Dagur - 20.07.1987, Síða 7

Dagur - 20.07.1987, Síða 7
Umsjón: Eggert Tryggvason 20. júlí 1987-DAGUR-7 Sigurbjörn Jakobsson nikkar boltanum yfir markvörð Víkings og skömmu síðar afgreiddi Óskar hann í netið. Mynd: gt. SL-mótið 1. deild: jngar náðu im í Keflavík igruðu ÍBK nokkuð óvænt 1. deild kvenna: KA-stúlkumar betri - sigruðu UBK 1:0 KA sigraði UBK 1:0 í fyrstu deild kvenna á föstudagskvöld- ið. KA stúlkurnar voru mun ákveðnari allan leikinn og áttu fleiri færi. Sigur þeirra var því sanngjarn þó að markið yrði aðeins eitt. KA-stúlkurnar fengu óskabyrj- un því markið kom strax á 6. mínútu. Sigrún Sigurðardóttir sendi þá langa sendingu fram völlinn þar sem Hjördís IJlfars- dóttir hljóp af sér varnarmenn UBK, lék á markvörðinn og skoraði af öryggi, 1:0. KA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik ef undan eru skildar nokkrar mínútur um miðbik hálf- leiksins þegar Blikastúlkurnar sóttu stíft án þess þó að skapa hættuleg færi. í síðari hálfleik var mun minna um samleik en í þeim fyrri en meira bar á hörkunni. Liðin skiptust á um að sækja og fengu sín færi en fleiri urðu mörkin ekki. Sigrún átti ágætt skot að marki UBK undir lok leiksins en Sigfríður í marki UBK varði vel. Hjá KA voru ungu stúlkurnar Arndís Ólafsdóttir og Eydís Marinósdóttir bestar en einnig voru þær Stella Hjaltadóttir og Yrsa Helgadóttir góðar. í liði UBK bar einna mest á Svövu Tryggvadóttur og Söru Haralds- dóttur. Bragi Bergmann dæmdi leikinn vel og veitti Hjördísi Úlfarsdóttur eina spjald leiksins. ET Bikarkeppni 2. flokks: KA í undan- úrslit KA sigraði Þrótt 4:2 í 8-liða úrslitum bikarkeppni 2. flokks á laugardaginn eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3:0. KA strákarnir voru mun betri í fyrri hálfleik og áttu þá fjölmörg marktækifæri. Fyrsta markið skoraði Grétar Pálmason en það næsta gerði besti maður KA-liðs- ins Sigurður Már Harðarson. Grétar var síðan aftur á ferðinni og staðan því 3:0 í hléi. í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn og bæði lið áttu sín færi. Það voru þó KA-menn sem juku á forskotið og komust í 4:0 með marki Jóhannesar Valgeirs- sonar. Það voru síðan þeir Steinn Helgason og Hannes Haraldsson sem minnkuðu muninn fyrir Þróttara. Sanngjarn sigur KA var þó í höfn. 2. deild Á 23. mínútu kom sigurmark leiksins og var virkilega vel að því staðið. Birgir Skúlason gaf snilldarsendingu af miðjum vall- arhelmingi Keflvíkinga, til vinstri inn i víiateig þar sem Aðalsteinn afgreiddi hann með vinstri fæti í nærhornið niðri alveg úti við stöng. Staðan 0:1 fyrir Völsunga og þeir efldust við markið, voru meira með boltann og léku hon- um oft ágætlega á milli sín. Ekki munaði þó miklu á 33.‘ mínútu er Keflvíkingar geystust í skyndisókn sem lauk með þrumuskoti Sigurðar Björgvins- sonar af vítateigshorni í stöng og út. Það má afgreiða fyrstu 37 mínútur seinni hálfleiks með því að segja hann algerlega tíðinda- lausan þar eð árangurslaust þóf réði ferðinni. Á 82. mínútu leiksins skall hurð virkilega nærri hælum Völsunga en Þorfinnur var á rétt- um stað og bjargaði. Á sömu mínútu var síðan Sigurði Illuga- syni brugðið inn á teig ÍBK er hann hugðist spyrna í netið en dómari sleppti þar ranglega vfta- spyrnu. Fjórum mínútum fyrir leikslok átti Þorfinnur sannkallað gönu- hlaup út úr marki sínu langt út í teig. Keflvíkingar náðu skoti sem stefndi í mark en Birgir Skúlason bjargaði vel með skalla á línu. Sluppu Völsungar þar endanlega með skrekkinn. Aðalsteinn Aðalsteinsson var prímusmótor í leik Völsunga, átti stórleik og bar af öðrum á vellin- um. Þá er einnig vert að geta góðrar frammistöðu Birgis Skúla- sonar, Snævars Hreinssonar og Helga Helgasonar. Hörður Benonýsson var hins vegar dapur og getur mun betur. Enginn skar- aði fram úr í liði ÍBK. Dómari var Gísli Guðmundsson og dæmdi hann með ágætum í heild- ina tekið. GÞE Hafþór með þrennu - þegar KS sigraði ÍBÍ 2:5 á laugardaginn Siglfirðingar bættu mjög stöðu sína í annarri deild þegar þeir sigruðu ísfirðinga á ísafírði á laugardaginn 2:5. Sigur Sigl- fírðinga var sanngjarn og liðið er nú við hlið IR-inga um miðja deildina með 14 stig. Siglfirðingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og fyrir utan mörk- in þrjú áttu þeir fjölmörg færi, m.a. skaut Hafþór Kolbeinsson í stöng. 1. deild kvenna: Þór vann sinn fyrsta sigur A laugardaginn léku í 1. deild kvenna i Þór og Breiðablik. Leikurinn fór fram á Akureyr- arvelU og lauk með sanngjörn- um sigri Þórsstúlknanna 3:0 og náði liðið þar með í sín fyrstu stig í sumar. Þórsliðið réð lögum og Iofum á vellinum í fyrri hálfleik og fékk þá fjölmörg færi. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik og voru hvert öðru lagiegra. Það var Ingigerður Júlíusdóttir sem skoraði fyrsta markið. Hún fékk stungusendingu inn fyrir vörn UBK og vippaði laglega yfir markvörðinn, staðan 1:0. Um það bíl tíu mínútum síðar bætti Ingigerður öðru marki við. Hún var þá stödd um það bil 10 metrum utan við hægra vítateigs- horn og sendi boltann yfir mark- vörðinn og í markið. Þriðja markið gerði Aðalheið- ur Reynisdóttir. Aðalheiður sendi boltann yfir markvörðinn sem kom langt út á móti henni, staðan orðin 3:0. Eftir hlé mættu UBK-stúlkurn- ar mun ákveðnari til leiks og sóttu stíft framan af. Sara Har- aldsdóttir átti skalla yfir opið Þórsmarkið. Þetta má segja að hafi verið eina marktækifærið í síðari hálf- leik og eftir það skiptust liðin á um að sækja. Þórsliðið lék að þessu sinni sinn langbesta leik í sumar og það má að nokkru leyti rekja til þes að Inga Huld Pálsdóttir lék nú sinn fyrsta leik eftir langvar- andi meiðsli. Ingigerður Júlíusdóttir. Róbert Haraldsson sem á laug- ardaginn Iék sinn fyrsta leik með KS-liðinu skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Fyrra markið skor- aði Róbert af stuttu færi, en til hans barst boltinn eftir fyrirgjöf og skalla, staðan 0:1. Síðara mark Róberts var sér- lega glæsilegt en hann skaut þá föstu skoti í þverslá og inn frá vítapunkti. Á 30. mínútu skoraði Hafþór þriðja mark KS. Boltinn barst til hans í þvögu við mark ísfirðinga og Haffi „potaði“ inn. Siglfirðingar voru varla hættir að fagna þessu þriðja marki sín þegar Stefán Tryggvason minnk- aði muninn fyrir ísfirðinga og staðan því 1:3 í hléi. Ekki voru liðnar nema 2-3 mínútur af síðari hálfleik þegar Hafþór bætti fjórða marki KS og sínu öðru við. Markvörður ísfirð- inga missti boltann þá klaufalega frá sér, Hafþór náði honum af honum og skoraði, 1:4. Guðmundur Jóhannsson skor- aði svo annað mark ÍBÍ og var það sannkallað heppnismark. Þéttingsfastur jarðarbolti fór þá hreinlega í gegnum fimm menn og inn. Hafþór innsiglaði svo sigur KS þegar hann fékk langa sendingu frant völlinn og vippaði yfir markvörðinn. Áður höfðu ísfirð- ingar m.a. átt tvö skot í slá en engu að síður var sigur Siglfirð- inga sanngjarn. Staðar 1 SL-mótið 1. deild Úrslit leikja í SL-mótinu 1. deild um helg- ina urðu þessi: ÍA-FH 1:2 Þór-Fram 4:1 KR-KA 2:0 ÍBK-Völsungur 0:1 KR 10 5-4-118:6 19 Valur 9 5-3-117:6 18 Þór 10 6-0-4 20:16 18 ÍA . 10 5-1-4 14:13 16 Fram 9 4-2-3 11:1114 Völsungur 9 3-3-3 10:10 12 KA 10 3-2-5 7:10 11 ÍBK 10 3-2-5 15:21 11 Víðir 9 0-6-3 4:12 6 FH 10 2-1-7 9:20 4 Markahæstir: Pétur Pétursson KR 5 Björn Rafnsson KR 5 Hlynur Birgisson Þór 5 Heimir Guðmundsson IA 4 Hörður Benónýsson Völsungi 4 Jónas Róbertsson Þór 4 Kristján Kristjánsson Þór 4 Óli Þór Magnússon ÍBK 4 Sigurjón Kristjánsson Val 4 Halldór Áskelsson Þór 4 Jónas Hallgrímsson Völsungi 3 Staöai 1 2. deild Úrslit leikja í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina og staðan í deild- inni eru þessi: ÍBÍ-KS 2:5 Einherji-ÍR 1:0 UBK-Þróttur 0:3 Leiftur-Víkingur 3:1 Selfoss-ÍBV 2:0 Leiftur 10 6-1-315:7 19 Víkingur 10 6-1-3 19:15 19 Þróttur 10 5-1-4 20:15 16 Selfoss 10 4-3-3 19:19 15 Einherji 10 4-3-310:13 15 ÍR 10 4-2-4 18:15 14 KS 10 4-2-4 18:1914 UBK 10 4-1-5 10:12 13 ÍBV 10 3-4-3 15:17 13 ÍBÍ 10 1-0-912:22 3 Markahæstir: Heimir Karlsson ÍR 9 Trausti Ómarsson Vfldngi 9 Hafþór Kolbeinsson KS 7 Staðai 1 1. deild kvenna Úrslit leikja í fyrstu deild kvenna um helgina urðu þessi: KR-ÍBK 0:0 KA-UBK 1:0 Þór-UBK 3:0 Stjarnan-Valur 0:5 Staðan í deildinni er því þessi: Valur 9 7-2-0 24:3 23 ÍA 8 6-1-117:5 19 Stjarnan 8 5-0-3 11:12 15 KR 7 3-2-3 7:4 11 ÍBK 7 2-2-3 5:12 8 KA 9 2-2-5 8:15 8 UBK 8 1-1-6 5:16 4 Þór 7 1-0-6 5:15 3

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.