Dagur - 16.07.1987, Síða 5

Dagur - 16.07.1987, Síða 5
16. júlí 1987 - DAGUR - 5 Utsalan hefst í kjallara Hrísalundar fimmtudaginn 16. júlí. Góðar vörur á alla fjölskylduna á algjöru lágmarksveröi. Herrar: Sp ariskór. v*nnusk ór. Opnir suma Buxur. Bolir. Skyrtur. Peysur. Sumarjakkar Börn: Skór. Bolir. Peysur. úoggingga||ar v'ndgallar. Samfestingar Buxur. Skyrtur. Bömur: Skór, reimaðir °9 óreimaðir. Buxur. Skyrtur. Kjólar. Peysur. „Það er mfldll byr með þessu“ - segir Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastj óri Fiskmarkaðar Norðurlands M. Margir kannast eflaust við nafnið Sigurður P. Sigmunds- son. Maðurinn er þekktastur fyrir árangur sinn í langlaupum en hann á gildandi Islandsmet í maraþonhlaupi, hálfmaraþoni og svo einhverjum „óvenjuleg- um vegalengdum“. Sigurður er nú nýfluttur til Akureyrar en hann hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands hf. sem taka mun til starfa í haust. Sigurður, sem er þrítugur að aldri, er hér mættur í viðtal um sjálfan sig, og starfið, uppbyggingu og rekstur fiskmarkaðar á Akur- eyri. Tekur því ekkí aö reima fyrir styttri vegalengdir „Ég er Skaftfellingur að uppruna en tólf ára gamall fluttist ég til Hafnarfjarðar. Mér finnst ég vera heldur meiri Hafnfirðingur en sveitamaður því þetta er orðið svo langt síðan,“ segir Sigurður. Að loknu stúdentsprófi fór Sigurður til náms í hagfræði í Edinborg og lauk því á fjórum árum. „Eg fór út vegna þess að mér fannst viðskiptafræðin hérna heima of blönduð og vildi sér- hæfa mig meira. Svo spiluðu íþróttirnar mikið inní. Það er allt annað að æfa erlendis og þarna úti náði ég mínum besta árangri í brautarhlaupum. Eftir að heim kom sneri ég mér síðan frekar að maraþoninu því af tvennu illu er heldur skárra að æfa þau hér heima. Maður þarf að geta æft styttri hlaupin á brautum allt árið.“ - Hvernig er það með hlaupara. Finnst þeim gaman að hlaupa? „Mér finnst gaman að hlaupa í skemmtilegu umhverfi þar sem lítið er um bíla. Á fögrum sunnu- dagsmorgni þá er fátt betra en að hlaupa, það er viss upplifun,“ segir Sigurður. Núna æfir hann þrisvar til fjórum sinnum í viku og þegar um hægist ætla þeir að hlaupa saman hann og annar þekktur hlaupari sem nýfluttur er í bæinn, Sigfús Jónsson bæjar- stjóri. „Ætli við munum þá ekki hlaupa svona 10 kílómetra til að byrja með, okkur finnst ekki taka því að reima skóna fyrir styttri vegalengdir." Mikill byr með þessu Að námi loknu fluttist Sigurður heim og settist að í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur hann gegnt stöðu deildarstjóra fjárfest- ingar- og rekstrarsviðs í sjávar- útvegsráðuneytinu. „Það var kominn tími til að breyta til því að ef menn eru of lengi í stjórn- kerfinu er hætta á að festast þar. Það hefur hins vegar verið geysi- lega góður skóli að vinna í ráðu- neytinu. Sjávarútvegurinn er jú stærsta atvinnugrein landsmanna og þarna gafst mér kostur á að ná góðri yfirsýn yfir það sem er að gerast. Maður er þarna í eins konar „centralstöð" sem tengir allt saman,“ segir Sigurður. En snúum okkur nú að starf- inu. Sigurður hefur eins og áður segir verið ráðinn framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar Norðurlands hf. en stefnt er að því að starfsemi hans hefjist í byrjun september. „Ég kom hér á vegum ráðuneyt- isins rétt áður en umsóknarfrest- ur um starfið rann út og þá notaði ég tækifærið til að kynna mér hvað um væri að ræða. Eftir þetta hafði ég ekki nema sólarhring til þess að ákveða mig en ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri snjallt að breyta til, ekki aðeins um starf heldur umhverfi líka. Mér sýnist þetta hafa verið rétt ákvörðun því mér hefur litist mjög vel á mig hérna og auk þess sem það er mjög góður andi yfir þeim sem vinna að undirbúningi þessa markaðar. Það er mikill byr með þessu og ef þetta géngur áfram eins og hingað til þá getur þetta orðið gott fyrirtæki. Teljum fjarskipta- markaðinn henta betur Möguleikarnir eru óendanlegir. Það er þess vegna hægt að hugsa sér útflutning. Það er einnig hægt að auka hefðbundna uppboðs- starfsemi með tímanum,“ segir Sigurður, en fyrst um sinn er ætl- unin að vera nær eingöngu með svokallaðan fjarskiptamarkað. „Norðurland er stórt svæði og langt á milli hafna og því teljum við fjarskiptamarkaðinn henta betur. Við ætlum hins vegar að byrja með lítinn gólfmarkað þeg- ar starfsemin er komin af stað.“ Nokkur óvissa var ríkjandi um það hvaða fjarskiptatækni yrði notuð á markaðinum en nú hefur stefnan verið sett á að uppboðin fari fram í gegnum tölvur. í mið- stöðinni við Strandgötu verður þá tekið við upplýsingum frá útgerðaraðilum, um aflasamsetn- ingu, stærð, aldur afla og fleira. Fiskverkendur um Norðurland verða síðan tengdir miðstöðinni og sjá hvað er í boði. Innan ein- hvers ákveðins tíma geta þessir aðilar tilkynnt að þeir ætli að taka þátt í uppboðinu. Hug- myndin er að uppboðið fari fram þannig að bjóðendur „kúpla“ sig út eftir því sem verðið hækkar, þar til einn stendur eftir sem kaupandi. „Þetta er ekki fullmót- að enn og til dæmis er ekki ljóst hvernig þetta kerfi hentar smærri aðilum sem ekki hafa yfir tölvu- kerfi að ráða. Þetta er þó senni- lega eina leiðin því símakerfið hér setur okkur þær skorður að ekki er hægt að halda „símaráð- stefnur" með fleiri en sjö aðilum. Þegar símakerfið verður öflugra í framtíðinni er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að við getum selt afla skips sem gert er út frá Vestmannaeyjum, kaupanda í Grindavík, svo dæmi sé tekið,“ segir Sigurður. Tryggara greiðslufyrirkomulag og hreinni verömyndun - En hvaða áhrif hefur svona fiskmarkaður á útgerð, fiskverk- un og fiskverð? „í fyrsta lagi er ljóst að allt greiðslufyrirkomulag verður tryggara og hraðvirkara. Áður en menn bjóða í aflann þurfa þeir að leggja fram greiðslutryggingu í viðskiptabanka sínum. Markað- Á fjarskiptamörkuðum er fisk- ur seldur óséður og þær raddir hafa hcyrst að hætta sé á að menn gefi rangar upplýsingar um gæði og samsetningu afla. „Við leggjum auðvitað talsvert mikið traust á seljendur með þessum hætti. Ég tel að það muni fljótt koma fram í tilboðum ef menn treysta ekki viðkomandi seljanda. Ef um rangar upplýs- ingar verður að ræða þá á sá selj- andi ekki auðvelt með að selja aftur inn á markaðinn. Þannig að ég hef ekki áhyggjur af þessu atriði." Ekki bara fyrir botnfísk Ef vel gengur er að sögn Sigurðar stefnt að því að hafa uppboð á hverjum degi. Á þessu stigi er hins vegar ekki hægt að spá neinu um það um hvaða magn verður að ræða. „Við erum ekki endi- lega að miða þennan markað ein- göngu við botnfisk. Við getum þess vegna boðið upp loðnu, rækju, grásleppuhrogn og fleiri tegundir. Það á eftir að skýrast af viðræðum við alla aðila hvað þetta verður umfangsmikið." Haustið 1989 verður fram- kvæmdum við nýja fiskihöfn á svæðinu norðan Utgerðarfélags- ins nær lokið og þar myndast tals-i vert afhafnasvæði. Er það fram- tíðarsvæði fyrir fiskmarkað? „Það er hugsanlegt ef við för- um út í rekstur á stórum gólf- markaði að hann verði reistur þar. En það er auðvitað bara seinni tíma mál og um þetta hef- ur ekkert verið rætt. Mögu- leikarnir eru miklir og ég er bjartsýnn á framtíðina," sagði Sigurður að lokum. ET „Það hefur verið geysilega góður skóli að vinna í ráðuneytinu.“ Mynd: gt urinn ábyrgist þannig að seljend- ur fái greitt fyrir aflann eftir viku- tíma eða svo í stað þess að nú kemur fyrir að greiðslur eru dregnar. í öðru lagi er líklegt að vinnslur sérhæfi sig meira en nú er og bjóði aðeins í þá tegund eða stærð sem þeim hentar að vinna. Hvað fiskverð snertir þá vænti ég þess að þetta geri alla verð- myndun hreinni. Ef menn vilja borga hátt verð fyrir góðan þorsk þá gera þeir það í stað þess sem verið hefur þegar um alls konar yfirborganir er að ræða. Fiskverð er nú frjálst til haustsins og mér finnst líklegt að svo verði áfram.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.