Dagur


Dagur - 21.08.1987, Qupperneq 1

Dagur - 21.08.1987, Qupperneq 1
70. árgangur Akureyri, föstudagur 21. ágúst 1987 157. tölublað Norðurlandsumdæmi eystra: Siguröur Hallmarsson settur fræðslustjóri - Ólafi Guðmundssyni veitt lausn frá störfum frá og með næstu mánaðamótum Sigurður Hallmarsson, skóla- stjóri á Húsavík, hefur verið settur fræðslustjóri Norður- landsumdæmis eystra frá og með næstu mánaðamótum. Er þetta gert í fullu samráði við Þráin Þórisson, formann fræðsluráðs Norðurlandsum- dæmis eystra. Ólafi Guð- mundssyni, scttum fræðslu- stjóra umdæmisins, hefur ver- ið veitt lausn frá störfum frá og með sama tíma. Hann hefur verið ráðinn til að starfa að „sérstökum verkefnum“ í menntamálaráðuney tinu. Eins og kunnugt er hefur Ólaf- ur margoft lýst því yfir að hann væri reiðubúinn til að láta af störfum ef það mætti verða til lausnar deilunni sem staðið hefur um þetta embætti síðan Sturlu Kristjánssyni var sagt upp störf- um á síðastliðnum vetri. Sam- skipti Ólafs við starfsfólk fræðsluskrifstofunnar hafa geng- ið mjög stirðlega og starfsemi skrifstofunnar hefur ekki verið með eðlilegum hætti síðan hanh tók til starfa. Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaður menntamálaráð- herra, var spurður hvort ástæða væri til að ætla að meiri friður myndi ríkja um Sigurð en ríkt hefur um Ólaf og sagðist hann ekki þora að spá um það. „En maður skyldi ætla það þar sem þetta er gert í fullu samráði við formann fræðsluráðs. Sigurður er kunnur skólamaður fyrir norðan og ég vona að hann geti starfað þarna í friði og í góðu samstarfi við okkur í ráðuneytinu." Orðrómur hefur verið á kreiki um að Trausta Þorsteinssyni, skólastjóra á Dalvík, hafi verið boðin staðan en Guðmundur vildi ekkert segja um það. „Ætli hafi ekki verið talað við mig eins og marga aðra, það er hugsanlegt," sagði Trausti Þor- steinsson þegar þetta var borið undir hann. Trausti var þá spurð- ur hvers vegna hann hefði hafnað stöðunni og sagðist hann ekki hafa séð fram á að hann gæti tek- ið henni, hann væri í starfi á Dal- vík og því hefði ekki verið um þetta að ræða. Þess má geta að sérkennslumál í Norðurlandsumdæmi eystra er nú til athugunar í ráðuneytinu. „Raunar hafa öll sérkennslumál verið tekin til sérstakrar athugun- ar og þá ekki síst í Norðurlands- umdæmi eystra,“ sagði Guð- mundur Magnússon. JHB Séð yfir Hafnarstræti á Akureyri, þann hluta sem nú er göngugata. Ólafsfjörður: Enginn sótti um stöðu tannlæknis Þann 17. ágúst rann út umsóknarfrestur um stööu tannlæknis á Ólafsfirði. Að sögn Valtýs Sigurbjarnarsonar bæjarstjóra, sótti enginn um starfið en nokkrar fyrirspurnir bárust. Að sögn Valtýs ætla þeir að auglýsa aftur með vorinu og von- ast þá til þess að nýútskrifaðir tannlæknar sæki um starf, en aðstaða hjá þeim er að sögn, mjög góð. Óskað verður eftir því, að tannlæknir sá sem er að yfirgefa Ólafsfirðinga, muni sinna skóla- skoðunum í haust áður en hann fer, en eftir það þurfa bæjarbúar því miður að leita annað. VG ÍŒAÍ Nýr mjólkurbíll á Dalvíkurleið Kaupfélag Eyfirðinga hefur fest kaup á nýjum mjólkurbíl af gerðinni MAN. Bfllinn, sem leysir annan jafnstóran af sömu gerð af hólmi, er vænt- anlegur um miðjan október. Bílíinn er frambyggður með 7000 lítra tank og kostar án tanksins rúmar 4 milljónir króna. Hann mun verða notaður á Dal- víkurleið, en á þeirri leið eru nú tveir bílar sem báðir eru orðnir 11 ára gamlir. Er vonast til að hægt verði að endurnýja hinn á næsta ári. JHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.