Dagur - 29.07.1987, Síða 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 29. júlí 1987 141. tölublað
A//t -fyrir-
Siglufjörður:
Sigluvíkin
farin í
viðgerð til
Þýskalands
- Enginn íslenskur aðili
gerði tilboð í verkið
Sigluvík, togari Þormóðs
ramma hf. á Siglufirði, selur
afla sinn, 155-160 tonn, í
Bremerhaven í Þýskalandi í
dag. Strax eftir söluna verður
skipinu siglt til Flensburg þar
sem skipið verður í viðgerð
næstu 5 vikurnar.
Runólfur Birgisson, skrifstofu-
stjóri Þormóðs ramma hf. sagði í
samtali við Dag að gert verði við
dekk skipsins sem hafi verið farið
að skemmast. Einnig verður sett
nýtt aðgerðakerfi í skipið þ.e.
nýjar þvottavélar, ný færibönd og
fleira er viðkemur aðgerð á milli-
dekki. Öll spil á dekki verða
endurnýjuð og aðalspilbúnaður
verður gerður upp frá grunni.
Skrúfa skipsins verður gerð upp
og aðalvél yfirfarin.
Stálvíkin er 450 tonna skip
smíðað á Spáni árið 1974. Það er
útbúið fyrir ísfisk, ekki hefur ver-
inn settur útbúnaður fyrir laus-
frystingu í skipið og að sögn Run-
ólfs stendur ekki til að gera það á
næstunni. Aðspurður um hvort
útbúa ætti skipið nú fyrir tvö troll
sagði Runólfur að þessar breyt-
ingar væru byrjunin, seinna meir
þyrfti að breyta spilbúnaði og
fleiru til að hægt verði að hafa tvö
troll um borð.
Skipasmíðastöðin Neue Flens-
burg gerði tilboð ásamt 5 öðrum
aðilum í verkið en tilboð þeirra
hljóðar upp á 13 milljónir. Auk
þess kaupir útgerðin tæki hér
heima, t.d. spilbúnað, og lætur
setja í skipið og í heild er gert ráð
fyrir að breytingarnar kosti um
35 milljónir króna. Enginn
íslenskur aðili gerði tilboð í verk-
ið og tilboð þau er útgerðin fékk
voru á bilinu 13-18 milljónir
króna. JÓH
Undanfarið hafa bílaumboðin auglýst að þau taki gamla bíla upp í nýja, en
mörg eru nú að gefast upp á því vegna þess að gömlu bílarnir seljast ekki og
hrannast upp hjá umboðunum. Mynd: GT
Bílamarkaðurinn:
Erfitt að losna
við eldri bíla
- Ekki teknir upp í nýja
nema auðseljanlegir séu
„Það hefur dregið verulega úr
því að við tökum eldri bíla upp
í nýja. Það er fyrst og fremst út
af því að við eigum núna mikið
af notuðum bílum og það er lít-
il hreyfing í sölu á þeim,“ sagði
Eyjólfur Agústsson hjá Höldi
þegar hann var inntur eftir því,
hvort erfitt væri að selja not-
aða bíla um þessar mundir.
Hann sagði ástæðurnar fyrst og
fremst þær, að bæði væri þessi
tími árs erfiður og að svo væri
markaðurinn hreinlega orðinn
mettaður. Mjög mikið hefur ver-
ið pantað hjá þeim af nýjum bíl-
um árgerð ’88, og sagðist hann
reikna með því að þegar þeir
kæmu, yrði mjög erfitt að losna
við alla bíla eldri en ’82.
Eyjólfur nefndi einnig, að eldri
bílar væru of hátt verðlagðir,
þannig að munur á verði nýs bíls
og 3-4 ára væri orðinn of lítill. „Á
endanum ná menn sönsum. Það
er tómt rugl að ætla að selja þessa
bíla á því verði sem sett er upp.“
Varðandi hvort aukning væri á
bílasölu frá í fyrra þegar sem
mestur kippur kom í sölu nýrra
bíla samfara verðlækkuninni,
sagði hann svo ekki vera, heldur
væru hún álíka ntikil.
Á öðrum bílasölum sem Dagur
hafði samband við var sömu sögu
að segja. Flestir vorú sammála
um aukna eftirspurn nýrra bif-
reiða, of hátt verðlag á þeim
gömlu og að dregið hefði verið úr
! því að taka gamla bíla upp í nýja.
VG
Lífeyrissjóðir:
Litil eftirspurn eftir lánum
Mjög hefur dregið úr eftir-
spum eftir lífeyrissjóðslánum á
þessu ári og seinni hluta síðasta
árs og er það vegna nýja hús-
næðislánakerflsins. Blaðið
hafði samband við Jón Helga-
son hjá lífeyrissjóðnum Sam-
einingu og Braga Jóhannsson
hjá lífeyrissjóði KEA og spurði
þá út í stöðuna hjá þessum líf-
eyrissjóðum.
„Eftirspurnin er lítil núna og
það er ósköp skiljanlegt þegar
farið er að greiða lánin niður fyrir
fólk. Það eru aðeins þeir sem
ekki geta fengið lán hjá Hús-
næðisstofnun sem koma til
okkar,“ sagði Jón. Auk þess sem
eftirspurn eftir lánum hefur dreg-
ist mikið saman hefur það aukist
að fólk greiði upp eftirstöðvar af
eldri lánum.
Það sama kom fram hjá Braga
Jóhannssyni. „Úthlutunum hjá
okkur hefur fækkað um nærri
helming það sem af er þessu ári
samanborið við síðustu ár og
upphæðin væri meira en helmingi
lægri. Eftirspurnin minnkaði
mikið strax á síðasta ári og það er
vegna þess að samið var um nýja
húsnæðisiánakerfið í febrúar-
samningunum. Þá var strax ljóst
hvað var framundan og fólk beið
eftir að fá lán með niðurgreidd-
um vöxtum."
Þeir Bragi og Jón voru spurðir
hvort þessi þróun væri á einhvern
hátt slæm fyrir lífeyrissjóðina.
„Alls ekki fjárhagslega, þvi það
bjóðast ýmsir fjárfestingakostir.
Við getum ávaxtað féð hjá ýms-
um fjárfestingalánasjóðúm og
stofnunum fyrir miklu hærri
raunvaxtaprósentu en við mynd-
um veita sjóðfélögunum. En það
verður líka að taka það með í
dæmið að 55% af fé lífeyrissjóð-
anna renna til Húsnæðisstofnun-
ar og vextir þar eru ekki nema
6,25% sem er slæmt þvi við gæt-
um lánað þetta fé til sjóðfélaga á
sömu vöxtum og eru í bönkunum
og þeir eru komnir í 8-9%.
Félagslega sjónarmiðið er svo
aftur önnur hlið á þessu máli og á
ég þá við að samband sjóðfélaga
við eigin sjóð minnkar og það er
slæmt,“ sagði Bragi.
Jón sagðist hafa litið svo á að
best væri að lána féð beint til
sjóðfélaga. „Ég held að þessi
vaxtakjör rugli alla í ríminu og ef
það á að fara að hækka þá enn
einu sinni þá hækka verðbréfa-
markaðirnir vextina hjá sér og
þeir eru að sölsa undir sig stóran
hluta af þessu fjármagni. í sjálfu
sér er það goít fyrir lífeyrisþeg-
ana að féð sé vel ávaxtað því
öflugri verður sjóðurinn,“ sagði
Jón. HJS
Hafnarstræti 86:
Hafnar framkvæmdir við
enduibyggingu hússins
„Það hefur orðið hugarfars-
breyting hvað varðar húsfrið-
unarmál á Akureyri,“ sagði
Sverrir Hermannsson húsa-
smiður, en hann er að hefja
framkvæmdir við endurbygg-
ingu suðurgafls hússins Hafn-
arstræti 86, sem er gamla versl-
unin Eyjafjörður.
Hús þetta var byggt 1902, og er
norskt innflutt plankahús. Þarna
var í fyrstu Grundarverslun en
síðan Verslunin Eyjafjörður til
langs tíma.
Stefnan er að taka suðurgafl-
inn, sem að sögn Sverris er eflaust
fallegasti timburhúsastafn á
Akureyri, fyrst í gegn, en yfirfara
síðan allt húsið. Reyna á að Ijúka
verkinu í áföngum á þremur
árum ef allt gengur vel.
Sverrir vinnur nú við endur-
byggingu fimm annarra húsa, en
það var hann sem endurbyggði
m.a. Laxdalshús og gamla Barna-
skóla Akureyrar.
Það eru eigendur hússins sem
standa fyrir endurbyggingunni að
ósk Þórs Magnússonar þjóð-
minjavarðar, en Þjóðminjasafnið
mun styrkja verkið að einhverju
leyti.
Að sögn Guðntundar Ármanns
hjá teiknistofunni Stíl, sem er
einn eigenda hússins, er húsið
ekki friðað og hefur þess vegna
ekki fengist styrkur frá Húsfrið-
unarnefnd Akureyrar. Ekki hef-
ur verið tekin ákvörðun um það
hjá eigendum að fara fram á að
húsið verði friðað, en þeir hafa
stofnað með sér hússjóð sem á að
greiða niður þessar framkvæmdir.
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt
hefur gert úttekt á húsinu, þar
sem hann gefur því m.a. einkunn-
irnar mjög gott fyrir listagildi,
gott fyrir viðhald og ágætt fyrir
listræna stöðu í umhverfi. VG
Endurbætur eru nú hafnar á húsinu sem stendur við Hafnarstræti 86. Það
inun áreiðanlega gleðja marga sem muna eftir húsinu eins og það var.
Mynd: GT