Dagur


Dagur - 21.08.1987, Qupperneq 3

Dagur - 21.08.1987, Qupperneq 3
21. ágúst 1987 - DAGUR - 3 1987 gott heyskaparár - en heyfengur skiptir bændur því miður ekki eins mikiu máli og áður vegna samdráttar í framleiðslu, segir Bjarni Guðleifsson „Heyfengur er eins og í góðu ári, þetta hefur víða komið vel út hjá mönnum og heygæði skipta ekki minna máli nú en áður. Margir eru búnir að tvíslá hér í Skagafiröi og hey- fengur er almennt mikill og góður,“ sagði Egill Bjarnason, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga. Bjarni Guðleifsson, ráðunaut- ur hjá Ræktunarfélagi Norður- lands, sagði að heyfengur hefði víðast verið mikill og góður í ár. Þó gætti þess nokkuð að breyttur hugsunarháttur ríkti í þessum efnum. Áður hefðu bændur reynt að vera með sem stærst bú en nú væri samdráttur í landbúnaði og heyfengur skipti menn ekki eins miklu máli og áður. „Ég hef orðið var við að bænd- ur hafa því miður ekki sama áhugann fyrir því að ná inn miklu og góðu heyi eins og áður vegna samdráttar í framleiðslu. Þetta er í rauninni mikil breyting á hugs- unarhætti. Nú er fremur auðvelt að fá keypt hey og þeir sem fóru illa út úr kalskemmdum hafa Föstudaginn 28. ágúst verður haldin ráðstefna að Skipagötu 14 á Akureyri sem ber yfirskrift- ina: Iðnaður og atvinnumál flestir fengið að heyja á öðrum jörðum. Hvað roðamaurinn varðar þá hefur hann ekki valdið eins miklu tjóni og útlit var fyrir um tíma í vor. Það er varla eins fréttnæmt og áður hvernig hey- skapur gengur, nú er frekar spurt um framleiðsluréttinn," sagði Bjarni Guðleifsson. EHB á Norðurlandi. Þingmönnum kjördæmisins hefur verið boð- ið sérstaklega á ráðstefnuna, svo og þingfulltrúum á fjórð- ungsþingi Fjórðungssambands Norðlendinga og forsvars- mönnum fyrirtækja er sýna á Iðnsýningu 1987. Ráðstefnan, sem stendur frá kl. 10-16, hefst með því að Friðr- ik Sophusson iðnaðarráðherra kynnir iðnaðarstefnu ríkisstjórn- arinnar. Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, ræðir síðan um fjár- mögnun iðnfyrirtækja, Haraldur Sumarliðason, forseti Fands- sambands iðnaðarmanna, fjallar um stöðu iðnaðar á landsbyggð- inni og höfuðborgarsvæðinu og Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar íslands. skýrir frá tækniaðstoð opinberra aðila. Eftir hádegisverðarhlé heldur Jón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar Sambands- ins, fyrirlestur um rekstur stór- fyrirtækja í dreifbýli. Valtýr Sig- urbjarnarson, bæjarstjóri í Ólafs- firði, ræðir um viðhorf sveitarfé- laga til iðnreksturs. Þá verða umræður og fyrirspurnir og loks uppsöfnun og niðurstöður sem Sigfús Jónsson bæjarstjóri kynnir. Fundarstjóri er Björn Jósef Arnviðarson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar. SS Kristnesspítali: Framkvæmdir fyrir 100 milljónir - sjúkra- og iðjuþjálfun komið á fót Akureyri: Ráðstefna um iðnað og atvinnumál íbúðir til sölu! Til sölu 2ja og 3ja herbergja íbúðir í Melasíðu 5. Upplýsingar á skrifstofunni. |-7jn AÐALGEIR FINNSSON HF WtkÁ BYGGINGAVERKTAKI \MM V\| FURUVÖLLUM 5 P.OBOX209 602 AKUREYRl ICELAND SÍMl: (96)21332 Lítið matvælafyrirtæki tilsölu Fyrirtækið er í fullum rekstri og hefur mikla stækk- unarmöguleika. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878 Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður Norðlendingar! Evo-stik — vatnshelt trélím og snertilím. IVIagic — hreinsiefni og túbulím í úrvali. Walter - verkfæri, þýsk gæðavara. Fæst hjá: Kaupfélagi Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupfélagi Húnvetninga, Blönduósi, Kaupfélagi Skagfirðinga, Sauðárkróki, Hegra, Sauðárkróki, Kaupfélagi Eyfirðinga, Akureyri, Norðurfelli, Akureyri. Miklar framkvæmdir eru nú hafnar við Kristnesspítala, en stofnunin á 60 ára afmæli 1. nóvember n.k. Reiknað er með að framkvæmdirnar kosti um 100 milljónir króna og dreifist verkið á sex fram- kvæmdaár. Lokið er við að breyta hátíðasal spítalans í endurhæfingarsal til bráða- birgða og er salurinn nú full- búinn tækjum og búnaði. Á fundi sem Bjarni Arthúrs- son, framkvæmdastjóri Kristnes- spítala, hélt með blaðamönnum fyrir skömmu kom fram að erfitt hefur reynst að fá sjúkraþjálfara til starfa við stofnunina. Taldi hann víst að þetta mætti rekja til launataxta, sem væru þeim sjúkraþjálfurum í óhag sem vinna hjá sjúkrahúsum. Ef ekki fást innlendir sjúkraþjálfarar til starfa má búast við að leita verði til annarra landa eftir starfskröft- um, þótt æskilegast væri að yfir- sjúkraþjálfari væri íslenskur. Kristnesspítali á sér langa og merka sögu. Fokið var við að byggja hann árið 1927, en hann var byggður að tilhlutan Heilsu- hælisfélags Norðurlands, sem var opinn félagsskapur allra þeirra er vildu láta reisa berklahæli á Norðurlandi. Berklaveikin var á þessum árum mjög skæður sjúk- dómur sem herjaði einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og létust hundruð manna úr sjúkdómn- um. í sumum tilvikum þurrkuð- ust heilu fjölskyldurnar út, svo skæð var veikin. Verkáfangarnir sex eru sem hér segir: 1. Byggt nýtt stigahús með lyftu og komið á fót aðstöðu fyrir iðjuþjálfun. 2. Viðbygging við svalagang 3 hæðir og ein hæð innréttuð fyrir legudeild. 3. Inn- réttuð dagstofa og borðstofa á einni hæð og innréttað vatnsmeð- ferðarhús á jarðhæð. Endurbæt- ur á legudeild. 4. Viðbygging við núverandi skrifstofuhús, tvær hæðir fyrir iðjuþjálfun og eldhús. 5. Steyptar upp tvær hæðir ofan á núverandi skrifstofuhús fyrir endurhæfingu og skrifstofur. Endurbætur á kjallara. 6. Inn- rétting á endurhæfingar- og skrifstofuhúsnæði og tenging við vatnsmeðferðarhús. Á síðastliðnu ári samþykkti heilbrigðismálaráð héraðsins og stjórnarnefnd ríkisspítalanna nýja framkvæmda- og starfsem- isáætlun fyrir Kristnesspítala, og eru þær franrkvæmdir sem hér var lýst í samræmi við þá áætlun. Kristnesspítali var rekinn sem berklahæli allt til ársins 1976. Um árabil hefir stofnunin vistað hjúkrunar- og langlegusjúklinga en nú er verið að koma endur- hæfingar- og iðjuþjálfunarþætti starfseminnar í viðunandi horf. EHB HITTAST ÞYRHIROS OG FRINSINN ÁIÐNSÝNINGU

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.