Dagur - 20.07.1987, Qupperneq 5
20. júlí 1987 - DAGUR - 5
áhuga á fæðingu Navarone og
vildu ólmir yngja þann gamla
upp, en Marco var ekki alveg á
því. Priscilla vildi hins vegar
skíra hann Elvis en Marco lét sig
ekki. Hann hafði víst engan
áhuga á að skíra son sinn í höfuð-
ið á fyrrverandi eiginmanni
unnustunnar og skildi engan
undra. Pau Priscilla eru ekki gift
og það mun ekkert vera á döf-
inni. Priscilla er mjög treg að
ganga upp að altarinu því í
hjónabandinu með Elvis heitnum
var hún mjög einangruð og Elvis
leit svo á að hann ætti hana og
gæti alveg ráðskast með hana eft-
ir eigin höfði. Hún segist vera
mjög hamingjusöm eins og stað-
an er í dag og því þá að vera að
breyta því.
Akureyri:
Umfangsmiklar breyt-
ingar á Sporthúsinu
Nú er lokið umfangsmiklum
breytingum á Sporthúsinu á
Akureyri. Yerslunin er nú
rúmlega tvisvar sinnum stærri
en hún var áður auk þess sem
allar innréttingar eru gjör-
breyttar.
„Petta breytir öllu, bæði fyrir
okkur og viðskiptavinina,“ sagði
Sigbjörn Gunnarsson, verslunar-
Afgreiðsla Eimskips:
Guðni ráðinn
umsjónaimaður
Guðni Sigþórsson var ráðinn sem
umsjónarmaður afgreiðslu Eim-
skips á Akureyri frá 12. júlí sl.
Guðni hefur starfað hjá Eimskip
frá árinu 1969, fyrst sem stýri-
maður og síðan sem yfirverk-
stjóri í vöruafgreiðslu Eimskips
frá árinu 1976.
Árið 1983 tók Guðni við starfi
vöruafgreiðslustjóra í Sundahöfn
og gegndi því starfi til 1985 er
hann tók við starfi aðstoðar-
forstöðumanns og umsjónar-
manns innanlandsflutninga
Norðurlandadeildar á aðalskrif-
stofu félagsins.
Eiginkona Guðna er Helga
Guðmundsdóttir og eiga þau 4
börn.
Eimskip vill leggja aukna
áherslu á síarfsemi sína á Akur-
eyri og bæta þjónustu við við-
skiptavini félagsins með því m.a.
að flytja starfsmann af aðalskrif-
stofu félagsins yfir á skrifstofuna
á Akureyri, og um leið efla tengsl
á milli skrifstofunnar í Reykjavík
og skrifstofunnar á Akureyri.
Aðrir starfsmenn á skrifstofu
Eimskips, eru Gunnar Jónsson
verkstjóri, Stefán Tryggvason
skrifstofustjóri, Bergljót Jakobs-
dóttir og Aslaug Borg fulltrúar,
en fastir starfsmenn Eimskips á
Akureyri eru fjórtán.
Mál og menning:
Aukahefti í tilefni
af 50 ára afmælinu
Út er komin sjötta bókin sem ber
afmælismerki Máls og menning-
ar. Þetta er aukahefti af Tímariti
Máls og menningar með ýmsu
efni sem tengist hálfrar aldar
afmæli félagsins.
í heftinu eru fyrst tvær greinar.
Jakob Benediktsson skrifar
minningar frá þeim dögum þegar
hann var framkvæmdastjóri Máls
og menningar fyrir fjörutíu
árum. Og Pétur Gunnarsson birt-
ir grein sem hann nefnir Fjögra-
blaðasmárinn og eitursveppur-
inn, um samspil sósíalisma og
þjóðarvakningar, Fjölnismenn
og stofnanda Máls og menningar,
Kristin E. Andrésson.
Meginefni heftisins eru tvær
miklar skrár sem Kristín Björg-
vinsdóttir bókasafnsfræðingur
hefur unnið. Önnur er efnisskrá
Tímaritsins frá 1977 til 1986,
vandlega flokkuð, og fylgir henni
nákvæm nafnaskrá yfir alla sem
skrifað hafa í Tímaritið þessi ár
og alla sem skrifað hefur verið
um.
Hin skráin er yfir allar bækur
sem út hafa komið á vegum Máls
og menningar og Heimskringlu
frá upphafi. Þar má finna allar
frumútgáfur bóka á vegum þessa
forlags og líka endurútgáfur, en
ekki óbreyttar endurprentanir.
Skrá þessi nær til ársloka 1986 og
telur hátt í þúsund titla.
Þetta aukahefti Tímaritsins er
142 síður, prentað í Odda hf.
Kápumynd tók Guðmundur Ing-
ólfsson en kápuna hannaði
Teikn. Ritstjóri er Silja Aðal-
steinsdóttir.
maður í Sporthúsinu. „Vinnu-
aðstaða er nú öll önnur en hún
var auk þess sem við getum sýnt
vörur mun betur en fyrr. Þetta
þýðir að við getum bætt þjónust-
una og viðskiptavinurinn finnur
fyrir þessari breytingu. Búðin er
nú björt með léttum innrétting-
um sem gnæfa ekki yfir vörurnar
sem verið er að selja.“
Aðspurður hvort búast mætti
við einhverjum breytingum á
þjónustu í kjölfarið sagði Sig-
björn að ákveðnar breytingar
væru að eiga sér stað, t.d. varð-
andi fatnað. „Við erum að fikra
okkur meira út í annan fatnað en
hreinan sportfatnað enda eru að
verða vissar breytingar í sport-
fatatísku. Við höfum í gegnum
árin oft verið á undan öðrum í
þessu og bendi t.d. á að fyrir
nokkrum árum fórum við að
bjóða upp á skræpóttar stuttbux-
ur og fleira í þeim dúr en þetta
seldist alls ekki. í dag er þetta rif-
ið út.
Við byrjum fljótlega að selja
Eigendur og starfsfólk Sporthússins í nýrri og rúmgóðri verslun. Mynd: GT
gallabuxur og í haust förum við
að selja peysur o.fl. sem er
nálægt því að vera tískufatnaður
en þó frá framleiðendum íþrótta-
vara,“ sagði Sigbjörn Gunnars-
son. JHB
lifpnr
JARÐVEGSDÚKUR
Hindrar vöxt illgresis
• TYPAR kemur í veg fyrir illgresisvöxt í
blómabeðum og matjurtagörðum.
• TYPAR hleypir regnvatni í gegnum sig.
• TYPAR er efnafraeðilega aðgerðarlaus þ.e.
gefur ekki frá sér neinar efnablöndur.
Hemill á rótarvöxt
• TYPAR kemur í veg fyrir óæskilega
dreifingu róta lóðrétt og lárétt t.d. við
hlaðna veggi.
• TYPAR ver t.d. framræslukerfi fyrir ágangi
róta.
• TYPAR ver t.d. ný beð fyrir rótum trjáa.
Ræktun á lélegum jarðvegi
y v
'o' j t. ;» v •'«
•■’ * '4; " .•.’ .•'•••' :••• •.
MKWMWMí
Glerárgötu 20 • Akureyri • Sími 22233
Innflytjandi: Orka hf.
• Þegar gróðurmold er sett ofan á lélegan
(grófan) jarðveg er gott að nota TYPAR
dúk á milli til að koma í veg fyrir jarðvegs-
blöndun eða sig.
• TYPAR hindrar rótarvöxt niður i undirlagið.
• TYPAR heldur gróðurmoldinni á sínum
stað t.d. í vatnsveðrum.
• TYPAR er sparnaður — minnkar undir-
vinnu, minna magn gróðurmoldar, t.d.
þegar ræktað er ofan á hraun.
•
é