi vegna dreifingar áhættu.
Óbundið fé. Einingabréfin eru alltaf laus til
útborgunar.
Allir geta eignast Einingabréf, því hægt er að
kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er.
Gengi bréfanna:
Einingabréf 1 2.176 kr.
Einingabréf 2 1.289 kr.
Einingabréf 3 1.345 kr.
Lífeyrisbréf 1.094 kr.
Kaupþing Norðurlands hf.
Ráðhústorgi 5 * Pósthólf 914
602 Akureyri • Sími 96-24700.